Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 Stjómun fiskveiða eftir Jóhann * Arsælsson Mikil umfjöllun hefur átt sér stað að undanförnu um stjórn fisk- veiða og hefur nýlega út komin skýrsla frá Hafrannsóknastofnun um ástand fiskistofna hleypt lífi í umræðuna. Það hafa reyndar komið oft áður upplýsingar um slæmar horfur, en núna eru þau tíðindi sem okkur eru flutt mun alvarlegri vegna þess að sú stjórn á fiskveiðunum sem komið var á 1983 og átti að- eins að vera til bráðabirgða meðan verið væri að ná upp fiskistofnun- um hefur skilað okkur fram á árið 1991 í sömu sporum. Það er því augljóst að skoða verður þessi mál alveg upp á nýtt og finna út hvað hefur farið úr- skeiðis. Það er mín skoðun að kvótakerfið sem hér er í gildi sé svo meingallað að það geti aldrei tryggt þann besta afrakstur af fiskistofnunum sem því er ætlað. Af þeim viðbrögðum sem komið hafa fram í fjölmiðlum vegna skýrslunnar má sjá að þeir sem vilja viðhalda núverandi fyrir- komulagi benda á sameiningu veiðiheimilda og hagræðingu í rekstri til lausnar á þessum vanda. Allt frá því að kvótakerfinu var komið á hafa menn haldið því fram að það stuðli að jákvæðri þróun með sameiningu aflaheimilda, minnkun fískiskipastólsins og hag- ræðingu í útgerð. Allir vita að sameining aflaheim- ilda hefur fram að þessu ekki skil- að þeirri hagræðingu sem menn hafa vænst. Það má einnig með rökum draga í efa að þær veiðiheimildatilfærslur sem hafa orðið, hafí verið til góðs. Það er til dæmis vandséð að það sé til bóta að færa aflaheimildir frá hefðbundnum bátaveiðum til togveiða en aðalbreytingamar hafa einmitt verið í þá átt. Þrátt fyrir slakan afrakstur í útgerð undanfarin ár hefur flotinn venð að stækka. í kjölfar þeirrar umræðu sem varð í aðdraganda síðustu kosn- inga hefur sú ríkisstjóm sem nú situr sett sér það markmið að end- urskoða stjórn fiskveiða þannig að tryggt verði að fiskistofnarnir verði óvefengjanlega sameign þjóðarinnar, eða þannig skilur þjóðin að minnasta kosti texta stjórnarsáttmálans. Það er augljóst hveijum manni sem gefur gaum að þessu máli að engin leið er að ná þessu markm- iði með núverandi kvótakerfi. eftir Ólaf Ólafsson íslendingum er tryggð samfé- lagsrekin heilbrigðisþjónusta og jafnframt er kveðið svo á um í lögum að allir landmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita (lög um heilbrigðisþjónustu 97/1990). Við gerð laga um heilbrigðisþjónustu var meðal annars tekið tillit til eftirfarandi: 1. Fólk býr yfir lítilli reynslu og þekkingu á gæðum og kostum þjónustunnar og er því ekki vel í stakk búið að velja og hafna líkt og það gerir í matvöru-, bygging- ar- eða klæðaverslunum. Fólk get- ur, oft ekki dæmt fyrirfram um Stjórnin hlýtur þess vegna að verða að hverfa frá núgildandi fyr- irkomulagi við stjórn fískveiða. Það gengur augljóslega ekki að afhenda útgerðarmönnum rétt til veiða sem þeir mega selja að vild sinni öðrum sem síðan geta afskrif- að þennan rétt sem hverja aðra eign og notfært sér fjárfestinguna til skattafrádráttar á venjulegan hátt. Þetta fyrirkomulag bindur smám saman hendur þjóðarinnar gagnvart þeim aðilum sem fá veiði- réttinn í hendur. Þeir munu verða óvefengjanlegir eigendur