Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 57

Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 57 AÐSENDAR GREINAR Utsvarshækkun og útúrsnúningar EINS og flestum er kunnugt ákvað meiri- hluti borgarstjórnar Reykjavíkur fyrr í þessari viku að hækka útsvar Reykvíkinga um p,75% fyrir næsta ár. í þessari ákvörðun felst að síðasti áfangi þeirrar 4% lækkunar tekjuskatts sem ríkis- stjórnin ákvað til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á síðasta ári, þ.e. 1% lækkun tekjuskatts sem kemur til fram- kvæmda 1. janúar nk., nær aðeins að takmörkuðu leyti til íbúa höfuðborgarinnar. Þótt Reykjavíkurborg hafi ekki átt beina aðild að ákvörðunum ríkis- stjórnarinnar tók hún þátt í kjara- samningagerð við sína starfsmenn á þessum tíma og naut þar með góðs af skattalækkuninni í krafti minni hækkunar launakostnaðar en ella. Jafnframt er óumdeilt að Reykjavíkurborg hefur, líkt og önnur sveitarfélög í landinu, notið góðs af þeim efnahagsstöðugleika og auknu umsvifum sem fylgdu í kjölfarið. í ljósi þessa verður að teljast af- ar óheppilegt að borgarstjórnar- meirihlutinn skuli nú, VÆ ári eftir að ríkisstjórnin ákvað að lækka tekjuskatta á einstaklingum, ákveða að hrifsa til sín hluta af þeim lækkun. Með þessari ákvörðun er gengið þvert á þá þjóðarsátt sem náðist í síðustu kjarasamningum og ríkisstjórnin tók virkan þátt í. Enda hafa um- mæli ýmissa forystumanna launþegasamtaka og annarra sem tóku þátt í síðustu kjarasamninga- gerð flest verið á sömu lund, þ.e. að fordæma þessa ákvörðun. Rangfærslur borgarstjóra Eg skil vel að fulltrúar meiri- hlutans í Reykjavík eigi í erfiðleik- um með að réttlæta þessa útsvars- hækkun. Ekki aðeins vegna þess að þessi ákvörðun gengur þvert á þá stefnu sem mörkuð var í tengsl- um við kjarasamningana og ég hef þegar nefnt. Heldur einnig vegna þess að útsvarshækkunin stangast á við þau hagstjórnarviðhorf sem Geir H. Haarde nú eru almennt viður- kennd, að minnsta kosti í flestum vestrænum iðmikjum, um að stjómvöld eigi að leitast við að draga úr opinbemm umsvif- um og lækka skuldh- með aðhaldi í útgjöld- um fremur en hækkun skatta. Þessi viðhorf hafa meðal annars verið höfð að leiðar- ljósi í hagstjóm hér á landi undanfarin ár með góðum árangri eins og alþjóð veit. Hitt er þó lakara að borgarstjóri skyldi gera sig seka um rangfærslur þegar hún reyndi að réttlæta útsvarshækkunina með því að fullyrða að tekjur ríkisins >> Utsvarshækkun R-list- ans, segir Geir Haarde, gengur þvert á þá þjóð- arsátt, sem náðist í síð- ustu kjarasamningum. myndu hækka mun meira en tekj- ur Reykjavíkurborgar á áranum 1997-1999, þrátt fyrir útsvars- hækkunina. Hér fór borgarstjóri með rangt mál eins og ég hef bent á í viðtölum við fjölmiðla. Tekjur ríkisins munu hækka mun minna en tekjur Reykjavíkurborgar, enda er ríldsstjórnin að lækka skatta, en Reykjavíkurborg að hækka skatta. Borgarstjóri hefur nú viðurkennt með myndarlegum hætti að hafa haft rangt fyrir sér. En það er ekki aðeins að borgar- sjóri hafí farið með rangt mál held- ur hafði hún í raun endaskipti á hlutunum. Mér fínnst því nauðsyn- legt að það komi skýrt fram og enginn vafi leiki á um hvað er rétt og hvað er rangt í þessu máli. Borgarstjóri hélt því fram að tekj- ur ríkissjóðs hækkuðu um meira en 30%. Hér er skotið hressilega yfir markið. Hið rétta er að skatttekjur ríkissjóðs hækka aðeins um helm- ing þessa, eða um 17-18%. A sama tíma hækka tekjur borgarsjóðs á hinn bóginn um 23%, eða mun meira en tekjur ríkissjóðs. Þegar Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 HSM pappírstætarar Leiðandi merki - Margar stærðir Þýzk gæði - Örugg framleiðsla 50 | HSMÍ05 HSM125 I HSM 386 HSM 390 : 12.388 m/vsk. 33.707 m/vsk. r 52.544 m/vsk. Kr 89.563 m/vsk. Kr. 