Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 92

Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjávarútvegsvísitala lækkaði um 2,29% á verðbréfamarkaði í gær Gæti lækkað frekar skýr- ist ástandið ekki fljóllega NIÐURSTAÐA Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ís- lenska ríkinu hafði áhrif á verð hlutabréfa á Verðbréfaþingi Is- lands í gær. Almennt lækkaði gengi sjávarútvegsfyrirtækja og vísitala sjávarútvegs lækkaði um 2,29%. Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings Is- lands, segir erfitt að spá um við- brögð markaðarins á næstu dög- um. Telji markaðurinn að ástandið skýrist ekki um helgina „á ég alveg eins von á því að verð hlutabréfa haldi áfram að lækka,“ sagði hann. Lögfræðingar ekki á einu niáli Lögfræðingar eni ekki á eitt sáttir um hvernig þeri að túlka dóm Hæstaréttar. „Eg tel að dóm- urinn hafi aukið gildi stjórnar- skrárinnar fyrir allan almenning í _ landinu," segir Ragnar Aðalsteins- son, hæstaréttarlögmaður. Dómur- inn skerpi á þrískiptingu valdsins og auki jafnvægi valdþáttanna; þarna birtist áhrif alþjóðlegrar réttarþróunar á undanförnum ára- tugum. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, segir að í dóminum felist að það sé brot á jafnræðisreglu og atvinnufrelsi að þeir einir, sem átt hafi skip ein- hvern tímann í fortíðinni, fái veiði- leyfi. Dómurinn segi hins vegar ekkert um lögmæti kvótakerfísins. Gunnar' G. Schram, lagaprófess- or, segist telja ótvírætt að sam- kvæmt dóminum standist núver- andi fiskveiðikerfi ekki stjómar- skrána. Sigurður Líndal, lagapró- fessor, telur dóminn í engu hagga þeim atvinnuréttindum, sem nú eru fyrir hendi. Ekki tilbúinn í víðtækar ályktanir Utandagskrárumræður fóru fram á Alþingi í gær í tilefni af dómi Hæstaréttar. Þar sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðhema, að dómurinn hefði augljóslega þá þýð- ingu að 5. gr. laga um stjóm fisk- veiða teldist stangast á við stjómar- skrá. Hann kvaðst hins vegar ekki tilbúinn að lýsa því yfir hvort dóm- urinn hefði víðtækari þýðingu. „Ég tel að það sé mjög mikil- vægt að færustu sérfræðingar í lögum meti það og leggi á ráðin áð- ur en við hröpum að einhverri nið- urstöðu í þeim efnum. Við vitum að sú niðurstaða getur haft mjög miklar efnahagslegar afleiðingar og það væri rangt að óathuguðu máli að senda nokkur skilaboð frá þessari umræðu hér á Alþingi í þeim efnum,“ sagði Þorsteinn. Ragnar Amalds, þingmaður AI- þýðubandalags, varaði við því að menn reyndu að leysa vandann með smálagfæringum á lögum um stjórn fiskveiða; stjórnkerfíð verði að endurskoða frá grunni. „Að mínu áliti er kjarninn í niðurstöðu Hæstaréttar mjög ljós. Stjórnkerfi í fiskveiðum sem byggist á veiði- reynslu tiltekinna skipa fyrir 15 ár- um gat staðist sem bráðabirgða- ráðstöfun í skamman tíma, til að koma í veg fyrir ofveiði, en til frambúðar verður stjórnkerfi fisk- veiða að byggjast á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og má ekki mis- muna mönnum, eins og núverandi kerfi gerir,“ sagði Ragnar Ai-nalds. Sljórnarskrárbreyting? Halldór Asgrímsson, utanríkis- ráðhema, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að eðlilegt væri að auðlindanefndin svokall- aða, sem skipuð er fulltrúum allra stjórnmálaflokka, fjallaði um það ástand sem komið er upp í kjölfar dóms Hæstaréttar. Meðal annars sé eðlilegt að nefndin skoði hvort gera þurfi breytingar á stjórnar- skránni. Halldór sagði aðspurður að sér sýndist í fljótu bragði að það væri