Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kór Langholtskirkju Starfsárið hefst með Djass-sálumessu KÓR Langholtskirkju byijar starfsárið í fyrstu viku september á því að æfa Sálumessu eftir sænska tónskáldið Nils Lindberg. Verkið var frumflutt árið 1993 og er samið fyrir kór, þijá einsöngv- ara og stórsveit. Það verður flutt 21. og 22. nóvember í samstarfi við Stórsveit Reykjavíkur. Ein- söngvarar verða Andrea Gylfadótt- ir, Bergþór Pálsson og Harpa Harðardóttir. Tónskáldið kemur og tekur þátt í flutningnum. Auk messusöngsins verða árleg- ir Jólasöngvar Kórs Langholts- kirkju 19. desember og verða þeir endurteknir laugardag og sunnu- dag. í dymbilviku flytur kórinn Matt- heusar-passíu eftir Bach. Kórinn hefur einu sinni áður flutt verkið. Það er skrifað fyrir tvær hljómsveit- ir, a.m.k. sex einsöngvara, tvískipt- an kór og bamakór en Gradualekór Langholtskirkju mun syngja með kómum. Ferð til Færeyja Næstkomandi sumar, 28. til 5. júlí, er fyrirhugað að halda til Færeyja og taka þátt í fyrsta „Norður Atlantshafs-kóramótinu“. Megin verkefni mótsins er flutn- ingur Sálumessu Verdis. Auk Kórs Langholtskirkju hefur kórum frá Noregi og Skotlandi verið boðin þátttaka. Tveir af einsöngvurunum eru íslenskir, þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Jón Rúnar Arason. Kórinn heldur einnig sjálfstæða tónleika í ferðinni. Auk þessara tónleika tekur kór- inn þátt í „Steypustyrktartónleik- um“ í október til fjáröflunar fyrir viðgerðir á Langholtskirkju sem nú standa yfir og einnig „Orgel- styrktartónleikum" í október, en orgel í Langholtskirkju verður vígt í október 1999 og er lokaátak söfn- unarinnar að fara í gang. Síðari hluta vetrar eru svo fyrirhugaðir „Glerstyrktartónleikar" en unnið er að gerð steindra glugga í kirkj- una. Tatu Kantomaa í Lista- safni Siguijóns FINNSKI harmoníkuleikarinn Tatu Kantomaa leikur á þriðju- dagstónleikum í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar, sem jafnframt eru þeir síðustu í röðinni. Á tónleikun- um, sem heíjast kl. 20.30, leikur Tatu Kantomaa verk eftir Carl Maria von Weber, Johann Strauss, Veikko Ahvenainen, Franz Liszt, Gioacchimo Rossini, Solotarev, Is- aac Albéniz, Pablo de Sarasate og Oskar Merikanto. Tatu Kantomaa fæddist í Rov- aniemi í Norður-Finnlandi árið 1974. Sjö ára að aldri fór hann að læra á harmoníku undir hand- leiðslu föður síns. Aðrir kennarar hans hafa verið Veikko Ahvenain- en frá Finnlandi og Viktor Ko- uzovlew frá Rússlandi. Hélt fyrstu tónleikana 1 lára Tatu Kantomaa hélt sína fyrstu einleikstónleika aðeins ellefu ára gamall með verk eins og La Camp- anella eftir Paganini á efnisskrá. Á næstu árum lék hann á mörgum tónleikum víða um heim. Fyrsta hljómplata hans var gerð árið 1986. Tatu Kantomaa hefur þrisv- ar tekið þátt í Viljo Vesterinen- harmoníkukeppninni í Finnlandi. Árið 1987 hlaut hann önnur verð- laun og árið 1989 bar hann sigur úr býtum í keppninni. Árið 1993 kom hann í fyrsta skipti til íslands ásamt sænska harmoníkuleikaran- um Daniel Isaksson og spilaði á nokkrum tónleikum á landsmóti harmoníkuleikara á Egilsstöðum. Síðastliðinn apríl kom út hljóm- plata með harmoníkuleik Tatu Kantomaa og í kjölfarið lék hann á mörgum tónleikum víðsvegar um landið. Hann starfar nú í Hljóð- færaverslun Leifs H. Magnússonar í Reykjavík. UNGAR stúlkur hlusta á Hugin og Munin í Hásæti Óðins. AFHENDING handrita dr. Brodda Jóhannessonar. F.v. Þorsteinn Broddason, Ingibjörg Broddadóttir, Guðrún Broddadóttir, Frið- rika Gestsdóttir, Þorbjörn Broddason, Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskóla Islands. Handrit Brodda til Kennara- háskólans FRIÐRIKA Gestsdóttir, ekkja Brodda Jóhannessonar, og börn hans hafa afhent bókasafni Kenn- araháskólans handrit hans til varð- veislu. Broddi fæddist í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 21. apríl 1916 en lést 10. septem- ber 1994. