Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 71

Morgunblaðið - 05.12.1998, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 71 KIRKJUSTARF Aðventukransar AÐVENTUKRANSAR sem út- búnir eru til heimilisskrauts á jólaföstu eru tiltölulega ungt fyr- irbæri. Snemma á 19. öld var byrjað að útbúa aðventukransa í Norður-Þýskajandi til að selja á jólamarkaði. Á kransinum voru fjögur kerti, eitt fyrir hvern sunnudag í jólaföstu. Seinna hafa þróast ýmis afbrigði sem meðal annars koma fram í sérstökum lit á skreytilindum fyrir hvern sunnudag. Almennt fóru aðventu- kransar ekki að sjást á íslandi fyrr en eftir síðari heimsstyijöld. Þeir breiddust mjög hægt út og urðu ekki umtalsverð söluvara fyrr en á árunum 1960-70. Kirkjustarf í Eyjafírði Akureyrarkirkja: Sunnudaga- skóli á morgun, sunnudag, kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kvenfé- lag Akureyrarkirkju verður með heitt súkkulaði og kleinur í safn- aðarheimili eftir guðsþjónustu. Öldruðum boðinn akstur til kirkju. Bíll fer frá Víðilundi kl. 13.40 og kemur við á Hlíð. Að- ventukvöld í Akureyrarkirkju annað kvöld kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá í tali og tónum, m.a. söngur Barna- og unglingakórs Akureyrarkirkju. Ræðumaður er Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Félagar úr Æsku- lýðsfélagi Akureyrarkirkju verða með stuttan helgileik. Bi- blíulestur í safnaðarheimilinu í umsjá Guðmundar Guðmunds- sonar á mánudagskvöld kl. 20.30. Mömmumorgunn í safn- aðarheimili kl. 10-12 á miðviku- dag, jólastund, síðasta samvera fyrir áramót. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12 á fímmtudag. Glerárkirkja: Barnasamvera verður í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 11. Messa verður kl. 14. Flautuflokkur leikur und- ir stjórn Jacqueline FitzGibbon. Heitt súkkulaði og smákökur að messu lokinni. Ath. kvenfélagið Baldursbrá verður með basar í anddyri kirkjunnar eftir messu. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera frá 12 til 13 á miðvikudag, orgelleikur, sakra- menti og fyrirbænir, léttur há- degisverður á vægu verði að lok- inni helgistund. Hjálpræðisherinn: Sunnudaga- skóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma kl. 17 sama dag. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag. Hn'seyjarprestakall: Sunnu- dagaskóli í Hríseyjarkirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Fundur í æskulýðsfélaginu Kátir krakk- ar á mánudag kl. 16. Aðventu- kvöld í Stærri-Árskógskirkju sunnudagskvöldið 6. desember kl. 20.30. Húsavíkurkirkja: Sunnudaga- skóli kl. 11 á morgun, sunnudag, í umsjá Sighvats, Hafliða og Pá- línu. Minnt er á æfmgu fyrir helgileik á miðvikudag kl. 17. Aðventuhátíð kirkjukórsins kl. 17 á sunnudag, fjölbreytt dag- skrá, stjórnandi er Pálína Skúla- dóttir. Hvítasunnukirkjan: Bænastund kl. 20 til 21 í kvöld, laugardags- kvöldið 5. desember. Verkleg þjálfun fyrir unglinga kl. 21 í kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar kl. 11.30 á morgun, biblíu- kennsla fyrir alla aldurshópa. G. Rúnar Guðnason verður með biblíufræðslu. Léttur hádegis- verður á vægu verði kl. 12.30. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag, fjölbreyttur söngur, barnapössun fyrir yngri en sex ára. Vonarlínan, 462-1210, sím- svari með uppörvunarorð úr ritningunni. Kaþólska kirkjan: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. KFUM og KFUK: Aðventusam- koma kl. 17. Jólalögin sungin, Sigríður Halldórsdóttir talar. Veitingar, allir velkomnir. Fundur í yngri deild fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára kl. 17.20 á mánudag. Safnaðarstarf Gerðubergs- kórinn í Breiðholts- kirkju VIÐ fáum góða heimsókn í Breið- holtskirkju í Mjódd á morgun, annan sunnudag í aðventu. Þá kemur Gerðubergskórinn, kór félagsstarfs- ins í Gerðubergi, og syngur við messu kl. 14, undir stjórn Kára Frið- rikssonar, en sú hefð hefur skapast að kórinn syngi við messu í kirkjunni þennan sunnudag og hefur sú heim- sókn ávallt