Morgunblaðið - 05.12.1998, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 05.12.1998, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 53 + Einar Mag-nús Ólafsson fædd- ist að Láganúpi í Rauðasandshreppi 12. júní 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar 19. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur As- björnsson, bóndi á Láganúpi, og síðar í Vesturbotni og kona hans, Kristín Magnúsdóttir. Systkini Magnúsar voru: 1) Guðný Kri- stjana, húsfreyja á Sellátra- nesi, gift Sveini Jónssyni, bónda þar. 2) Helga, húsfreyja Eins árs gamall flutti Magnús með foreldrum sínum að Vestur- botni í Patreksfirði, þar sem hann átti heima nánast alla sína ævi. Föð- ur sinn missti hann ungur, en bjó lengi með móður sinni ásamt fóst- bróður sínum og frænda, Kristni Kristjánssyni. Heimilið í Vestur- botni þótti til fyrirmyndar í sinni sveit. Bændur í Botni byrjuðu snemma að slétta tún sitt, byggðu eitthvert glæsilegasta ibúðarhús sveitarinnar og beisluðu nálægt fall- vatn til þess að færa birtu og yl í bæinn. Kristín í Botni var stjóm- söm svo til var tekið og Magnús og Kristinn annálaðir dugnaðarmenn. Manga í Botni, eins og sveitung- amir nefndu hann, var ýmislegt til lista lagt og áttu framfarir utan heimilis ekki síður hug hans en bú- skapur í Vesturbotni. A morgni jarð- ýtualdar gerðist hann handgenginn þeim sem lögðu á ráðin og stjórnuðu fyrstu framkvæmdum við vegagerð í Vestur-Barðastrandarsýslu. Verk- efnið var ögi'andi, að ryðja vegar- slóða um brattar hlíðar, stórgrýtis- urðir og um fjömr með sjó fram. Það krafðist hugmyndaauðgi, kjarks, bjartsýni og takmai'kalausrar þolin- mæði. Þeir sem þekktu manninn, hann Magnús í Botni, vissu að þetta voru einmitt hans aðalsmerki. Sum- ar eftir sumar lagði Mangi á ráðin með verkstjóram Vegagerðar ríkis- ins um það hvemig haga ætti vega- lagningunni og stundum var hann sjálfur ráðinn verkstjóri. Lengst af stjómaði hann þó jarðýtunni, sem hann átti sjálfur í félagi við frænda sinni, Ólaf Sveinsson á Sellátranesi. Þeh' frændur gáfu ýtunni nafnið Sleipnir eftir hesti Óðins, sem lét enga hindran standa í vegi fyrir sér, enda fór fákur sá gjama um loftin blá án mikiUar snertingar við móður jörð. Síðar keyptu þeir ýtuna Ása- Þór, sem verið hafði í eigu sýslunnar. Vélar þessar þættu ekki beysin verkfæri í dag, en þær stóðu þó fyrir slíkri samgöngubyltingu þar vestra að ennþá „sjást í hellum hófaforin", þó að margir fyrstu vegirnir séu nú aflagðir, svo sem hin illræmda Þing- mannaheiði, sem kom mörgum svita- dropanum út hjá þeim sem þar púl- uðu með haka og skóflu. Á sama hátt og Magnús varð brautryðjandi á sviði samgöngu- mála fór hann ekki troðnar slóðir í öðrum gerðum eða hugsun. Hann hélt óhikað fram ýmsum kenningum og fullyrti marga hluti, sem viðmæl- endum þóttu fjarstæðukenndir og úr takti við allan raunveruleika. Mótmæli og viðbárm- höfðu sjaldn- ast nein áhrif á Manga, enda var hans ánægja mest að koma mönn- um út í ærlega kappræðu. Þó er það svo í nútímanum, að ýmsir hugsa til orða Magnúsar, þegar nýir atvinnuhættir hafa tekið við af þeim gömlu og hugsunarhátt- ur fólks hefur tekið algjörum stakkaskiptum að mörgu leyti. Um miðjan aldur réðst hann í verslunarrekstur, fyrst í smáum stíl heima í Vesturbotni, síðan með því að fjárfesta í „verslun á hjólum", sem ferðaðist um allt land, og bauð upp á jafnfjölbreyttan varning og verkfæri, vítamín, fatnað og snyrti- vörur, svo eitthvað sé nefnt. Lagði á Patreksfirði, gift Hirti Kristjánssyni frá Hokinsdal. 3) Ásbjörn, bóndi og smiður í Skápadal og síðast á Patreks- firði kvæntur Mörtu Vilhjálms- dóttur. 