Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Gömul stemmning HAGÆÐA TOLVUSKJAIR CTX hágæða tölvuskjáir eru í verðflokkum sem henta einstaklingum jafnt sem stórum fyrirtækjum. CTX tölvuskjáir hafa hlotið lof virtustu gagnrýnenda í heimi fyrir lága biianatíðni, skýra skjámynd og litla útgeislun. CTX tölvuskjáirnir eru framleiddir samkvæmt ISO 9002 stöðlum og uppfylla kröfur Evrópu- sambandsins um orkunotkun, endurnýtingu og vistvæni. TÆKNIBÆR Skipholt 50c - 105 Reykjavik Sími: 551 6700 - Fax: 561 6700 Netfang: pantanir@tb.is - www.tb.is Asteroids Sony Computer Entertainment Europe gefur út Asteroids, Activision hannar. Asteroids var fyrst gefinn út fyrir spilakassa 1979 og sló í gegn þar. Þremur árum síðar kom leikur- inn út fyrir Atari 2600 og gerði Atari að einu stærsta tölvufyrirtæki heims og því sem óx hraðast. Leikurinn er gefinn út fyrir PlayStation og PC-tölvur. ÞAÐ sem gerði leikinn Asteroids frægan á sínum tíma, fyrir utan það hversu ótrúlega vanabindandi hann er, var að þetta var fyrsti leikurinn sem var ekki með tak- mörkuðum stigafjölda. Þannig ferðuðust keppendur oft langar vegalengdir til þess að keppa hver við annan og stig þeirra bestu birt í vikulegum og mánaðarlegum tölvu- blöðum um allan heim. Sá sem átti metið í Asteroids var ungur maður að nafni Scott Safran sem spilaði leikinn stanslaust í 60 tíma á einum tuttugu og fimm kalli. Svipað er að spila leikinn núna og þegar hann var í spilakassa en þó hefur Activision bætt við heil- miklu af nýjungum; bakgrunnurinn er afar flottur og vel gerður og heilmikið er af nýjum óvinaskipum og braki sem á að eyðileggja. Þegar leikurinn var auglýstur var mikið skrifað um flotta nýja þrívíddargrafík, en undirritaður sá litlar breytingar í henni. Víst lítur bakgrunnurinn út fyrir að vera í þrívídd en leikurinn er alveg eins, aðeins er hægt að fara til hiðar og upp, en á móti má segja að ef leik- urinn væri í þrívídd væri hann vitanlega ekki Asteroids. Borðin í leiknum eru að mestu frekar lík gömlu borðun- um þó nokkrar endurbætur hafi verið gerðar. Til dæmis er heimur eitt (borð eitt til tólf) alveg eins og gamli Aster- oids fyrir utan bakgrunninn og nokkra óvini, en ; heimur tvö j hefur svart- hol sem sogar menn til sín allan tímann og ef þeir stoppa of lengi í miðjunni þá kremjast þeir. Einnig eru komnar margar gerðir af nýjum stirnum, til dæms er eitt sem stækkar sífellt og ef það er sprengt breytist það í nokkrar minni tegundir af sama stiminu sem halda einnig áfram að stækka og eitt sem ekki er hægt að sprengja. Hægt er að velja um fjögur ný skip með nýjum vopnum auk þess sem hægt er að fá sérstök vopn sem fljóta um í hverju borði. Hægt er að fá allt frá samfelldum leysi sem getur eyðilagt heilt stórstirni í einu velheppnuðu skoti tO frekar slappra jarðsprengna sem virka yf- irleitt ekki. Auk þess er hægt að hlaða leysibyssuna sem allir kepp- endur eru alltaf með í byrjun leiks- ins í fimm sekúndur til þess að ná fram mesta kraftinum í vopninu. Hægt er að forðast smástirnin í leiknum með því að reyna að fljúga sem hraðast í burtu frá þeim, nota skjöldinn sem er með afar tak- markaða orku og endist ekki leng- ur stanslaust en í 3-4 sekúndur og svo er hægt að hoppa í svokallað- an“hyperspace“ og birtast skyndi- lega á öðrum stað á borðinu. Best er að nota það aðeins í neyðartil- vikum því maður gætir birst á verri stað fyrir framan annað stórstimi. Activision hefiu- heppnast ágæt- lega að framkalla sömu stemmn- ingu og var í gamla leiknum en ef- laust er ódýrara að spila leikinn bara á gamalli Atari 2600 tölvu ef hún finnst einhvers staðar. Ingvi Matthías Arnason Vefbóka- safn á Netinu ÍSLENSK almennings- bókasöfn hafa verið að vinna að samstarfsverk- efni um vefvakt á Netinu og var félag um vefbóka- safn stofnað 9. október sl. í þeim tilgangi að hafa formleg samtök um verk- efnið. Verkefnið felur í sér að byggja upp vef- bókasafn á Netinu þar sem safnað verður saman skipulega íslenskum og erlendum vefslóðum. Lögð er áhersla á að upplýsing- ar um samfélagsþjónustu ríkis og sveitarfélaga verði fyrir hendi í Vef- bókasafninu. Einnig eru tengingar á innlendar og erlendar fræðslu- og upp- lýsingaveitur, auk efnis sem nýtist fólki í tóm- stundum. I fréttatilkynningu frá félagi um vefihóksafn kem- ur fram að það sé hugsað sem upplýsingatæki sem aðgengilegt er allan sólar- hringinn á Netinu. Til að tryggja að allir geti notað það verður það einnig að- gengilegt almenningi á al- menningsbókasöfnun- um og þannig sé tryggt að- gengiað upplýsingum fyrir fólk án tillits til efna- hags eða bú- setu. Vefbókasafn- ið var opnað formlega sl. föstudag í Bóka- safni Seltjarnar- ness á slóðinni http:// www.vef- bokasafn.is Aðilar að Vef- bókasafninu eru Bókasafn Reykja- nesbæjar, Bókasafn Hafn- arfjarðar, Borgarbókasafn Reykjavxkur, Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu, Bókasafn Vestmannaeyja, Bókasafn Garðabæjar, Amtsbókasafnið á Akur- eyri, Bókasafn Þorláks- hafnar, Bæjar- og héraðs- bókasafnið, Akranesi, Bæjar- og héraðsbóka- safnið á Isafirði, Bókasafn Seltjarnarness, Bókasafn Kópavogs, Bæjar- og hér- aðsbókasafnið á Selfossi og Bæjar- og héraðsbóka- safn Kjósarsýslu. Vinsælasta leikjatölvan í dag rCOOLBOARDEHSi wim flllir sem kaupa PlayStatíon LEIK tá TVO miða á myndina Soldier með Kurt Russell sem trumsýnd verður í Sambióunum í 11. des 8 ir ií i Play5tation tt^ P avStation doJK' sw PlayStation Skeifunni 11 • Rvk • Sími:550-4444 og Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarf. • Sími 550-4020
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.