Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 Áskorun á stjórnarformann og framkvæmdastjóra Landsvirkjunar: Ahættan er of mikil Beðið um svör við málefnalegum spurningum eftir Svavar Gestsson Nú mun unnið að því að fá er- lenda aðila til að fjármagna byggingu álbræðslu á íslandi. Augljóst er að þúsundir manna byggja miklar vonir á því að þetta fyrirtæki verði reist, það muni skapa atvinnu og auka hagvöxt. Hvort tveggja sé mikilvægt þegar við stöndum að öðru leyti frammi fyrir því að minna verður veitt að næsta ári en á þessu. Þess vegna er eðlilegt að menn taki því fagnandi að ný atvinnutækifæri verði til. Það er ekki hægt að gagnrýna. Hins vegar er álversframkvæmdin svo stór í iðjuveri og orkuveri að nauðsynlegt er að staldra við og kanna málin nákvæmlega áður en lagt er af stað. Það er þrennt sem getur valdið því að fyrirtæki auki hagvöxt á ís- landi til langframa: 1. Orkusalan, enda skili orkuverð tilkostnaði við þær virkjanir sem byggja þarf til þess að iðjuverið geti starfað. 2. Skattar til íslenska ríkisins og til sveitarfélaganna. 3. Vinnulaun þess fólks sem starfar við álverið enda fái þetta fólk ekki vinnu annars staðar og eigi þá, ef það fær vinnu, kost á lægri launum en álverið borgar. Tveir síðastnefndu þættimir eru ekki eins stórir í þjóðarbúskapnum í heild og sá fyrsti. Komið hefur fram hins vegar að skattgreiðslur verða talsverðar og að vinnulaunin verða einnig talsverð, um þetta munar. En hvað þá um orkuverðið sem er lang- veigamesti þáttur málsins? Skilar álverið kostnaðarverði fyrir rafork- una? Er ekki hægt að selja raforkuna á hærra verði í önnur verkefni? Af hverju skyldi verð hækka núna loksins? Förum aðeins yfir orkuverðið. Það liggur fyrir að byggt er á spám. Spámar skila þeim niðurstöð- um að álverð muni fara hækkandi á komandi árum. En hvernig má það vera þegar álverð hefur farið Iækk- andi á undanförnum áratugum að það taki allt í einu upp á því að hækka á næstu áratugum? Tölur liðinna áratuga eru þessar: 1. Meðalverð á áli 1960-1969 var 1.822 dollarar fyrir tonnið. 2. Meðalverð á áli næsta áratug á eftir var 1.818,4 dollarar fyrir tonnið. 3. Meðalverðið á síðasta áratug var aftur á móti 1.648,6 dollarar fyrir hvert tonn af áli. Á síðasta ári var verðið nærri 200 dollurum lægra á tonnið en næstu tvo áratugi á undan. En hverju er svo spáð? Því er spáð að verðið á áli fari hækkandi á næstu ámm og áratug- um: það verði yfir 1.700 dollarar á þessum áratug, fari svo yfir 1.900 dollara og verði síðan um 1.900 doll- arar á tonnið það sem eftir er. Það er með öðrum orðum gert ráð fyrir stórfelldri hækkun á álverði á þeim áratugum sem samningurinn nær til. Ég held að allir sanngjamir menn hljóti að setja spurningarmerki við þessar spár í ljósi reynslu undanfar- inna áratuga. Hvaða rök eru fyrir því að álverð- ið verði næstu áratugi 13% hærra en það var á síðasta áratug? Engin slík rök hafa heyrst. Blanda skapar þegar veruleg vermæti Þá er sagt að í kostnaðarútreikn- ingum Landsvirkjunar sé Blöndu sleppt af því að hún skili engu fyrir þjóðina hvort eð er. En nú liggur einnig fyrir að Blönduorkan selst og að við höfum fyrir hana markað þó í takmörkuðu sé strax í dag: 1. Stjóm Landsvirkjunar hefur ákveðið að selja álverinu í Straum- svík orku frá Blönduvirkjun, að vísu aðeins 170 gígavattstundir fyrir 9 mills kílóvattstundina — það eru pen- ingar líka. 2. Og í annan stað liggur fyrir að efna þarf til viðgerða á rafölunr Búrfellsvirkjunar sem kosta