Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 05.12.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islandskynning í fjáröflunarþætti tveggja franskra sjónvarpsstöðva Frönsk borg með íslenskum brag ÍSLANDSKYNNING verður einn liður í 30 stunda langri sam- felldri og beinni útsendingu frönsku sjónvarpstöðvanna France 2 og France 3 frá París og fiinm öðrum borgum í Frakk- landi um helgina. Markmiðið með útsendingunni er að safna fé til rannsókna á vöðvarýrnun í börnum. títsendingin ber yfir- skriftina „Telethon" og hefst í kvöld. Dominiqe Plédel, verslunar- fulltrúi í franska sendiráðinu, segir að fjáröflunin hafí verið fastur liður á dagskrá franska sjónvarpsins í 11 ár. Dagskráin væri með svipuðu sniði og dag- skrá til styrktar sundlaugar- byggingu á Reykjalundi í ís- lenska sjónvarpinu fyrir skömmu. Hingað til hefði aðeins verið sent út frá París. Nú hefði verið ákveðið að brydda upp á nýbreytni og hefði í því skyni verið ákveðið að senda út frá fímm öðrum borgum og nokkr- um farandstöðvum í ár. Dominique segir að ein hinna fímm borga sé borgin Jonzac - mitt á milli Bordeaux og Cognac í Charente Maritime-héraði í suðvestur Frakklandi. „Borgar- yfírvöldum fannst tilvalið að tengja sjónvarpsútsendinguna Is- landi enda skrifaði héraðið undir samstarfssamning við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum í júní í sumar. Lions-hreyfíngin í borginni tók að sér að fjármagna skemmtiferð 14 ára gamals fransks drengs hingað til lands í vikunni. Islenska Lions-hreyfíng- in tók svo við og fylgdi drengn- um ásamt föruneyti um nokkra helstu ferðamannastaðina á Suð- urlandi. Drengurinn hélt aftur til Frakklands á föstudagsmorgun," segir hún og tekur fram að drengurinn segi frá íslands- ferðinni í máli og myndum í sjón- varpsútsendingunni um helgina. Islenskur drengur til Frakklands Franski drengurinn Yoann Moreau var ekki aðeins í fylgd franskra ferðafélaga sinna þegar hann hélt af landi brott í gær. „Með Yoann fór Isak Sigurðsson, íslenskur piltur með vöðvarýrn- unarsjúkdóm, ásamt föður sín- um. ísak ferðast uin Charente Maritime með svipuðum hætti og Yoann um Suðurland. Ekki eru allir upp taldir því Einar Njáls- son, bæjarstjóri í Grindavík, og Hallgrímur Bogason, forseti Morgunblaðið/Skúli Böðvarsson YOANN dvaldist á íslandi í góðu yfirlæti í vikunni, (f.v.) Aldís Gróa Sigurðardóttir, Lovísa Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Noele Moreau, móðir Yoanns, Yoann, Jean-Marie LeCelIin, franskur Lionsmaður, Isak Sigurðsson, og Annie LeCellin. bæjarstjórnar, héldu til Frakk- lands með drengjunum. Tví- menningarnir ætla að undirrita viljayfírlýsingu um vinabæjasam- starf Grindavíkur og Jonzac í sjónvarpsútsendingunni um helg- ina.“ Þar fyrir utan verður sérstak- ur Islandsbragur yfir Jonzac um helgina. „Borgarbúar hafa komið fyrir líkani af víkingaskipi og Geysi í borginni. Islenskur salt- fískur og jólaöl verður á boðstól- um og áfram mætti telja. Annars er vatnið meginþema Jonzac í út- sendingunni og verður þar af leiðandi vakin sérstök athygli á heilsulindum í borginni og nágrenni hennar, líkt og Bláa lóninu, í dagskránni," segir hún og fram kemur að borgarbúum sé ísland vel kunnugt því stærsti vinnuveitandinn í borginni sé Nord Morue, dótturfyrirtæki SIF í Frakklandi. Erfítt að komast um í hjólastól Jón Gröndal, fjölmiðlafulltrúi Lions á Islandi, segir að Yoann hafi verið ákaflega ánægður með ferðina til Islands. Hann hefði upplifað öll íslensk veðrabrigði og skynjað með sterkum hætti náttúru landsins. Engu að síður hefðu fylgdarmennirnir tekið eft- ir því að ferðin hefði reynst lion- um erfíð enda hefði oft og tíðum verið erfitt að komast um í hjólastól. 