Morgunblaðið - 31.08.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 31.08.1997, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 24/8 - 30/8 A«% WímMZŒEm ► Kári Stefánsson og sam- starfsmenn hans hjá Is- lenskri erfðagreiningu hafa greint frá því að rann- sóknir fyrirtækisins hafi leitt til þess að erfðavísir- inn sem leiðir til fjölskyldu- lægs handskjálfta sé fund- inn. ► HLAUP hófst að nýju í Skaftá aðfaranótt mánu- dags þegar innan við tvær vikur voru frá hlaupi úr stærri Skaftárkatli Vatna- jökuls. Hlaupið rénaði fljótlega. ► Samheiji hf. á Akureyri hefur yfir að ráða lang- mestum aflaheimildum allra útgerðarfélaga, rúm- lega 25.000 þorskigildis- tonnum eða 5,7% heildar- kvótans. Þormóður rammi - Sæberg hefur 16.300 tonn og Utgerðarfélag Akureyringa 15.300 tonn. ► Knattspymulið ÍBV komst í aðra umferð Evr- ópukeppni bikarhafa með því að vinna Hibernians frá Möltu samtals 4:0. Eyja- menn duttu í lukkupottinn þegar dregið var í aðra umferð því þar verða mót- heijar þeirra þýska liðið Stuttgart. ► Tíu skip, japönsk og tævönsk, eru nú að tún- fiskveiðum á Reykjanes- hrygg, rétt utan íslensku efnahagslögsögunnar. Þetta eru 900-1.000 tonna línuskip. Að auki stunda tvö japönsk skip með is- lenskum eftirlitsmönnum tilraunaveiðar innan lög- sögunnar. Túnfiskur er verðmætur fiskur, en veið- inni er stjórnað með al- þjóðlegum kvótum, byggð- um á veiðireynslu. VSÍ vill sporna við þenslu VINNUVEITENDASAMBAND ís- lands hvetur ríkisstjómina til aukins aðhalds í ríkisfjármálum til að sporna við þenslu. Vinnuveitendur telja að ríkisútgjöld þurfi að dragast saman um 1% sem hlutfall af landsfram- leiðslu. VSÍ vill að dregið verði úr vægi vaxta við efnahagsstjóm. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir stefnt að því við gerð fjárlaga að ríkissjóður verði rekinn með afgangi upp á á þriðja milljarð króna. Sex sjúkrahús í eina sæng SEX sjúkrahús verða sameinuð í stórt háskólasjúkrahús þar sem komið verður á sérhæfíngu og verkaskipt- ingu, verði farið að tillögum ráðgjaf- anna VSÓ ráðgjöf og Emest and Young, sem gert hafa skipulagsat- hugun á sjúkrahúsunum. Um er að ræða Landsspítalann, Sjúkrahús Reykjavíkur, Sjúkrahús Suðurnesja, Sjúkrahús Akraness, St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og Sjúkra- hús Suðurlands. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- ráðherra, segir skýrsluna mikilvægt vinnuplagg og forráðamenn sjúkrahús- anna sex, nema talsmaður Sjúkrahúss Reykjavíkur, telja tillögurnar vænlegar og ástæðu til að skoða þær nánar. Fjöldauppsagnir framundan? FJÓRTÁN kennarar af sautján við Álftanesskóla í Bessastaðahreppi hafa afhent sveitarstjórn hreppsins upp- sagnarbréf sín. Eiríkur Jónsspn, for- maður Kennarasambands íslands, segist hafa haft fregnir af því að kennarar í einstökum skólum séu að velta fyrir sér að segja upp störfum en stéttarfélagið komi þar hvergi nærri. Hann segir ekki koma sér á óvart að hrina uppsagna fari af stað í kjölfar þessa. La'tið hefur miðað á sáttafundum í kjaradeilu kennarafé- laga og launanefnda sveitarfélaga þrátt fyrir langa sáttafundi. Kennarar hafa jafnframt rætt möguleika á stað- bundnum verkföllum í einstökum sveitarfélögum. De Klerk hættir FREDERIK Willem de Klerk, fyrrver- andi forseti Suður-Afríku, tilkynnti á þriðjudag að hann ætlaði að láta af forystu í Þjóðarflokknum og hætta afskiptum af stjómmálum. Ætlar hann að setjast við skriftir og setja saman æfíminningar sínar. De Klerk var síðasti hvíti forseti Suður-Afríku og afnam aðskilnaðarstefnuna sem hafði verið við lýði landinu. Ásamt Nelson Mandela, núverandi forseta, kom de Klerk á lýðræði. Aflýsa viðræðum um