Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Réttlættir fyrirtrú Fullvissan um væntanlegan loka sigur Krists í mér og þér, segir sr. Heimir Steinsson, veitir öryggi og varanlega hvfld. „RÉTTLÆTTIR af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vom Jesúm Krist“. Þannig hljóða orð Páls postula í fimmta kapítula Rómverjabréfsins, fyrsta versi. I bijósti mannsins bærist hvarvetna á öllum öldum þrá eftir fullkomnun og þar með löngun eftir algjörum friði við sjálfan sig og sáttargjörð við Guð og menn. Trúarbrögð, sið- fræðilögmál og heimspekikerfi sérhverrar siðmenntaðrar þjóðar um víða veröld vitna um þessa þrá. Kristinn dómur er í þessu efni áþekku marki brenndur og annar átrúnaður. Þó er jafn- framt í sömu grein einn róttæk- ur grundvallarmunur á kristni og öðrum heimstrúarbrögðum. Kristnir menn vita, að vér af sjálfs dáðum og eigin rammleik aldrei náum því marki að verða fullkomin, réttlát, hrein eða al- gjör. Enginn maður hefur nokkru sinni náð því takmarki nema Jesús Kristur. Enginn maður mun nokkru sinni ná því annar en hann. Sumir guðfræð- ingar segja, að sú staðreynd gjöri það að verkum, að kristinn dómur sé í rauninni ekki „trúar- brögð“ á sama hátt og t.d. Búddadómur og Islam, heldur eitthvað allt annað. Öll verðum vér að beygja oss fyrir þessari ófrávíkjanlegu staðreynd. Vér erum ekki aðeins ófullkomin. Vér erum syndug. Einasta von vor er sú, að mis- kunnasamur Guð réttlæti oss fyrir blóð og benjar sonar síns Jesú Krists. í þeirri von höfum vér frið við sjálf oss og sáttar- gjörð við Guð og menn, - rétt- lætt af trú. Heiftarorð og girndarauga Hvergi er í Guðs orði svo fast kveðið að fullkomnunartak- marki mannsins sem í hvatningu Jesú í Fjallræðunni: Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn (Matt.5:48). Ef nánar er hugað að orðum Jesú í Fjallræðunni, kemur í ljós, að sum þeirra a.m.k. virðast sögð í ögrunar skyni og að því er ætla verður til þess eins og að hrekja mann- inn og fullkomnunarviðleitni hans út í horn. Hér skulu tvö dæmi nefnd: Hið fyrra er að finna í fimmta kapítula Matteusar guðspjalls, versunum 21 til 22 og hljóðar svo: „Þér hafið heyrt, að sagt var við forfeðurna: „Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur, skal svara til saka fyrir dómi“. En ég segi yður: Hver sem reiðist bróður sínum, skal svara til saka fyrir dómi. Sá sem hrakyrðir bróður sinn skal svara til saka fyrir ráðinu og hver sem svívirðir hann hefur unnið til eldsvítis". Síðara dæmið er úr sama kap- ítula, versunum 27 til 29: „Þér hafið heyrt, að sagt var: „Þú skalt ekki drýgja hór“. „En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu. Ef hægra auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr og kasta frá þér. Betra er þér, að einn lima þinna glatist, en öllum líkama þínum verði kastað í hel- víti “. í þessum dæmum tveimur leggur Jesús í rauninni að jöfnu hugarástand og verknað. Reiðin er ígildi morðs, girndarhugur samjafn hórdómi. Skapbrigði og kynhvöt eru öllum mönnum ásköpuð, körlum og konum. Samkvæmt þessum orðum Jesú er allt mannkynið óhjákvæmi- lega glatað, - og verður glatað um aldurdaga. Enginn getur svarið af sér reiðina. Hún vitjar allra manna. Þaðan af síður fær nokkur venjulegur maður - karl eða kona - neitað sér um að veita athygli einstaklingum af gagnstæðu kyni. Þetta vissi Jesús enn betur en vér. Af sjálfu leiðir, að með orðum þessum virðist hann öðru fremur vera að benda oss á, hve gjörsamlega ófær vér erum um að hlýða boðum hans og þar með hve fullkomlega vér erum upp á náðina eina komin. Miskunna þú mér syndugum Sagt hefur verið, að líf krist- ins manns sé eins konar hring- ferð: Við krossinn þiggur hann fyrirgefningu. Þaðan leggur hann út í lífsins ólgusjó til að lifa þar í samræmi við vilja frels- arans. Hann uppgötvar jafn- harðan, að til þess lífs er hann ófær. Snýr hann sérþar af leið- andi aftur að krossinum, þiggur fyrirgefningu á ný og leggur út í lífið um hæl. Þannig koll af kolli. Samkvæmt þessu er líf kristins manns barátta, sem aldrei lýkur fyrr en við endi ævidaganna, þegar Drottinn tekur hinn „réttlætta syndara" í miskunnararma sína fyrir frið- þægingarfórn Jesú Krists á krossinum. Á kristinn maður þá engrar hvíldar að vænta í þessum heimi? Jú vissulega. í þeirri sannfær- ingu, að hann sé „réttlættur af trú“ fær hann hvílzt, - þrátt fyrir allan ófullkomleika sinn, alla synd sína. Baráttan, sem ég að staðaldri á í, er í raun og veru ekki bar- átta mín, heldur barátta Krists í mér. Það er hann, sem að stað- aldri leiðir mig til sín, hveiju sinni sem ég hrasa. Það er og hann semjafnan sendir migút í lífið að nýju í því skyni, að ég beijist hinni góðu baráttu. Með upprisu sinni hefur Kristur stað- fest, að hans er hinn endanlegi sigur um síðir. Þessi huggun er oss kristnum mönnum öllum boðin: Fullvissan um væntanleg- an lokasigur Krists í mér og þér veitir öryggi og varanlega hvíld. Þeim sigri mun fylgja sá algjöri friður við sjálfa(n) þig og sáttar- gjörð við Guð og menn, sem þú þráir. Meðan þess sigurdags er beð- ið hæfir að fara seint og snemma með „Jesúbænina“ svonefndu, sem þekkt er í Austurkirkjunni: „Drottinn Jesús Kristur sonur Guðs, miskunna þú mér syndug- um“. Sú bæn gæti talizt viðlag fullvissunnar og grunntónn hvíldarinnar. - VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags Klassík FM VIÐ viljum þakka Halldóri Haukssyni fýrir frábæran útvarpsþátt og um leið vekja athygli á því að það eru einnig böm og ungl- ingar sem hlusta á út- varpsstöðina Klassík FM af fuilum áhuga. Ungir tónlistarunnedur. Sky-stöðin GUÐRÚN hafði samband við Velvakanda og vildi hún ná sambandi við ein- hvem sem er áskrifandi eða getur gefið henni upp- lýsingar um hvemig hægt sé að verða áskrifandi að Sky gervihnattastöðinni. Guðrún er í síma 552-1818. Um söfnun skordýra ÞAÐ var grein í Morgun- blaðinu laugardaginn 23. ágúst um ungan dreng, Guðmund Magnússon, sem safnar skordýrum og hefur komið með nokkur af þeim frá öðmm löndum og er með þetta inni á Boljagötu hér í Reykjavík. Ég vil biðja þennan unga mann að finna sér eitthvað annað til að safna en skorkvik- indi. Það er ógeðslegt til þess að hugsa að hann flytji skaðsöm skorkvikindi inn í landið. Þó hann telji sig geta passað þessi kvik- indi og haldið þeim inni í búmm, þá er það fullvíst að þau eiga eftir að sleppa út og fjölga sér. Það þarf ekki annað en forvitna vini eða ættingja til að þessi kvikindi sleppi út. Það er svo mörgu hægt að safna