Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 24/8 - 30/8 A«% WímMZŒEm ► Kári Stefánsson og sam- starfsmenn hans hjá Is- lenskri erfðagreiningu hafa greint frá því að rann- sóknir fyrirtækisins hafi leitt til þess að erfðavísir- inn sem leiðir til fjölskyldu- lægs handskjálfta sé fund- inn. ► HLAUP hófst að nýju í Skaftá aðfaranótt mánu- dags þegar innan við tvær vikur voru frá hlaupi úr stærri Skaftárkatli Vatna- jökuls. Hlaupið rénaði fljótlega. ► Samheiji hf. á Akureyri hefur yfir að ráða lang- mestum aflaheimildum allra útgerðarfélaga, rúm- lega 25.000 þorskigildis- tonnum eða 5,7% heildar- kvótans. Þormóður rammi - Sæberg hefur 16.300 tonn og Utgerðarfélag Akureyringa 15.300 tonn. ► Knattspymulið ÍBV komst í aðra umferð Evr- ópukeppni bikarhafa með því að vinna Hibernians frá Möltu samtals 4:0. Eyja- menn duttu í lukkupottinn þegar dregið var í aðra umferð því þar verða mót- heijar þeirra þýska liðið Stuttgart. ► Tíu skip, japönsk og tævönsk, eru nú að tún- fiskveiðum á Reykjanes- hrygg, rétt utan íslensku efnahagslögsögunnar. Þetta eru 900-1.000 tonna línuskip. Að auki stunda tvö japönsk skip með is- lenskum eftirlitsmönnum tilraunaveiðar innan lög- sögunnar. Túnfiskur er verðmætur fiskur, en veið- inni er stjórnað með al- þjóðlegum kvótum, byggð- um á veiðireynslu. VSÍ vill sporna við þenslu VINNUVEITENDASAMBAND ís- lands hvetur ríkisstjómina til aukins aðhalds í ríkisfjármálum til að sporna við þenslu. Vinnuveitendur telja að ríkisútgjöld þurfi að dragast saman um 1% sem hlutfall af landsfram- leiðslu. VSÍ vill að dregið verði úr vægi vaxta við efnahagsstjóm. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir stefnt að því við gerð fjárlaga að ríkissjóður verði rekinn með afgangi upp á á þriðja milljarð króna. Sex sjúkrahús í eina sæng SEX sjúkrahús verða sameinuð í stórt háskólasjúkrahús þar sem komið verður á sérhæfíngu og verkaskipt- ingu, verði farið að tillögum ráðgjaf- anna VSÓ ráðgjöf og Emest and Young, sem gert hafa skipulagsat- hugun á sjúkrahúsunum. Um er að ræða Landsspítalann, Sjúkrahús Reykjavíkur, Sjúkrahús Suðurnesja, Sjúkrahús Akraness, St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og Sjúkra- hús Suðurlands. Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- ráðherra, segir skýrsluna mikilvægt vinnuplagg og forráðamenn sjúkrahús- anna sex, nema talsmaður Sjúkrahúss Reykjavíkur, telja tillögurnar vænlegar og ástæðu til að skoða þær nánar. Fjöldauppsagnir framundan? FJÓRTÁN kennarar af sautján við Álftanesskóla í Bessastaðahreppi hafa afhent sveitarstjórn hreppsins upp- sagnarbréf sín. Eiríkur Jónsspn, for- maður Kennarasambands íslands, segist hafa haft fregnir af því að kennarar í einstökum skólum séu að velta fyrir sér að segja upp störfum en stéttarfélagið komi þar hvergi nærri. Hann segir ekki koma sér á óvart að hrina uppsagna fari af stað í kjölfar þessa. La'tið hefur miðað á sáttafundum í kjaradeilu kennarafé- laga og launanefnda sveitarfélaga þrátt fyrir langa sáttafundi. Kennarar hafa jafnframt rætt möguleika á stað- bundnum verkföllum í einstökum sveitarfélögum. De Klerk hættir FREDERIK Willem de Klerk, fyrrver- andi forseti Suður-Afríku, tilkynnti á þriðjudag að hann ætlaði að láta af forystu í Þjóðarflokknum og hætta afskiptum af stjómmálum. Ætlar hann að setjast við skriftir og setja saman æfíminningar sínar. De Klerk var síðasti hvíti forseti Suður-Afríku og afnam aðskilnaðarstefnuna sem hafði verið við lýði landinu. Ásamt Nelson Mandela, núverandi forseta, kom de Klerk á lýðræði. Aflýsa viðræðum um eldflaugavopn STJÓRN Norður-Kóreu ákvað á mið- vikudag að aflýsa