4) Olafía, húsfreyja á Pat- reksfirði, gift Ein- ari Einarssyni frá Brekkuvöllum á Barðaströnd. Magnús var yngst- ur systkina sinna og lifði þau öll. títför Magnúsar fór fram frá Sauðlauksdalskirkju 28. nóv- ember. hann þessum ljósbláa glæsivagni gjarna ekki langt frá heimaverslun í hverju byggðarlagi, og var ekki ör- gi'annt um að þeir sem þar réðu húsum teldu hann ekki með aufúsu- gestum. Samkeppni var þá ekki eitt af boðorðum ráðamanna á þessu sviði eins og síðar varð og Mangi í Botni lenti víða í þrætum við heima- menn um rétt sinn til verslunar og viðskipta. Viðskiptavinir létu það hins vegar ekki aftra sér, enda hafði „Verslun Magnúsar Ólafssonar í Vesturbotni“ upp á ýmislegt að bjóða á lægra verði aðrir gátu boð- ið. Ekki trúi ég að Magnús hafi þó auðgast mikið á tiltæki þessu og yf- irleitt fannst mér það ekki vera hans tilgangur að hafa stóran hagn- að af starfí sínu, hitt var meira um vert að takast á við hið óþekkta, reyna eitthvað, sem aðrir höfðu ekki reynt. Hann var lengst af heilsu- hraustur og lagði mikið upp úr því að varðveita heilbrigði sitt með hollu mataræði og hófsemi í lifnað- arháttum. En ellin kemur öllum í koll, þótt vel sé varist, og Magnús varð að lúta því að vera alfarið upp á aðra kominn síðustu árin. Dvaldi hann þá á sjúkrahúsi Patreksfjarð- ar í skjóli hjúkrunarfólks þar. Nú er hann allur og með honum horfinn eftirminnilegur persónuleiki, sem vert er að geymist sem lengst í minningu þeirra sem hafa kjark og þolinmæði til þess að feta ótroðnar slóðir og láta úrtölumenn ekki telja sér hughvarf frá spennandi við- fangsefnum. Blessuð sé minning Magnúsar í Botni og sendi ég ættingjum hans öllum samúðarkveðjur við fráfall hans og jarðarfór. Sigurjón Bjarnason frá Hænuvík. Laugardaginn 28. nóvember síð- astliðinn var jarðsettur frá Sauð- lauksdalskirkju frændi okkar Magnús Ólafsson frá Vestur-Botni við Patreksfjörð. Þar sem við systurnar fylgjum honum ekki þennan síðasta spöl, Iangar okkur að senda honum nokk- ur síðbúin kveðjuorð og þakka fyrir gömul og góð kynni. Fyrstu kynni okkar af Magnúsi voru þegar hann kom að Deildará en þá var hann að vinna við að ýta upp veginum eftir Múlasveitinni en hann var ýtustjóri og sá um frum- gerð þessa vegar. Auk þess að koma í heimsókn til pabba en þeir voru systkinabörn Magnús og pabbi, var erindið að fá þá sem eldri var af okkur systran- um til að elda matinn fyrir ýtu- mennina sem voru tveir auk Magn- úsar og báðir frændur okkar. Eins og satt var, sagði pabbi að við kynnum ekkert að elda og hefðum frekar verið aldar upp við útistörf en innivinnu. En Magnús frændi lét sig ekki með sitt erindi og endirinn vai'ð sá, að með mig, þá eldri fór hann í tjöldin, sem þá vora í sunnanverðum Vattardal. Þar hjálpuðumst við Mar- inó að við eldamennskuna undir leið- sögn Magnúsar. Marinó var þá að byrja sína fyrstu ýtuvinnu með tilsögn frá Magnúsi og Óla. Minnisstæðastai' í eldamennsk- unni urðu mér vestfirsku hveitikök- urnar, sem Magnús kenndi okkur að baka. Magnús var þolinmóður vinnu- veitandi og umbuðarlyndur þótt ekki væri matseldin alltaf upp á það besta. Þarna var frekar gert að gamni sínu yfir því sem miður fór en að skammast út af hlutunum. Magnús hafði gott auga fyrir því sem spaugilegt var og oft var glatt á hjalla hjá okkur. Hann átti líka létt með að kasta fram vísu ef því var að skipta. Það var gaman að sjá veginn potast áfram dag frá degi og fá að upplifa það að vera þarna þegar vegurinn náði saman og fært var suður. Þessir frændur okkar, sem tveir eru nú fallnir frá, voru allir sérstak- ir öðlingsmenn og minningin um þennan tíma hefur alltaf skipað vissan sess í hugum okkar systra. Sú yngri tók við matseldinni eftir eitt og hálft sumar og var lengi ráðskona í vegavinnunni. Magnús var sérlega laginn ýtu- maður og útsjónarsamur við alla vegagerð enda varð hann