t.d. frímerkjum, límmið- um, nælum, merkjum, myndum af íþróttaköppum og margt fleira. En ef hann ekki getur hugsað sér að safna einhveiju öðm, ráð- legg ég honum að safna bara fiðrildum sem geta verið mjög skrautleg og em meinlaus. Kristín Halldórsdóttir. Sammála Færeyjaferð KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún taka undir það sem Gunn- ar Halldórsson sagði um að forseti íslands ætti að heimsækja Færeyjar. Hann mundi fá góðar mót- tökur þar því Færeyingar em góðir heim að sækja. Tapað/fundið Týnd myndavél ÞANN 10. júní sl. var ég að koma frá Palma með Atlanta-flugvél og gleymdi myndavél í hólfí fýrir framan sætið mitt. Mynda- vélin er af gerðinni Cannon Prima, hún var f bláu og svörtu hulstri og neðan á vélinni var brúnn hefti- plástur sem á stóð SGB. í vélinni var filma sem búið var að taka á 2-4 myndir. Ég er þrisvar búin að at- huga hjá tapað-fundið á Keflavíkurflugvelli hvort henni hafi verið komið til skila þangað en svo er ekki. Ef einhver hefur tek- ið vélina til handargagns bið ég hann eða hana að hafa samband við Gerði í síma 482-1635. Hjólabretti HJÓLABRETTI með gul- um öxlum hvarf frá Safa- mýri 17 fimmtudaginn 28. ágúst. Brettisins er mjög sárt saknað. Þeir sem geta gefíð upplýsingar hringi í síma 568-5186. Peningaveski týndist BLATT peningaveski týndist á Kringlukránni aðfaranótt laugardags 23. ágúst. Veskið er með mik- ilvægum skilríkjum. Þeir sem hafa orðið varir við veskið hringi í síma 554-1487. Kisa er týnd ÞESSI kisa týndist frá Skipasundi miðvikudaginn 20. ágúst. Hún er steingrá með hvíta bringu, hvítan blett í andliti og hvítar loppur. Hún var með bleika ól merkt: „Tómasína". Hennar er sárt saknað og þess vegna bið ég alla um að kíkja í allar geymslur, þvottahús og bílskúra hjá sér og gá hvort hún sé nokkuð lokuð þar inni. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 557-6367. Páfagaukur í óskilum GRÆNN páfagaukur með gulan haus fannst á Snorrabraut. Þeir sem kannast við fuglinn vin- samlega hringi í síma 551-0805. SKAK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á alþjóð- legu móti í Cseppke í Úng- veijalandi í vor. Heimamað- urinn Gyula Meszaros (2.370) var með hvítt og átti leik, en Hollendingurinn Gert-Jan de Boer (2.375) hafði svart. 19. Rf5! - gxf5 (Betri til- raun var 19. - Db4, en eft- ir t.d. 20. a3 - Da5 21. b4 - Da6 22. Hxd7 - Bxb2 23. Rh6+ - Kg7 24. Rxf7! Vinnur hvítur einnig) 20. Hxd7! - Dxd7 21. Dg3+ og svartur gafst upp, því hann er óveijandi mát í næsta leik. Islenskur skákdagur er í dag hjá Skáksambandinu og taflfélögum. Það er ogið hús hjá Skáksambandi Is- lands og Skákskóla ísland frá kl. 14-17 í Faxafeni 12. Það verður einnig opið hús hjá Taflfélagi Reykja- víkur og Helli í Reykjavík, hjá Skákfélagi Akur- eyrar, Skákfélagi Akraness og hjá Skákfélagi Selfoss og nágrennis. