Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 35 ÞORSTEINN EIRÍKSSON + Þorsteinn Ei- ríksson var fæddur á Hrafntóft- um í Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu 16. febrúar 1919. Hann Iést á Vífils- staðaspítala 25. ág- úst síðastliðinn. Faðir hans var Ei- ríkur Þorsteinsson frá Sandfelli í Ör- æfum, fæddur 10. júlí 1893, dáinn 2. febrúar 1963. Móðir hans var Ingigerður Þorsteinsdóttir frá Hrafntóftum, fædd 2. ágúst 1894, dáin 13. júlí 1968. Systk- ini Þorsteins eru: Sigríður Þóra Eiríksdóttir, fædd 26. desem- ber 1921, maki hennar er Þórð- ur Vigfússon, fæddur 20. mars 1919. Jón Eiríks- son, fæddur 25. október 1927, dá- inn 17. maí 1961. Friðgeir Eiríks- son, fæddur 5. maí 1931, maki hans var ísabella Theód- órsdóttir, fædd 1. september 1933, dáin 6. maí 1976. Sambýliskona Frið- geirs er Þórdís Rafnsdóttir, fædd 30. janúar 1927. Útför Þorsteins Eiríkssonar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. september og hefst athöfnin klukkan 13.30. Minn ástkæri Steini frændi verð- ur jarðsunginn í dag og mig langar að minnast hans í örfáum orðum. Hann hafði áhuga á því sem ég var að gera. Hann vildi fylgjast með mér, þannig sýndi hann mér vænt- umþykju. Hann var barngóður, það lýsir honum vel að ég hitti hann rétt áður en yngri sonur minn átti afmæli þá vildi hann gefa honum afmælisgjöf og lét mig fá pening og ég keypti vísnabók. Þannig fansnt honum peningunum vel var- ið. Steini frændi var alltaf hjá ömmu á annan í jólum. Þegar ég kom til ömmu byijaði ég á því að heilsa Steina. Þetta var partur af jólunum sem ég mun sakna mikið. Steini vildi alltaf taka myndir af okkur og sérstaklega börnunum. Alltaf vildi hann fá hópmynd. Hann átti hópmynd frá öllum jólum. Hann var mjög ánægður þegar ég gaf honum myndir af strákunum mínum. Steini frændi, ég mun sakna þín mikið. Ég veit að þú ert í góðum höndum. Ég ætla að enda þetta á sameiginlegri bæn. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég ekki fæ breytt kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Heiðar Már Guðnason. Okkur systkinin langar til þess að kveðja föðurbróður okkar, eða Steina frænda eins og við kölluðum hann alltaf. Þegar við vorum lítil að alast upp, fyrst á Langholtsveg- inum og síðar í Álftamýrinni, var Steini frændi alltaf gleðigjafi í lífi okkar. Þær eru ógleymanlegar stundirnar þegar Steini frændi kom í land af Jökulfellinu. Hans fyrsta verk þegar hann kom að landi var að koma til okkar með fullt fangið af útlendu sælgæti sem ekki var hægt að fá í venjulegum búðum á Islandi. Á jólunum voru pakkarnir frá Steina frænda alltaf stærstir og flottastir. í þeim voru ekkert venju- legar gjafir, Ingigerður fékk dúkku sem talaði og strákarnir fengu indi- ánabúning frá toppi til táar. Þegar við urðum eldri setti Steini bækur í pakkana okkar því hann vissi að börn þurfa á fróðlegu lestrarefni að halda, enda var hann sjálfur bókhneigður maður. Mikið hefur hann Steini frændi átt annríkt fyrir jólin, alltaf iðinn við kolann. Það voru svo mörg börn sem fengu pakka, bæði Friðgeirsbörnin og Siggubörnin. Svo þegar við uxum úr grasi og eignuðumst börn, bætt- ust þau í hóp þeirra sem átti að gleðja á jólunum. Þótt barnabörn Friðgeirs og Siggu yrðu 26 gleymdi Steini aldrei einu einasta og fylgd- ist vel með hveiju og einu. Steini frændi gerði meira fyrir okkur börnin en færa okkur pakka á jólum. Hann var óþreytandi við að kenna okkur galdra og leggja spilakapla. Hann gat meira að segja látið fíngurinn á sér hverfa