Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 34
h 34 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Að lokinni bænagjörð ÍSRAELSSTJÓRN stendur nú í ströngu á tvennum vígstöðvum en sagt var frá því í gær að helstu fúlltrúar stjórnarinnar í varnarmálum hefðu lagt til að ísrael drægi herlið sitt til baka frá Líbanon án frekari málaleng- inga, í kjölfar morða Hizbollah- skæruliða þar á ísraelskum her- mönnum undanfarnar vikur. Jók Israelsstjórn í gær einnig þrýsting á stjórnvöld heima- stjórnar Palestínu að grípa til ráðstafana gegn árásum öfga- sinnaðra Palestínumanna á ísra- elska ríkisborgara á Vestur- bakkanum. Lagði hún þá blátt bann við heimsóknum fulltrúa Palestínustjórnar til og frá bæn- um Ramallah, þar sem ráðist var á tvo ísraelsmenn á mið- vikudag. fsraelsher íjölgaði mjög her- mönnum í austurhluta Jerúsal- em í gær, en þar eru arabar í meirihluta, og stóðu þeir vörð þegar Palestínumenn streymdu út úr mosku sinni í gær að lok- inni bænagjörð. Ekki kom þó til umtalsverðra átaka í gær. Kínverji fyrir rétt vegna andófs á Netinu Shanghai. Reuters. DÓMSTÓLL í Shanghai hóf í gær réttarhald yfir Kínverja sem er sak- aður um að hafa notað Netið til að grafa undan kínversku kommún- istastjórninni og svo virtist sem yf- ii'völd hefðu handtekið eiginkonu hans. Lin Hai, þrítugur tölvufræðingur, var ákærður fyrir að hafa hvatt til undirróðurs gegn kommúnista- stjórninni. „Réttað er fyrir luktum dyrum í málinu,“ sagði starfsmaður dómstólsins og kvaðst ekki vita hvort réttarhaldinu væri lokið. Ekki var ljóst í gær hvort kveðinn hefði verið upp dómur í málinu, en dóm- stólar í Kína eru yfirleitt mjög fljót- ir að komast að niðurstöðu. Eiginkonu Lins, Xu Hong, var ekki boðið að fylgjast með réttar- haldinu en hún hafði sagt frétta- mönnum að hún hygðist bíða fyrir utan dómsalinn. Hún átti stutt símasamtal við erlendan frétta- mann, sem heyrði að henni var skip- að að leggja á. Þegar hann reyndi að ná sambandi við hana aftur komu hljóðrituð skilaboð um að símanúm- er hennar væri ekki í notkun. Netið notað í áróðursskyni Lin var handtekinn fyrr á árinu og sakaður um að hafa notað Netið til að senda hreyfingu kínverskra Reuters Tony Blair og Jacques Chirac vilja efla varnir Evrópusambandsins París, Saint Malo. Reuters. TONY Blair, forsætisráðheiTa Bretlands, og Jacques Chirac Frakklandsforseti undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu um að bæði löndin, sem eru meðal sterk- ustu hervelda Evrópu, skuldbyndu sig til að stuðla að því að Evrópu- sambandið (ESB) gæti upp á eigin spýtur brugðizt við átökum á al- þjóðlegum vettvangi með skilvirk- um hætti, án þess að þurfa að grípa til hemaðarlegrar aðstoðar Atlants- hafsbandalagsins (NATO). Þessi yfirlýsing, sem Blair lýsti sem sögulegri, ber vott um stefnu- breytingu af hálfu Breta, sem hafa lengi tekið fálega síendurteknum tillögum Frakka um að ESB komi sér upp sjálfstæðum hemaðar- mætti, sem hægt væri að beita óháð samstarfi við Bandainkjamenn, en ríkisstjórn Verkamannflokksins hefur nú snúið við blaðinu og gengið til viðræðna um málið, með þeim yf- irlýsta fyrirvara þó að ekki standi til að veikja NATÓ. Stjórnmálskýrendur benda á að óformlegt hernaðarbandalag Bretar snúa við blaðinu Frakka og Breta innan ESB myndi að hluta til verka sem mótvægi við hið mikla vægi sem Þjóðverjar hafa þar í krafti efna- hagsmáttar síns. En ekki em allir jafnhrifnir af framtakinu. Lamberto Dini, utan- ríkisráðherra Ítalíu, varaði í fyrra- dag leiðtoga Frakklands og Bret- lands við því að skapa sín í milli „stjórnamefnd" hervelda sem ætli sér að móta varnarmálastefnu fyrir allt Evrópusambandið (ESB). „ítalir og önn- ur [aðildarlönd ESB] ættu að sjá til þess að slíkri stjórnamefnd verði ekki komið á fót; ekki milli tveggja landa, þriggja eða fjögurra," sagði Dini í hlutverki sínu sem núverandi for- maður ráðherranefndar Vestur- Evrópusambandsins (VES). Dini ávarpaði þingmannasam- komu VES í París skömmu áður en leiðtogafundurinn hófst í St. Malo í Vestur-Frakklandi. Varnarmál Evr- ópu og framtíð VES voru meðal við- andófsmanna í Bandaríkjunum tug- þúsundir netfanga í Kína. Andófs- mennirnir segjast hafa sent upplýs- ingar í tölvupósti til 250.000 tölvu- notenda í Kína. I ákæmskjalinu á hendur Lin er hreyfingunni lýst sem erlendum og óvinveittum sam- tökum. Talið er að þetta sé fyrsta lögsóknin í Kína vegna andófs gegn stjórninni á Netinu. Réttarhaldið átti að hefjast í síðasta mánuði en því var frestað á síðustu stundu. Dagblöð í Kína hafa ekki skýrt frá málinu en andófsmenn segja að réttarhaldinu hafi verið frestað vegna mikillar umfjöllunar um það í erlendum fjölmiðlum. fangsefna fundarins. Samtals eru 28 lönd tengd aðild að VES, sum sem fullir meðlimir, önnur auka- meðlimir, önnur áheyrnarmeðlimir og enn önnur lauslegar tengd. VES hefur nú það skilgi-einda hlutverk að vera „vamarmálaarmur“ ESB en jafnframt hin evrópska stoð Atl- antshafsbandalagsins, NATO. Luis Maria de Puig, forseti þing- mannasamkomu VES, tjáði sam- komunni á fimmtudag að hann hefði áhyggjur af fregnum þess efnis að mögulega ætti að leysa samtökin upp og sagðist myndu mótmæla harðlega ef starf þeirra ætti að verða til einskis unnið. Heimildarmenn hjá VES sögðu að svo liti út fyrir að frönsk stjórn- völd vildu umbreyta samtökunum í eins konar varnannálastofnun inn- an ESB, sem hefði ekkert eigið póli- tískt vægi. Ef gera ætti VES að stofnanaleg- um hluta ESB myndu lönd eins og ísland, Noregur og Tyrkland lenda í vandræðum, þar sem þau eru í NATO en ekki í ESB. Banda- ríski stroku- fanginn látinn New York. The Daily Telegraph. LÍK fangans, sem flúði fyrir viku af dauðadeild fangelsis- ins í Huntsville í Texas, fannst í fyrrinótt á fenjasvæði skammt frá fangelsinu. Svo virðist sem fanginn, Martin Gurule, hafi drakknað. Lögreglan telur einnig að fanginn hafi særst þegar hann flúði úr fangelsinu í kúlnaregni fangavarða eða þegar hann klifraði yfir flug- beittar gaddavírsgirðingar. Geysilega umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Gui-ule í ríkinu en flótti hans vakti töluverðan ótta íbúanna. 500 lögreglumenn leituðu fangans Um 500 lögreglumenn leit- uðu Gurules en það voru tveir lögreglumenn á frívakt sem sáu lík fangans er þeir fóru til veiða á fimmtudagskvöld. Er talið að Gurule hafi látist skömmu eftir flóttann. Hann hafi falið sig en hrakist úr felustaðnum vegna leitarinn- ar og drukknað. Sagaði gat á girðinguna Gurule var dæmdur til dauða fyrir morð á tveimur mönnum árið 1992. Hann sag- aði gat á girðingu æfinga- svæðis fangelsisins og flúði ásamt sex öðrum föngum. Gurule var hins vegar sá eini sem þorði að halda áfram eft- ir að upp um flóttann komst en til þess þurfti hann að hlaupa undan skothríð fang- elsisvarðanna og klífa yfir tvær flugbeittar gaddavírs- girðingar. Til að komast yfir girðing- arnar var hann í tveimur fangabúningum og vafði sig í pappa. Fangar sem hlotið hafa dauðadóm eru jafnan innilok- aðir 23 tíma sólarhringsins og eru járnaðir á fótum og hönd- um í hvert sinn sem þeir eru fluttir um fangelsið, og eru þá auk þess alltaf í fylgd varða. Gurule var hins vegar einn fárra útvaldra sem störfuðu í fataverksmiðju fangelsisins en þaðan hafði hann aðgang að æfingasvæðinu. I I h
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.