Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 28
28 ^ORGVNBLAÐID LAUGAKDAGUR 2,4. ,ÁGÚST 1,9^1 Hver verð- ur aflrauna- meistari? KEPPNIN um titilinn Aflrauna- meistari Islands verður haldin á Akureyri í dag, laugardag og hefst hún kl. 10 við Iþróttahöll- ina, en leikurinn mun því næst berast niður á sundlaugarsvæðið og að kirkjutröppunum. Þátttak- endur í mótinu verða 12, þar á meðal margir af sterkustu mönn- um landsins, en keppt er í 8 greinum. Keppnin hefst við íþróttahöllina þar sem keppt er í 30 metra bíl- drætti, þá verður farið yfir á sund- laugarsvæðið þar sem keppt verður í tunnuhleðslu, þriðja þrautin felst í því að draga bíl með höndunum, dekkjakast og steinkúluhleðsla koma þar á eftir og síðan svokölluð íslandsbankaganga þar sem kepp- endur ganga með 90 kílóa þyngd í hvorri hendi ákveðna vegalengd. Keppt verður í reiptogi yfir sund- laugina kl. 15 og síðasta greinin hefst kl. 16.30 en það er um að ræða kirkjutröppuhlaup, þar sem keppendur hlaupa með 50 kíló á bakinu upp tröppurnar að Akur- eyrarkirkju. Umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára böm UMFERÐARFRÆÐSLA fyrir 5 og 6 ára gömul börn verður á Akur- eyri dagana 26. til 29. ágúst. Kennt verður í grunnskólunum í bæn- um, en þetta er í annað sinn sem börnum á þessum aldri gefst kostur á að sækja námskeið umferðarskólans. Það eru skipulagsnefnd Akur- eyrar, lögreglan og Umferðarráð sem standa að fræðslunni í sam- vinnu við grunnskólana á Akureyri, en fóstrur og lögreglumenn annast kennsluna. Hvert barn kemur tvisv- ar og er í um það bil eina kiukku- stund í senn. Meðal annars er farið Dagvistardeild Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða sem allra fyrst forstöðumann við nýtt skóladagheimili að Hamri. Fóstrumennt- un er áskilin og reynsla við störf á skóladagheim- ili og/eða kennslu mjög æskileg. Umsóknarfrest- ur er til 30. ágúst nk. Við getum veitt aðstoð við útvegun húsnæðis. Allar nánari upplýsingar um starfið gefur deildar- stjóri dagvistardeildar í síma 96-24600 kl. 10-12 virka daga. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dagvistardeild og hjá starfsmannastjóra Akur- eyrarbæjar, sem veitir upplýsingar um kaup og kjör. Deildarstjóri dagvistardeildar, Ingibjörg Eyfeils. Til sölu Til sölu eru eignir þrotabús Jónasar Halldórssonar (Alifuglabúsins Fjöreggs). Helstu eignir eru: 1. Fasteignirnar Sveinbjarnargerði 2 og Svein- bjarnargerði 2c, Svalbarðsstrandarhreppi. Um er að ræða íbúðarhús, fimm alifuglahús, alifugla- sláturhús, starfsmannahús og verkfærageymslu auk ca 4 ha af ræktuðu landi. Heildarfasteignamat kr. 45.150.000,-. 2. Bústofn: U.þ.b. 15.000 varphænur og u.þ.b. 23.300 kjúklingar í uppeldi á ýmsum aldri auk eggja í útungun. 3. Vélar og tæki. Búr fyrir 10.000 varphænur, 2 fóðursíló með áfylling- arbúnaði og 9 fóðurkerfi fyrir kjúklinga. Mazda sendibifreið árg. 1987, Citroen fólksbifreið árg. 1982, M. Benz fólksbifreið árg. ’79 (skemmd), tvær Ursus dráttarvélar, tveir traktorsvagnar, auk þess ýmis smærri tæki og verkfæri, búnaður á skrif- stofu, í mötuneyti o.fl. 4. Birgðir: U.þ.b. 4 tonn af eggjum, kjúklingar og kjúklingahlutar ca 2 tonn, auk þess nokkur lager af umbúðum, krydd- vörum o.fl. Virkur framleiðsluréttur búsins á þessu ári er 153.504 kg í kjúklingum og 122.064 kg í eggjum. Eignirnar sejast sem ein heild eða í hlutum. Tilboðum skal skila til undirritaðs í síðasta lagi þriðju- daginn 3. sept. nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Arnar Sigfússon hdl., bústjóri, Hafnarstræti 108, Akureyri. Sími: 96-25919. Fax: 96-21499. yfir nokkrar mikilvægar umferðar- reglur fyrir gangandi fólk, fjallað um hjólreiðar og nauðsyn þess að allir skuli nota bílbelti og bílstóla. Sýndar verða umferðarkvik- myndir og sögð sagan „Fía fjörkálf- ur“ eftir Unni Stefánsdóttur fóstru með leikbrúðum eftir Sjöfn Olafs- dóttur fóstru. Fræðslan fer fram í Barnaskóla Akureyrar, Síðuskóla og Oddeyrar- skóla á mánudag og þriðjudag, 26. og 27. ágúst, og í Lundarskóla og Glerárskóla á miðvikudag og fimmtudag, 28. og 29. ágúst. Akureyringur með reiðtygjaverksmiðju í Póllandi: Framleiðir áttatíu hnakka á mánuði Hestakerrur og reiðfatnaður væntanlegur á markaðinn Á MÓTSSVÆÐI heimsmeistaramótsins í hestaíþróttum í Svíþjóð á dögunum voru ýmsir aðilar með sölu á varningi tengdum hesta- mennsku. Meðal þeirra sem þarna voru að kynna og selja sinn varning var Herbert Ólason, betur þekktur undir nafninu Kóki, en hann hefur búið um árabil í Þýskalandi og fengist við hrossa- verslun en er nú kominn út í framleiðslu reiðtygja. Kóki var þarna með nýjan hnakk sem hann kallar „Kóki Grand Prix“ og er framleiddur í Póllandi. Sagð- ist hann vera með um 20 manns í vinnu við framleiðslu hnakkanna og annarra reiðtygja svo sem höf- uðleðra, tauma, múla og beislis- méla. Þá hefur hann nýverið hafið framleiðslu gúmmí hófhlífa og sagði að ekki væri hægt að eyði- leggja þær enda fylgdi þeim hálfs- árs ábyrgð og auk þess væru vænt- anlegar svokallaðar skrölthlífar úr leðri. „Ég framleiði um 80 hnakka á mánuði og hafa viðtökurnar verið hreint frábærar. Það hefur tekið á annað ár að hanna hnakkinn og mér sýnist sem vel hafi til tekist. Það virðist samdóma álit þeirra sem prófað hafa hnakkinn að hann sé einstaklega þægilegur og fari vel á hesti,“ sagði Kóki og bætti við að fjórir af liðsmönnum íslenska landsliðsins hafi fengið hnakk hjá honum og hyggist ríða í þeim næsta vetur.„Alls hafa verið framleiddir 650 hnakkar. Ég kom með fimmtíu hnakka hingað til Svíþjóðar og eru þeir allir farnir“. Hnakkar eru orðnir alltof dýrir en ástæðan fyrir því er sú að af- kastageta annarra framleiðanda er ekki nægileg fyrir markaðinn. Það Metsölublað á hverjum degi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.