munu um milljarð króna að meðtöldum orkukostnaði meðan á viðgerð stend- ur — og þar kemur Blanda líka að fullum notum. Fróðlegt væri að reikna áldæmið upp á nýtt með því einu að reikna Blönduorkuna á 9 mills. Hér verður fullyrt: Þar með væri orkudæmið til álversins rekið með tapi. En hví ekki að selja orkuna utan með streng? En höfum við þá ekkert með ork- una að gera annað en að selja hana álverksmiðjum? Nú eru hraðvaxandi líkur á því að unnt sé að flytja raforku út með streng og selja hana þannig beint á neytendamarkað. Það liggur fyrir að flutningskostnaður er verulegur en orkutapið á leiðinni er ekki lengur alvarlegt vandamál. En það liggur líka fyrir að neytendamarkaður í Evrópu er tilbúinn til þess að greiða miklu hærra verð fyrir þessa orku en áður. Hér verður því slegið föstu eftír Sigvrð Pálsson Nú er búið að taka ákvörðun um veiðar á íslandsmiðum næsta físk- veiðiár. Þetta var allt ósköp erfítt og hinir bestu menn komu í sjónvarp- ið, önduðu þungt og sögðust ekki gera það með neinni ánægju að sam- þykkja svona nokkuð. Það yrði þó að hugsa fram í tímann og fara gætilega, samviskunnar vegna væri nú ekki annað hægt. Sjávarútvegs- ráðherrann áleit að ef það kæmi í ljós að of varlega hefði verið farið myndum við bara veiða fiskinn seinna og þá yrði hann stærri. Hvaða vísbendingu skyldi hann hafa _um það og hvar hefur það tek- ist? Ég man vel eftir dæminu frá Kanada um árið. Hér á landi höfðu verið fluttar ábyrgar loftræður um þessa vitru og langsýnu menn í Kanada. Þeir veiddu mjög hóflega, voru að byggja upp þorskstofninn sinn. Seinna myndu þeir uppskera eins og þeir sáðu til og veiða vænan físk. Það yrði mikið af honum. Þetta gekk nú ekki beinlínis eftir. Kanada- menn sörguðu upp með illu nálægt helmingi þess sem þeir áætluðu árið 1987 muni ég rétt og sá fiskur var ekki vænn. Hann var smár. Af hveiju var nú þetta? Ég veit ekki hvaða skýringu menn gáfu sjálf- um sér og öðrum þar vestra en við að unnt verði að losna við orkuna frá virkjunum sem eiga að vinna orku fyrir álverið á miklu hærra verði nettó (að frádregnum flutnings- kostnaði) en fæst fyrir orkuna til álveranna. Landsvirkjunarstjórn fjallar nú um sölu á raforku til út- landa með streng. Nauðsynlegt er að þær umræður fari allar fram fyr- ir opnum tjöldum þannig að almenn- ingur í landinu geti metið sjálfur hvaða kostir eru í boði og — sem er ekki síður mikilvægt — geti metið hvaða kostum er í raun verið að hafna með því að selja orkuna til álfyrirtækjanna með þeim hætti sem gert er ráð fyrir. Rafmagnið hækkar í verði til almennings Loks er því haldið fram af forráða- mönnum Landsvirkjunar og iðnaðar- ráðherra að unnt verði að veija al- menning fyrir hækkunum á raforku- verði í landinu hvað sem gerist með álverið. Það er ekki rétt. I fyrsta lagi hlýtur raforkuverðið að verða hærra en ella yrði vegna byggingar nýju álveranna. Það segir sig sjálft, en það hefur aldrei verði reiknað út hvaða hagvexti lægra raforkuverð til heimila og fyrirtækja myndi skila sérstaklega. í öðru lagi liggur það fyrir að Landsvirkjun ætlar sér að hækka raforkuna frá virkjunum sínum í rauntölum um 5% nú í haust — þar með er auðvitað verið að búa í hag- inn til þess að fela — eða hvað? — kostnaðinn við þessar virkjanir. Rök — en hver eru gagnrökin? Ég hef í þessari samantekt leitt fengum að heyra í umræðuþætti í sjónvarpinu hér að þama hefði kom- ið hafís. Þetta þótti nú sumum leik- mönnum heldur svona óklárt en ef fískfræðingi dugði