veiðirétt- arins og munu gera tilkall til þess að auðlindinni verði stjórnað fyrst og fremst með tilliti til þeirra hags- muna. Það þætti heimskur eigandi lax- veiðiár sem afhenti hana ókeypis og gæfi fullt leyfi til framsals af- notaréttar um alla framtíð og ætl- aði sér það eitt hlutverk að lesa af laxateljaranum og gefa upp hve marga fiska megi veiða það og það árið. Umræðan sem fram hefur farið sýnir að þjóðin mun ekki sætta sig við það hlutskipti. Við þá endurskoðun á stjóm veiðanna sem framundan er þurfa menn að setja sér eftirfarandi markmið: 1. Að stuðla að verndun og hag- kvæmri nýtingu þeirra verðmæta sem lífríkið í sjónum gefur af sér og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. 2. Að tryggja til frambúðar óve- fengjanlegan eignarrétt þjóðar- heildarinnar á auðlindum hafsins. 3. Að kerfið sem tekið verður upp þarf að vera sívirkt og það þarf að vera hægt að beita því með mismunandi þunga gagnvart fisktegundum og veiðiaðferðum. Einnig til að bæta meðferð afla og vernda smáan fisk. 4. Að vera réttlátt gagnvart öll- um sem starfa að sjávarútvegi. 5. Að vera einfalt og ekki hvetj- andi til undanbragða. 6. Að það gefi ekki milliliðum færi á að braska með veiðiheimild- ir. Einungis hefur verið bent á tvær leiðir sem augljóslega tryggja framtíðareignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindinni. Önnur leiðin er að selja veiðileyfí. Hin er að taka upp sóknarstýringu. Sala veiðileyfa Þeir sem aðhyllast veiðileyfasöl- una virðast vera sáttir að mestu leyti við núgildandi kvótakerfi og virðast telja að einungis þurfi að selja veiðileyfin til að góð framtíð- arskipan sé komin á í þessum efn- „Þeir er kjósa markaðs- stefnu eða auknar „eig- in greiðslur sjúklinga“ í heilbrigðisþjónustunni verða að hafa í huga að fjölmargir ellilífeyr- isþegar, öryrkjar og smábarnaforeldrar eru ekki samkeppnisfærir á þeim markaði." hvort ákveðin læknismeðferð eigi rétt á sér eða komi þeim best. Ef það síðan seint um síðir kemst að raun um að svo hafi ekki verið, Jóhann Ársælsson „Það er enginn vafi á því að með sölu veiði- leyfanna fengjum við fjölmörg ný vandamál að glíma við en sætum auk þess uppi með öll gömlu vandamálin sem fylgja núverandi kvóta- kerfi nema að eignar- rétturinn yrði auðvitað tryggður.“ um. Umræðan um kvótakerfið eft- ir að farið yrði að selja veiðileyfin snýst þess vegna aðallega um þau vandamál sem bætast við ef sú skipan verður tekin upp. Þeir sem vilja að reynt verði að bæta úr hinum fjölmörgu göllum sem eru á núgildandi stjórn fiskveiða geta ekki stutt veiðileyfasöluna nema nýjar hugmyndir komi fram þar sem ráðin er bót á hinum fjöl- mörgu vandamálum sem nú er að glíma við við stjórn veiðanna. Sala veiðileyfa myndi óneitan- lega tryggja þjóðinni eignarréttinn ef salan yrði fijáls til hæstbjóð- anda. Veiðileyfasala mun hins veg- ar hraða gífurlega breytingum á því útgerðarfyrirkomulagi sem nú er ríkjandi. Fjársterkir aðilar og þeir sem hafa aðgang að lánafyrir- gi-eiðslu munu hrifsa til sín veiði- leyfin. Eftirtaldir hópar myndu líklega keppa um veiðiheimildirnar: 1. Fjársterk útgerðarfyrirtæki, vegna veiða sinna eigin skipa. 