Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 12
660 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS orði, eignir og tekjur manna liggja nokkurn veginn ljóst fyrir og eins hversu mikið hver einstakur getur svikið undan skatti, en það Þykir sjálfsagt að gera á þessum stað ef þess er nokkur kostur. Gallar náungans eru ræddir en æsingalaust, það er sem sé búið að tala svo oft um þá, að efnið er orð- ið hversdagslegt. Dómharkan get- ur verið ótrúlega mikil þegar tek- ið er tillit til þess hversu landið er vinalegt og tungan þýð. Á þess- um slóðum heyrist ekki hljóðrof- ið, sem annars einkennir danska tungu, en syngjandi hreimur mál- lýskunnar gefur henni léttan blæ. Hins vegar virðast allir gallar manna gleymast ef eitthvað bjátar á fyrir Þeim, þá er hjálpsemin mikil og veitt án þess að ætlast sé til endurgjalds. Látum okkur nú litast um í barnaskólanum, því að menning þjóða birtist ekki sízt í þeirri að- búð sem börnum og gamalmenn- um er veitt. Við skulum velja síð- asta kennsludag fyrir jól, því að þá er hátíðaskapið mest. Kennar- ar og börn hafa síðustu daga aur- að saman til þess að geta glatt Þá fátækustu í nágrenninu. Jólakörf- urnar eru útbúnar af mikilli natni og smekkvísi og í þær látnar allar venjulegustu matvörur, föt og góð- gæti. Með þessar körfur fara nem- endur skólans tveimur dögum fyr- ir aðfangadag. Síðasta skóladaginn er skóhnn skreyttur með grænum greinum og kertaljósum. í íþróttasal skól- ans er komið fyrir miklu jólatré fagurlega skreyttu. Þetta eru litlu jóhn eins og sumir kalla þau. Bekkjarkennararnir fara nú hver með sinn bekk inn í skólastofurn- ar, þar er htið jólatré og jólaljóa. Kennarinn segir börnunum jóla- sögur og sálmar eru sungnir, venjulega er nóg góðgæti handa öllum. Yfir þessum stundum er mik -ill hátíðleiki, samhugur jólagleð- innar hrífur htla fólkið og skapar Þá jólagleði sem hlýtur að verða hverjum sæmilegum manni hug- stæð. Að lokinni hátíðinni í bekkjun- um er farið í íþróttasahnn. Þar er bömunum skipað í hringa, þeim yngstu næst jólatrénu. Sálmur er sunginn, skólastjórinn les jóla- guðspjallið, aftur er sunginn sálm- ur og síðan gengið kringum jóla- tréð og sungið. Loks óskar skóla- stjóri börnunum gleðilegra jóla og guðs blessunar og börnin halda heim til jólaundirbúnings heimil- anna, sem nú er að nálgast hámark sitt. Óhætt er að segja, að jólaundir- búningurinn hafi hafizt a. m. k. fyrst í desember, þá eru ahar verslunarborgir komnar í jóla- skrautið og gera sitt bezta til þess að lokka viðskiptavini til sín. Svendborg, sem er 24000 íbúa bær, er næsta verslunarborg við Skaa- rup, þangað er farið til þess að velja ahar sjaldgæfari og viðhafn- armeiri jólagjafir og þeir efna^ meiri fá sér góða jólamáltíð á ein- hverju veitingahúsinu um leið og gjafirnar eru keyptar. Bæarstæði Svendborgar er afarfagurt. Borgin stendur við hafið og er, auk þess að vera stærsti bær á Suður-Fjóni, menningar- og að nokkru leyti viðskiptamiðstöð fyrir eyarnar Taasinge, Ærö og Langaland. f þessum bæ bjó ljóðskáldið mikla Jörgen Jörgensen, sem gerður var heiðursborgari bæarins, eins og H. C. Andersen var gerður heið- ursborgari Odense á sínum tíma. Og «vo rennur aðfangadagur jóla upp. Eins og við þekkjum héðan er fyrri hluti dags mikill annadagur kvenþjóðarinnar. Fyrst og fremst þarf að hugsa fyrir jóla- steikinni, sem er annað hvort gæsa-, anda- eða svínasteik. Gæsa- steikin er talin fínust en minnst þykir Dönum til svínasteikurinn- ar koma, þótt sá matur sé vel séður á öllum öðrum dögum ársins. Jóla- gjafirnar eru yfirleitt komnar í réttar umbúðir á Þorláksmessu og bíða þess nú að vera settar undir jólatréð. Rammar utan um myndir framliðinna ættingja eru fagur- lega skreyttir með greinum og öðru skrauti, flestir setja líka falleg blóm á grafir ættingja sinna um jóhn. Danir ræða mikið um jóla- veður, jólaveðrið, sem alhr óska sér er snjór og stillt veður. í Það sinn, sem ég hef í huga, var ein- mitt snjór yfir öllu á jólunum, trén í húsagörðunum höfðu fengið yfir sig þennan ævintýrablæ, sem við höfum séð á myndum jólakort- anna. Um fjögur leytið barzt hljómur kirkjuklukkunar út um allt þorp- ið og ungir og gamlir streymdu til kirkjunnar. Danskar sveitarkirkjur eru fallegar byggingar, látlausar, er byggðar í stíl sem sker úr um, að húsið er kirkja en ekki verk- smiðja. Danskir prestar tala alltaf blaða- laust en sjaldan af mikilli anda- gift. Hinsvegar kunna þeir flestir allvel guðspjöllin og geta haft yf- ir langar greinar úr þeim orðrétt. Verður því alltaf einhver kjarni í guðsþjónustum þeirra, þótt ekki sé sagt mikið merkilegt frá eigin brjósti. Fólkið í þorpinu virtist láta sér ræðumennsku prestsins í léttu rúmi liggja, það kom í kirkjuna til þess að sýna sig og sjá aðra, syngja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.