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1935, lagði stund á uppeldisfræði, heimspeki og sálarfræði í Dan- mörku og Þýskalandi og lauk dokt- orsprófi í sálarfræði 1940. Hann helgaði menntun íslenskra kennara starfskrafta sína á fjórða áratug, kenndi við Kennaraskóla íslands á árunum 1941-1962 og var síðar skólastjóri þess skóla frá 1962- 1975, þar af fyrsti rektor Kennara- háskólans frá 1971. Broddi skrifaði bækurnar Faxa (1947), Frá mönnum og skepnum (1949) og Slitur (1978) auk tveggja bóka á þýsku og þýddi ýmis rit, m.a. Hug og hönd eftir Poul Bahnsen (1952), Handbók Epiktets (1955) og Framtíð manns og heims eftir Rousseau (1962). Þess utan ritaði hann fjölda greina í tímarit og ritstýrði tímaritinu Menntamálum frá 1955-63. Ásamt átta öðrum ungum mönnum gaf hann einnig út Straumhvörf, rit um þjóðfélags- og menningar- mál, á árunum 1943-44. Meðal handrita sem Kennarahá- skólinn hefur nú fengið til varð- veislu eru ijölmörg erindi sem Broddi flutti við ýmis tækifæri, bæði á mannamótum og í útvarp, en af útvarpserindum hans og upp- lestri varð rödd hans þjóðkunn. Síðast en ekki síst eru þar allar skólasetningar- og skólaslitaræður hans frá skólastjórnarárunum, ómetanleg heimild um bæði ís- lenska skólasögu og uppeldis- og menntunarhugmyndir höfundar- ins. Bamastarf á bókasöfnum BÖRN á íslandi heitir ijósmynda- sýning, sem verður á alþjóðlegri ráðstefnu í Bella Center í Kaup- mannahöfn 31. ágúst til 5. sept- ember, þar sem mæta um 5.000 manns sem tengjast starfi bóka- safna hvaðanæva úr heiminum. Fleira efni tengt íslenzkum börn- um verður á ráðstefnunni. Norrænir barnabókaverðir munu setja upp samnorræna sýn- ingu í tengslum við ráðstefnuna þar sem kynnt verður það helsta úr barnastarfi á norrænum bóka- söfnum og það efni sem börnum er boðið upp á. Á íslandi er starfandi vinnu- hópur sem sér um framkvæmd- ina hér á landi. Meðal þess efnis sem kemur frá fslandi er sýning á myndskreytingum úr íslensk- um barnabókum, brúðuleikhúsið Sögusvuntan kemur fram og valdar íslenskar barnabækur munu liggja frammi ásamt forrit- um frá Námsgagnastofnun sem gestir geta skoðað á tölvum. Einnig verða ýmsar vefsíður ís- lenskra barna vistaðar á alnet- inu. Ljósmyndasýning sem ber titil- inn Börn á íslandi verður sett upp en Gréta S. Guðjónsdóttir ljósmyndari er höfundur hennar. Einn liður sýningarinnar kallast „frá bók til kvikmyndar" og verða þar sýndar kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir barnabókum á Norðurlöndum. Auk þess verður sýnt ljóðamynd- band (Brotabrot) sem Kvik- myndafélagið Nýja bíó hefur unnið og m.a. er hugsað sem kennsluefni fyrir skóla. Á vegum sýningarinnar hefur verið unnin bók á ensku sem hefur að geyma smásögu eða ljóð fyrir börn frá hveiju Norður- landanna. Héðan var valin verð- launasagan Sál bróðurins eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur og henni fylgir mynd eftir höf- und sem einnig verður gefin út sem póstkort. Sýningarsvæðið í Bella Center er hringlaga og í miðju þess verð- ur listaverk eftir Hörpu Björns- dóttur sem nefnist Hásæti Óðins. Gestir geta sest í hásætið og hlustað á físlenskar sagnir frá hröfnum Óðins sem sitja á baki hásætisins. Listrænt þema sýn- ingarinnar er norræn goðafræði og sér danskur hönnuður, Nis Bangsbo, um uppsetninguna. Verkefnið hefur verið styrkt af Menningarsjóði norrænu ráð- herranefndarinnar auk styrkja í hverju landi fyrir sig. Helstu aðildarfélög bókavarða hér- lendis hafa séð um að styrkja íslenska hluta verkefnisins, en þau eru Bókavarðafélag ís- iands, Félag um almennings- og skólasöfn, Félag bókasafns- fræðinga og Kynningarsjóður almenningsbókasafna. Auk þess styrkir menntamálaráðuneytið verkefnið. Hópur íslenskra bókavarða fylgir sýningunni eftir til Kaupmannahafnar og mun starfa á sýningunni við að kynna barnastarf á íslenskum bókasöfnum. Booker- nefndin krefst nýs titils London. The Daily Telegraph. FORRÁÐAMENN Booker-verð- launanna hafa komið í veg fyrir að nýjasta bók Jonathans Kings komi út undir því heiti sem hann hafði valið henni. Hugðist King kalla bókina „Booker-verðlauna- hafinn“ en nefndin sem stýrir verð- laununum taldi að heitið myndi leiða til ruglings og hótaði lögsókn ef ekki yrði breytt um titil. King, sem hefur fengist við söng, lagasmíðar og skriftir sl. 30 ár, brást hinn versti við og kvaðst telja að hlutverk Booker-verðlaun- anna væri að hvetja fólk til að skrifa og koma rithöfundum á framfæri, ekki að banna bækur. Verður bók hans kölluð „B*****- verðlaunahafinn". Ballett - Ballett - Ballett Innritun stendur yfir. Ballettskóli Eddu Scheving, sími 553 8360 Ballettskóli Guðbjargar Björgvins, sími 562 0091 Ballettskóli Sigríðar Ármann, sími 557 2154 Meðlimir í Félagi íslenskra listdansara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.