Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 196. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS HJOLAÐ YFIR LÆKINN I GARÐABÆ Morgunblaðið/Ásdís Alsírsk blöð greina frá enn fleiri fórnarlömbum hryðjuverkamanna A þriðja hundrað manns sagðir hafa verið myrtir París. Reuter. BLÖÐ í Alsír greindu frá því í gær að hátt á þriðja hundrað manns hefðu verið myrtir í mestu fjöldamorðum sem framin hafa verið í landinu, og að 45 til viðbótar þeim, sem þeg- ar hefur verið sagt frá, hefðu verið myrtir annars staðar í landinu aðfaranætur fimmtu- dags og fóstudags. Stjómvöld í Alsír sögðu á fóstudag, að 98 hefðu verið myrtir og 120 særðir, þar af 30 alvarlega, í árásum hryðjuverkamanna úr röðum strangtrúaðra múslima á bæi 5 Sidi Rais-héraði skammt suður af Algeirsborg. Blaðið Liberte sagði í gær að 256 hefðu verið myrtir í Sidi Rais, flestir skomir á háls. Þá sömu nótt hafí 38 til viðbótar verið teknir af lífi með sama hætti í Djelfa-héraði, sem er 225 km suður af Algeirsborg, og fimm hefðu verið myrtir í höfuðborginni. Sidi Rais hefur verið kallað „dauðaþrí- hyrningurinn" vegna þess hve fjöldamorð hafa verið algeng þar. Það er við rætur fjalla sem em á valdi Stríðsfylkingar islams, ill- ræmdustu samtaka herskárra múslima. í viðtali við bandaríska sjónvarpið CNN líkti alsírskur fréttaskýrandi þessum samtökum við Rauðu khmerana í Kambódíu. Mesta blóðbað í Alsír í tæp sex ár Blaðið E1 Watan sagði að 40 manns, þar af fjögur böm, hefðu verið myrtir í Djelfa og þrem stúlkum hefði verið rænt. Fregnir herma að stúlkum, sem hryðjuverkamenn ræna, sé nauðgað og þær síðan myrtar. Blaðið greindi ennfremur frá því að fjöldi þeirra er biðu bana í sprengjutilræði á markaðstorgi í Algeirsborg á fimmtudag væri kominn í 13 og 71 væri sár. Þann sama dag hafi sprengja er sprakk í borginni Oran orðið tíu að fjörtjóni. Fjöldamorðin í vikunni em mesta blóðbað sem orðið hefur í Alsír síðan samtök strang- trúaðra hófu hryðjuverk í janúar 1992 í kjöl- far þess að stjórnvöld afboðuðu kosningar. Bandalag flokka bókstafstrúaðra múslima, Islamska hjálpræðisfylkingin, hafði tekið for- ystu í fyrri umferð þeirra. Fylkingin berst gegn veraldlegu stjómarfari í landinu og vill koma á trúarlegri stjóm byggðri á túlkun fylkingarinnar á trúarriti múslima, Kóranin- um. Alls hafa um 60 þúsund manns verið myrtir síðan hryðjuverkastarfsemin hófst. Ahmed Ouyahia, forsætisráðherra Alsír, frestaði í gær fréttamannafundi sem boðaður hafði verið í dag. Tilkynningin um að fundur- inn yrði haldinn hafði verið gefin út skömmu áður en fregnir tóku að berast af fjöldamorð- unum. Opinber fréttastofa landsins, APS, út- skýrði ekki hvers vegna fundinum var frestað, en í tilkynningu þar um sagði ein- ungis að hann yrði haldinn síðar. Menningarsjón- varp í Rússlandi BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, greindi á föstudag frá stofnun nýrrar sjónvarpsstöðvar, Kultura, er sinna á menningarmálum sérstakiega og end- urspegla stöðu Rússlands sem menn- ingarstórveldis. „Andlegar þrár eru aldagamall þáttur f hinni rússnesku sál. Hversu erfitt sem lífið verður hugsar fólk ekki bara um mat og drykk,“ sagði forsetinn í útvarps- ávarpi. Utsendingar stöðvarinnar verða á vegum Rússneska ríkissjón- varpsins, sem er að öllu leyti í eigu rík- isins og undir sljórn ráðamanna í Kreml. Jeltsín kvaðst vænta þess að Kultura byggi dagskrá sína á því mikla safni sjónvarps- og tónlistarupptaka sem Rússland eigi, og kvikmyndum og heimildamyndum til þess að kenna fólki, sérstaklega ungu fólki, margt um menningararfleifð þjóðarinnar. Margir Rússar eru farnir að hafa áhyggjur af miklum áhrifum vestrænnar menning- ar frá því kommúnisminn leið undir lok og markaðshagkerfi var komið á. Jeltsín sagði að nýja sjónvarpsstöðin yrði ríkisrekin vegna þess að stjórn- völdum bæri skylda til að rækta menn- inguna. Vel þekktir leikstjórar, rithöf- undar, fræðimenn og listamenn yrðu fengnir til aðstoðar við að þróa nýju stöðina. A fimmtudag skipaði Jeltsín nýjan menningarmálaráðherra, Nata- I(ju Dementíjevu. Sæti stækka SÆTI í flugvélum, bdum, veitingastöð- um og jafnvel á biðstofum hafa smám saman verið að stækka, án þess að mik- ið hafi verið rætt um það, að því er The Independent on Sunday greinir frá. Bflar eru nú hannaðir fyrir fólk sem reiknað er með að sé um níu kflóum þyngra en fólk var 1961. Hönnuðir hjá bandarísku flugvélasmiðjunum Boeing hafa orðið að auka áætlaða þyngd hvers farþega um rúmlega 10 kfló síð- an þeir hönnuðu fyrstu flugvél fyrir- tækisins. Roger Coleman, sérfræðing- ur í vinnuvistfræði við Konunglega listaháskólann í Bretlandi, segir að offita valdi mörgum hönnunarvanda. „Meirihluti manna yfir sextugu getur til dæmis ekki staðið upp úr stói án þess að nota armana til stuðnings.“ Leið yfír karlmennin ÍTÖLSK kona tryggði sér starf grafara í kirkjugarði skammt frá Flórens í vik- unni eftir að leið yfir alla karlmennina sem sóttust eftir starfanum. Rossana Giusti var eini umsækjandinn sem enn stóð í fæturna þegar verklega prófinu, sem fólst í því að grafa upp lík, var lok- ið. Tíu karlmenn höfðu fallið í yfirlið er þeir þreyttu prófið. vmsHPrrinivDorotír A SUNMUDEGI Hvergi skjól Gullið sótt í greipar Breiðafjarðar u Sólheinwm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.