Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 25 Fjöldi erinda hjá tölvunefnd 350 Fjöldi erinda 300 250 200 150 100 50 0 árin 1982-1996 M ■ 1982 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 ‘93 '94 '95 '96 Gagnaöryggi koma númer sem hringt er í og úr. Hver er réttur starfsmannanna í því sambandi? Er ekki rétt að líta svo að vinnuveitendum beri að minnsta kosti að tilkynna fyrirfram ef til stendur að nota skrána og kanna hvert starfsmenn hafi verið að hringja í vinnutímanum? Og tækninni fleygir fram. Nokkur fyrirtæki hérlendis, t.d. bankastofn- anir, hafa fest kaup á búnaði til að taka upp símtö). Nú þarf ekki lengur að hljóðrita þau heldur eru þau skráð á geisladisk því samtöl flytjast í staf- rænu formi yfir símalínur. Að sögn nota bankamir þetta fyrst og fremst í gjaldeyrisviðskiptum þar sem nauð- synlegt er að geta sannað eftir á hvað fór manna í milli. Þessi tæki eru fjölrása og rándýr en nú eru að koma á markað einfaldari upptöku- tæki sem kosta u.þ.b. 100.000 kr. og unnt er að tengja við símstöðvar sem eru með eina línu út úr húsi. Það má sjá fyrir sér að mörgum fyrir- tækjum muni þykja fengur í slíkum og þá vakna aftur spurningar um rétt starfsmanna og vemd gegn hlerunum. Fulltrúar Pósts & síma segja eng- in áform um að koma slíkum búnaði fyrir í almenna símkerfínu enda um afar viðkvæmt mál að ræða. Upptaka allra símtala í landinu útheimtir iíka geysimikið diskpláss. En það þarf ekki mikinn spámann til að sjá fyrir að kröfur muni koma upp um slíkt í þágu löggæslu til dæmis. Hingað til hafa menn getað treyst því nokk- um veginn að símtöl séu einkamál en gangi þetta eftir í krafti tækninn- ar er stórt skarð höggvið í einkalíf manna. Stóri bróðir Úrræðum lögreglu við rannsókn, eftirlit og fyrirbyggjandi aðgerðir íjölgar stöðugt. í Bandaríkjunum er lögregla að gera tilraunir með búnað sem greinir skotvopn innanklæða af löngu færi. Hér líkt og þar er lög- regla byijuð að koma fyrir myndavél- um á almannafæri. Myndavélar eru á nokkrum gatnamótum í höfuðborg- inni. Ljósmynd er tekin þegar ekið er yfir á rauðu ljósi. Öllu stórtækari áform eru hins vegar í bígerð. Reykjavíkurborg hefur hug á að koma fyrir eftirlitsmyndavélum í miðborginni. Tölvunefnd telur slíkt í sjálfu sér heimilt en viil að lögregla standi fyrir því en ekki borgin því lögin um meðferð opinberra mála heimili eingöngu Iögreglu myndatök- ur á almannafæri í þágu rannsóknar afbrota. Hefur dómsmálaráðuneytið svarað erindi Reykjavíkurborgar um þetta efni á þann veg að það sé reiðu- búið til samstarfs. Nú er það auðvitað gott og göfugt að fyrirbyggja glæpi og upplýsa þá. Hins vegar er jafnframt fólgin í þessu viss skerðing á persónufrelsi. Menn geta þá ekki lengur gengið um í miðbænum nema vita af því að ferð- ir þeirra kunna að vera skráðar niður í formi myndaupptöku. Er þá ekki rökrétt næsta skref að fylgjast með öllu landinu úr gervihnetti með myndavélum sem sjá í gegnum holt og hæðir? Umræðan skammt á veg komin Umræðan um friðhelgi einkalífs og skráningu persónuupplýsinga er að mörgu leyti komin mun lengra í nágrannaríkjunum heldur en hér- lendis. Þannig er það mikið átaka- mál í Bretlandi og Bandaríkjunum hvort taka eigi upp kennitölur manna því þær auðveldi svo mjög tölvu- vinnslu upplýsinga en skapi um leið aukna hættu á misnotkun persónu- upplýsinga. Hérlendis hafa kennitöl- ur verið við lýði um árabil án þess að þessi flötur á málinu hafi verið ræddur. Víða eru tekjur manna trúnaðar- mál milli framteljenda og skattyfir- valda. í Bandaríkjunum hafa meira að segja verið sett lög þar sem það er lýst refsivert að starfsmenn skatt- yfirvalda fletti upp í gögnum sem þá varðar ekki um. Voru