og birt- ast á ný og tekið af okkur nefið og falið það í lófa sínum og látið það gægjast út á milli fingra sinna. Hann miðlaði okkur af fróðleik sínum því hann vissi að hið andlega fóður mátti ekki skorta. Oft veltum við vöngum yfir öllu því sem Steini vissi og sum okkar trúðu því að hann væri sá eini sem allt vissi. Seinna, þegar við vorum orðin full- orðin, gerðum við okkur grein fyrir að Steini frændi var mjög víðlesinn andans maður. Steini frændi mundi alltaf eftir okkur þegar hann sigldi um heims- ins höf. Þá kom kveðja í óskalaga- þætti sjómanna til „ijómafólksins" heima á Fróni. Á sama hátt og Steini gleymdi okkur ekki þegar hann sigldi til fjarlægra landa, gleymum við honum ekki, hann átti svo stóran sess í lífi okkar. Nú kveðjum við systkinin Steina frænda með söknuði og þakklæti fyrir allt og allt. Friðgeirsbörn. Mig langar til að kveðja frænda minn og nafna með örfáum orðum. Þegar ég var lítill kallaði ég þig alltaf stóra Steina. Svo þegar ég stækkaði bentir þú mér á að ég ætti að kalla þig Steina frænda eins og mamma gerði alltaf því ég væri ekki lítill lengur. Steini frændi, þú mundir alltaf eftir að hringja til mín á afmælinu mínu. Þá sagðir þú oft að þér fynd- ist ísafjörður svo langt í burtu. Þess vegna hringdir þú svo oft vest- ur til þess að fylgjast með okkur systkinunum Svanlaugu og ísabellu Osk, Guðna frænda og mömmu og pabba. Það verður undarlegt að koma næst til Reykjavíkur og hitta ekki Steina frænda. Ég þakka þér fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman, nafni minn. Ég geymi minningu um góðan frænda. Þorsteinn frændi. og spenningurinn yfir því hvaða varning hann kæmi með handa okkur „ijómadrottningunum“ eins og hann kallaði okkur systumar. Minningar um útlenskt sælgæti sem var svo ljúffengt og sjaldgæft á sjötta áratugnum. Minningar um ameríska hatta með blómaskrauti og slöri sem hefðu sómt sér vel í sápuóperum sem hann færði mömmu. Henni þótti nóg um allt skrautið og breytti þeim eins og ekkert væri í stílhreina og nýtísku hatta. Minningar frá jólum og vissuna um að fá harða pakka frá Steina frænda þar sem í leyndist bók og auðvitað var það alltaf óskabókin. Minningar um galdrakarlinn sem lét fingurinn hverfa og margra ára heilabrot um hvernig það væri hægt. Seinna þegar við systurnar eignuðumst okkar börn vöknuðu minningarnar á ný og allt varð eins, þumallinn látinn hverfa og óskabók- in í jólapökkum barnanna. Við systur ólumst upp í stórfjöl- skylduhúsi, þar var oft glatt á hjalla og mikill gestagangur, sérstaklega í kringum hana ömmu, sem hafði tíma fyrir alla og laðaði fólk að sér með glaðværð sinni og góðsemi. Steini frændi bjó hjá ömmu og afa, hann var alltaf kallaður Steini frændi þótt hann væri þá eini Stein- inn í fjölskyldunni. Steini frændi fór ungur á sjóinn þó hugur og geta hafi eflaust staðið til mennta. Hann var elstur systkina og það var at- vinnuleysi því þótti gott að komast á sjóinn. Steini frændi kvæntist ekki en hann hefði orðið góður fjöl- skyldumaður eins barngóður og hann var, þess í stað umvafði hann börn systkina sinna og fylgdist vel með hvernig þeim vegnaði í lífínu. Síðar þegar Steini frændi hættir í siglingum og hefur störf í landi hjá Landsímanum, þar sem hann starfaði í tæp tuttugu ár hófst ró- legri kafli í lífi hans. Honum gafst þá meiri tími til að sinna hugðarefn- um sínum sem var lestur góðra bóka og mikill áhugi á leikhúsi, þar var hann fastagestur árum saman. Hann var vel lesinn og fylgdist af miklum áhuga með