123.685 m/vsk. RSTVIUDSSON HF. ' ii-nSS Shipholti 33, 105 Reykjovíh, sími 533 3535 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Fréttagetraun á Netinu borgarstjóri viðurkenndi mistök sín láðist henni hins vegar að nefna að um leið og réttar tölur era notaðar til samanburðar fellur þessi réttlæting borgarstjórnar- meirihlutans fyrir útsvarshækkun- inni um sjálfa sig. Þetta er auðvitað grandvallaratriði. Ríkið greiðir hluta af útsvarshækkuninni í grein sem borgarstjóri ritar í Morgunblaðið 2. desember sl. fjall- ar hún, auk fyrrgreindra rang- færslna, í nokkram hneykslunar- tón um að ríkisstjórnin hafi ekki haft samráð við sveitarfélögin þeg- ar hún ákvað að lífeyrisiðgjöld launþega skyldu vera undanþegin skatti, né heldur þegar ákveðið var að hækka tryggingargjald á at- vinnureksturinn eða þegar samið var um lækkun tekjuskatts í síð- ustu kjarasamningum. Eg tel ekki ástæðu til að elta sérstaklega ólar við þennan málflutning, svo villandi sem hann er. Þó vil ég nefna að ríkisstjórnin ákvað ekki einungis að hækka tryggingargjaldið heldur var líka ákveðið að samræma það. Þetta leiddi til þess að sumir þurftu að greiða hærra gjald, en aðrir, og þar á meðal Reykjavík og önnur sveitarfélög, greiða hins vegar lægra gjald. Ennfremur er nauðsynlegt að rifja upp að þegar viðræður stóðu yfír milli ríkisstjómarinnar og verkalýðshreyfingarinnar um lækkun tekjuskatts óskaði ríkis- stjórnin eftir því við sveitarfélögin að þau tækju þátt í þessum aðgerð- um. Af hálfu sveitarfélaganna var slíkri aðild hins vegar alfarið hafnað. Það er því rangt sem borg- arstjóri heldur fram í fyrrgreindri grein að sveitarfélögin hafi ekki verið spurð hvað þau gætu lagt af mörkum. Þvert á móti var gengið á eftir þeim og óskað eftir þátttöku þeirra í þessum aðgerðum. Þá era og furðulegar útlegging- ar borgarstjóra um hver spurði hvem og hver hafði ekki samráð við hvem. Þetta era útúrsnúning- ar. Ekki bað borgarstjóri um samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir því að ríkissjóður greiddi um 100 m.kr. af hinni nýju 1.000 m.kr. útsvarshækkun Reykjavíkurborg- ar vegna þeirra einstaklinga sem eru undir skattleysismörkum og munu því ekki sjálfir gi'eiða útsvarshækkunina. Sú fjárhæð lendir nefnilega á ríkissjóði, en þeirri staðreynd hefur borgar- stjórnarmeirihlutinn haldið vand- lega leyndri. Það er ekki víst að all- ir viti að útsvar sveitarfélaga leggst á hverja einustu krónu sem launþegar vinna sér inn. Þeir ein- staklingar sem eru undir skattleys- ismörkum þurfa hins vegar ekki að greiða útsvarið sjálfir heldur kem- ur sú greiðsla úr ríkissjóði. Nauðsyn samráðs Atburðirnir í samskiptum ríkis og Reykjavíkurborgar í þessari viku era vægast sagt óheppilegir. Á fjái-málaráðstefnu sveitarfélag- anna í síðustu viku kynnti ég hug- myndir um nánara samráð ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál. Hugmyndin var að tryggja sam- stöðu um meginmarkmið og að þessir aðilar spilltu ekki vísvitandi hver fyrir annars markmiðum. Utsvarshækkun R-listans sýnir í hnotskurn þörfína fyrir samstarf af þessu tagi. I því máli er borgin að spilla fyrir því að markmið ríkisins og aðila vinnumarkaðarins um auk- inn kaupmátt og stöðugleika í efna- hagsmálum nái fram að ganga eins og ráðgert var í kjarasamningum á síðasta ári. Höfundur er fjármálaráðherra. Skóveisla Við erum tíu ára og í tilefni af því veitum við 15-30% afslátt af flestum vörum verslana okkar í tíu daga BLAY 30% ROOTS -20-30% PONNY -20% GABOR -15-30% RALPH BOSTON -20% GREGOR -15% VICTORY VIVALDI ADIDAS IN TENZ NIKE BABYBOTTE ECC0 MISS M0NA B0NITA 5-3 RR S rEU skóhöllih IEU Kringlunni 8-12 - Sími 557 5777 Bæjarhrauni 16 - Sími 555 4420
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.