Morgunblaðið - 05.12.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.12.1998, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Skáldsaga NÆTURSÖNGVAR Vigdís Grímsdóttir. Iðunn, Reykjavík 1998, 136 bls. Verð: 3.680 kr. Prent- un: Oddi hf. NÆTURSÖNGVAR Vigdísar Grímsdóttur er stutt skáldsaga og að því leyti ólík fyrri skáldsögum hennar, ef frá er talin barnabókin Gauti vinur minn sem kom út árið 1996. Líkt og Gauti lýsir Nætur- söngvar draumförum söguhetjunnar sem nú er ekki barn heldur kona, eiginkona og móðir ungrar dóttur. Sagan er í formi eins konar skýrslu með formála og eftirmála og í henni rifjar nafnlaus konan upp draumfar- ir sínar í níu nætur í fylgd mannsins með hrafnshöfuðið, nokkrum árum eftir að þessi einkennilegi drauma- maður hefur yfirgefíð hana. Skýrsluformið nær þó ekki lengra því tungumál og inntak frásagnar- innar tilheyra heimi skáldskaparins og fantasíunnar þar sem allt getur gerst. Draumarnir eru konunni allt, þeir taka yfir líf hennar og það svo mjög að dagarnir verða aðeins óhjá- kvæmileg bið eftir næsta kafla draumsins. Hún „vaknar inn í drauminn“ og er þannig látið að því liggja að raunverulegt líf hennar fari fram í svefni, líkt og prinsessanna í ævintýrunum sem eiga sér sjálf- stæða næturtilveru sem tekur vöku- lífi þeirra langt fram. Draumarnir eru eins konar fram- haldssaga með skýrri framvindu þótt þeir virðist óræðir, en þeir snúast fyrst og fremst um sjálfsleit konunnar og þörf hennar íyrir að finna frið og jafnvægi í lífi sínu (sem lesandinn kynnist þó nær ekkert utan draumanna). Hvörf verða í sögunni þegar konan rís upp úr „gröf sinna eigin hug- mynda“ og endurfæðist loks til nýs skilnings á sjálfri sér og sambandi sínu við aðra. Eins og prinsessumar verður konan að snúa aftur á vit veruleik- ans, draumfarirnar taka enda og hún verður að kveðja „ástmann" sinn. Maðurinn með hrafnshöfuðið leið- ir konuna um lendur draumanna og erindi hans við hana (líkt og ótal aðrar konur á undan henni) er skýrt. Hann virðist hafa öll svör á valdi sínu þótt hann láti þau ekki alltaf uppi og verður konan stundum eins og viljalaust verkfæri í höndum hans. Hrafnar hafa gegnt stóru hlut- verki í þjóðtrú og goðsagnaheimi ís- lendinga, þeir eru meðal annars tákn visku og skáldskapar, en einnig dauða. Þeir tengjast öðrum heimum en þeim sýnilega og hafa yfirsýn sem dauðlegum mönnum er ekki gefin. Draumamaðurinn er af slíkum toga, en hann minnir líka á trúar- leiðtoga eða gúrú sem hefur söfnuð sinn á valdi sínu og leiðir nýja áhangendur smám saman á rétta braut. Ymis orð konunnar, eins og „þetta sé ég núna“, „ég vissi að engu yrði breytt“ og „mitt var bara að finna þetta jafnvægi“, vitna um vissa nauðhyggju, erindi draumamanns- ins er skýrt og sá lær- dómur sem konan þarf að draga af draumum sínum einnig. Fantasía textans er þannig fyrst og fremst á táknlegu plani, draumarnir ganga upp, ef svo má segja. Konan þarf þó sjálf að draga ályktanir af ferðum þeirra, hún þarf að ráða í draumana á sama hátt og hún þarf að finna sína eigin vængi. Draumheimar konunnar eru framandi heimar, en þó ekki, því les- andinn kannast þar við margt úr heimi ævintýra, þjóðsagna og goð- sagna. Undirtitill bókarinnar, skáld- saga, vísar ef til vill í þessa átt, lönd draumanna eru að vissu leyti lönd skáldskaparins og þar við bætist að konan þarf að færa þessa innri reynslu í vökuheim sinn. Loka- hnykkurinn á því ferli er að segja söguna níu árum síðar, til þess að skilja „eigið líf betur og um leið líf annars fólks“ (136). Slík „endur- vinnsla" er sterkur þáttur í flestum verkum