Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 38

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 38
686 LESnOK MORGuiNtíLAÐSiNS einnig mikið álit fyrir myndir sín- ar af Bismarck (í Kiel og á Knivs- bjerg í Slésvík), Honterus (siðbót- armanni frá Siebenbiirgen) í Kron- stadt, Klaus Groth, skáldinu Alt- mer, enska dýramálaranum Bott- omley, kímniskáldunum Trojan og Heinrich Seidel, prófessor Kohler, Zimmermann fagurfræðing, Roon hershöfðingja (í Berlín), Wilhelm I. (í Bonn), eirstyttu af Friðrik mikla, myndina „Fráulein Marie v. Jever“ í Jever, og undurfagra marmaramynd af ungri norskri stúlku, — auk myndanna af Joa- chim II. og Friðrik mikla í elli. Faðir hans: Christian Carl Magnussen, f. 31. ág. 1821 í Bredsted, d. 18. júní 1896 í Slésvík. Foreldrar hans voru Johan Martin Magnussen póst- meistari, liðsforingi og herdómari, og kona hans Anna Catarina Thies- sen. — Stundaði málaranám í Róm 1846, síðan í París og aftur í Róm 1853—61. Dvaldist í Hamborg um hríð sem mannamyndamálari, en settist svo að í Slésvík og stofnaði þar útskurðarskóla 1875, sem mik- il aðsókn var að. Safn sitt af göml- um útskurði í Slésvík seldi hann hertoganum af Cumberland 1894, en það safn er nú geymt í List- munasafninu (Kunstindustri Mus- eet) í Kaupmannahófn. — Faðir hans: „ Johan Martin Magnússen, f. 16. febrúar 1786 í Bredsted og var þar póstmeistari þangað til hann sagði af sér 1851. Hann dó 1854. Þetta var þá allt sem eg gat graf- ið upp um ætt myndhöggvarans, og ekki náði það til hins íslenzka for- föður hans. Eg þóttist þó vita að þar sem afi hans hafði verið dansk- ur embættismaður, hlyti að vera hægt að fá frekari upplýsingar í Danmörk. Eg skrifaði því Páli Jónssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins í Kaupmannahöfn og bað hann að fara í „Dansk Genealogisk Institut" og fá þar Magnussen-ætt- ina rakta til hins íslenzka forföð- urs. Þetta gerði Páll þegar, en mál- ið var lengi að velkiast fyrir stofn- uninni. Að lokum kom þó svar frá henni og voru ekki aðrar upplýs- ingar í því en eg hafði fengið áð- ur, nema hvað þeir höfðu upp á langafa Harro Magnussen, sem var: Hans Magnussetv, f. 6. janúar 1741 í Brecklum hjá Bredsted, d. 13. júní 1832. Hann var kaupmað- ur og póstmeistari í Bredsted. Lengra kváðust þeir ekki geta rakið ættina eftir dönskum kirkju- bókum, sem til eru í ríkisskjala- safninu danska. Lofuðu þeir svo að leita upplýsinga hjá ættfræðingum í Þýzkalandi, en eg er hræddur um að lítið hafizt upp úr því. Ættin kemur ekki til Þýzkalands fyr en eftir 1864. En þótt þannig hafi farið um þessa eftirgrenslan, er engin ástæða til að efa það að Harro Magnussen hafi vitað það rétt, að hann væri kominn af íslenzkum ættum. En torveldast nú mjög að grafa upp hver verið hafi ættfaðir hans, og er þess nú helzt að vænta, að einhver íslenzkur ættfræðingur muni geta leyst þá gátu. Eftir því sem Harro Magnússen sagði Guð- mundi Gamalíelssyni frá, ætti fað- ir þessa Hans Magnussen kaup- manns í Bredsted að hafa verið ís- lendingur. Þó má vera að leita þurfi einum lið lengra. ☆ Hvað er nú orðið um listaverk Harro Magnússens? Fóru þau ekki flest forgörðum í seinni heims- styrjöldinni? Um það fýsti mig að vita, og fyrir milligöngu vinar míns, Júlíus Schopka aðalræðismanns Austur- ríkis, tók þýzka sendiráðið hér að sér að útvega upplýsingar um þetta og votta eg því þakkir fyrir hjálp- ina. — ^JJvert ótefnir Vindling totta, vinið teyga — vörður á þróun öfugri. Það er fólksins unga að eiga ahugamalin göfugri. Reyndu kona blys að bera, brattans klíf þú maður tind. Eldra fólksins er að vera unglinganna fyrirmynd. Iða ijósblik ofar fjöllum — undra prýði ljóssins njót Gæfan er að unna öllum, en eðli spilltu vera mót. Markið svimhátt muna seiðir — af mætti sólar eyðist hjarn. Heillabrauta haltu leiðir hnattageimsins óskabarn. Einn tengir jarðir, sveiflar sólum sættir, huggar, veitir yl. Strengdu heit á helgum jólum, að hjálpa þínum guði til. P. H. A. Samkvæmt þeim upplýsingum er þetta vitað: í Sanssoucihöll var gullskjöldur með mynd af Friðrik mikla eftir Harro Magnússen, gerður árið 1900. Hekk þessi gullskjöldur í dán- arherbergi konungs fram til 1925, en var þá fluttur í Hohenzollern safnið í Monbijou-höll. Hann hef- ir ekki sézt síðan 1945, og hefir sennilega farið forgörðum. Minnismerki von Roon hermála- ráðherra, sem reist var 1904, stóð fyrst á Königsplatz í Berlín, en var flutt á „Grossen Stern“ í Tier- garten 1937. Myndin sjálf er ó- skemmd, en fótstallur hennar varð fyrir smáskemmdum og hafði verið gert við þær að fuilu á þessu ári. Eirlíkneskja Bismarcks í Kiel er óskemmd og stendur þar hjá Stadt- theater. Líkneskja Bismarcks í Knivs- bjerg var flutt þaðan eftir fyrri *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.