þjóðfélagsmál- um og fylgdi málstað hinna vinn- andi stétta alla tíð. Hann hafði yndi af ferðalögum enda búinn að fá „bakteríuna“ á siglingum sínum um heimsins höf. Hann fór margar ferðir til suðlægari landa bæði einn og ásamt foreldrum okkar og voru það ógleymanlegar ferðir fyrir þau öll. Það var alla tíð náið og gott sam- band milli foreldra okkar og Steina frænda. Við vitum að þau eiga eft- ir að sakna félagsskapar hans og leikhúsferðanna sem þau fóru í saman. í veikindum Steina á seinni árum hafa foreldrar okkar annast hann af alúð og umhyggju og ekki má gleyma þeirri góðu umönnun sem hann naut á Vífilsstaðaspítala en þar átti hann öruggt athvarf síðustu árin. Að leiðarlokum viljum við þakka Steina frænda fyrir góðar minningar og kveðjum hann með söknuði. Jóhanna, Inga og Þorbjörg Þórðardætur. Þegar nákominn frændi fellur frá fer ekki hjá því að ýmsar bernsku- minningar komi upp í hugann sem tengjast honum. Minningar um Steina frænda, þegar hann vann á Sambandsskipunum í millilanda- siglingum og kom heim úr ferðum sínum til fjarlægra ævintýralanda Crfisdrykkjur 1Ö Veilingohð/lð GRPi-inn Sími 555-4477 LE6STEINAR Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsia Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - Reykjavik sími: 587 1960 -fax: 587 1986 t Ástkær móðir okkar, tendgamóðir, amma og langamma, SIGURFINNA (MINNA) EIRÍKSDÓTTIR frá Dvergasteini, Vestmannaeyjum, Naustahlein 19, Garðabæ, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju mánudaginn 1. september kl. 13.30. Guðmundur Þorleifsson, Berta Kjartansdóttir, Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Ólafur Gíslason, Eiríkur Þorleifsson, Þóra Erlendsdóttir, Herbert Þorleifsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Jónas Pétur Þorleifsson, Gina Cuizon, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs mannsins míns og stjúpföður okkar, RÖGNVALDAR JÓNS PÉTURSSONAR frá Ófeigsfirði, Gerðhömrum 19, Reykjavík. Margrét Sigrún Bjarnadóttir, dætur og barnabörn. t Ástkær sonur okkar, HLYNUR JÓHANN HJALTASON, Aasmund Vinjesgate 3, Hamar, Noregi, andaðist mánudaginn 25. ágúst síðastliðinn. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Anna Rögnvaldsdóttir, Hamar Noregi. Hjalti Rögnvaldsson, Osló Noregi. v Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON málarameistari, Engihjalla 9, Kópavogi, sem lést laugardaginn 23. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 2. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Ásta Guðmundsdóttir, Samúel Guðmundsson, Ingvar Ágúst Guðmundsson, Kristín Andersen, Margrét Sigríður Guðmundsdóttir, Ágúst Guðjónsson, Þóra Bjarney Guðmundsdóttir, Ingvar Kristinn Guðmundsson, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Sigfús Sigurþórsson, Björg Guðmundsdóttir, Kristján Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR, Tjörn, Akranesi, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, sem lést mánudaginn 25. ágúst, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 2. september kl. 14.00. Böðvar Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Halla Guðmundsdóttir, Una Guðmundsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Kristinn Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Dóra Guðmundsdóttir, Hrefna Aðalsteinsdóttir, Gunnþórunn Aðalsteinsdóttir, Baldur Ólafsson, Svanur Geirdal, Magnús Þ. Pétursson, Kirstín Benediktsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ólafur G. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.