44 heilsugæslulæknar gagnrýna gagnagrunnsfrumvarpið Engar upplýsingar án leyfis sjúklings FJÖRUTÍU og fjórir heilsugæslu- læknar hafa skorað á Alþingi að samþykkja ekki frumvarpið um miðlægan gagnagrann á heil- brigðissviði og segjast ekki ætla að senda upplýsingar um sjúklinga sína í væntanlegan grann nema fyrir liggi skrifleg ósk þeirra. Sveinbjöm Sveinsson, læknir við Heilsugæslustöðina í Mjódd, sagði í gær að ástæðan fyrir því farið hefði verið að safna undirskrifum væri sú að borist hefðu fregnir um að afgreiða ætti framvai-pið fyrir vikulok og þeir fímm læknai-, sem söfnuðu undirskriftunum, hefðu talið að berjast ætti til þrautar í þessu máli. „Við vissum af óánægju og andúð heilsugæslulækna á málinu,“ sagði Sveinbjöm, sem er einn læknanna fímm. „Og við vildum gefa þeim, sem hefðu hug á þvi að vera með í svona bréfí, kost á því.“ Undirskriftum safnað á sólarhring Hann sagði að bréf hefði verið sent út á mánudagskvöld og viðtakendum gefínn sólarhringur til að svara og þessar 44 undir- skrifír hefðu borist á þeim tíma. „Þessi niðurstaða sýnir að þriðj- ungur lækna hefur gert upp hug sinn á afdráttarlausan hátt,“ sagði hann og bætti við að ýmsir hefðu hringt og ekki viljað skrifa undir þótt þeir væru sammála. „Eg er sjálfur sannfærður um að meiri- hluti heilsugæslulækna er mjög á móti þessum málatilbúnaði og það að eitt svona mál skuli geta safnað svona miklu andófi segir það eitt að málið er ekki gott.“ I áskoraninni kveðast læknamir telja að fyrirliggjandi frumvarp „stangist á við siðareglur, þar sem gert [sé] ráð fyrir rannsóknum á persónugi-einanlegum upplýsing- um um einstaklinga án samþykkis þeirra“. Einnig telja þeir að hætta stafí af framvarpinu þar sem engin lög séu til í landinu „um vernd einstak- linga fyrir misnotkun á erfðafræði- legum upplýsingum". Segja frumvarpið skaðlegt vísindum Þá sé frumvarpið skaðlegt vís- indum. „Framfarir í læknisfræði og nauðsyn vísindanna kalla á rannsóknir í erfðafræði, sem tengdar eru persónugreinanlegum heilsufarsupplýsingum, sem fá má úr dreifðum gagnagrannum, þar sem allar upplýsingar yrðu látnar jafnt og þétt af hendi með upplýstu samþykki þátttakenda,“ segir í áskoruninni, sem dagsett er 30. nóvember og send var til alþingis- manna. „Við teljum að framvarpið um gagnagranninn mæti ekki þessum kröfum. Verði það að lög- um getur það spillt fyrir öðram rannsóknum, sem stundaðar kunna að verða á þessu sviði.“ Segja heilsugæslulæknarnir að fyrir þessar sakir hyggist þeir aðeins senda upplýsingar um sjúklinga sína í granninn óski þeir þess skriflega. Eins konar vísindaleg drusla „Það er öllum Ijóst að í fram- tíðinni verður að gera rannsóknir til að leysa gátuna um sjúkdómana og hvemig meingenin taka þátt í þróun sjúkdómanna," sagði Svein- björn. „Það verður að leysa það með því að tengja þær niðurstöður heilsufarsupplýsingum og öðrum Lands- keppni í skák á Netinu SÉRSTÆÐ landskeppni í skák fer fram í dag við Frakka. í henni taka þátt sex skákmenn frá hvorri þjóð, þrír titilhafar og þrír hreyfi- hamlaðir. Islensku skák- mennirnir sitja að tafli í húsakynnum Símans-inter- net á Grensásvegi 3 í