Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 56
5 6 LAUGARDAGUR 5. DE SE MB E R 1998 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 3, sími 588 0640 Casa@islandia.is mbl.is AÐSENDAR GREINAR Það er svo mörgu skrökvað FRÁSÖGN Halldórs Laxness af lífí og háttum Mosfellinga í Innan- sveitarkróniku hef ég alltaf skilið eins og íslandssögu í hnotskurn. Þar er brugðið Ijósi á svo margar eigind- ir landans, sem höfundurinn greindi, en lesandinn ekki fyiT en hann les. Mörgum hefur efalaust þótt skemmtilega fáránleg lýsingin á því, þegar allir Mosfellingar skrifuðu með fárra daga millibili undir tvær áskoranir, aðra um að kirkjan á Mosfelli skyldi rifm og flutt, en hina um að hún skyldi fá að standa. Þessi saga er ekki fáránlegii en svo, að hún hefur með vissum hætti verið að endurtaka sig á landsvísu á þessu ári. A sl. vori stóð ríkisstjóm- Lengi hefur verið ljóst af skoðanakönnunum, segir Jón Sigurðsson, að meirihluti þjóðar- innar er andvígur gild- andi úthlutun gjafa- kvóta. in fyrir því, að þingmeirihluti henn- ar samþykkti svonefnd hálendis- frumvörp. Fyrir lá á þeim tíma, að þetta var gert þvert ofan í óskir allra stærstu félagasamtaka lands- ins um frestun málsins og efnislega andstætt vilja 73% þjóðarinnar skv. skoðanakönnun- um. Svo eindreginn var sá meirihluti þjóðarinn- ar, sem ríkisstjóminni og þingmeiríhlutanum þótti rétt að hundsa. Lengi hefur einnig ver- ið ljóst af skoðanakönn- unum, að mikill meiri- hluti þjóðarinnar er andvígur gfldandi út- hlutun gjafakvóta og afleiðingum hennar, t.d. í siðlausri eignatil- færslu og beinum hem- aði gegn tilvera dreifðra sjávarbyggða, sbr. niður- stöður Félagsvísindastofnunar. Nýlegar fregnir af skoðanakönn- un um viðhorf fólks til ííkisstjórn- arinnar skýra frá 70% stuðningi við hana (að vísu af um 70% svöran). Hér er landanum heldur betur rétt lýst í anda gömlu Mos- fellinganna. Umtals- verður hluti þjóðarinn- ar reynist vera bæði með og á móti því sem ríkisstjórnin stendur fyrir og ber alla ábyrgð á. Þessi hluti þjóðarinnar er greini- lega að skrökva ein- hverju að sjálfum sér. Sá tími kemur þó á vordögum, að lands- menn komast ekki undan því að gera upp við sig, hvort kirkjan (þ.e. ríkisstjórnin) verður rifin eða ekki. Þá mun á það reyna, hversu margra manna augu hafa opnast fyrir því, að hún hefur feng- ið að þjóna sérhagsmununum nógu lengi. Höfundur er fyrrverandi fnun- kvæmdastjóri. Jón Sigurðsson AUGLYSINGA STVRKIR Breskir námsstyrkir Breska sendiráðið býður íslenskum náms- mönnum, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði, að sækja um nokkra styrki til framhaldsnáms við breska háskóla, skólaárið 1999/2000. Umsækjendur þurfa annað hvort að hafa tryggt sér skólavist eða hyggja á framhalds- nám við breska háskóia. Styrkirnir eru til greiðslu á skólagjöldum, annar kostnaður er ekki innifalinn í þeim. Háskólarnir í Hull, Newcastle og Leeds bjóða einnig styrki í samvinnu við sendiráðið. Að auki er samvinna milli sendiráðsins og fyrir- tækisins Glaxo-Wellcome um að bjóða styrk til náms í einhverri heilbrigðisgrein. Umsóknaeyðublöð fást aðeins í Breska sendi- ráðinu, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík (sími 550 5100) virka daga frá kl. 9.00 — 12.00. Einnig er hægt að fá þau send. Vilborgarsjóður starfs- mannafélagsins Sóknar Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði hefst mánudaginn 7. desember nk. og stendurtil föstudagsins 18. desember 1998. Upplýsingar um úthlutunarreglur og afgreiðslu fæst á skrifstofu Sóknar, Skipholti 50a, í síma 568 1150. Stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um lausar íbúðir — örfáar íbúðir lausar. Allar upplýsingar fást hjá Húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu HNR á Suðurlandsbraut 30. Skilafrestur umsókna ertil 11. desember. ATVINNUHUSNÆÐI Skútuvogur — til leigu Til leigu í nýju húsnæði 180—200 fm á jarð- hæð. Hentugt fyrir ýmiskonar starfsemi, s.s. heildsölu, verslun o.fl. Gæti leigst í tvennu lagi. Uppl. í síma 588 7700 eða 893 6447 (Ágúst). Hafnarfjörður Til leigu vandað skrifstofuhúsnæði við Reykja- víkurveg 68. Upplýsingar í símum 853 1644, 565 6287 og 555 2980. SMAAUGLYSINGAR Umsóknum ber að skila fyrir 31. janúar 1999, fullfrágengnum. Umsóknir, sem berast eftir það, koma ekki til greina við úthlutun. Veiðleyfi í Urriðasvæði í Laxá í Þingeyjasýslu fyrir 1999. Pantanir berist fyrir 10. janúar 1999 til Áskels Jónassonar, Þverá, Laxárdal, 641 Húsavík, sími/fax 464 3212 