Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JMöLvötL um Eg kom ofan Skjaldbreið úr skýanna vafurloga, ei skágeislar rísandi sólar á fjöllunum dundu sem langskeftar örvar af Ijósguðsins glóandi boga. Á ljósbleikan mosann og fannirnar neistarnir hrundu. Af hvolfþökum jökianna hófu sig ískaldir vindar tL hvirflandi flugs yfir öræfasandanna víddir. Cr draumhjúpi stigu fram tröllslegir háfjallatindar með tindrandi hvarma, og sólgeislafeldi skrýddir, Og þögnin var voldug og þung eins og brimhljóð á ströndum, sem þytur af flýandi stormsveipa vængjablaki, en blærinn var þýður sem þula frá reikandi öndum, er, þrumusnöggt, heyrði ég hrópað að fjaliabaki, og bergmálið glumdi í björgum og hamrasölum, ég biiknaði af ótta og starði á fjallanna mynd, ei. yfir þau hallaðist sól fram af morgunsins svölum og sindrandi eldsprota brá yfir heiðblámans lind. En þokunni svifað: aftur frá öræfafjöllum og alheiðir jöklarnir risu við norðurskaut, þá biasti við Hlöðufell, hátt yfir iðgrænum völlum sem hillingasýn yfir einmana ferðamanns braut. Sem ginnheilagt musteri gnæfði fjallbáknsins veldi með glitrandi snæþök og dimmbláa hamraboga, en framan við gaflaðið glóðu í daggafeldi grösugir vellir í morgunsins sólarloga. Það var eins og eilífðin ætti hér bústað og lendur, á útjaðri lífs, milli fjalla og þögulla heiða og jöklarnir gnæfðu sem háborg við himinsins strendur á höfða við upphaf torsóttra siglingaleiða. Ea eldhraunsins barmur og bláfagur fjallanna hringur sem brimgarðar lykja um fjalldalsins grösugu vin og vallgresið grær yftr veginn. I hömrunum syngur er vellirnir óma af sporléttra hófa dyn. £g horfði til f jalla. Þá sýndist mér verur á sveimi í sólgeislastraumi, sem rann inn um fjaJlanna skörð, en sýnirnar brugðust og enn var ég aleinn í heimi. I ágndjúpri kyrrðinni spurði ég himinn og jörð: Til hvers rísa sólir úr sæ yfir gieði og þrautir og sníða af Yggdrasils stofni hinn þarflausa dag? En háskýin sigldu um himinsins ómældu brautir og háfjaliavindurinn þuldi sinn orðvana brag. Hörður Þórhallsson. fjalL Þegar eg er kominn inn í Dökkólfsdal, er skollinn á grenj- andi bylur með töluverðu frosti. Sem snöggvast brá fyrir í huga mínum eftirsjá út af því að hafa ekki hætt við að leggja á fjallið. En hvað var nú að fárast um það. Nú tók baggi minn að síga illi- lega í og lúi að gera vart við sig í hryggnum. Tók eg nú að ugga um minn hag, sá ekkert út frá mér fyrir dimmviðri, og nú bættist rökkrið við. Bað eg þá guð heitt og innilega um hjálp, og er mér óhætt að fullyrða, að sjaldan eða aldrei hefi eg lagt jafnmikinn kraft í bæn mína. — Og hugsaðu þér: Rétt í sömu svifum rofar til í hríðina, svo að eg sé alla stað- hætti, að eg er á réttri leið og gat áttað mig íullkomlega á stefnunni. Þetta óvænta upprof stóð aðeins andartak, eða í mesta lagi tvær mínútur, og var þá komið sama veðrið aftur. Eg set nú í mig kjark, og fer nú nýtt líf um mig allan. Held eg svo áíram og næ nú Selvalla-hyrnu. Þaðan tek eg svo strykið og held áfram um hríð. En allt í einu er eg kominn í vatn upp 1 mitti. Vakna eg nú við vondan draum og veit þegar, að eg muni vera kominn út í Hraunsfjarðarvatn, og er mér ljóst að veðrið hefir borið mig af leið. Nú voru góð ráð dýr. Eg hrökl- aðist til baka og upp á bakkann og veit nú ekki hvað til bragðs skuli taka. En að yfirveguðu ráði tel eg samt að bezt muni vera að hafa mig aftur upp undir Hyrnuna og kom- ast í skjól, hvað sem síðan tæki við. Kemst eg nú þangað aftur eftir nokkurt erfiði og ákveð að láta þar fyrirberast til morguns. Sezt eg síðan niður, en þá sækir brátt að mér kuldi. Um leið er eins og hvísl- að sé að mér: „Haltu áfram.“ Eg var þegar viss um að þetta væri vísbending til mín, varpa baggan- um á bak mér, tek stefnu og held á stað til að reyna að komast til byggða.------------- Og að Hraunsfiröi komst hann um nóttina, og var heimafólk þar steinhissa á, að hann skyldi hafa haldið yfir fjallið í slíkri hríð og veðurofsa. (Söguþættir landpóstanna).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.