2. Útflutningsfyrirtæki, til að varðveita markaðshlutdeild sína, til dæmis á ferskum fiski (og um- er það venjulega of seint. Það getur t.d. ekk keypt sér nýtt líffæri eða líffærahluta líkt og um riýjan spariklæðnað væri að ræða. Það gagnar því lítið að leita annars læknis! Þetta mælir með því að heilbrigðisþjónustan sé í flestum tifellum rekin af læknum á föstum launum og að þjónustan sé undir ströngu opinberu gæðaeftirliti. 2. Fjöldi manns er ekki sam- keppnisfær í markaðsrekinni heil- brigðisþjónustu. Sjúkrahúsþj ónusta: Samkvæmt heilbrigðisskýrslum eru um 10% af heildarmannfjölda hérlendis 65 ára og eldri, en yfir 60% af heildarlegudagafjölda á bráðasjúkrahúsum (Landspítalan- um og FSA) eru nýtt af þeim sem eru 65 ára ogeldri. Ef barnadeild- ir eru taldar með er hlutfallstalan yfir 70%. Heilsugæsluþj ónusta: Niðurstöður landskannana Landlæknisembættisins 1974, 1981 og 1988 leiða í ljós að boðsmenn erlendra kaupenda). 3. Fiskvinnslustöðvar, til að tryggja sér hráefni. 4. Byggðasamlög hagsmunaað- ila í sjávarútvegi og sveitarstjóma, til að reyna að tryggja framtíð byggðarlaganna. -5. Stór fjölbreytilegur hópur af smærri kaupendum, vena eigin útgerðar. 6. Spákaupmenn, til að selja aftur þegar verðið hækkar. Það er alveg ljóst að sterkustu aðilarnir munu keyra upp verðið til að byija með til að tryggja að- stöðu sína á markaðnum. Ýmsir aðilar t.d. sveitarfélög myndu nauðbeygð verða að taka þátt í þessari keppni um fjöregg sitt. Þegar þetta kerfi hefði svo feng- ið að aðlaga sig aðstæðunum með tilheyrandi gjaldþrotum og byggðaröskun er líklegt að mjög stór hópur núverandi sjálfstæðra útgerðarmanna muni verða kom- inn í ánauð við að fiska fyrir hina sterku kvótaeigendur sem nái síðan kostnaðinum vegna kvóta- kaupanna til baka með lægra fís- kverði til sjómanna og útgerðar. Það má þó benda á að þróun í þá átt sem hér er lýst er hafín undir því kerfi sem nú er í gildi en hún fer miklu hægar vegna núgildandi réttinda útgerðarinnar til ókeypis úthlutunar veiðiheimilda. Það er enginn vafi á því að með sölu veiðileyfanna fengjum við fjöl- mörg ný vandamál að glíma við en sætum auk þess uppi með öll gömlu vandamálin sem fýlgja nú- verandi kvótakerfí nema að eignar- rétturinn yrði auðvitað tryggður og ríkið væri búið að koma sér upp nýjum tekjustofni vegna kvótasöl- unnar. Sóknarmarkskerfi Sú hugmynd sem undirritaður setti fram ásamt Guðjóni A. Krist- jánssyni í vor í Morgunblaðinu um sóknarmarkskerfí með aflagjaldi byggir í grundvallaratriðum á allt öðrum forsendum en kvótakerfið hvort sem kvótakerfíð er með eða án veiðileyfasölu. Hugmyndin byggist á að komið verði á miklu einfaldari stjórnun sem geti þó virkað gagnvart öllum sem nýta sér sjávarfang og að það verði hægt að beita henni með mismunandi þunga gagnvart físk- tegundum og veiðiaðferðum. Einnig til að bæta meðferð afla og til verndunar smáfísks. Stjórnunin felst í eftirfarandi þrem höfuðþáttum: 1. Sérstakri fiskveiðistjórn sem komið verði á skal heimilt að hafa Ólafur Ólafsson 45-50% þeirra er leita til heilsu- gæslunnar eru börn, unglingar og ellilífeyrisþegar. Svipaðar niður- stöður má lesa úr rannsóknum frá Egilsstöðum (Guðmundur Sig- urðsson og félagar), Bolungai'vík áhrif á veiðar fiskiskipa, með álagningu gjalds