Morgunblaðið - 05.12.1998, Side 20

Morgunblaðið - 05.12.1998, Side 20
20 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðiö leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 stárfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Akureyri og nágrenni en vinna við blaðið stendur yfír núna. Framkvæmt fyrir tæpar 16 milljónir Samkvæmt upphaflegri kostnað- aráætlun var gert ráð fyrir því að heildarkostnaður við byggingu laugarinnar yrði 35-40 milljónir króna. Framkvæmdir hófust haust- ið 1996, steypuvinnu og nánast öllu múrverki er lokið og hefur verið framkvæmt fyrir tæpar 16 milljónir króna. Framkvæmdir hafa verið fjármagnaðar með söfnunar- og gjafafé. Frá árinu 1994 hafa Lions- klúbbar í Eyjafírði og Þingeyjar- sýslum safnað peningum til bygg- ingar laugarinnar en auk þess hafa nokkur sveitarfélög lagt fé til henn- ar. Alls hafa safnast tæpar 18 millj- ónir króna, svo enn vantar talsvert á að verkinu verði lokið. Engin sér- stök fjárveiting hefur fengist á fjár- lögum ríkisins í þessa byggingu. Sundlaugin er 11x6,5 metrar að stærð og er á jarðhæð. Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri Myndlistarmaður í desember MYNDLISTARMAÐUR desem- bermánaðar í Listfléttunni á Akur- eyri er Þóra Sigurþórsdóttir. Hún sýnir listmuni og verk unnin úr leir. Þóra er fædd árið 1958 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1985 til 1989. Undanfarin ár hefur hún rekið eigin vinnustofu á Álafossi í Mosfellsbæ og eru verk hennar til sölu í gallerí- um víða, bæði hér heima og erlend- is. Þóra hefur haldið nokkrar einka- sýningar á verkum sínum og tekið þátt í samsýningum. Afhenti fé í sundlaugar- byggingu á Kristnesi Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri sími 461 1600 Stillur í Ljds- myndakompunni AÐALSTEINN Þórisson opnar sýn- ingu á verkum sínum í Ljósmynda- kompunni á laugardag, 5. desember. Hann er eyfirskur myndlistarmað- ur og hefur verið virkur í myndlistai - lífi um nokkurra ára skeið. Aðalsteinn útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri vorið 1993 og dvaldi í ár við framhaldsnám við fagurlistaskól- ann í Lahti í Finnlandi. Hann hefur nú nýlokið við meistaragráðu í mynd- hst frá AKI 2 mynlistarháskólanum í Ensehede í Hollandi. Myndimar sem Aðalsteinn sýnir í Ljósmyndakompunni kallar hann „Stillur“. Um er að ræða röð mynda frá atburði sem átti sér stað 9.3.’97. Alls era þær 21 og sýna augnablik af tíma, en sem heild spanna þær rúm- lega tvo klukkutíma. Sýningu Aðalsteins lýkur 18. des- ember og er opin daglega ft-á kl. 14 til 17 nema sunnudaga og mánudaga. --------------- Bókasafn Glerárskdla Bókakaffí HIN árlega bókakynning í bóka- safni Glerárskóla verður næstkom- andi mánudagskvöld, 7. desember og hefst kl. 20. Nemendur unglingadeilda Gler- árskóla koma saman og lesa úr nýj- um barna- og unglingabókum. Létt- ar veitingar verða í boði og ætti að gefast gott næði til að skoða nýjar bækur, hlusta á unglingana og ræða við þá um bókmenntir. Allir vel- komnir. Blaðbera Vantar í eftirtalin hverfi: Innbærinn, Akureyri. LIONSKLÚBBURINN Hængur á Akureyri hefur afhent Kristnesspít- ala 250.000 krónur til sundlaugar- byggingar á Kristnesi. Þjálfunar- laugin mun nýtast þeim sem verða í endurhæfingu þar, svo og öðrum deildum FSA og fötluðum sem búa á heimilum sínum. Flestir þeir sem njóta endurhæfingar á Krist- nesspítala eru búsettir á Akureyri. Páll B. Helgason, yfirlæknir end- urhæfingardeildar FSA, segir ekk- ert endurhæfingarsjúkrahús teljast fullkomið án þjálfunarlaugar. Á ís- landi sé gnægð heits uppsprettu- vatns sem menn hafi nýtt sér til heislubótar í aldaraðir, bæði sótt í vatnið til vellíðanai’ og til að auka eða viðhalda líkamsstyrk sínum. Lionsklúbburinn Hængur sam- anstendur af um 30 félögum sem hafa það að markmiði að leggja samfélaginu og samborgurunum lið í lífsbaráttunni. Stærsta fjáröfiun klúbbsins er útgáfa á jólablaðinu LEO sem gefið er út í desember á ■ £> vulla að vera til?“ Sjátfstætt framhaíd af metsölu- bókunum ALLT í SLEIK og SUNDUR & SAMAN eftir Hefga Jónsson Sjö skáld lesa í Deiglunni SJÖ skáld lesa upp úr verkum sínum í Deiglunni sunnudags- kvöldið 6. desember kl. 20.30. Mál og menning, Gilfélagið og Bókval standa að upplestrinum. Þeir sem lesa upp úr bókum sínum eru Aðalsteinn Svanur Sig- fússon sem les upp úr ljóðabók sinni Kveikisteinar, Auður Ólafs- dóttir listfræðingur les úr fyrstu skáldsögu sinni, Upphækkuð jörð, Einar Kárason les úr sögu- legu skáldsögunni Norðurljós, Magnea frá Kleifum les úr barna- bókinni Sossa, sönn hetja, Mikael Torfason úr skáldsögunni Saga af stúlku, Sigurlaugur Elíasson úr ljóðabókinni Skjólsteinar og Thor Vilhjálmsson úr sögulegu skáld- sögunni Morgunþula í stráum. Einar Kr. Einarsson gítarleik- ari leikur á klassískan gítar, en hann hefur nýverið gefið út tvo hljómdiska, Elddansinn með fé- lögum sínum í Rússíbönum og disk með eigin gítarleik. Tmdur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.