og/eða Hólmfríðar Jónsdótt- ur, Arnarvatni, Mývatnssveit, 660 Mývatni, sími 464 4333, fax 464 4332. Úthlutun leyfanna verður í byrjun febrúar og greiðsla þarf að hafa borist fyrir 15. mars, annars verða leyfin seld öðrum. Uppboð Framhald uppboðs á eftírfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Engihlíö 22,3. hæð til hægri, Snæfellsbæ, þingl. eig. Snæfellsbær, gerðarbeiöandi Byggingarsjóður verkamanna, föstudaginn 11. desem- ber 1998 kl. 13.45. Helluhóll 9, Snæfellsbæ, þingl. eig. Ársæll Kristófer Ársælsson og Aðalsteina Erla L. Gísladóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Sómi ehf., föstudaginn 11. desember 1998 kl. 14.15. Hliðarvegur 13, Grundarfirði, þingl. eig. Valgeir Þór Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Vesturlands, föstudaginn 11. desember 1998 kl. 13.00. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 4. desember 1998. TILKYNNINGAR Handverksmarkaður Handverksmarkaður verður á Garðatorgi í dag, laugardaginn 5. des., frá kl. 10—18. Milli 60 og 70 aðilar sýna og selja muni sína. Kvenfélagskonur sjá um kaffisölu. Kveikt verður á jólatrénu kl. 15.45. HÚ5NÆÐI í BOQI Fyrirtæki og stofnanir Glæsileg stúdíóíbúð, miðsvæðis í Reykjavík, með frábæru útsýni, er til leigu strax. Leigist með öllum húsbúnaði í lengri eða skemmri tíma. Húsvörður, samkomusalur o.fl. Fyrirtækjaþjónustan, sími 533 4141. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Jólafundur Hvatar í Valhöll Árlegur jólafundur Hvatar félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík verður haldinn i Valhöll, Háaleitisbraut 1, sunnudaginn 6. desember kl. 15.00 Dagskrá fundarinns verður að venju fjölbreytt. • Jólahugvekju flytur séra Vigfús Þór Árnason. • Bernskujól, Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður flytur. • Einsöngur, Klara Ósk Elíasdóttir 13 ára syngur við undirleik Úlfars Sigmarssonar. • Hafliði Jónsson leikur á pianó • Kaffihlaðborð Veislustjóri er Sólveig Péturdóttir, alþingismaður. Sjálfstæðismenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin Aðalfundur Vímulaus æska heldur aðalfund á Grensásvegi 16 þriðjudaginn 8. desember kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Foreldrahús. 3. Önnur mál. Stjórnin. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÓRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferð 6. des. kl. 13.00. Kaldársel — Undirhlíðar — Vatnsskarð. Gengið um hluta gömlu þjóð- leiðarinnar til Krísuvíkur. Verð 1.000 kr., fritt f. börn m. fullorð- num. Brottför frá BSÍ, austan- megin (og Mörkinni 6). Stansað við kirkjug. í Hafnarfirði. Miðvikudagur 9. des. Kvöldvaka, tileinkuð Fær- eyingasögu. Ögmundur Helga- son fjallar um söguna og farið verður á söguslóðir hennar í Fær- eyjum með myndum og frásögn. Verð 500 kr. (veitingar innifaldar). Kvöldvakan verður í Ferðafélags- salnum i Mörkinni 6 og hefst kl. 20.30. Minnum á áramótaferðina í Þórsmörk 30/12-2/1. Gist í Skagfjörðsskála. Göngu- ferðir, kvöldvökur, flugeldar, brenna o.fl. Miðar á skrifstofu. í^mhjólp Opið hús á aðventu I dag kl. 14.00—17.00 er opið hús í Þríbúðum, félagsmiðstöð Sam- hjálpar, Hverfisgötu 42. Litið inn og njótið kyrrðar aðventunnar. Dorkas-konur sjá um heitan kaff- isopann. Við tökum lagið saman kl. 15.30. Gestir verða Herdís Hallvarðsdóttir og Gísli Helgason. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Samhjálp. Viltu grennast fyrir jólin? Aðhald, mæling. Einnig fallegar og vandaðar barnabaðvörur. Hringdu og fáðu frían bækling. Hugrún Lilja, símar 561 3312, 699 4527. Dalvegi 24, Kópavogi. Almenn samkoma í dag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. /2Bn SAMBAND ÍSLENZKRA ýíB'í' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58 Árlegur basar Kristniboösfé- lags kvenna veröur í dag og hefst hann kl. 14. Margt eigulegra muna. Komið og gerið góð kaup. EINKAMÁL Bandaríkjamaður á miðjum aldri Hvítur, fjárhags- lega vel stæður, í tilfinningalegu jafnvægi. Býr í hlýju umhverfi í N-Ameríku í Kent- ucky. Líkamlega hraustur og drekkur hvorki né reykir. Þær sem hafa áhuga á að kynnast honum og eru á aldrin- um 20—30 ára, leggi inn svör á afgreiðslu Mbl. merkt: B — 30". DULSPEKI Barónsstíg 20 S : 5 5 1 1 2 7 5 Spákona á staðnum í dag. 300 gerðir af Tarot-, spá- og engla- spilum. Úrval af kristalskúlum, eggjum, steinum, slökunardisk- um, bókum, ilmkertum, reykels- um og fleiru til jólagjafa. Mesta úrvaliö — lægsta verðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.