fyrirhuguðum tví- hliða viðræðum við stjórnvöld í Bandaríkjunum um dreifingu stýri- flauga. Er ástæða afboðunarinnar sú, að tveimur landflótta embættismönn- um úr norður-kóresku utanríkisþjón- ustunni hefur verið veitt hæli í Banda- ríkjunum. Stjóm Norður-Kóreu krafðist framsals mannanna, sem hún sagði vera „glæpamenn." Hælisveit- ingin væri gróf móðgun af hálfu Bandaríkjamanna. Ráðist á friðargæsluliða REIÐUR múgur réðst að friðar- gæsluliði Atlantshafsbandalagsins í bænum Brcko á landsvæði Bosníu- Serba í Bosníu á fímmtudag. Kastaði mannfjöldinn grjóti og særðust tveir bandarfskir gæsluliðar. Bandaríkja- stjóm sagði að árásir á gæsluliða yrðu ekki látnar viðgangast. Biijana Plavsic, forseti Bosníu-Serba, stofn- aði nýjan stjómmálaflokk á fímmtu- dag og hét því að brúa bilið milli þjóðarbrota og binda enda á spillingu. ► ÍSRAELAR afléttu á miðvikudag ferðabanni til og frá Betlehem, á heima- stjórnarsvæði Palestínu- manna á Vesturbakkanum. Bannið hafði staðið í tæpan mánuð. Utanríkisráðherra ísraels sagði að áframhald refsiaðgerða gegn Palest- ínumönnum yki ekki lík- urnar á að friður næðist. ► EGON Krenz, síðasti leiðtogi kommúnistastjórn- arinnar í Austur-Þýska- landi fyrir fall Berlínar- múrsins, var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi á mánudag. Var hann dreg- inn til ábyrgðar fyrir dauða austur-þýskra borgara sem voru skotnir við flóttatil- raunir til vesturs á tímum kalda striðsins. GREINT var frá því á mánudag að náðst hefði dómssátt í máli Flórídaríkis gegn bandarískum tóbaks- fyrirtækjum, sem hefðu sæst á að greiða rúma ell- efu milljarða Bandríkja- dala gegn því að ríkið félli frá kröfum sínum um skaðabætur vegna kostnað- ar við umönnun þeirra er hafa veikst af völdum reyk- inga. Upphæðin jafngildir um 770 milljörðum ís- lenskra króna, og er hæsta bótagreiðsla sem tóbaks- fyrirtæki hafa reitt af hendi. FRÉTTIR 26 hjúkrunarrúm fyr- ír aldraða í næstu viku í NÆSTU viku verða tekin í notk- un 26 ný hjúkrunarrými í Skóg- arbæ í Mjódd. Fyrr á árinu voru 22 rými tekin þar í notkun og gert er ráð fyrir að Skógarbær verði kominn í fullan rekstur í febr- úar á næsta ári með samtals 79 hjúkrunarrýmum, þar af 11 fyrir yngri einstalinga með alvarlega fötlun. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu bíða nú á þriðja hundrað sjúk gamalmenni eftir hjúkrunarvistun. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra hefur sent blaðinu upplýsingar um öldr- unarmál og segir þar að með skipu- lagsbreytingu sé verið að taka í notkun fyrsta öldrunarsjúkrahúsið á íslandi, á Landakoti, sem hún segir að hafi í för með sér betri og skilvirkari þjónustu fyrir aldr- aða. Á árunum 1995 og 1996 var 32 dvalarfymum á Droplaugar- stöðum breytt í hjúkrunarfymi og á síðasta ári var tekin í notkun ný dagvistun á Lindargötu með 18 fymum fyrir aldraða einstakl- inga með heilabilun. Þá var á þessu ári tekið í notkun nýtt hjúkrunar- heimili, Skógarbær í Mjódd. Nú þegar eru þar 22 hjúkrunarfymi í notkun og verða til viðbótar 26 hjúkrunarfymi tekin í notkun í næstu viku. í febrúar á næsta ári verður heimilið komið í fullan rekstur með samtals 79 hjúkrunar- fymum, þar af 11 hjúkrunarfymi fyrir yngri einstaklinga með alvar- lega fötlun. Þá segir Ingibjörg Pálmadóttir að í Skjóli hafi verið fyölgað um 6 ný hjúkrunarfymi um síðustu ára- mót. Þessu til viðbótar var framlag til öldrunarmála aukið vegna bættrar nýtingar á hjúkrunarfym- um á daggjaldastofnunum. Nýting hjúkrunarfyma hefur fram á síð- asta ár verið að meðaltali 98%, en á síðasta ári var nýtingin 100%. Hjúkrunarfymum hefur því fjölgað sem þessu nemur vegna aukinnar