Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 40
- 40 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ferdinand I 6VB55 I IEARNEP 50METHIN6, MARCIE..A 0ROKEN HEART 5TAY5 WITH YOU FOREV/ER... Ég býst við að ég hafi lært nokk- uð, Magga ... hjartasorg víkur aldrei frá manni... NEVER 6IVE VOUR HEART TO A 0LOCKHEAP.. THAT'5 600PAPVICE(5IR.. l'LLREMEMBERTHAT,5IR.. Leggðu aldrei ást við asna. Þetta er gott ráð, herra . ég skal muna það, herra . BREF HL BLAIXSTNS Kringlan 1103 ReyKjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Otrúlegur dónaskapur! Frá Jóni Guðmar Jónssyni: í DAGBLAÐINU mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn er frétt frá Reykjavíkurmaraþoninu, á mest áberandi stað á^ íþróttasíðu með yfirskriftinni „Ótrúlegur dóna- skapur“ og er merkt íþróttafrétta- manninum ih. Þar segir að þriðji maður í hálfmaraþoni karla hafi troðið sér fram fyrir dönsku stúlk- una sem sigraði í kvennaflokki og rofið sigurlínu sem strengd hafi verið við endamarkið henni til heiðurs eftir að þulurinn hafði kynnt hana sem sigurvegara í hálfmaraþoni kvenna. í fréttinni segir að stúlkan hafí verið rétt fyrir framan karlinn, þegar örfáir metrar voru eftir í markið. „Þá tók karlinn á sprett, tróð sér fram fyrir og rauf sigurlínuna. Þessi framkoma er rakinn dónaskapur og karlinum til háborinnar skammar," segir einnig í fréttinni. Undirritaður varð vitni að þeim atburði sem fréttinni er ætlað að lýsa. Þvílíkan ómaklegan dóna- skap við íþróttamann sem kemur fram í þessari stuttu frétt man ég ekki eftir að hafa séð á prenti. Um hvað snýst málið? Málið snýst um heiður og dreng- skap eins af okkar fremstu íþrótta- mönnum fyrr og síðar. Allir sem fylgjast með íþróttum vita að „þriðji karlinn“, sem talað er um í fréttinni, er Sigurður P. Sig- mundsson langhlaupari og Is- landsmethafí í hálfu og heilu maraþoni og margfaldur Islands- meistari í flestum greinum lang- hlaupa. Hér er þvi í raun um nafn- greindan einstakling að ræða. Hveijar eru staðreyndir máls- ins? Þeir sem fylgst hafa með framkvæmd maraþonhlaupa er- lendis, hvort sem er í sjónvarpi eða á staðnum, vita að sigurborði er strengdur aðeins eftir hluta mark- línunnar, þannig að aðrir keppend- ur (karlar) geti komist yfir mark- línuna, samtímis eða skrefínu á undan, til hliðar við sigurborða sem strengdur er fyrir sigurvegara kvenna. Hvað gerðist í Reykjavíkur- maraþoninu þegar fyrsta konan í hálfu maraþoni var að koma í mark? Framkvæmdaraðilar hlaupsins strengja þá sigurborða þvert yfír allt endamarkið. Sigurð- ur P. er um það bil 30 metrum á eftir fyrstu konunni, þegar um 70 metrar eru eftir í markið. Adrena- línið er á fullu, keppnisharkan í fyrirrúmi og á síðasta metranum nær hann að fara fram úr og nær þriðja sæti í hlaupinu í heild. Hann átti engra annarra kosta völ en að slíta sigurborðann. Glæsilegri endaspretti hefur undirritaður varla orðið vitni að. Sannur drengskaparmaður Undirritaður hefur fylgst með ferli Sigurðar P. frá því að hann hóf keppnisferil sinn fyrir áratug- um og þekkir hann sem sannan drengskaparmann, hvort sem er í keppni eða utan. Sigurður P. er það sem Englendingar myndu kalla „sannur séntilmaður.“ En Sigurður P. er keppnismaður. Það sannar árangur hans í íþróttum svo sannarlega. Ein frægasta hlaupadrottning til úölda ára er Merlyn Ottey. Fáir hafa oftar sigrað í hlaupum. En eitt vantar. Hún hefur aldrei sigrað á Ólympiuleikum. Ég hef verið mikill aðdáandi Ottey og stöðugt vonað að_ hún næði að sigra á leikunum. Á einum leikum tók það dómara langan tíma að úrskurða hvort hún eða önnur væri sigurvegari og enn einu sinni mátti hún verma annað sætið. Hvað átti sigurvegarinn í hlaup- inu að gera? Átti hann að stoppa á marklínunni og leyfa Ottey að fara fram úr þar? Þannig sigur er það síðasta sem maður hefði viljað sjá, þótt maður hefði engan viljað frekar sem sigurvegara á Ólympíuleikum en Ottey. „Damerne f0rst?“ Af hveiju er íþróttafréttamaður DV, ih, að tala um ótrúlegan dóna- skap? Átti Sigurður P. að stoppa á marklínunni eftir að hafa tekið sinn glæsilega endasprett og leyfa þeirri dönsku að koma í mark á undan? Hin góða og gilda siðvenja „damerne forst“ á hreinlega ekki við í þessu tilviki. Þetta er jú keppni. Hvað með fréttir af bolta- íþróttum eins og „leikur er aldrei búinn fyrr en flautað hefur verið af“, „jöfnuðu á síðustu sekúndu leiksins og unnu síðan í framleng- ingu“? Er það dónaskapur að sigra þannig? Samkvæmt íþróttafrétta- manninum ih er það svo, saman- ber frétt hans. Framkvæmdaraðilar Reykja- víkurmaraþons þurfa að gera grein fyrir og viðurkenna mistök sín við þennan þátt framkvæmdar hlaupsins. Slík mistök geta alltaf gerst. Sem íþróttaáhugamaður geri ég þá kröfu til fréttamannsins ih að hann biðji Sigurð P. opinberlega afsökunar. Ef ekki vonast ég til þess að þurfa ekki að líta augum, fréttir merktar ih í DV í framtíð- inni. JÓN GUÐMAR JÓNSSON Staðarhvammi 17, Hafnarfirði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.