verið mjög vel heppnuð. Einnig munu þátttakendur úr fé- lagsstarfinu, þau Anna Jónsdóttir, Ármann Kr. Einarsson, Jakob Þor- steinsson og Dagbjört Þórðardóttir, lesa ritningarlestra og bænir. Að messu lokinni verður síðan kaffisala Stúlknakórs Breiðholts- kirkju, en kórinn er nú að undirbúa þátttöku í norrænu barnakóramóti í Finnlandi næsta vor. Að lokum skal þess getið, að í dag, laugardag, kl. 15, verður stúlknakór- inn með basar og flóamarkað í safn- aðarheimili kirlgunnar til fjáröflunar fyrir Finnlandsferðina. Sr. Gísli Jónasson. Kökusala s Askirkju HIN árlega kökusala til styrktai- safnaðarstarfi Áskirkju verður sunnudaginn 6. desember kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar við Vest- urbrún. Móttaka á kökum verður frá kl. 11 sama dag. Kvöldmessa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 6. desember verður auk venjulegrar morgun- messu og barnastarfs kl. 11 kvöld- messa kl. 20.30. Kvöldmessan verður með einföldu sniði og lögð áhersla á bæn og íhugun. Efni kvöldsins verð- ur „Vakið og biðjið". Sr. Örn Bárður Jónsson fræðslustjóri kirkjunnar mun hafa hugvekju og þjóna í mess- unni ásamt sr. Jóni Dalbú Hró- bjartssyni. Hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Douglas A. Brotchie. I lok messunnar verður kirkju- gestum afhent bænaspjald, sem þeir geta tekið með sér heim og notað á aðventu. Tónleikar TÓNLEIKAR kirkjukóra Árbæjar- kirkju og Fella- og Hólakirkju ásamt einsöngvurum og strengjasveit verða í Ái-bæjarkirkju í dag, laugar- dag, kl. 17. Stjórnendur eru Pavel Smid og Lenka Mátéová. Fjölskyldan og jólaundirbún- ingurinn SR. ANNA S. Pálsdóttir prestur í Grafarvogi og starfsmaður hjá fjöl- skylduþjónustu kh'kjunnar er gestur í hjónastarfi Neskirkju nk. sunnudag kl. 20.30. Þar fjallar sr. Anna um efnið: „Jó- laundirbúningurinn - álag eða ánægja fyrir fjölskylduna?“ og ræðir hvernig þessi erilsami tími fyrir fjöl- skylduhátíðina jólin getur beinlínis orðið fjölskyldufjandsamlegur. Þá kemur hún inn á leiðir til að gera þennan tíma fjölskylduvænni. Fundurinn í hjónastarfi Neskirkju er haldinn í safnaðarheimili kirkj- unnar og er öllum opinn. Breiðholtskirkja. í dag, 5. desem- ber, verður haldin flóa-, köku- og föndurbasar til styrktar Finnlands- för stúlknakórs Breiðholtskirkju. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir unglinga kl. 21. Neskirkja. Biblíulestur kl. 10.30. Lesið úr Matteusarguðspjalli. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Al- menn samkoma kl. 14. Allir hjartan- lega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri barna (6 ára og yngri) kl. 11. TTT- starf í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Krossinn. Unglingasamkoma kl. 20.30 að Hliðasmára 5. Allir vel- komnir. KFUM og KFUK, aðalstöðvar við Holtaveg. Samkoma verður á morg- un, annan sunnudag í aðventu, kl. 17 í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. Ritningarlest- ur og bæn: Bjarni Árnason. Sagt frá starfi félaganna utan Reykjavíkur- svæðisins: Gyða Karlsdóttir æsku- lýðsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landssambands KFUM og KFUK og Haraldur Guðjónsson æskulýðs- fulltrúi félaganna á Vesturlandi. Herdís Hallvarðsdóttir syngur einsöng og kynnir nýútkominn geisladisk sinn. Á samkomunni verður happdrætti á vegum basar- nefndar KFUK. Glæsilegir munir verða í boði. Ræðumaður sr. Bjarni Þór Bjarnason prestur í Garðabæ. Stund fyrir börn á meðan á ræðunni stendur. Eftir samkomuna verður hægt að fá keypta samfélagseflandi máltíð á fjölskylduvænu verði. Helen Kelly DÖMUSKÓR Teg.: 6956 Litur: D ökkblár Stærðir: 36-41 Verð: kr. 3.995 Opið laugard. 10-18, Sunnud. 13-17 Ioppskórinn Veltusundi v/lngólfstorg, sími 5521212 PÓSTSENDUIVI SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Við bjóðum nú ótrúlegt úrval af vönduðum borðstofuhúsgögnum á góðu verði frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Skovby <@h usqöqn Armúla 8 -108 Reykjavik Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.