Reykja- vík, en þeir frönsku í mynd- veri í frönsku borginni Jonzac. Skákirnar verða sýndar beint á stöð 2 franska sjónvarpsins, í þætti þar sem fjallað er um fötlun af völdum vöðvaiýmunar og koma þar við sögu frönsk og íslensk ungmenni sem haldin era þessari fötlun. Fyrir Islands hönd tefla þeir Jóhann Hjartarson, stórmeistari, Helgi Ólafsson, stórmeistari, og Jón Viktor Gunnarsson, alþjóðlegur meistari, og þeii' Sigurður Björnsson, Sveinbjörn Axels- son og Heiðar Þórðarson úr hópi hreyfihamlaðra skák- manna. Hægt er að fylgjast með keppninni beint á Netinu gegnum heimasíðu evrópska skákþjónsins www.freechess.org. umhverfisþáttum, til að mynda. Það verður ekki hjá því komist. Það er hins vegar miklu betur gert í smærri gagnagrunnum, sem verða til dæmis til í kringum mein- genaleitina og þá sjúklinga, sem taka þátt í henni, þar sem gögnin eru persónutengd og í höndum vís- indamanna, sem eru að rannsaka þessa hluti og þar sem traust ríkir milli rannsakendanna og þátttak- endanna í rannsókninni og hægt er að fara fram og til baka til að skoða gögnin og leita nýrra mögu- leika, sem leiða munu til niður- stöðu. Þessi gagnagrunnur, sem nú ei' verið að fara af stað með verður bara götóttur, eins konar vísinda- leg drusla, sem ekki mun leiða til neins og jafnvel mun verða aft- urför. Þetta er mín skoðun, en ekki allra þeirra sem skrifuðu undir. En þetta er lykilatriði, enda getur enginn svarað því hvaða tilgangi hann á að þjóna, þessi gagna- grunnur.“ Hann sagði að Islensk erfða- greining hefði gert þau mistök að búa ekki einfaldlega til persónu- tengda gagnagranna í kringum fólkið, sem kæmi þangað í blóðgjöf. Sjálfsbjörg veitir viðurkenningar á alþjóðadegi fatlaðra Þrír fá viðurkenningu fyrir gott aðgengi SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatlaðra, afhenti á alþjöðlegnm degl fatlaðra í fyrradag viður- kenningu fyrir gott aðgengi hreyfíhamlaðra að fyrirf ækjum og þjónustustofnunum. Veittar voru þrjár viðurkenningar og fengu þær tannlæknastofa Gunnars E. Vagnssonar í Garðabæ, Sundanesti í Sundagörðum og hið endur- nýjaða Iðnó í Reykjavík. Guðinundur Magnússon, for- maður Sjálfsbjargar, afhenti fulltrúum framangreindra aðila viðurkenningar og sagði hann Sjálfsbjörg nú veita þær í fjórða sinn. Viðurkenningar eru ann- ars vegar veittar fyrir nýtt eða nýlegt húsnæði, sem uppfylla þarf ýtrustu kröfur úr bygging- arreglugerð og helst svolítið meira, sagði Guðmundur, og hins vegar fyrir eldri byggingar þar sem aðgengi fyrir fatlaða hefur verið bætt verulega. Guðmundur sagði tannlækna- stofu Gunnars E. Vagnssonar að vísu á annarri hæð en lyfta væri góð, útihurð létt, annar endi afgreiðsluborðs væri lágur og vel rúmt og salerni fyrir fatlaða. Sundanesti við Sundag- arða 2 er tengt bensínstöð Olís og er með sölulúgum. Rekstur- inn er í höndum hjónanna Ás- gerðar Flosadóttur og Jóhann- esar Gunnarssonar og sagði Guðmundur þar allt til fyrir- myndar, rafknúnar útidyr og rúmgott. Þá var Iðnó veitt við- urkenning fyrir vel heppnaða aðgerð til að bæta aðgengi fatlaðra og sagði Guðmundur vel hafa tekist til með andlits- lyftingu hússins í endurnýjuðu hlutverki þess sem leikhús og veitingahús. Morgunblaðið/Golli IÐNO, tannlæknastofa Gunnars E. Vagnssonar og Sundanesti fengu viðurkenningu Sjálfsbjargar fyrir gott aðgengi fatlaðra, sem Guð- mundur Magnússon afhenti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.