fljótlega eftir að vegurinn náði saman, verk- stjóri í vegavinnunni. Það má raunar segja um Magnús, að hann hafi á margan hátt verið á undan sinni samtíð. Hann var svo hugmyndaríkur og mikill fram- farasinni. Hann talaði oft um það við okkur, að skynsamlegt væri að leggja veg- inn í Vattarfirðinum nær sjónum eins og nú er að hluta til búið að gera. Margar ferðir fór frændi okkar með okkur systurnar í bílnum sín- um og taldi ekki eftir sér að keyra okkur hvort sem var á skemmtun eða eitthvað annað. Magnús átti á þessum tíma Willys-jeppa, sem var einn af fyrstu bflum sem komu þama vestur, ef ekki bara sá fyrsti. Eftir að Magnús hætti í vega- vinnunni var hann mikið með bíl sem hann innréttaði sem verslun og fór þá víðs vegar um landið og seldi vörur. Hann hafði líka mikinn áhuga á lax- og silungsrækt og ræddi oft þau mál við okkur þegar hann kom í heimsókn hér fyrir sunnan. Hann hafði mikinn áhuga á að stífla suma firðina í Austur-Barða- strandarsýslu og stytta þar með þjóðveginn suður og gera aðstöðu fyrir fiskirækt fyrir innan. Magnús gerði nokkrar tilraunir með fiskirækt i Vestur-Botni en þær tilraunir tókust ekki vel þó að hann legði mikla vinnu í þær. Síðustu árin voru Magnúsi erfið vegna veikinda og var því hvíldin kærkomin þegar hann andaðist á sjúkrahúsinu á Patreksfii’ði í lok nóvember. Við biðjum Magnúsi blessunar Guðs og vitum að hann hefur átt góða heimkomu í dýrðarríki Drott- ins. Ættingjum og vinum vottum við samúð. Systurnar frá Deildará. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningai'gi'ein að birtast á útfaræ'degi (eða í sunnudags- blaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þai-f gi-ein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laug- ardagsblað þai-f gi'einin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingai'dag. Berist grein eftir að skilafrestm' er út- runninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. EINAR MAGNUS OLAFSSON + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA EIRÍKSDÓTTIR, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 3. desember. Útförin auglýst síðar. Sigursteinn Sævar Hermannsson, Anna Þórarinsdóttir, Jóhann Bragi Hermannsson, Guðrún Ingadóttir, Eríkur Rúnar Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, ÁRNI Þ. EGILSSON loftskeytamaður, Sólheimum 25, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítalanum fimmtudag- inn 3. desember. Örnólfur Árnason, Margrét Árnadóttir, Olga Guðrún Árnadóttir. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ÁRNI INGVARSSON, lést sunnudaginn 29. nóvember sl. Always in our heart. Alltaf í hjarta okkar. Hedi Ingvarsson, Peter Horst Ingvarsson, Ástralíu. + Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SIGURÐUR S. SIGURÐSSON, Hólabraut 6, Hafnarfirði, er látinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Matthildur Pálsdóttir, börn og barnabarn. + Minningarathöfn um eiginmann minn, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓN HARALDSSON frá Einarsstöðum, Vopnafirði, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans 30. nóvember, fer fram frá Fossvogskapellu mánu- daginn 7. desember kl. 10.30. Jarðarförin fer fram frá Hofskirkju í Vopnafirði miðvikudaginn 9. desember kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hins látna eru beðnir að láta Minningagjafasjóð Landspítala íslands njóta þess. Hildigunnur Valdimarsdóttir, Pétur Valdimar Jónsson, Lára Jónsdóttir, Jón Gunnar Guðlaugsson, Haraldur Jónsson, Kristbjörg Erla Alfreðsdóttir, Vigfús Hjörtur Jónsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Jón Trausti Jónsson, Vilborg Anna Árnadóttir, Grétar Jónsson, Guðbjörg Pétursdóttir og afabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.