þetta gat almenn- ingur ekki farið fram á meira. Ég hélt satt að segja að hafísinn gæti nú varla ráðið þessu, hann hafí sést þama fyrr. Þetta leiðir hugann að því hvemig almenningur er fóðraður á upplýs- ingum um fjöreggið sitt. Það er orð- ið árvisst að nýliðun í þorskstofninum er skoðuð og almenningur fær frétt- ir af ástandinu. Mér er í minni að hér um haustið, það hefur verið ’88 eða ’89 að fískifræðingur kom í sjón- varpið oftar en einu sinni til að segja frá ástandinu. Nýliðun var mjög lítil og til samanburðar var sýnd nýliðun frá ’76. Það var nú heldur blóm- legra. Þetta var látið duga og svo áttum við að halda að mikil nýliðun ’76 hefði gefíð góðan veiðistofn. Ég skildi manninn svo þó hann segði ekkert um það. A.m.k. væri ekki að vænta mikillar veiði úr árgangi sem væri eins lélegur og nýliðunin á þvl ári sem hefði verið rannsakað, benti til. Nú er frá því að segja að árgang- urinn frá ’76 varð ekki að góðum veiðistofni heldur skilaði þessi fískur sér slælega í veiði. Ætli menn hafí kannski ekki beðið nógu lengi eða kom hafís? Hefði þetta gerst í heiðatjöm býst Svavar Gestsson „Fróðlegt væri að reikna áldæmið upp á nýtt með því einu að reikna Blönduorkuna á 9 mills. Hér verður full- yrt: Þar með væri orku- dæmið til álversins rek- ið með tapi.“ rök að því að 1) álverð muni að öllum líkindum fara lækkandi á komandi áratugum eins og það hefur farið lækkandi á undanfömum áratugum; 2) það er fráleitt að reikna Blöndu á núlli inn í orkudæmið eins og gert er; 3) ekki verður unnt að veija al- menning fyrir hærrá raforkuverði með þeim aðferðum sem Landsvirkj- un virðist ætla að hafa; 4) það er unnt að selja raforku á neytendamarkað erlendis á betra verði en því sem gert er ráð fyrir í nýjum álsamningunum. ég við að mörgum hefði þótt þetta eðlilega, ætið hafí ekki verið nóg handa öllum þessum fiskum. Okkur er sífellt ætlað að skilja að þetta sé allt öðm vísi í hafinu, enda er það svo stórt og svo er það líka salt. Maður hugsar og gruflar. Hvemig er þetta? Hafí nú fískur of lítið að éta hér og vaxi ekki, getur hann þá bara farið eitthvað annað til að éta? Veit kannski einhver um stað þar sem töluvert er að éta en ekki fískur til að nýta sér það? Hvemig ætli þetta sé? Maður skilur fátt og því færra sem fleira tínist til af upplýsingum og rökum. Hvemig getur það líka gerst að fréttamenn segi okkur frá því árlega í útvarpinu að það hafí komið í ljós í rannsóknarleiðangri að þó fundist hafí fá seiði hafí þau verið stór og falleg. Það getur varla verið tilviljun að svona er talað. Þykir físki- fræðingum það kannski skrýtið að fískur vaxi betur þegar færri em um ætið? Mig er farið að gmna það enda trúi ég að svona tal hjá fréttamönn- um spretti af tali fiskifræðinga. Því er það að þegar ráðamenn þurfa að taka stórar ákvarðanir um fiskveiðar mega þeir varla byggja þær á „ráð- leggingum sérfræðinga" nema að takmörkuðu leyti. Talsmátinn og fræðslan er tæplega svo miklu vand: aðri þegar talað er til þeirra. Hér er um fjöregg okkar að ræða og þó að 5) ekki sé um jákvæð hagvaxtar- áhrif að ræða af fyrirtækinu því að tap á orkusölunni étur upp ávinning- inn af sköttum og starfslaunum í álverinu. Því þá ekki sjálfstætt fyrirtæki? En þrátt fyrir þetta virðist þið ætla að keyra þennar. samning í gegn og þá spyr ég: Af hveiju emð þið ekki tilbúnir til að fallast á þá hugmynd Finnboga Jónssonar að hér verði um að ræða sjálfstætt orkufyr- irtæki? Þar með sæist í raun hvað orkan kostar og þar