þau lög sett i kjölfar þess að upp komst að starfsmennimir höfðu verið að hnýs- ast í framtöl sem ekki var í þeirra verkahring. Hérlendis er það opin- bert hvað menn greiða í skatt (sjá „Opin skattskrá"). Hægt er að fá skattskrána afhenta í heild og má rétt ímynda sér hversu verðmætar upplýsingar er þar að finna. I Bretlandi var lögreglumaður dæmdur í refsingu fyrir að láta uppi gagnvart óviðkomandi hver væri skráður eigandi tiltekins ökutækis. Hérlendis er hægt að hringja í Skrán- ingarstofuna hf. og fá slíkar upplýs- ingar um hvem sem er. I Bandaríkjunum hefur það verið talinn mikilvægur réttur manna að EINHVERJAR viðkvæmustu per- sónuupplýsingarnar sem skráðar eru hérlendis eru sjúkraskrárnar. Nú er farið að koma þeim á tölvu- tækt form og á miklu veltur því að tryggilega sé gengið frá ör- yggismálum. Nú þegjar hafa nokkrar heilsu- gæslustöðvar sett upp sjúkra- skrárkerfið Saga frá Gagnalind ehf., sem heidur utan um upplýs- ingar eins og sjúkraskrár. Enn- fremur er verið að setja upp sama kerfi í tilraunaskyni á geðdeild og bæklunarlækningadeild Land- spítalans. Kerfið er einnig í þróun fyrir sérfræðinga í samstarfi við Læknastöðina og Handlæknastöð- ina i Glæsibæ. Þorsteinn Ingi Víg- lundsson, framkvæmdastjóri Gagnalindar ehf., segir að með margskonar hætti sé reynt að tryggja að óviðkomandi komist ekki í þær viðkvæmu upplýsingar sem hér um ræðir. í fyrsta lagi eru efnisupplýsing- ar geymdar aðskilið frá persónu- auðkennum. Ef tölvuþrjótur reyndi að bijótast inn í gagna- safnið yrði hann því að komast inn í hvort tveggja til að geta tengt upplýsingar við einstakl- inga. Ennfremur er þá hægt að nota sjúkraskrár í rannsóknar- skyni án þess að sá sem rannsak- ar þurfi að sjá nöfn á einstakling- um. í öðru lagi er gert ráð fyrir mismiklum aðgangi að tölvukerf- inu eftir því hvaða starfsmann er um að ræða. Þannig má tryggja að eingöngu þeir starfsmenn sem eiga erindi í skrárnar skoði þær. í þriðja lagi er innbyggður rekj- anleiki í kerfinu þannig að ávallt má rekja slóð þeirra sem fara um kerfið. í fjórða lagi er ekki gert ráð fyrir að ein heilsugæslustöð geti hringt í aðra og náð í upplýs- ingar úr gagnagrunni þeirrar sið- arnefndu. Hver stöð verður sjálf að taka ákvörðun um að senda upplýsingar frá sér. Þorsteinn segir að aldrei sé samt hægt að lofa fullkomnu ör- yggi en menn telji sig ekki geta komist mikið nær því en þarna er gert. Það veltur auðvitað mikið á starfsfólkinu hvort fyllsta öryggis sé gætt. Til dæmis verði fólk að gæta þess að nota ekki of einföld lykilorð þegar það ræsir tölvuna því það auðveldar tölvuinnbrot. geta farið huldu höfði, þ.e.a.s. að hver sem er geti ekki fundið út hvar viðkomandi býr. Hefur það þýðingu til dæmis þegar konur eru ofsóttar af fyrrverandi mökum sínum eða þegar vemda þarf vitni í dómsmál- um. Hin frjálslega dreifíng á þjóð- skránni hérlendis vekur ýmsar spum- ingar. Tugir fyrirtæka hafa fengið þjóðskrána á tölvutæku formi. Þar em upplýsingar um nöfn, kennitölur, lögheimili, böm yngri en 16 ára, kyn og hjúskaparstöðu. Með einföldum hætti geta menn leikið sér með þessi gögn. Þannig mætti framkalla lista yfir allar ekkjur á Amarnesinu svo dæmi sé tekið eða einstæðar mæður á Sauðárkróki. Rétt er að geta þess að þegar menn fá þjóðskrána af- henta skuldbinda þeir sig til að hlíta ákveðnum notkunarskilmálum en eftirlit með því er auðvitað erfítt. Hafi menn ennfremur aðgang að öðmm gögnum eins og skattskránni og skrám Fasteignamats ríkisins er hægt að búa til enn sérhæfðari lista. Andvaraleysi Hér á landi hefur tölvunefnd unn- ið stórmerkilegt starf við að veija persónuupplýsingar en málefni þessi virðast annars hafa lítinn