sem miðast skal við magn þess afla, af hverri teg- und sem að landi kemur, af hveiju skipi. Gjaldið skal vera mismunandi hátt, bæði milli tegunda og innan hverrar tegundar, til dæmis hærra fyrri smáan fisk eða iélegan. Gjaldið skal endurskoðað með hæfílegu millibili, með tilliti til ástands hverrar tegundar og nýj- ustu upplýsinga um veiðarnar. Gjaldið skal renna í sjóð sem nota skal m.a. til úreldingar skipa. Einnig skal heimilt að greiða úr sjóðnum uppbætur á veiðar á vannýttum tegundum og veita styrki til tilraunaveiða. Sjóðurinn gæti nýst til marg- víslegra þarfa vegna starfsemi sjávarútvegsins. Gjald þetta á ekki að íþyngja sjávarútveginum, það á fyrst og fremst að vera stjórntæki. 2. Banndagakerfi skal sett á sem tryggi að sókn flotans aukist ekki þegar á heildina er litið. 3. Svæðabundin veiðibönn með líku sniði og nú tíðkast eru nauð- synlegur þáttur í því að vemda smáfisk og koma í veg fyrir tjón í lífríkinu. Um veiðileyfi og endurnýjunar- reglur skipa myndu einnig gilda svipaðar reglur og nú eru. Það er mín skoðun að öll markm- iðin sem talin voru hér að framan náist betur með sóknarmarkskerfi en hinum kerfunum auk þess sem fijálsræði yrði miklu meira. Umræðan sem fram hefur farið um núgildandi kvótakerfi og þá vankanta og galla sem því fýlgja hefur örugglega sannfært marga um að það verði að taka á fleiru í sambandi við stjórn fiskveiða heldur en eignarréttinum. Þessi mál þurfa öll mikla um- ræðu og það verður að stefna að víðtækri sátt um þau. Margir urðu þess vegna bæði undrandi og vonsviknir þegar það varð ljóst hvemig rikisstjórnin ætl- ar að starfa að þessum málum, hvorki meira né minna en þijár nefndir eiga að fjalla um málið en fyrst skal þó sú sérkennilegasta af þessum þrem nefndum (tveggja manna með tveim formönnum) ná samkomulagi um hver sé stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Ég tel að sjávarútvegsnefnd Al- þingis sem er haldið til hliðar í málinu sé sýnd óvirðing en í þeirri nefnd væri eðlilegast að umfjöllun- in yrði mótuð. Það er mjög ámælisvert að stjómvöld skuli setja þessi mál í þann farveg sem þau hafa ákveðið og vonandi endurskoða þau þá af- stöðu sína, því hér er svo stórt mál á ferð, að reyna verður til þrautar að ná um það víðtæku samkomulagi. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið á Vesturlandi. (Pétur Pétursson) og Borgarnesi (Skúli Bjarnason og félagar). At- hugun á högum fólks með lang- vinna sjúkdóma á Reykjavíkur- svæðinu á árunum 1967-1987 sýn- ir að það hefur „misst af velferðar- bylgjunni" hvað varðar efnahag og aðbúnað og er því ekki vel af- lögufært. Lokaorð: Þeir er kjósa markaðsstefnu eða auknar „eigin greiðslur sjúklinga“ í heilbrigðisþjónustunni verða að hafa í huga að ljölmargir ellilífeyr- isþegar, öryrkjar og smábarnafor- eldrar eru ekki samkeppnisfærir á þeim markaði. Þetta vandamál verður að leysa áður en stefnan er tekin á aðra póla í heilbrigðisþjónustunni á kostnað þeirrar jafnréttisstefnu sem hér hefur verið fylgt lögum samkvæmt. Það verður t.d. að taka tillit til lágs kaupmáttar þeirra hópa sem hér er rætt um. Höfundur er landlæknir. Jöfnuður í heil- brigðisþj ónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.