með væri al- menningur á íslandi varinn fyrir því að tapinu af þessu fyrirtæki mætti velta yfír á neytendur — og þá sæist líka gróðinn betur, ef það er gróði af fyrirtækinu sem ég leyfi mér að draga í efa. Ef þið emð ekki tilbúnir til að gera þetta að sjálfstæðu fyrirtæki þá bendir það því miður til þess að þið hafíð óhreint mél í pokahominu — eða að þið hafíð að minnsta kosti gmnsemdir um það að þetta sé ekki eins gróðavænlegt fyrirtæki og þið viljið að öðm leyti vera láta. Skorað á Jóhannes og Halldór að svara Mér er tjáð að Atlantsálfyrirtækin hafí ráðið sér sérstakan áróðursfull- trúa. Mér sýnist að hann hafí verið iðinn við kolann að undanfömu. Er ekki nauðsynlegt í nafni lýðræðis og frelsis að það fari fram málefnaleg umræða um þetta mál á jafnréttis- gmndvelli? Til þess er þessi grein skrifuð hvort sem forráðamenn Landsvirkjunar em tilbúnir til að svara henni eða ekki. Það kemur í ljós. En hér með er skorað á form- ann eða framkvæmdastjóra Lands- virkjunar að svara þessari grein og að hrekja röksemdir hennar. Höfundur er þingmaður fyrir Alþýðubandalagið íReykjavík og fulltrúi í iðnaðarnefnd Alþingis. þægilegt geti verið í þjóðfélagi verka- skiptingar að ráða einn til að vita þetta og annan til að vita hitt, þarf fleira til. Þeir sem ákvarðanir taka þurfa að vita býsna mikið sjálfír og það er nú meira en gmnur hjá mér að margur þingmaðurinn okkar hafi ekki byggt það á mikilli eigin þekk- ingu þegar síðast var ákveðið að halda áfram núverandi fískveiði- stefnu. Nú hefur verið ákveðið að veiða lítið, of lítið. Það getur ekki leitt annað af sér en að seinna verði lagt til að veiða minna. Mér sýndist að sama dauða höndin sem lagðist yfír veiðar í ám og vötnum sé lögst yfir veiðamar í sjónum. Rökin em svo lík fyrir öllu þessu. Fiskimið þola ekki frekar en þurrlendið að of margir séu um fæðuna. Þá vex engin skepna, allt veður smátt og ræfílslegt. Þann- ig er á gmnnslóð við Island og það sama gildir víða á djúpmiðum. Þegar fískur er smár og horaður er bara hægt að draga einn lærdóm af þvl. Fiskamir em of margir miðað við fæðuframboðið. Hægt er að ráða við fiskafjöldann en ekki er háegt að stýra fæðuframboðinu. Þess vegna er það röng veiðistjómun að friða smáfísk eins og nú er gert. Hólfín sem sífellt er verið að loka vegna smáfísks í afla gefa lítið eða ekkert af sér í stóram fiski síðar. Ég verð sífellt meira var við skiln- ing hins almenna manns á því hversu vonlaus fískveiðistefnan okkar er. Líkingin við heiðavötnin er of sláandi til að henni verði afneitað lengi enn. Það er því trú mín að vilji ráðamenn halda tiltrú almennings megi sinna- skiptin ekki dragast lengi. Höfundur er málari í Reykjavík. Eru mennimir eins ábyrgir og þeir halda? Andreas Trappe og stóðhesturinn Týr frá Rappenhof, skærasta stjama heims- meistaramótsins í Sviþjóð. KYNBÓTAHROSS í FREMSTU RÖÐ Á nýafstöðnu heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Svíþjóð sló stóðhesturinn Týr í gegn með eftirminnilegum hætti og vann til þriggja gullverðlauna: í flokki yngri stóðhesta, í fjórgangi og í tölti. Týr er hreinræktaður og skyldleikaræktaður af Kolkuóssgrein Svaðastaðastofnsins. Á hrossaræktarbúinu á Árbakka í Landsveit eru ræktuð hross af sama stofni, og á bænum eru til sölu folöld og tryppi náskyld hestinum. S JÓN ER SÖGU RÍKARI, MUNIÐ SÖLUSÝNINGARNAR Á ÁRRAKKA ALLA LAUGAROAGA Árbakki hrossaræktarbú 851 Hella • Símar 98-75041/91-77556

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.