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... ALÞÝÐUBANDALáGIÐ hefur marga flöruna sopið bæði í sveitarstjómar- og þjóðmálum, eins og aðrir stjómmálaflokkar. Það á eigi að síður sitt „kjörlendi“. Það hefur heldur betur fundið aðra flokka í íjöru í Neskaupstað, þar sem sósíalistar hafa haldið meirihluta í hálfa öld! Þar hafa þeir ekki þurft að fara á fjörumar við aðra flokka til að ná saman bæjarstjómarmeiri- hluta. Verið einfærir um það. Fréttir herma á hinn bóginn að svo geti farið, og það jafnvel fyrr en síðar, að Eskifjörður, Neskaup- staður og Reyðarfjörður sameinist í eitt sveitarfélag. Það er enganveg- inn sjálfgefið að sveitarstjórnar- meirihluta beri upp á fjörur Alþýðu- bandalagsins í þannig samsettu sveitarfélagi. Reyndar fremur ótrú- legt. Þá gæti „litla Moskva", eins og gámngar komast stundum að orði, sum sé fallið. Eftir sem áður standa líkur til þess, hyggur Vík- veiji, að roðinn í austri segi myndar- lega til sín á þessum slóðum eitt- hvað fram um aldamótin. xxx TÓRIÐJA eða ekki stóriðja; það er spurningin, sem íbúar til- tekins hrepps við Eyjafjörð svara að viku liðinni. Hinn 6. september nk. ganga þeir að kjörborði og taka afstöðu til þess, hvort þeir vilji orkufrekan iðnað í byggð sína, bjóð- ist hann. Orkan í vatnsföllum og jarð- varma landsins er gjarnan kölluð „þriðja auðlindin". Hinar tvær em sjávarauðlindin, nytjafiskarnir, og gróðurmoldin, sem landbúnaðurinn byggist á. Orku vatnsfalla og jarð- varma má breyta í störf, verðmæti og lífskjör, ef stóriðja býðst. Sam- hliða verður að velta því fyrir sér, hvernig orkufrekur iðnaðar fellur að þeim atvinnu- og búskaparhátt- um sem fyrir em í Eyjafirði. Vilji íbúa Arnarneshrepps liggur senn fyrir, hver sem hann verður. xxx ISLENZKA lýðveldið er fimm- tugt og þrem árum betur. A þeim tíma, eða nánar til tekið á síðustu 50 árum, hafa þrjár og hálf milljón erlendra ferðamanna sótt okkur heim, þar af um ein milljón og sex hundruð þúsund síð- ustu 10 árin. Ferðaþjónusta hvers konar er orðin gildur þáttur í ís- lenzkum þjóðarbúskap, atvinnu og afkomu landsmanna. Vöxtur henn- ar hefur þó dulítið hægt á sér upp á síðkastið. Lang algengasta athugasemd erlendra ferðamanna, sem hingað koma, er hátt verðlag, einkum á mat- og drykkjarvörum. í síharðn- andi alþjóðlegri samkeppni um ferðafólk verðum við að gæta þess að verðleggja okkur ekki út af markaðinum. Máski ýtir hátt verð á gisti- og veitingastöðum hér einnig undir utanfarir Íslendinga, sem streyma tugþúsundum saman utan í orlofs- og innkaupaferðir? Það er ef til vill tímabært að ís- lenzkur veitingahúsarekstur fái einhvers konar Hagkaups-Bónus aðhald til að vinda ofan af verðlag- inu. XXX AÐ HAUSTAR senn. Haustið hefur sína töfra, sem eru eink- ar hrífandi. Haustlitir í náttúrunni höfða til allra sem hafa næmi fyrir fegurð. Haustið er og uppskerutíð! Þá kemur fé af fjöllum og réttar- stemmning ríkir um sveitir. Þá hirða ræktendur sinn jarðargróða og það fylgir því góð tilfinning að njóta ávaxta eigin ræktunar, t.d. úr matjurtagörðum, bera úr býtum árangur erfiðis síns. Vorið vekur gróðurríkið til nýs lífs. Haustið skólana, fræðslusetur barna, unglinga og fullorðinna. Þar er sáð og uppskorið. Mýmörg félög, klúbbar, reglur og samtök vakna og til nýs lífs að hausti, eftir sumar- orlofið. Haustið og veturinn eru og blómatíð hvers konar lista- og menningarstarfs í samfélaginu. Og vetraríþróttir eiga vaxandi vinsæld- um að fagna. Hvernig verður haustið og vetur- inn okkur? Það ræðst m.a. af því, hvernig við hönnum komandi mán- uði, hvernig við vinnum úr þeim tíma sem forsjónin gefur okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.