Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 86

Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 86
86 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Enn-eitt tímarit - Húsbændur og hjú Fólk vill ekki leiðindi Morgunblaðið/Þorkell ODDUR Þórisson og Árni Þór Vigfússon með stað- gengli Ara Magnússonar sem þurfti að bregða sér frá. TÍMARITIÐ Húsbændur og hjú kom í fyrsta skipti í bókabúð- ir uin í fyrradag. Að útgáfunni standa Oddur Þórisson, rit- stjóri, Ari Magn- ússon, ljósmynd- ari, Helgi S. Her- mannsson og Árni Þór Vigfús- son. En fyrir hvað stendur nafnið? „Þetta er gott íslensktnafn," svarar Árni. „Við erum að gera grín að gömlu góðu dögunum enda eru víst eng- ir húsbændur eða hjú lengur.“ Þið eruð óhræddir við að birta áfengisauglýsingar. „I rauninni er ekkert sem bann- ar birtingu áfengisauglýsinga," svarar Árni. „Fyrst fyrirtækin leita til okkar kýlum við að sjálf- sögðu á það. Annars gætum við ekki keppt við erlend tímarit. Enda er fáránlegt að fara út í bókabúð og geta flett endalausum röðum erlendra tímarita með óþijótandi magn áfengisauglýs- inga og rekast svo á íslensk blöð á stangli þar sem þær eru bannað- ar.“ Hver er hugmyndin á bak við blaðið? „Við segjum gjarnan að við vilj- um að Húsbændur og hjú breyti hrjóstrugu og ófrumlegu íslensku tímaritalandslagi í blómlegan ak- ur.“ Er þetta ekki klisja? „Þetta er góð klisja,“ svarar Árni og hlær. „Stefnan er að gera tímarit sem verður partur af lífí fólks. Við ætlum að gera „strúkt- úrerað" blað og fólk kemur til með að vita hvað verður í blaðinu. Þar verða ekki uppljóstranir held- ur skemmtun. Fólk vill ekki að kaupa sífelld leiðindi heldur skeiumtilegt, áhugavert og fallegt blað. Við förum vítt og breitt, þreifum á skemmtilegum hliðum mannlífsins og reynum um fram allt að gleðja." Hvað kostar blaðið? „495 krónur," svarar Árni, „sem er einnig sérstakt. Að okkar mati eru tímarit, sambærileg við okkar, á Islandi of dýr. Við ætlum að vera í verðflokki sem er sam- keppnishæfur við löndin í kring- um okkur og ætlum að halda því. Blaðið kemur svo út tíu sinnum á ári.“ Og hverjir koma til með að kaupa? „Allir sem kunna að lesa ..." svarar Árni og hlær. Fínar hugmyndir TONLIST Geisladiskur KAFBÁTAMÚSÍK Kafbátamúsík, breiðskífa hljómsveit- arinnar Ensimis. Ensími skipa Hrafn Thoroddsen sem Ieikur á rafgítar og syngur, Jón Orn Arnarson sem leikur á trommur, Kjartan Róbertsson sem leikur á bassa, Oddný Sturludóttir sem leikur á hljómborð og syngur og Franz Gunnarsson sem leikur á gítar og syngur. Lög og textar eru eftir þau öll. Skífan gefur út. MEÐ BJÖRTUSTU vonum í ís- lensku rokki nú um stundir er hljóm- sveitin Ensími sem getið hefur sér orð fyrir kraftmikla rokktónlist og skemmtilega. Fyrstu breiðskífu sveitarinnar var og beðið með nokk- um eftirvæntingu og ástæða til að fagna því að hún sé komin út, enda góð þó hún sé kannski ekki eins góð og margur vonaði. Aðal Ensímis er kraftmikill gítar- grautui- skreyttur með hljóðgervla- hljómum og einhljóma draumkennd- um söng. Það er helst söngurinn sem spillir á plötunni, því þó hann sé yfr- leitt vel af hendi leystur verður hann leiðigjarn til lengdar og á heilli breiðskífu er fullmikið af því góða. Útsetningar eru líka fullflatar og skortir skýra stefnumótun; þrátt fyr- ir fínar hugmyndir í mörgum lag- anna ná þau ekki að uppfylla vænt- ingar þegar á líður. Upphafslag plötunnar, Flotkví, er dæmigert fyrir það sem sveitin gerir best og um leið hvar skórinn krepp- ir. Það er prýðilegt popplag með skemmtilegri laglínu og uppbygg- ingu og það snjallræði að fá Óskar Guðjónsson til að blása lyftir laginu til muna. Einnig er hljómborða- sprettui- sem hefst 2:30 mín. inní lag- ið mjög vel útfærður. Söngurinn dregur lagið aftur á móti niður, flet- ur það úr og gerir leiðigjarnt. Sama má einnig segja um Arpeggiator/gul- ur, sem er reyndar það lag sem næst kemst því að ganga upp á plötunni; skemmtileg útsetning skreytt hljóð- HLJÓMSVEITIN Ensími er meðal björtustu vona í íslensku rokki. gervlum með grípandi góða laglínu. Hins vegar verður að setja spurning- armerki við sönginn í því lagi og þeg- ar sungið er vælukenndri mæður- ödd: Laminn einu sinni enn stendur hlustanda nákvæmlega á sama og óskar þess helst að sögumaður verði laminn aðeins meira. I besta lagi plötunnar, Kæliboxi, fer sveitin á kostum í gítarsukki og hljómborðahræringi með frábæra laglínu. Þar hefði mátt beita meiri naumhyggju í útsetningunni og milli- kaflann (2:02) hefði mátt móta mun betur. Gaur er síðan til marks um að Ensími á nóg af skemmtilegum hug- myndum úr að moða, það vantai- bara herslumuninn. I lögum eins og Hrúgaldi, sem er um margt vel heppnað, er aftur á móti ljóst að það vantar Iíka snerpu; á bak við loð- mollulega útsetninguna er kröftugur grípandi rokkari að reyna að brjót- ast út, einnig Atari sem státar af vel útfærðum hryngítarleik. Eins og getið er í upphafí er Ensími með björtustu vonum ís- lensks rokks og Kafbátamúsík slær ekki á þær vonir. Hún nær aftur á móti ekki að staðfesta með öllu að þær eigi rétt á sér. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.