Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 661 jólasálmana, horfa á jólaljósin og komast í jólaskap. Klukkan sex hófst jólahátíð heimilanna á því að jólamáltíðin var snædd, en aðalréttur hennar er alltaf steik, eins og áður var sagt, en næsti réttur víðast hrísgrjóna- grautur, en í honum er mandla og hlýtur sá sem möndluna fær, möndlugjöf. Ef börn eru á heimil- unum er yfirleitt séð svo um, að möndlugjöfin falli í þeirra hlut, en möndlugjafir eru oftast ávextir eða sælgæti, leikföng eða bækur. Þar sem ég þekkti til voru jóla- sálmar sungnir að lokinni jólamál- tíðinni, en húslestrar, eins og hér þekkjast, voru a. m. k. ekki algeng- ir, hinsvegar var beðið Faðir vor að loknum sálmasöngnum. Meðan á sjálfri jólamáltíðinni stóð var meira rætt um gildi henn- ar og gæði, en grundvöll kristin- dómsins, enda er jólamáltíðin stolt danskVa húsmæðra, sem allir neyt- endur hennar hafa siðferðilega skyldu til að hrósa, hvort sem þeir eru kristnir eða heiðnir. Að loknum sálmasöngnum er víða genginn einn hringur kringum jólatréð, en síðan er farið að af- henda jólagjafirnar. Danir gefa yfirleitt ekki eins dýrar gjafir og algengast er að gera hér á landi. Danska þjóðin er mjög sparsöm og börnin venjast á sparsemi og ráð- deildarsemi þegar í bernsku. Ég minnist í þessu sambandi að ís- lenzkur auðmaður hafði orð á því við mig í sumar, að eitt hið fyrsta, sem hann hefði heyrt danskt barn segja við föður sinn, var: „Pabbi, höfum við efni á því að kaupa þetta?“ Og þegar faðirinn neitaði því, sagði barnið: „Getum við spar- að saman og keypt það?“ Ekki varð ég þess var að dýrleiki jólagjafa hefði mikil áhrif á jóla- gleði barnanna, en mér fannst fólkið á þessum slóðum, hafa sér- staklega gott lag á því að gera börnunum jólin ánægjuleg. Jóla- leikar voru margir, sumir einnig algengir hér á landi. Ævintýri, sem vekja hræðslu barna, eru hins- vegar lítt í hávegum höfð, hvort sem það stafar af almennari skiln- ingi Dana á því, sem börnum hent- ar, en við eigum að venjast, eða hinu að danskt landslag hvetur' enga til þess að búa til sérstaklega mergjaðar kynjasögur. Það dugir lítt að gera ráð fyrir risavöxnum tröllum í landi, þar sem ekkert fjall er svo hátt, að tröllin geti búið í því. Það, sem eftir er af aðfangadags- kvöldinu, er spilað á hljóðfæri, þar sem þau eru, sungið og talað sam- an, hinsvegar held ég að ekki sé spilað á spil á þessu kvöldi og óvíða drukkið áfengi. *=2S=* Segja má að jólin í Danmörku standi fram á þrettánda, gengur þá ekki á öðru en fjölskylduboðum, vinaboðum, félagasamkomum og öðrum áþekkum mannfagnaði, allt saman mjög svipað því sem við eigum að venjast nema hvað létt- ara er oftast yfir öllu en hér gerist. Söngur er t. d. mun almennari meðal Dana og má það teljast með ólíkindum, ekki meiri söngmenn en þeir eru. Á hverri samkomu hljómar söngurinn: „Sá har vi jul igen og sá har vi jul igen. Og julen varer lige til paaske". Það er nú ekki rétt, því fastan kemur á milli, og í allri jólagleðinni er fagnað nýu ári með hátíðleika og sálmasöng, þakklæti fyrir gamla árið og góðum óskum um gott nýtt ár. Ekki varð ég var við neina jólasiði á Suður-Fjóni, sem minntu á norska jólahafursleikinn, sennilega vegna þess, að þéttbýlið er of mikið til þess að fólkið hafi gaman af slíkum ævintýrum og bellibrögðum. Mest fannst mér lagt upp úr málamynda-guðsótta og góðum mat, en þar næst komu skemmtisamkomur, þar sem séð var fyrir góðum veitingum. Fólkið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.