Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 23 LISTIR Blásarar til Astralíu BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur heldur í dag, sunnudag, áleiðis til Ástralíu þar sem hann mun koma fram á fernum tónleikum og efna til jafnmargra opinna æfínga á næstu dögum. Fyrstu tónleikar fímmmenninng- anna, Bernharðar Wilkinson flautu- leikara, Daða Kolbeinssonar óbó- leikara, Einars Jóhannessonar klarinettuleikara, Hafsteins Guð- mundssonar fagottleikara og Jos- ephs Ognibene hornleikara, verða á hinni kunnu nútímatónlistarhátíð Vor í Sydney 3. september næst- komandi. Forsprakki hátíðarinnar er píanóleikarinn Roger Woodward sem meðal annars hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit íslands. Þá lék Woodward sjálfan sig í kvik- myndinni Shine þar sem hann atti kappi við söguhetjuna, David Helfg- ott, - og fór með sigur af hólmi. Frá Sydney liggur leið kvintetts- ins til Tasmaníu, á slóðir Jörundar Hundadagakonungs, þar sem hann mun leika í Háskólanum í Launces- ton 6. september. Tveimur dögum síðar verða félagarnir á ferð í höfuð- borginni, Canberra, þar sem vett- vangur tónleikanna verður tónlist- arskóli borgarinnar. Að sögn Daða Kolbeinssonar eru blásarasveitir í hávegum hafðar þar um slóðir og sennilega kannast margir við kvint- ettinn Canberra Winds. Til stóð að hann legði Blásarakvintett Reykja- víkur lið á tónleikunum en af því getur ekki orðið vegna anna. Loka- tónleikar ferðarinnar verða síðan i Elder Conservatorium í Adeleide þann 10. september. Á öllum stöðunum fjórum mun Blásarakvintettinn efna til opinna æfínga, ellegar „Work Shop“, dag- ana eftir tónleikana þar sem gestum gefst kostur á að beina fyrirspurn- um til félaganna eða leggja þeim lið við blásturinn. Gerir Daði góðan róm að þessu fyrirkomulagi - áheyrendur fái meira fyrir sinn snúð, auk þess sem þeir komist sjálfir í nánara samband við fólk, leika sem lærða. Blásarakvintett Reykjavíkur mun svo til eingöngu leika nútíma- tónlist fyrir Astrali en á efnis- skránni eru meðal annars verk eftir nokkur íslensk tónskáld, Atla Heimi Sveinsson, Finn Torfa Stefánsson, Áskel Másson, Þorkel Sigurbjöms- son og Pál Pampichler Pálsson. „Það er mikilvægt að nýta tæki- færi sem þetta til að kynna íslenska tónlist og menningu," segir Daði. Óbóleikarinn slær því föstu að ferðin verði ævintýri hið mesta en þótt fimmmenningarnir séu sigldir menn hafa þeir ekki í annan tíma komið til Ástralíu. „Við_ hlökkum mikið til að spila fyrir Ástrali og skoða landið," segir hann en þess má geta að þessi fýrsta ferð fimm- menninganna á þessar framandi slóðir verður að öllum líkindum ekki sú síðasta því þeim hefur þeg- ar verið boðið að koma aftur eftir tvö til þijú ár - og það áður en þeir hafa blásið svo mikið sem einn tón þar neðra. „Að því boði standa aðilar sem gjarnan hefðu viljað skipuleggja tónleika fyrir okkur að þessu sinni en höfðu ekki tök á því,“ segir Daði. ELÍN Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson ásamt undirleikar- anum Guðlaugu Hestnes. Síðsumarstónleikar HJÓNIN Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson halda söngtón- leika við undirleik Guðlaugar Hest- nes í Grindavíkurkirkju í kvöld, sunnudag kl. 20.30 og í Ytri-Njarð- víkurkirkju mánudagskvöldið 1. september kl. 20.30. Efnisskráin er í léttum dúr, íslensk og erlend sönglöng og dúettar í síðsumars- stemmningu. Sautján ára Vopnfirðingur með myndlistarsýningu Morgunblaðið. Vopnafjörður. JÓNA Sigríður Gunnarsdóttir, sautján ára Vopnfirðingur, hélt nýlega málverkasýningu í Safnað- arheimili Vopnafjarðarkirkju. Fjöldi manns sótti sýninguna og seldi unga myndlistarkonan flestar mynda sinna. Það verður áhugavert að fylgj- ast með Jónu Sigríði í framtíðinni, en hún stundar nám við Mennta- skólann á Egilsstöðum. Samspil lita, myrkurs og ljóss er áberandi í myndum hennar, ásamt mjög góðri „figurativri" þró- un. Morgunblaðið/Sigrún VERK Jónu Sigríðar Gunn- arsdóttur. Það verður vafalaust einum austfirskum myndlistarmanni fleira þegar fram líða stundir. i SUNNUDAGfiR opið1~5 í Kringlunni Velkomin í Kringluna í dag! Það verður létt sunnudagsstemmning í Kringlunni í dag fyrir alla fjölskylduna. Opið frá kl. 1 til 5. Ókeypis f Kringlubíó Fyrstu 120 fá ókeypis á SPACE JAM kl. 1 í sal 3. Disney myndin Hefðarfrúin og umrenningurinn sýnd kl. 1 í sal 1. T n 'UDirjmm og "ÖTÆKSIII lIHOWffl III Opið f SuSurhúsi: Deres Eymundsson Gleraugnasmiðjan (sbarinn við Kringlubíó Kringlubíó Nýja Kökuhúsið Oasis Ótrúlega búðin Sega leiktækjasalur Jómfrúin __________ Whittard 4YOU Isborinn við Kringlubíó OpiS í Norðurhúsi: Bamaísinn vinsasli, K.illi Kötun, Ollt tsálhtr, Sambó litti og Smatt-ísinn. Aóetns 75 krðmir. AHA Body Shop Borð fyrir tvo Bossanova Cha Cha Clara Dýrðlingarnir Galaxy / Háspenna Hagkaup matvöruverslun Hagkaup sérvöruverslun Hans Petersen Ingólfsapótek Islandia Jack & Jones Kaffitár Kiss Kókó Lapagayo Penninn Sautján Skífan Smash Sólblóm Stefanel Vedes leikföng Veitingastaðirnir x'vikk Vero Moda Fyrit htllotdna, fitusnanður jogúft is nteð avöxtum. Aíui 390 ctg mí 320 ktonur. Njóttu dogsins og komdu í Kringluno í dog! KRINGMN * 10 áRft ftFMffitl * rtfc-C'*vrvitfwi KfclNfilUKNrtR wón.tHfiW íO'.Öð'lí Sðv *NSi. VC 00 1Vlóvt ÍvVCó-lv' ót Svim fyrirA?Fki opín fFtigur cg n sunnód'ö$ú*«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.