hljómgmnn í þjóðfélaginu eða á Alþingi. Sem dæmi um að þingmenn komi ekki auga á þessi vandamál er þegar fjar- skiptalög vom afgreidd á Alþingi fyrir síðustu jól. Þar vom mjög mikil- væg ákvæði um vemd fjarskipta- leyndar sem enga athygli fengu. Ekki stöldmðu þingmenn heldur við það að samkvæmt greinargerð með fmmvarpinu var verið að taka þau mál úr höndunum á tölvunefnd. Það má hugsa sér ýmsar skýring- ar á andvaraleysinu. Kannski ræður þar nokkru að þjóðfélagið er lítið og nálægðin mikil þannig að það er ekkert nýtt að allir viti allt um alla. Þessi málaflokkur er hins vegar orðinn svo umfangsmikill, eins og stóraukinn fjöldi erinda til tölvu- nefndar (sjá súlurit) ber vott um, að bæta þyrfti starfsskilyrði hennar til muna. Það má halda því fram að fáar ríkisstofnanir fjalli um mikils- verðari og brýnni úrlausnarefni fyrir heill einstaklinganna í þjóðfélaginu en tölvunefnd en þar er einungis einn starfsmaður. Morgunblaðið/Golli LÖNG hefð er fyrir því að skattborgararnir geti borið eigin skattálögur saman við byrðar annarra. SÍÐLA sumars ár hvert birta fjölmiðlar fréttir af álagningu skatta. Reiknaðar em út tekj- ur þekktra manna og birtar. Saman- burður er einnig gerður milli ára. Nú þegar farið er að vinna svona mikið úr upplýsingunum og vegna tölvutækni þar sem menn gætu fengið skattskrána á tölvutæku formi og unnið úr henni margháttað- ar upplýsingar vakna spurningar um hvort friðhelgi einkalífs skattborgar- anna sé nægilega gætt. Löng hefð Það á sér langa sögu að skattskrá- in sé lögð fram til sýnis. Tilgangur- inn var sá frá öndverðu að gefa al- menningi tækifæri á að kynna sér álagningu á aðra enda væri það nauðsynlegt svo að hægt væri að ganga úr skugga um að allir greiddu þá skatta sem þeim bæri í samræmi við greiðslugetu og að skattálagning annarra gengi ekki á hagsmuni hans. Voru almenningi heimilaðar svokallaðar samanburðarkæmr þar sem mátti kæra yfir því að tekjur og eignir annarra væru of lágt tald- ar eða ótaldar. í dómi Hæstaréttar H 1958.529 krafðist maður þess að fá ásamt umboðsmanni sínum að sjá svokall- aða stóreignaskattskrá en engin ákvæði voru í lögum um að hana skyldi sýna almenningi. Taldi Hæsti- réttur að gjaldþegnar hefðu almennt heimild til að kynna sér heildamiður- stöðu skattálagningar. Væri það nauðsyn til þess að gjaldþegn gæti gengið úr skugga um, hvort álagn- ing á aðra gengi á hagsmuni hans. „Kemur hér fram sú skoðun, að al- menningur eigi rétt á færi til þess að koma fram aðhaldi gagnvart skattyfirvöldum," segir í dómi Hæstaréttar. Breyttar aðstæður Síðan.hefur þjóðfélagið og löggjöf um grundvallarréttindi manna tekið miklum breytingum. Álagningar- skrár eru orðnar mikil uppspretta frétta. Fjölmiðlar vinna nú upplýs- ingar upp úr álagningarskrám um tekjur manna. Birtir eru listar yfir tekjuhæstu einstaklingana í hverri starfsgrein með samanburði frá ári til árs. Þessari starfsemi er veitt rík vemd með tjáningarfrelsisákvæði stjómarskrárinnar og Mannréttinda- sáttmála Evrópu þar sem mælt er fyrir um rétt til að taka við og miðla áfram upplýsingum. Á hinn bóginn hefur friðhelgi einkalífsins verið veitt stóraukin vernd. Hún er einnig stjórnarskrár- varin og lög um meðferð og skrán- ingu persónuupplýsinga setja því skilyrði að hvaða marki megi safna og skrá slíkar upplýsingar. Að áliti tölvunefndar sem framfylgir lögun- um er það ótvírætt að upplýsingar um tekjur manna, fjárhag og eignir teljist til persónuupplýsinga sem fara verði varlega með. Ný tækni í meðferð upplýsinga skapar ný vandamál. Skattskráin er til á tölvutæku formi og ef hún er afhent þannig þá rísa mörg álita- mál. Með samtengingu við aðrar skrár geta menn fengið nákvæmar