nýtingar og voru fjárveitingar hækkaðar um 100 milíjónir króna á ári vegna þessa í landinu í heild. Loks segir heilbrigðisráðherra að ákveðið hafi verið að breyta 15 dvalarfymum í hjúkrunarfymi í Seljahlíð frá næstu áramótum og að á næsta ári verði tekin í notkun 24 ný hjúkrunarfymi í Víðinesi. I Ási/Asbyrgi í Hveragerði verður tekið í notkun nýtt 26 fyma hjúkr- unrheimili á næsta ári. Grund tek- ur nú við hjúkrunarsjúklingum frá Ási/Ásbyrgi og mun nýja heimilið í Hveragerði því losa um 26 hjúkr- unarfymi í Reykjavík. |s§ %mu\ i i Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hráolía lak niður FIMMTÍU til hundrað lítrar af hráolíu gusuð- ust upp úr yfirfalli á tankbíl frá Olíudreifingu þar sem honum var ekið austur Tryggvagötu skömmu eftir hádegið á föstudag. Menn frá Slökkviliðinu í Reykjavík komu á staðinn og hreinsuðu olíuna upp. Síðan voru fengnar þvottavélar frá Reylg" avíkurborg til að þrífa götuna. Tafir urðu á umferð í stutta stund vegna óhappsins. Peysur úr íslenskri ull á Bandaríkjamarkað á ný Hafa selt 1.200 peysur ÚTLIT er fyrir að Víkurpijón í Vík í Mýrdal selji allt að þrjú þús- und peysur til Bandaríkjanna á þessu ári eftir að bandarískur fata- hönnuður, sem starfaði hjá fyrir- tækinu í fyrrasumar, kynnti peysur á sýningum þar í landi síðasta vetur. Þórir Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Víkurpijóns, segist bjartsýnn á að framhald verði á sölunni á Bandaríkjamarkað og að verðið sé gott. Bandarískur fatahönnuður sem starfaði hjá Víkurpijóni um mánaðarskeið á síðasta sumri hreifst svo af íslensku ullinni, að sögn Þóris, að hún kom aftur um haustið til að vinna frekari sýnis- hom í samstarfí við starfsmenn Víkurpijóns. Tók hún síðan að sér að koma þeim á framfæri á sýning- um í nokkrum fylkjum Bandaríkj- anna og telur hana eiga mikla möguleika. Leiddi það m.a. til þess að bandarískt fyrirtæki, sem selur gegnum vörulista, keypti 1.200 peysur. Eru þær allar af sömu gerð og í fjórum stærðum. Slqót viðbrögð „Þetta fékk svona skjót og góð viðbrögð að ég er að senda út núna fyrstu sendinguna, þessar 1.200 peysur, og við höfum þegar fengið pöntun á 1.400 peysum til viðbótar sem þó á eftir að stað- festa,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hann segir að einnig sé verið að framleiða upp í smápantanir sem eigi að afgreiða í haust. Verði næsta stóra pöntun staðfest segir hann ljóst að bæta þurfí við starfs- fólki en útflutningur íslenskra ull- arvara til Bandaríkjanna hefur svo gott sem legið niðri mörg undanf- arin ár. Þórir Kjartansson segir að ekki sé um hefðbundnar islenskar lopa- peysur að ræða, nema litir séu að mestu náttúrulegir, peysumar séu mynstraðar, með stuttum rennilás í hálsinn og með nokkuð ólíku sniði en því sem framleitt hafí verið eft- ir hérlendis. Fatahönnuðurinn kom hingað gegnum kunningsskap, er nágranni frænda Þóris og býr í Aspen í Colorado fylki, og segir Þórir hana hafa mikinn áhuga á öllu því sem norrænt er og víking- um._ „Ég er mjög bjartsýnn á fram- hald á útflutningi til Bandaríkj- anna því við höfum fengið þessa óformlegu pöntun upp á um 1.400 peysur til viðbótar sem þarf að afgreiða í haust, svo þetta hefur farið mjög vel af stað,“ segir Þór- ir. Hann segir að halda þurfi vel á spöðunum ef takast eigi að fram- leiða það magn á 4-6 vikum. Hjá Víkurpijóni, sem stofnað var 1980, starfa nú um 28 manns en framleiðslan hefur aukist jafnt og þétt, sérstaklega síðustu fjögur ár- in. Fyrirtækið framleiðir bæði mik- inn vaming fyrir ferðamenn og sokka og selur í verslunum sínum í Vík og Hafnarstræti í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.