Morgunblaðið - 05.12.1998, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 05.12.1998, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 77 Fatasöfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins Miteh um helgina Notuðum fatnaði breytt í fjármuni RAUÐI kross íslands, í sam- vinnu við Gámaþjónustuna, Olís, Samskip og Sjónvarpshandbók- ina, gengst fyrir fatasöfnun á höfuðborgarsvæðinu helgina 5. og 6. desember undir yfirskrif- stinni Föt til fjár. Tekið verður við notuðum fatnaði, skóm og teppum í gám- um á öllum bensínstöðvum Olís á höfuðborgarsvæðinu. Fatnað- urinn verður seldur til endur- sölu og endurvinnslu í Hollandi og afraksturinn notaður til þess að kaupa matvæli, lyf, hreinlæt- isvörar og fleira sem enn er sár þörf fyrir þar sem fellibylurinn Mitch fór um í nóvember. Pla- stos og Byko veita söfnuninni stuðning með því að leggja til plastpoka. Æskilegt er að komið sé með fatnaðinn á bilinu 11-17 báða dagana en þá verða sjálfboðalið- ar Rauða kross Islands við gámana. Mikilvægt er jafnframt að gengið sé frá fatnaðinum í lokuðum plastpokum og að ein- göngu sé um hreinan fatnað að ræða. Ekki verður tekið við fatnaði á Olísstöðvunum eftir helgina. Rauði kross Islands hefur reynslu af því að breyta notuð- um fatnaði í fjármuni með þess- um hætti, segir í fréttatilkynn- ingu. Minnt er á að almenningur getur enn lagt fórnarlömbum fellibylsins lið með fjárframlög- um. Gíróseðlar Hjálparsjóðs liggja frammi í bönkum og sparisjóðum og korthafar geta komið framlögum á framfæri á heimasíðu Rauða kross íslands www.redcross.is Umferðarverk- efni barna sýnd á Hlemmi SVR og lögi’eglan í Reykjavík hafa um árabil boðið einum árgangi grunnskólanema ásamt kennara á Kirkjusand til umferðarfræðslu. 14. september hófst þessi fræðsla í ár. Umferðarfræðslan er fyrir öll 8 ára börn (3. bekkur) í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjal- amesi. Að þessu sinni komu 90 bekkir og var fjöldi nemenda 1.718 og komu með þeim 118 kennarar eða leiðbeinendur. í tengslum við fræðsluna var lagt fyi-ir bekkina verkefni sem þeim var ætlað að vinna í skólanum að heim- sókn lokinni. Mikil þátttaka var í þessu verkefni og greinilegt að mik- il vinna er á bakvið sumar lausnir. Mörg verk á sýningunni sýna á já- kvæðan og skemmtilegan hátt hvað má betur fara í umferðinni og vekur sköpunargleði og sköpunarmáttur barnanna vissulega eftirtekt, segir í fréttatilkynningu. Vegna þessa hefur verið sett upp sýning á verkum barnanna á skipti- stöð SVR á Hlemmtorgi og mun hún standa fram yfir áramót. Allir eru boðnir velkomnir til að sjá þessa sýningu. Hlemmtorg er ein af stærstu skiptistöðvum SVR og er áætlað að daglega fari þar um 8-9000 manns. Jólatré á Garðatorgi KVEIKT verður á jólatrénu á Garðatorgi í dag kl. 16. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjai’ í Noregi. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur frá kl. 15.45. Formaður Norræna félagsins í Garðabæ, Stefán Veturliðason, býð- ur gesti velkomna og fulltrúi frá norska sendiráðinu afhendir tréð og tendrar Ijósin. Forseti bæjarstjórn- ar, Laufey Jóhannsdóttir, veitir trénu viðtöku. Skólakórinn syngur jólalög og jólasveinar koma í heim- sókn. A Garðatorgi verður handverks- markaður frá kl. 10 og Kvenfélag Garðabæjar verður með kaffi og vöfflur. Tveir fínnskir listamenn með tónleika DUO Pentti Lasanen og Taisto Wesslin frá Finnlandi eru staddir hér á landi í tilefni af þjóðhátíðar- degi Finnlands 6. desember og leika fyrir gesti á fullveldisfagnaði Su- omi-félagsins sem haldinn verður í Norræna húsinu í kvöld, laugar- dagskvöld, og hefst kl. 19. Hátíðar- ræðuna flytur Riitta Heinamaa, for- stjóri hússins, en aðgöngumiðar era seldir við innganginn. Þriðjudagskvöldið 8. desember verða svo djasstónleikar á Sóloni ís- landusi sem hefjst kl. 21. Þar lyika Lasanen og Wesslin ásamt Ama Scheving og fleiri íslenskum hljóm- listaimönnum. Tónlistarmennimir Lasanen (klarínett, saxófónn) og Wesslin (gítar) eru allt í senn; tónskáld, út- setjarar og hljóðfæraleikarar. Þeir leika bæði vísnalög, sígilda tónlist af ýmsu tagi, djass og létta músík í bland. Einnig spjalla þeir milli laga um sjálfa sig, músíkina og margt annað. Nýbreytni hjá Mæðrastyrks- nefnd SU nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að þeir skjólstæðingar nefndarinnar sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin þurfa að mæta á skrifstofu nefndarinnar á Njálsgötu 3 fyrir 11. desember og fylla út umsóknar- eyðublöð sem þar liggja frammi. í fréttatilkynningu frá nefndinni kemur fram að desembermánuður sé jafnan annasamasti mánuður ársins hjá nefndinni. Eftir 10. des- ember hefst svo úthlutun nefndar- innar sem er í formi matarmiða og matvæla. Fataúthlutun nefndarinn- ar fer fram á Sólvallagötu 48 og beinir nefndin því til fólks að skjól- stæðinga nefndarinnar vanti telpna- kjóla, drengjaspariföt og jólaskó. Námskeið um mannréttinda- reglur ENDURMENNTUNARSTOFNU N Háskóla íslands heldur nám- skeiðið dagana 10. og 11. desember um „Mannréttindareglur í stjórnar- ski’á og alþjóðasamningum". Námskeiðið er ætlað lögfræðing- um en opið öllum sem áhuga hafa. Markmið námskeiðsins er að gefa yfirlit yfir mannréttindaákvæði stjómarskrárinnar og alþjóðlegra mannréttindasamninga sem ísland er aðili að. Fjallað verður um beit- ingu mannréttindaákvæða stjómar- skrárinnar með hliðsjón af ákvæð- um alþjóðasamninga um mannrétt- indi. Sérstök áhersla lögð á ný mannréttindaákvæði sem bætt var við stjórnarskrána með stjskl. nr. 97/1995. Kennari á námskeiðinu verður Björg Thorarensen lögfræðingur og ski-ifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Aðventustund í Bókasafni Garðabæjar AÐVENTUSTUND verður fyrir börn og foreldra í Bókasafni Garða- bæjar, Garðatorgi 7, í dag, laugar- dag, kl. 12. Arnheiður Borg, rithöfundur og kennari, les úr bókum sínum. Séra Bjarni Þór Bjarnason talar um að- ventuna og sungin verða jólalög undir leiðsögn Hrafnkels Pálmars- sonar. Eitthvað fleira verður til skemmtunar. Ráðgjöf í alþjéðlegu umhverfí „AXEL Nielsen, fjármálastjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, mun halda erindi sem hann nefnir: „Ráð- gjöf í alþjóðlegu umhverfi - Að- ferðafræði og verkstjórn ráðgjafar- verkefna", í dag að Lynghálsi 1. Er- indið hefst kl. 14 og að því loknu verður opið hús þar sem gestum gefst kostur á að skoða rannsóknar- stofur Islenskrar erfðagi'einingar. Aðventuhátíð Bergmáls BERGMÁL, líknar- og vinafélag, heldur aðventuhátíð í Háteigskirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16. Að vanda verður vönduð dagskrá. Að athöfn lokinni verður boðið upp á veitingar í safnaðaðarheimili. Allir eru velkomnir. Ball fyrir fatlaða BALL fyrir fatlaða verður haldið í Árseli í kvöld frá kl. 20-23. Hljómsveitin Leyniþjónustan leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir er 500 kr. Jéladagskrá í Húsdýra- garðinum JÓLADAGSKRÁ Fjölskyldu- og húsdýi-agarðsins heldur áfram og um helgina verður ýmislegt um að vera. I dag leikur Lúðrasveitin Svanur jólalög. Á morgub koma fram trúð- arnir Barbara og Úlfar kl. 14 og kl. 15 flytur Langholtskórinn jólalög. LEIÐRÉTT Misritun í GREIN á miðopnu í gær misritað- ist að Hæstiréttur ætti sér 73 ára sögu en átti að standa 78 ára. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Milljdnir ára í FRÉTT í Morgunblaðinu á fimmtudag um sænsk vísindavei'ð- laun, sem Úlfur Árnason prófessor í sameindalíffræði hlaut, stóð að nú væri álitið sennilegt að maðurinn hefði þróast frá skyldum dýrum fyr- ir 10-13 þúsund árum, en ekki fimm þúsund áram, eins og áður hefði verið haldið. Þarna átti að standa fyrir 10-13 milljónum ára og sömu- leiðis fyi-ir fimm milljónum ára. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Gallerí Listakot I frétt í blaðinu í gær var sagt að sýningin Horft til himins opnaði í dag. Rétt er að hún opnar ekki fyrr en á morgu, sunnudag kl. 15. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Félagsmenn D&F, Sóknar og FSV KuSuTíTuní I- * -•• - ^ ana5s stéttarfélags á stofnfundsa iaUgardag»nn Dagskrá 13.30-14.00 Lúðrasveit verkalýðsins spilar Fundur settur fundarstjóri - fundarritari Anna Pálína Árnadóttir Ávörp formanna Stofnun sameinaðs félags Ný lög staðfest Internationalinn Minni karla og kvenna Sigrún Hjálmtýsdóttir Fundarslit Kaffi undir suðrænni sveiflu Six Pack Latino bandsins Fjölmennum og sýnum þannig í verki stuðning okkar við sameiningu verkalýðsfélaganna. Stjórnir félaganna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.