eldflaugavopn STJÓRN Norður-Kóreu ákvað á mið- vikudag að aflýsa fyrirhuguðum tví- hliða viðræðum við stjórnvöld í Bandaríkjunum um dreifingu stýri- flauga. Er ástæða afboðunarinnar sú, að tveimur landflótta embættismönn- um úr norður-kóresku utanríkisþjón- ustunni hefur verið veitt hæli í Banda- ríkjunum. Stjóm Norður-Kóreu krafðist framsals mannanna, sem hún sagði vera „glæpamenn." Hælisveit- ingin væri gróf móðgun af hálfu Bandaríkjamanna. Ráðist á friðargæsluliða REIÐUR múgur réðst að friðar- gæsluliði Atlantshafsbandalagsins í bænum Brcko á landsvæði Bosníu- Serba í Bosníu á fímmtudag. Kastaði mannfjöldinn grjóti og særðust tveir bandarfskir gæsluliðar. Bandaríkja- stjóm sagði að árásir á gæsluliða yrðu ekki látnar viðgangast. Biijana Plavsic, forseti Bosníu-Serba, stofn- aði nýjan stjómmálaflokk á fímmtu- dag og hét því að brúa bilið milli þjóðarbrota og binda enda á spillingu. ► ÍSRAELAR afléttu á miðvikudag ferðabanni til og frá Betlehem, á heima- stjórnarsvæði Palestínu- manna á Vesturbakkanum. Bannið hafði staðið í tæpan mánuð. Utanríkisráðherra ísraels sagði að áframhald refsiaðgerða gegn Palest- ínumönnum yki ekki lík- urnar á að friður næðist. ► EGON Krenz, síðasti leiðtogi kommúnistastjórn- arinnar í Austur-Þýska- landi fyrir fall Berlínar- múrsins, var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi á mánudag. Var hann dreg- inn til ábyrgðar fyrir dauða austur-þýskra borgara sem voru skotnir við flóttatil- raunir til vesturs á tímum kalda striðsins. GREINT var frá því á mánudag að náðst hefði dómssátt í máli Flórídaríkis gegn bandarískum tóbaks- fyrirtækjum, sem hefðu sæst á að greiða rúma ell- efu milljarða Bandríkja- dala gegn því að ríkið félli frá kröfum sínum um skaðabætur vegna kostnað- ar við umönnun þeirra er hafa veikst af völdum reyk- inga. Upphæðin jafngildir um 770 milljörðum ís- lenskra króna, og er hæsta bótagreiðsla sem tóbaks- fyrirtæki hafa reitt af hendi. FRÉTTIR 26 hjúkrunarrúm fyr- ír aldraða í næstu viku í NÆSTU viku verða tekin í notk- un 26 ný hjúkrunarrými í Skóg- arbæ í Mjódd. Fyrr á árinu voru 22 rými tekin þar í notkun og gert er ráð fyrir að Skógarbær verði kominn í fullan rekstur í febr- úar á næsta ári með samtals 79 hjúkrunarrýmum, þar af 11 fyrir yngri einstalinga með alvarlega fötlun. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu bíða nú á þriðja hundrað sjúk gamalmenni eftir hjúkrunarvistun. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra hefur sent blaðinu upplýsingar um öldr- unarmál og segir þar að með skipu- lagsbreytingu sé verið að taka í notkun fyrsta öldrunarsjúkrahúsið á íslandi, á Landakoti, sem hún segir að hafi í för með sér betri og skilvirkari þjónustu fyrir aldr- aða. Á árunum 1995 og 1996 var 32 dvalarfymum á Droplaugar- stöðum breytt í hjúkrunarfymi og á síðasta ári var tekin í notkun ný dagvistun á Lindargötu með 18 fymum fyrir aldraða einstakl- inga með heilabilun. Þá var á þessu ári tekið í notkun nýtt hjúkrunar- heimili, Skógarbær í Mjódd. Nú þegar eru þar 22 hjúkrunarfymi í notkun og verða til viðbótar 26 hjúkrunarfymi tekin í notkun í næstu viku. í febrúar á næsta ári verður heimilið komið í fullan rekstur með samtals 79 hjúkrunar- fymum, þar af 11 hjúkrunarfymi fyrir yngri einstaklinga með alvar- lega fötlun. Þá segir Ingibjörg Pálmadóttir að í Skjóli hafi verið fyölgað um 6 ný hjúkrunarfymi um síðustu ára- mót. Þessu til viðbótar var framlag til öldrunarmála aukið vegna bættrar nýtingar á hjúkrunarfym- um á daggjaldastofnunum. Nýting hjúkrunarfyma hefur fram á síð- asta ár verið að meðaltali 98%, en á síðasta ári var nýtingin 100%. Hjúkrunarfymum hefur því fjölgað