afleiðing dóms Hæstaréttar að úr- eldingarreglur núgildandi laga væru fallnar úr gildi. ■ Dómur/10-14,24,26,28 Kálfar við Kálfsskinn ÞEIR voru afslappaðir kálfai'nir sem lágu í makind- um sínum í túninu neðan við bæinn Kálfsskinn á Arskógs- strönd er Ijósmyndari Morg- unblaðsins var þar á ferð. Þeir höfðu nýlokið við að fá sér hádegistugguna og jórtruðu hver í kapp við ann- an, þar sem þeir lágu í heyinu og létu fara vel um sig, þótt nokkuð væri kuldalegt í kringum þá. Verðlækkun á bókum VERÐSTRÍÐ er hafið á bóka- markaði. Helstu útsölustaðir lækk- uðu verð á bókum umtalsvert í gær, en misjafnt er milli verslana hvernig framhaldið verður fram að jólum. Hagkaup lækkaði verð á öllum <’./'£Jhjc>labókum um 25% í gærmorgun að undanskildum fáeinum barna- bókum, sem lækkuðu meira, og stendur tilboð Hagkaups til mánu- dags. Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, segir að fram að jólum muni síðan standa yfir tilboð á bókum með mismun- andi áherslum. Verðstríð viku fyiT en í fyrra Mál og menning lækkar allar jólabækur í verslunum sínum um 10-30% um helgina, en sú lækkun verður viðvarandi og helst fram að jólum. „Við viljum helst að við- skiptavinurinn, sem kemur á " ~>tnánudag, fái jafngóða þjónustu og sá sem kom um helgina," segir Sig- urður Svavarsson, framkvæmda- stjóri Máls og menningar. Að hans mati fer bókasalan af stað með kröftugri hætti en á síðasta ári og sýnist honum að verðstríðið þetta árið hefjist viku fyrr en í desember í fyrra. Penninn/Eymundsson hóf tilboð á bókum í gær og stendur tilboðið til mánudags. Lækkunin felst í að séu fjórar bækur keyptar, fæst sú ódýrasta ókeypis. Að sögn Gunn- -«^ars Dungal, fram kvæm d astj óra Pennans/Eymundssonar, kemur síðan í ljós síðar í mánuðinum hvort bækur verslananna verða lækkaðar aftur. Verð bóka í Bónus-verslununum er 30-35% undir leiðbeinandi út- söluverði, að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Morgunblaðið/Kristján > Viðræður um sameiningu Sölumiðstöðvarinnar og Islenskra sjávarafurða Staðan skýrist á mánudag MIKIL samlegðaráhrif eru talin verða ef ákveðið verður að sameina rekstur Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hf. og Islenskra sjávai'af- urða hf. Aætlað er að sparnaðurinn geti numið eitthvað á annan millj- arð króna á ári. Búist er við að það skýrist á stjórnarfundi IS á mánu- dag hvort formlegar viðræður hefj- ast við SH eða hvort málinu verður ýtt út af borðinu. SH og ÍS eru með líka starfsemi, selja sömu vörurnar á sömu mörk- uðunum og jafnvel oft og tíðum til sömu kaupendanna. Samlegðará- hrif af sameiningu þeirra myndu að mati viðmælenda Morgunblaðsins nást fram í yfirstjórn með samein- ingu höfuðstöðvanna í Reykjavík, með sameiningu söluskrifstofa úti um allan heim og með hagræðingu í rekstri fiskréttaverksmiðjanna í Bandaríkjunum og Evrópu og jafn- vel fækkun verksmiðja. Félögin reka söluskrifstofur á sömu stöðum víða um heim og er talið unnt að fækka þeim veralega. Andstaða innan stjórnar IS Vegna andstöðu innan stjórnar Islenskra sjávarafurða var því frestað á stjórnarfundi í vikunni að taka afstöðu til tillögu um að óska eftir viðræðum við Sölumiðstöðina. Málið er í þeim farvegi að fulltrúar stórra hluthafa í báðum félögunum ræða óformlega saman. Fullyrt er að stórir hluthafar og framleiðend- ur í röðum beggja styðji það að við- ræður hefjist en framhaíd málsins skýrist á stjórnarfundi ÍS á mánu- dag. ■ Sparnaður/46-47

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.