Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/DÓMUR HÆSTARÉTTAR s Ahrif dóms Hæstaréttar 1 máli Valdimars Jóhannessonar gegn íslenska ríkinu á fjármálamarkaðinn Vísitala sjávarútvegs lækkar um 2,29% Töluverður titringur var á fjármálamarkaðnum í gær og lækkaði gengi sjávarútvegsfyrirtækja í kjölfar dóms Hæstaréttar á fímmtudag. Mikil óvissa var á hlutabréfamarkaði og var jafnvel rætt um að loka fyrir viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi Islands í gær. Morgunblaðið leitaði álits forsvarsmanna fyrirtækja um áhrif dómsins á fjármálamarkaðinn. HÆSTIRÉTTUR komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag að ákvæði laga um stjóm fiskveiða væri í and- stöðu við jafnræðisreglu 1. mgr. 65. gr. stjórnarskrárinnar og við þau sjónarmið um jafnræði, sem gæta þurfi við takmörkun á atvinnufrelsi, samkvæmt 1. mgr. 75. gr. stjórnar- skrárinnar. Niðurstaða Hæstaréttar hafi talsverð áhrif á verð hlutabréfa sem skráð eru á Verðbréfaþingi ís- lands og almennt var um lækkun að ræða á gengi sjávarútvegsfyrir- tækja. Hlutabréfaviðskipti á Verð- bréfaþingi Islands námu rúmum 180 milljónum króna í gær. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins, 84 milljónir króna og var lokagengi FBA 1,82 sem eins punkts hækkun frá síðasta viðskiptadegi. Miklar breytingar á Urvalsvísitölu Úrvalsvísitala Aðallista lækkaði um 1,6% en hálftíma áður en mai-k- aðnum var lokað nam lækkunin 2,49% og leit út fyrir að um þriðju mestu lækkun á henni yrði að ræða frá upphafi en síðasta hálftímann námu viðskipti með hlutabréf 68 milljónum króna og var um hækkun að ræða í flestum tilvikum. Vægi sjávarútvegsfyrii'tækja í Úrvalsvísi- tölu Aðallista er 54,7% en hlutdeild sjávarútvegsfyrirtækja á markaði er um þriðjungur af heildannai-k- aðnum. Að sögn Stefáns Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Verð- bréfaþings Islands, er verið að end- m-reikna skiptingu vísitölunnar eins og gert er tvisvar á ári í samræmi við vinnureglur þingsins og verður breytingin birt hinn 10. desember. Vísitala sjávarútvegs lækkaði um 2,29% en gengi sjávarútvegsfyrir- tækja lækkaði í flestum tilvikum, mismikið þó. Síldarvinnslan lækk- aði um 4,6%, Haraldur Böðvarsson lækkaði um 4,9%, Grandi um 4%, Hraðfrystihús Eskifjarðar 1,4%, og Islenskar sjávarafurðir um 4,4%. Að sögn Stefáns má túlka lækk- un á verði hlutabréfa í sjávarút- Gefðu vandaðagjöf! Gefðu Siemens. n ■ SIEMENS SMITH & NORLAND É’ Nóatúni 4 . V 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Umboðsmenn um land allt! LANDSMÖNNUM GLEÐILEGRA JÓLA! vegsfyi-irtækjum í gær á þann veg að meiri óvissa ríkir um framtíð kvótans í höndum fyrirtækjanna eftir dóm Hæstaréttar á fimmtu- dag. „Það er mjög eðlilegt að fjár- festar taki þessa óvissu inn í verð- útreikninga sína og það virðist hafa gerst í gær. Flest sjávarútvegsfyr- irtæki eru endurmetin og heldur til lækkunar." Jafnvel von á frekari lækkunum Stefán segir að ei'fitt sé að spá um hver viðbrögð markaðarins verði á næstu dögum. „Um helgina verður eflaust mikið um þetta rætt og ritað og menn draga sínar álykt- anir af því. Það er því líklegt að mörgum finnist þeir vera með skýr- ari mynd þegar markaðurinn verð- ur opnaður á mánudag heldur en var á föstudag. Ef myndin skýrist ekkert um helgina á ég alveg eins von á því að verð hlutabréfa haldi áfram að lækka. Vegna þess að reynslan hefur sýnt að áhrif frétta á verð hlutabréfa koma ekki fram á fyrsta degi heldur tekur það nokkra daga,“ segir Stefán Hall- dórsson. Gylfí Arnbjörnsson hjá Ehf. Alþýðubankinn Afkoma ræð- ur verðmati fyrirtækja GYLFI Arnbjörnsson, ft-am- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf„ segir erfitt að tjá sig almennt um áhrif dómsins á þjóð- félagið eða atvinnulífið í heild. Hann telur ekki víst að dómurinn þurfi í sjálfu sér að hafa áhrif á verðmat einstakra sjávarútvegsfyrirtækja. „Það er ekki verið að fella áfellisdóm yfir kvótakerfinu heldur því hvernig veiðiheimildum hefur verið úthlutað. Viðui’kennt er að stjórnvöldum sé heimilt að grípa til stýringar til að vernda fiskistofnana en þau hafa ekki sýnt fram á að sú aðferð, sem notuð er, sé rétta leiðin með tilliti til meðalhófsreglu og jafnræðisreglu. Það verður því að skilja á milli spurninganna um það hvernig eigi að úthluta veiðikvótum og hvernig eigi að stýra sókninni." Eignir Eignarhaldsfélagsins í sjávarútvegsfyrirtækjum eru innan við 5%. Gylfi segir að dómurinn þurfi ekki að hafa áhrif á hlutabréfaeign félagsins í sjávarútvegsfyrirtækjum því þegar til langs tíma sé litið hljóti menn að líta til afkomu og hæfni ein- stakra sjávarútvegsfyrirtækja þegar þau séu verðlögð í stað þess að ein- blína á kvótaeign þeirra. „Eignir eru einskis virði ef þær skila ekki af sér arði. Kvótaeign er einskis virði ef menn geta ekki veitt, unnið fiskinn og skilað hagnaði. Ég á því ekki von á að þessi dómur Hæstaréttar hafi til lengdar áhrif á verðmat okkar á sjávarútvegsfyrirtækjum. Slíkt mat snýst um það hvort fyrirtækin eigi þau tæki og búi yfir þeirri tækni, til að skila viðunandi arðsemi." Gylfi segir að dómurinn hljóti að vera mikið alvörumál fyrir stjórn- völd og þjóðfélagið í heild, ekki síst vegna þess að flókin viðskiptaleg tengsl hafi myndast á grundvelli reglna sem e.t.v. standist síðan ekki. „Það hafa margir fjárfest gífurlega í sjávarútveginum á undanfórnum ár- um og það er því ekki hægt að halda því fram að atvinnugreinin hafi verið lokuð. Árið 1990 var einmitt heimilað frjálst fi’amsal veiðiheimilda og þannig hefur verið hægt að kaupa sig inn í greinina. Það hafa einstak- lingar og fyrirtæki einmitt gert í rík- um mæli og það hlýtur að vera alvar- legt ef dómurinn breytir með veiga- miklum hætti þeim forsendum sem þessar fjárfestingar hvíldu á. Þá er sú spurning einnig forvitnileg hvaða ábyrgð ríkisvaldið ber í málinu hafi leikreglurnar ekki verið í samræmi við stjórnarskrá," segir Gylfi. SJÁBLS.26 ►
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.