Vigdísar, persónur færa reynslu sína í búning sögu og nota þannig meðul skáldskaparins til að gefa lífi sínu merkingu. Hér er þetta ferli þó fyrst og fremst orðað því glíman við merkinguna birtist ekki nema að litlu leyti í sjálfum texta Nætursöngva. Jafnvægið og friður- inn sem konan leitast við að finna, sú upphafning andstæðnanna sem þrá hennar beinist að, setur um of mark sitt á textann og saknaði ég víða kraftsins og spennunnar sem einkennt hafa flest verk Vigdísar til þessa. Þau er þó vissulega að finna í erótískri spennu sem skapast á milli konunnar og mannsins með hrafns- höfuðið og þótti mér sá þráður text- ans einkar fínlega ofinn. Persónur margra verka Vigdísar hafa stefnt burt frá veruleikanum á einn eða annan hátt. Hér er stefnan þveröf- ug, því þótt draumar konunnar séu svo að segja einráðir í textanum miða þeir að því að kenna henni eitt- hvað um lífið og gera henni í senn kleift að sætta sig við takmörk sín og þenja þau út. Það má einnig sjá söguna sem ástarsögu, ekki síst sem ástaróð konunnar til dóttur sinnar sem hún veit að hún þarf að sleppa hendinni af þegar fram líða stundir. Staða móðurinnar kemur mjög við sögu Nætursöngva, sagan er að hluta óður til móðurinnar sem held- ur utan um minningar barna sinna um leið og hún leyfir þeim að fljúga á vit sinna eigin drauma. Þetta er ef til vill ,jákvæðasta“ bók Vigdísar og á titillinn einkar vel við ef hún er lesin sem margfaldur óður - til móð- urinnar, dótturinnar, ástarinnar, og kannski lífsins sjálfs. Kristín Viðarsdóttir Friður allra hugmynda Vigdís Grímsdóttir Heildsölubirgóir EINCO EHF. Skúlagötu 26. sími 893 1335 PRIMA Lítil og létt, aðeins 4 kg. Kraftmikil, 1250W 4 þrepa síun Inndregin snúra Sogstykkjahólf Val um tvœr gerbir á abeins 7,900, og 9,900, _FYRSTA 1FLOKKS /rOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Frakkar heiðra Thor ROBERT Cantoni, sendiherra Frakklands á Islandi, sæmdi Thor Vilhjálmsson officier- gráðu frönsku heiðursorðunnar „Ordre des Arts et des Lettres“ við hátíðlega athöfn í sendi- herrabústaðnum fyrir skömmu. Thor var árið 1989 sæmdur _ chevaiier-gráðu sömu orðu. I ræðu sem hann flutti af þessu tilefni sagði sendiherra Frakk- lands að Thor hefði löngum unnið að gagnkvæmum menn- ingartengslum Islands og Frakklands og hefðu störf hans á því sviði ekki einungis verið bundin við bókmenntir. Hann minntist sérstaklega á þýðingar Thors á verkum eftir André Malraux, Fran^oise Sagan og Marguerite Yourcenar og tók einnig fram að verk eftir Thor hefðu verið gefin út á frönsku í þýðingum Régis Boyer og Fran^ois Emion. Morgunblaðið/Árni Sæberg. SENDIHERRA Frakklands, Robert Cantoni, sæmir Tlior Vilhjálmsson heiðursorðunni „Officier dans l’Ordre des Arts et des Lettres". Aðsóknar- met hjá Beru AÐSÓKN á sýningar í Lista- safni Malmö, Malmös Kon- sthall, hefur aldrei verið meiri en í ár. Hefur nýtt aðsóknar- met verið slegið, þótt árið sé ekki liðið. I frétt sænsku fréttastofunnar TT er Beru Nordal, forstöðumanni safns- ins, þökkuð aukin aðsókn. Það sem af er hafa 230.000 manns sótt sýningar í safninu, en fyrra met var 226.000 sýn- ingargestir. Þær sýningar sem mestra vinsælda hafa not- ið eru jafnframt með best sóttu sýningum í Svíþjóð. Vin- sælust reyndist sýning á verk- um Césars, svo Louise Bour- geois og sýning á nýjum kín- verskum teikningum. Yerða að treysta á eigið innsæi „ALGERT leyndarmál" er yfír- skrift óvenjulegs myndlistarupp- boðs sem Konunglegi breski lista- skólinn stendur fyrir á ári hverju. Þai- er lysthafendum boðið að freista gæfunnar og bjóða í lista- verk í von um að þau séu eftir þekkta og viðurkennda listamenn. Alls eru um 3.000 verk í póstkorta- stærð í boði og um 300 þeirra eru eftir starfandi listamenn, hin hafa myndlistamemar gert. Uppboðið stendur að þessu sinni frá 3.