Morgunblaðið - 04.01.1997, Page 3

Morgunblaðið - 04.01.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAU G ARDAGUR 4. JANÚAR 1997 3 'smÉ, Rafmagnsveitur ríkisins fagna í ár hálfrar aldar afmæli, en þær tóku til starfa 1. janúar 1947. Frá öndverðu hefur hlutverk fyrirtækisins fyrst og fremst verið að afla, flytja, dreifa og selja orku til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína: almenning og atvinnulíf í landinu. Þetta hlutverk sitt hafa starfsmenn RARIK kappkostað að rækja sem best, jafnt í hörðustu hríðarbyljum sem á blíðum sumardögum. Saga RARIK er nátengd sögu íslenska lýðveldisins enda hélst iðnvæðing og efling atvinnulífs í hendur við rafvæðingu í landinu. Þannig hefur raforkukerfið á sinn hátt orðið lífæð samfélagsins, þar sem raforkan er undirstaða daglegs lífs nútímamannsins og aflvaki efnahagslegra og þjóðfélagslegra framfara. RARIK þjónar nú um 90% dreifbýlis í landinu og um 50 þéttbýlisstöðum. Orkuveitusvæði fyrirtækisins skiptist í fimm rekstrarumdæmi: Vesturland, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland og Suðurland. Aðalskrifstofa RARIK er í Reykjavík. RARIK hefur sett.sér það markmið að vera í forystu á öllum sviðum starfseminnar. Meðal þróunarverkefna á síðustu árum má nefna: • Lœkkun kostnaðar með upplýsingatœkni, fjarmœlingum og aflgœslu • Lagningu jarðstrengja og staðsetningu þeirra með aðstoð gervihnatta • Isingarrannsóknir • Nýjungar í sölutilhögun og greiðslumiðlun • Hitaveitu- rannsóknir og nýtt sölukerfi hitaveitu • Stuðning við nýsköpun í ah’innulífi, s.s. ylrœkt, fiskeldi og fiskvinnslu • Nýja tilhögun aðveitustöðva • Útflutning á sérþekkingu. RARIK hefur sett sér það markmið að starfa í sem bestri sátt við umhverfi sitt. Meðal þess sem fyrirtækið aðhefst í tilefni afmælisins er nýtt átak í umhverfismálum, Tré fyrir staur, sem hefst á vori komanda. RARIK EFLIR / HNOTSKÓGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.