sem þessu nemur vegna aukinnar nýtingar og voru fjárveitingar hækkaðar um 100 milíjónir króna á ári vegna þessa í landinu í heild. Loks segir heilbrigðisráðherra að ákveðið hafi verið að breyta 15 dvalarfymum í hjúkrunarfymi í Seljahlíð frá næstu áramótum og að á næsta ári verði tekin í notkun 24 ný hjúkrunarfymi í Víðinesi. I Ási/Asbyrgi í Hveragerði verður tekið í notkun nýtt 26 fyma hjúkr- unrheimili á næsta ári. Grund tek- ur nú við hjúkrunarsjúklingum frá Ási/Ásbyrgi og mun nýja heimilið í Hveragerði því losa um 26 hjúkr- unarfymi í Reykjavík. |s§ %mu\ i i Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hráolía lak niður FIMMTÍU til hundrað lítrar af hráolíu gusuð- ust upp úr yfirfalli á tankbíl frá Olíudreifingu þar sem honum var ekið austur Tryggvagötu skömmu eftir hádegið á föstudag. Menn frá Slökkviliðinu í Reykjavík komu á staðinn og hreinsuðu olíuna upp. Síðan voru fengnar þvottavélar frá Reylg" avíkurborg til að þrífa götuna. Tafir urðu á umferð í stutta stund vegna óhappsins. Peysur úr íslenskri ull á Bandaríkjamarkað á ný Hafa selt 1.200 peysur ÚTLIT er fyrir að Víkurpijón í Vík í Mýrdal selji allt að þrjú þús- und peysur til Bandaríkjanna á þessu ári eftir að bandarískur fata- hönnuður, sem starfaði hjá fyrir- tækinu í fyrrasumar, kynnti peysur á sýningum þar í landi síðasta vetur. Þórir Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Víkurpijóns, segist bjartsýnn á að framhald verði á sölunni á Bandaríkjamarkað og að verðið sé gott. Bandarískur fatahönnuður sem starfaði hjá Víkurpijóni um mánaðarskeið á síðasta sumri hreifst svo af íslensku ullinni, að sögn Þóris, að hún kom aftur um haustið til að vinna frekari sýnis- hom í samstarfí við starfsmenn Víkurpijóns. Tók hún síðan að sér að koma þeim á framfæri á sýning- um í nokkrum fylkjum Bandaríkj- anna og telur hana eiga mikla möguleika. Leiddi það m.a. til þess að bandarískt fyrirtæki, sem selur gegnum vörulista, keypti 1.200 peysur. Eru þær allar af sömu gerð og í fjórum stærðum. Slqót viðbrögð „Þetta fékk svona skjót og góð viðbrögð að ég er að senda út núna fyrstu sendinguna, þessar 1.200 peysur, og við höfum þegar fengið pöntun á 1.400 peysum til viðbótar sem þó á eftir að stað- festa,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hann segir að einnig sé verið að framleiða upp í smápantanir sem eigi að afgreiða í haust. Verði næsta stóra pöntun staðfest segir hann ljóst að bæta þurfí við starfs- fólki en útflutningur íslenskra ull- arvara til Bandaríkjanna hefur svo gott sem legið niðri mörg undanf- arin ár. Þórir Kjartansson segir að ekki sé um hefðbundnar islenskar lopa- peysur að ræða, nema litir séu að mestu náttúrulegir, peysumar séu mynstraðar, með stuttum rennilás í hálsinn og með nokkuð ólíku sniði en því sem framleitt hafí verið eft- ir hérlendis. Fatahönnuðurinn kom hingað gegnum kunningsskap, er nágranni frænda Þóris og býr í Aspen í Colorado fylki, og segir Þórir hana hafa mikinn áhuga á öllu því sem norrænt er og víking- um._ „Ég er mjög bjartsýnn á fram- hald á útflutningi til Bandaríkj- anna því við höfum fengið þessa óformlegu pöntun upp á um 1.400 peysur til viðbótar sem þarf að afgreiða í haust, svo þetta hefur farið mjög vel af stað,“ segir Þór- ir. Hann segir að halda þurfi vel á spöðunum ef takast eigi að fram- leiða það magn á 4-6 vikum. Hjá Víkurpijóni, sem stofnað var 1980, starfa nú um 28 manns en framleiðslan hefur aukist jafnt og þétt, sérstaklega síðustu fjögur ár- in. Fyrirtækið framleiðir bæði mik- inn vaming fyrir ferðamenn og sokka og selur í verslunum sínum í Vík og Hafnarstræti í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.