-6. des- ember. Sjá bara framhliðina Bandarískir og breskir lista- menn eru í hópi þeirra sem leggja sitt af mörkum og skrifa þeir nafn sitt aftan á póstkortin. Verðandi kaupendur fá hins vegar eingöngu að sjá framhliðina og verða því að treysta á eigin smekk og innsæi, að því er segir í BBC. Undanfarin ár hafa listamenn á borð við Claes Oldenburg, Frank Auerbach, Raymond Briggs, David Bowie og Paul Huxley lagt lista- nemunum lið. I ár verður að finna verk eftir Chris Ofili, sem hlaut Turner-verðlaunin fyrir skemmstu, Maggie Hambling, sem gerði nýtt minnismerki um Oscar Wilde, og jasstónlistarmanninn George Melly. Aðstandendur uppboðsins taka þó fram að ætlunin sé ekki eingöngu sú að reyna að finna verk eftir þekkta listamenn, heldur eigi listunnendurnir að láta eigin smekk ráða. Salan stendur yfir í þrjá daga og nýtur meiri vinsælda með hverju árinu, en fyrsta uppboðið var fyrir fjórum ánim. Sýningar í Galleríi Fold TVÆR sýningar verða opnaðar í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14, í dag, laugardag. I baksalnum verður sýning á úrvali eldri verka sem galleríið hefur til sölumeðferðar. Þar á meðal eru mörg verk gömlu meistaranna. Sú sýning stendur fram yfir hátíðar. I fremri hluta gallerísins er sýning sem nefnist Engin leið- indi. Þar sýna fjórir listamenn: Haraldur Bilson, Karólina Lár- usdóttir, Gunnella (Guðrún Elín Ólafsdóttir) og Soffía Sæmunds- dóttir. Þeirri sýningu lýkur sunnu- daginn 13. desember. Þann 14. verður opnuð hefðbundin jóla- sýning gallerísins, með þátttöku yngri og eldri listamanna. Gallerí Fold er opið dagalega frá kl. 10-18. Laugardaga kl. 10-17 og sunnudag kl. 14-17. Fjörutíu sýningar í desember SÝNINGAR á Hvar er Stekkj- arstaur, sem Möguleikhúsið við Hlemm sýnir, verða 40 talsins í desember í leik- og grunnskól- um. Tvær opnar sýningar verða í Möguleikhúsinu við Hlemm, sunnudagana 6. og 13. desember kl. 14. I leikritinu segir frá því þegar það gerist eitt sinn fyrh’ jóla að Halla, aðalpersóna leikritsins, veitir því athygli að jólasveinn- inn Stekkjarstur kemur ekki á tilsettum tíma til byggða. Höfundur og leikstjóri er Pét- ur Eggerz. Auk Péturs leikur Drífa Arnþórsdóttir. I.eikmynd og búningar voru í höndum leik- hópsins. Jólatónleikar Tónlistarskóla Kópavogs TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs heldur jólatónleika í tónleikasal skólans, Hamraborg 11, þriðju- daginn 8. desember kl. 20.30 og miðvikudaginn 9. desember kl. 19. I forskóladeild verða tónleik- ar í Kópavogskirkju laugai’dag- inn 12. desember kl. 13.30 og kl. 15. Jólatónleikunum lýkur með þrennum tónleikum í Hjalla- kirkju og verða þeir íýrstu mánudaginn 14. desember kl. 18, þá kammertónleikar þriðju- daginn 15. desember kl. 19 og að lokum leikur hljómsveit Tónlist- starskólans laugardaginn 19. desember kl. 11. Stjórnandi hennar er Martin Frewer. * Armann Kr. Einarsson les í Gerðubergi RITHÖFUNDURINN Ármann Ki'. Einarsson les upp úr bókum sínum Ævintýri lífs míns og Ömmustelpa í Félagsstarfi Gerðubergs, mánudaginn 7. desember kl. 15.15. í tilefni af því mun Gerðuberg- skórinn syngja undir stjórn Kára Friðrikssonar, við hamoniku- undirleik Benedikts Egilssonar og píanóundirleik Unnar Eyfells og félagar úr Tónhominu Big band Gerðubergs leika létt lög. Að lokum verður dansað hjá Sigvalda. Ármann Kr. Einarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.