persónuupplýsingar um alla lands- menn. Slíkar upplýsingar má nota í markaðsskyni en einnig er hætta á að þær séu notaðar í óheiðarlegum eða annarlegum tilgangi. Fjölmiðlaumræðan felur í sér þá hættu að einstaklingar eru allt að því lagðir í einelti vegna tekna sinna ýmist vegna þess að þær þykja of háar eða of lágar. Er þetta æski- legt? spyija margir í ljósi þess að mönnum er frjálst að hafa háar tekj- ur, álagningarreglur eru hlutlægari en fyrr og vafamál er hversu miklu hlutverki almenningur og fjölmiðlar gegna við skatteftirlit. Er ekki fyrst og fremst verið að næra öfundina á kostnað einstaklinga sem ekkert hafa til sakar unnið? Ófullkomin löggjöf Núverandi löggjöf leysir úr þess- um spumingum á ófullkominn hátt. Samkvæmt lögum ber að leggja fram álagningarskrá síðsumars en endanleg skattskrá kemur ekki fram fyrr en í janúar. Ólík ákvæði gilda um birtingu skránna. Þannig er ótví- rætt tekið fram að skattskrána megi birta og gefa út í heild eða að hluta. Um álagningarskrána segir hins vegar einvörðungu að hún skuli liggja frammi til sýnis í tiltekinn tíma. Ekkert er tekið á því í lögum hvort afhenda megi skrárnar á tölvu- tæku formi eða hvort vinna megi úr þeim líkt og fjölmiðlarnir gera. Fjármálaráðuneytið gerði að vísu til- raun á síðasta ári til að hefta þessa starfsemi með reglugerð en dró hana strax til baka vegna mótmæla. Þessi réttaróvissa er mjög bagaleg og brýnt að löggjafínn taki af skarið. Til dæmis er ósannfærandi sú af- staða tölvunefndar að birta megi upplýsingar úr álagningarskrá á meðan hún sé til sýnis en ekki eftir það. Þetta leiddi til þess að Fijáls verslun auglýsti að blaðið með lista yfir tekjuhæstu einstaklingana yrði einungis til sölu í þijá daga. í ljósi nútíma fjölmiðlunartækni þar sem útgáfa fer meðal annars fram á al- netinu gengur þetta ekki upp. Auk þess er vafamál hvort það fái stað- ist gagnvart tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar að megi birta upplýsingar en ekki nema í tiltekinn dagaíjölda. Slík takmörkun getur vart talist „nauðsynleg í lýðræðis- ríki“. Tillögur starfshóps Eftir að reglugerð fjármálaráð- herra beið skipbrot var skipaður starfshópur sem fjallaði um þetta efni og leggur til lagabreytingar með skýrslu dagsettri í mars síðast- liðnum. Fram kemur að í Noregi eru reglur svipaðar og hér, í Dan- mörku ríki alger leynd um skatt- álagningu en í Svíþjóð sé mjög rík- ur réttur til að birta upplýsingar um slíkt. í skýrslunni segir að þau sjónarmið sem búa að baki fram- lagningu álagningarskrárinnar um kærurétt almennings eigi ekki leng- ur við. „Þar sem almenningi er ekki lengur kleift að bregðast við og kæra of lágt tekju- og eignamat hjá öðrum eru ekki lengur forsendur fyrir umræddri birtingu á grund- velli þeirra sjónarmiða," segir í skýrslunni. Er lagt til að hætt verði að leggja fram álagningarskrá til sýnis. Skattskráin verði hins vegar áfram aðgengileg og hana megi birta opinberlega og gefa út í heild eða að hluta. Heimild tölvunefndar þurfí til annarrar notkunar upplýs- inga úr skránni. Rétt er að benda á að það er alls ekki ótvírætt sem segir í skýrslunni að kæruréttur almennings í skatta- málum sé úr sögunni. Þannig segir Ásmundur G. Vilhjálmsson lögfræð- ingur í bók sinni Skattarétti IV að eftir stofnun embættis skattrann- sóknastjóra ríkisins sé gert ráð fyr- ir að skattaðilar geti kært skattsvik annarra fái þeir vitneskju um þau samanber 2. mgr. 102. gr. A í tekju- skattslögunum þar sem segir að skattrannsóknastjóri rannsaki skattsvik að eigin frumkvæði eða samkvæmt kærum. Ennfremur hlýtur íjölmiðlaumfjöllunin að veita stjórnvöldum aðhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.