Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 43

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 43
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 691 Skóarinn í Beflehem, sem verslar með biblíuhandrif Ettir James Morris, fréttaritar c Times ÞEGAR ég var í Amman, höfuðborg Jórdaníu, var varla um annað talað í boðum og samkvæmum, en biblíu- handritin, sem fundist höfðu hjá Dauðahafi. Þessi merkilegu handrit, sem vakið hafa bæði gieði og áhyggjur meðal biblíufróðra manna, hafa sem sé öll fundist í Jórdaníu, á vestur- strönd Dauðahafsins. Og þótt nokkur af þeim hafi með einhverjum ráðum komist yfir landamærin til ísrael, þá hefir þó aðal rannsóknin á þeim farið fram í Rockefeller-stofnuninni í Jerúsalem í Jórdaníu, og hafa vís- indamenn margra þjóða unnið að þeirri rannsókn. Jórdaníumenn hafa hvað eftir annað hótað að taka stofn- unina eignarnámi, en þá missa þeir líka það fé, sem Bandaríkin verja til hennar, svo að allt situr við sama. Ég hafði ekki neinn áhuga fyrir þessum handritum, ég vissi að aðrir voru færari um það en ég að fást við þau. Svo sendi „Times“ mig til Jerúsa- lem og alveg um sama leyti flutti einn af fræðimönnum þeim, sem fengist hafa við rannsókn handritanna, fyrir- lestur í brezka útvarpið um eitt þeirra og dró af því mjög furðulegar álykt- anir. Hann sagði að í þessu handriti væri talað um „Kennara réttlætisins" og saga hans væri mjög lík sögu Krists. Þessi kennari hefði þó verið uppi á undan honum, en svo væri að sjá sem hann hefði verið krossfestur eftir skipan „geggjaðs prests“. Sagan um það hvernig hann var tekinn nið- ur af krossinum og margt annað, væri mjög samhljóða því, er sagt væri um Krist. Þess vegna hlyti menn nú að lita öðrum augum á Nýa testamentið. Þetta kom eins og reiðarslag yfir brezka kennimenn, og ég fékk þegar skeyti frá blaðinu. Þar var sagt að aðrir rannsóknamenn handritanna væru þessum manni ekki samdóma, heldur teldu þeir, að hann hefði annað hvort misskilið handritið, eða dregið rangar ályktanir af því, sem þar stóð. Blaðið bað mig að senda yfirlýsingu frá þeim um þetta efni. Ég sendi svo skjal undirritað af fjórum kaþólskum prestum (frönskum, pólverskum og bandarískum) og guðfræðikennara frá Oxford. Þetta vakti geisimikla athygli, svo að ég fór að hafa meiri áhuga fyrir handritunum. Ég fékk að koma í hina svölu sali á bak við stofnunina, þar sem hinir skriftlærðu eru að rannsaka handritin. Þar voru inni löng glerborð, og undir glerjunum var líkt og flugur á víð og dreif. Það voru örlítil snifsi af þunnu bókfelli, þúsundum saman, og mátti óglöggt sjá stafi á þeim. Þetta voru bútar úr hinum mörgu handritum sem fundist hafa í hellum og öðrum felu- stöðum skammt frá Essena-klaustrinu hjá Kumran. Það er hlutverk fræði- manna að raða þessum bútum saman og reyna að lesa hvað á þeim stendur. Stundum fundust handrit í ótal molum, d’-eifðum um hellisgólf. Stundum fundust snifsi úr mörgum handritum og voru í einum graut. Og þar sem þessi handrit eru 2000 ára gömul, að dómi lærðra manna, þá er ekki furða þótt skriftin á þeim sé orðin dauf, og sjáist tæplega nema við innrautt ljós. Ég spurði hvar handritið væri, sem mesti gauragangurinn hefði orðið útaf. Þeir sýndu mér það þegar. Það var ein kennilegt. Eins og flest handritin var það í molum, og stærstu bútarnir ekki nema nokkrir ferþumlungar að stærð. Brotum þessum var raðað í glerkassa, og hver bútur settur á þann stað, er menn héldu að hann ætti að vera, en svo voru stórar gloppur á milli. Eg spurði hvar getið væri í þessu hand- riti um „Kennara réttlætisins". „Þarna“, sögðu þeir og bentu á eina gloppuna. Handritasnifsi eru alltaf að berast safninu. Hirðingjar úr Beni Tamaniri þjóðflokknum halda til í grennd við Kumran og eru alltaf að leita í hellum og gjótum, og finna þar oft eitthvað. Þetta er orðinn atvinnuvegur hjá þeim. Stofnunin kaupir snifsin fyrir ákvæð- isverð á hvern ferþumlung, því að eng- inn getur vitað hvort nokkurt gagn muni verða að þeim. En það eru ekki hirðingjarnir sjálfir, sem koma með þau. Mér kom nú til hugar að nógu gam- an væri að fylgjast með ferli þessara handritasnifsa, frá því þau finnast og þar til þau komast í safnið. Ég byrjaði á því að ferðast í bíl til Kumran, þar sem var klaustrið, er öll þessi hand- rit eru komin frá. Landið umhverfis Dauðahafið er eitthvert heitasta, þurasta og ömur- legasta land á allri jörðinni. Hæðirnar þar um kring eru allar sundurifnar af sprungum og giljum, og engu líkari en ruslbyngjum umhverfis einhverja helj- armikla námu. Norðan við vatnið rakst ég á eitthvert ömurlegasta gisti- hús, sem ég hefi séð. Þar getur maður fengið dýrt kaffi og léleg póstkort. Maður getur líka stungið hendinni niður í glóðvolgt og brimsalt Dauða- hafið, sem er eins og þykkur pækill. Hér á þessum stað kaus bræðrafé- lag Essena að reisa sér klaustur — og einmitt á þessum stað er sagt að Jó- hannes skírari hafi prédikað. Lélegur vegur liggur meðfram vatninu þangað. Hitinn var steikjandi og ég sá ekki á leið minni aðrar lifandi verur en nokkr ar soltnar geitur og dökkeyga hirð- ingja drengi, sem gættu þeirra. Rústir klaustursins sýndust mér hálf- kátlegar. Þær standa á hæð, sem gnæf- ir yfir vatnið, en þar fyrir handan er djúpt þurt gil. Þarna eru alla vega hlykkjóttir veggir, leifar af gömlum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.