Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Mark í lokin og Grindavík vann EINAR Daníelsson tryggði Grindvíkingum sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík á lokamínútunni í Grindavík með góðu marki á lokamínútu leiksins eftir góða ~s?ókn Grindvíkinga. Keflvíkingarnir náðu forystu í leiknum strax á 8. mínútu þegar Marko Tanasic vippaði bolt- anum yfir Þorstein Bjarnason í marki Grindvíkinga eftir misheppnað út- spark Þorsteins. Keflvíkingar drógu sig nokkuð til baka og heimamenn sóttu Frímann. Ólafsson skrifar frá Grindavík eftir markið öllu meira. Keflvíkingar sáu sjálfir um að jafna þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Fyrirgjöf kom fyrir mark Keflvíkinga og Kristinn Lýiðbrandsson ætlaði að hreinsa frá markinu en tókst ekki betur til en svo að hann skaut í eigið mark. Leikurinn varð mjög þófkenndur eftir markið og grófur. Ari Þórðar- son dómari hafði ekki nógu góð tök á leiknum. Hann lyfti gula spjaldinu 6 sinnum og því rauða einu sinni. Það fékk Gestur Gylfason ÍBK. „Já, ég er mjög ánægður með þetta vegna þess að við vorum und- ir í hálfleik og höfðum þessa þolin- mæði sem þarf og mér fannst við _alltaf sterkari aðilinn í spilinu," Ómar Torfason lék vel. sagði Bjarni Jóhannsson sigurreifur þjálfari Grindvíkinga eftir leikinn. Leikurinn var mikill baráttuleik- ur eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Omar Torfason lék vel í öftustu stöðu en lið Grindvíkinga var jafnt. Gestur Gylfason rekinn af velli. Keflvíkingar voru að vonum óhressir í leikslok því dýrmæt stig fóru í súginn í toppbaráttunni. Jó- hann Magnússon og Ólafur Péturs- son voru þeirra fremstir en framlín- an var bitlaus. Haukar fallnir niður í 3. deild Haukar féllu endanlega í 3; deild eftir að hafa tapað fyrir ÍR, 3:0, í Breiðholti í gærkvöldi. IR-ingar eru hins ■IH vegar enn með í Stefán baráttunni um Stefánsson l. deildarsæti. sknfar ÍR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik, en það tók þá 45 mínútur að koma knettinum í netið hjá Hafnfirðingum. Þar var að verki Tryggvi Gunnars- son. Hann fékk einnig gott tækifæri til að bæta við marki skömmu síðar er hann lék í gegnum vörn Hauka og á markvörðinn, en mistókst að koma knettinum yfir marklín- una. Síðari hálfleikur var slakur, meiri harka og mikið um óþarfa brot hjá leikmönnum. Pétur Jónsson gerði annað mark ÍR á 82. mín. með skoti af stuttu færi. Kjartan Kjartansson batt síðan endahnútinn á sigur Breiðhyltinga þegar hann gerði þriðja markið sex mínútum síðar. Maður leiksins: Njáll Eiðsson, ÍR. KNATTSPYRNA / BIKARURSLIT KVENNA GefumalK okkar í leikinn - segirÁsdís Þorgilsdóttiriyrirliði ÍBK „ÞETTA verður örugglega erf- itt, en við ætlum að gefa allt okkar í leikinn og svo er bara ^ð sjá hver úrslitin verða. Skagastúlkurnar eru með sterkt lið, mikla reynslu og þær eru af flestum taldar mun sig- urstranglegri, en baráttan hef- ur verið okkar beittasta vopn sem hef ur fleytt okkur alla leið í úrslitin og það getur allt gerst þegar bikarleikir eru annars vegar,“ sagði Ásdis Þorgils- dóttir fyrirliði ÍBK um bikarúr- slitaleikinn. Asdís sem er aðeins 16 ára göm- ul eins og reyndar flestar stúlknanna í ÍBK fær það erfiða hlutverk að stjórna liði sínu gegn hinu reynslumikla Björn liði IA sem leikur í ^oföndal 1. deild. Keflavíkur- sknfarfrá stúlkurnar sem leika Kefiavik f 2_ deild hafa þó komið á óvart og þær gerðu sér lítið fyrir og slógu út tvö 1. deildarl- ið á leið sinni í úrslitaleikinn. ÍBK hefur ekki sent lið til keppni í deildarkeppninni í tvö ár og er lið- ið að uppistöðu stúlkur sem leikið hafa í 2. flokki. Þó eru í liðinu 4 stúlkur sem allar hafa talsverða reynslu eins og þær Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteins- dóttir sem eru betur þekktar úr ..iíörfuknattleiknum og síðan syst- urnar Helga og Katrín Eiríksdætur. „Við vitum ekki mikið um Skag- aliðið því við höfum aldrei mætt því eða séð það í leik. En við vitum þó að Skagastúlkurnar þykja harðar í horni að taka, þær hafa mikla leik- reynslu og miðjan hjá þeim er sterk. „Ég geri ráð fyrir að við munum Teika líkt og í síðustu leikjum, leggja áherslu. á sterkan varnarleik og Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Ásdís Þorgilsdóttir, ÍBK. beita síðan skyndisóknum við hvert tækifæri sem gefst. Síðustu daga höfum við haft allan hugann við þennan leik því þetta verður stór stund fyrir okkur allar og við mun- um leggja okkar að mörkum til að gera þetta að spennandi og skemmtilegri viðureign. . Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson íris Steinsdóttir verður í eldlínunni með Skagastúlkum gegn ÍBK í dag. Við megumekki vanmeta ÍBK - segirJónína Víglundsdóttirfyrirliði ÍA erfið. Við unnum Stjörnuna ogÞrótt Neskaupstað og svo Val í undanúr- slitum í hörkuleik." Jónína leikur í dag sinn fimmta úrslitaleik í bikarkeppninni. „Ég hef allt of oft tapað í úrslitaleik, eða þrisvar sinnum og það er mikið meira en nóg og ég er staðráðin í að vera í sigurliði nú,“ sagði hún. Aðspurð um leikstaðinn sagði hún: „Það er undarleg ráðstöfun vallarstjóra Laugardalsvallar að leyfa okkur ekki að leika þar. Við eigum alveg eins mikinn rétt á að leika í Laugardalnum og karlmenn- irnir og við erum búnar að hafa jafnmikið og þeir fyrir því að kom- ast í úrslitin. Það fylgir því sérstök tilfinning að leika á Laugardalsvell- .inum,“ sagði Jónína. „VIÐ megun alls ekki vanmeta IBK, og gerum það ekki,“ sagði Jónína Víglundsdóttir, fyrirliði Skagastúlkna um bikarúrlsita- leik kvenna gegn ÍBK sem fram ferídag kl. 14. á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Það er mikill hugur í okkur fyr- ir úrslitaleikinn og ekkert ann- að en sigur kemur til greina, en við megum þó alls ekki vanmeta and- ■■■■■i stæðingana úr Sigþór Keflavík. Þær hafa Eiríksson sýnt það og sannað skrifar að þær geta lagt hvaða lið sem er að velli eftir að þær sigi-uðu 1. deildar- lið Breiðabliks'og Þórs á leiðinni í úrslit," sagði Jónína. „Okkar leið í úrslit var einnig ÚRSLIT DEILD Fylkir - lA.....................0:0 ÍR-Haukar.......................3:0 Tryggvi Gunnarsson (45.), Pétur Jónsson (82.), Kjartan Kjartansson (88.) Selfoss-Þór.....................0:1 - Sigurður Orri Sigurðsson (4.) Grindavík - ÍBK.................2:1 Sjálfsmark (60.), Einar Daníelsson (90.) - Marko Tanasic (8.) Tindastóll - Þróttur............0:2 - Goran Micic (29.) og Sigfús Kárason (55.) Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍA 15 12 1 2 46: 9 37 ÞÓR 15 9 2 4 31: 19 29 ÞRÓTTUR 15 8 3 4 21: 17 27 GRINDAVÍK 15 8 2 5 23: 16 26 ÍBK 15 7 4 4 33: 18 25 ÍR 15 8 1 6 39: 27 25 FYLKIR 15 4 6 5 19: 20 18 SELFOSS 15 5 2 8 22: 27 17 HAUKAR 15 1 2 12 11: 49 5 TINDASTÓLL 15 1 1 13 14: 57 4 Markahæstir Arnar Gunnlaugsson, ÍA............13 Tryggvi Gunnarsson, ÍR.......... 12 Einar Daníelsson, Grindavík.......10 Þórður Guðjónsson, ÍA.............10 Halldór Áskelsson, Þór.............9 Júlíus TryggvasOT, Þór...........9/6 Marko Tanasic, ÍBK...............8/3 Leikir sem eftir eru: Hl6. umferð: ÍA—Grindavík, Haukar—Tindarstóll, Þór— ÍR, iBK—Selfoss, Þróttur—Fylkir. Hl7. umferð: Þróttur—ÍA, Fylkir—Haukar, Tindarstóll— Þór, ÍR—iBK, Selfoss—Grindavík. Hl8. umferð: ÍA—Selfoss, Haukar—Þróttur, Fylkir—Þór, ÍBK—Tindarstóll, Grindavík—ÍR. 3. DEILD Dalvík - Reynir....................6:1 Ágúst Sigurðsson 2, Jón Örvar Eiríksson, Gísli Davíðsson, Sverrir Björgvinsson, Sjálfsmark - Garðar Níelsson vsp. Þróttur - Leiftur.................0:1 - Þorlákur Árnason. Völsungur-KS.....................1:0 Hörður Benónýsson. Fj.leikja U J T Mörk Stig LEIFTUR 16 10 2 4 36: 17 32 DALVÍK 16 8 3 5 37: 27 27 BÍ 15 8 3 4 26: 16 27 ÍK 15 6 5 4 37: 26 23 VÖLSUNGUR16 6 5 5 17: 20 23 SKALLAGR. 15 6 4 5 35: 37 22 ÞRÓTTURN. 16 5 5 6 34: 29 20 MAGNl 15 4 3 8 33: 43 15 KS 16 3 5 8 17: 23 14 REYNIRÁ. 16 3 3 10 20: 54 12 Úrslitaleikur eldri flokks: ÍBV-Valur......................3:2 Þýskaland Dynamo Dresden — Bayern Munchen.0:2 Um helgina Knattspyrna Laugardagur Bikarúrslit kvenna: Varmárv. IA-ÍBK....................kl. 14 1. deild kvenna: Neskaupsst. Þróttur-Þór.............kl. 14 3. deild karla: Kópavogsv. ÍK - Magni..............kl. 14 ísafjarðarv. B! - Skallagrímur..kl. 14 Úrslitakeppni 4. deildar: IGÍ-völlur Grótta-Hvöt.............kl. 14 Ólafsv. Víkingur-Höttur............kl. 14 Sunnudagur Bikarúrslit karla: Laugardalsv. FH - Valur............kl. 14 HMinningarleikur um Ingimund Guð- mundsson verður á Garðsvelli á mánudags- kvöld kl. 19. Þar leika Víðir og Suðurnesja- úrvalið. HKróksmótið í knattspyrnu fer fram á Sauðárkróki um helgina. Keppt verður i 3 flokkum: 5., 6. og 7. flokki. Siglingar íslandsmótið í kjölbátasiglingum hófst í gærkvöldi og verður framhaldið í dag og á morgun. Keppnin fer fram á Kollafirði og við eyrarnar á Sundunum. 15 bátar eru skráðir til leiks og eru þeir af ýmsum stærð- um oggerðum allt frá 16 fetum upp í 34 fet. Golf MIKILL fjöldi opinna golfmóta verður víða um land um helgina. Á Höfn í Hornafirði verður 20 ára afmæl- ismót GHH í dag og á morgun, sunnudag. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Opna TM-mótið verður á Blönduósi í dag og á sunnudag og þar verða einnig leiknar 36 holur með og án forgjafar. Nissanmótið verður hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í dag og á Olafsvík verður GJÓ-mótið og fyrir þá sem eru með 20 eða meira í forgjöf verður Samverksmótið á Strandai’velli á Hellu. Á morgun, sunnudag verður Echostar- mótið i Garðabæ og Timburmenn á Selfossi. Pfaff-öldungamótið verður í Mosfells- bænum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.