Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBiAÐIÐ LAUGAUUAGUK 24. ÁGÚST 1991 * © 1990 Jim Unger/Dislfibuled by Umversal Press Syndicale ,,ég l/eík eXXL hi/cxS 'tg erbúmnaÁ btÁ\ Lerigb- J-bann er mefrúricf rrútt." Ást er . .. stundum erfið barátta. TM Reg. U.S. Pat Off.—all nghts reserved © 1991 LosAngelesTimesSyndicate Þú borðar ekki eplin án þess að þvo þau. Einhver séreinkenni? HOGNI HREKKVISI rJ~ 1 „ /NNANH'JSA AfC.K/rEr.r/NH e/c AUtJ T/L LÖSO.. ■ Er uppnumning Maríu þjóðsaga? Við þekkjum uppstigningardag Drottins. Árni Bjömsson segir okkur í „Sögu daganna", bls. 58: „Fj'örutíu dögum eftir upprisuna steig Jesús upp til himna, skv. Nýja testament- inu. í Evrópu þóttust menn víða búast við þrumu eða a.m.k. helli- dembu á þeirri stundu, þegar Jesús setti gat á festingu himinhvels svo að regnið steyptist niður um eins og flóðgátt. „Vegna flugs Krists til himna var það líka venja,“ segir Árni, „að borða fuglakjöt á þessum degi.“ Það er skemmtilegt, hvernig fólkið ptjónaði þjóðsögu við alvar- lega sögu Biblíunnar (Mk. 16,19/ Lk. 24,51/ Post. 1,6-11), sem við játum einnig í trúaijátningu okkar. En hvernig er það nú með upp- numningu Maríu til himna? Stendur hún líka með berum orðum í Biblí- unni? Nei. Er hún þá á móti Biblí- unni? Nei, hún er í samræmi, ekki við bókstafinn, heldur við anda Biblí- unnar og líka við trúarjátningu Níkeu (325 e.Kr.) að María sé „móð- ir Guðs“. Það er skiljanlegt að guð- fræði og guðsþjónusta kirkjunnar framkvæmi fyrst og fremst kennslu og hátíðisdaga Drottins, t.d. páska og jólin. En fólkið gat lesið í Bibl- íunni að María samþykkti að vera móðir Drottins og líka að María, móðirin, var ekki langt frá, í Norður- ísrael, þ.e.a.s. í Nasaret, þegar Jesús hékk á krossinum. Nei, hún var hjá honum í Júdeu, á Hauskúpustað. Kristið fólkið gerði ályktun. Jesús hafði sagt, að sá sem gefur bikar vatns að drekka mundi alls ekki missa af launum sínum. Mundi Hann þá gleyma þjáningum móður sinnar við krossinn? Ómögulegt. Það var sæmilegt að hún, sem var þá sverði níst í sálu sinni eins og Símeon hafði spáð, að hún mátti líka taka þátt í dýrð sonarins. Potuit, decuit, ergo fecit: Hann gat gjört það, það var sæmilegt, svo gerði hann það, segja guðfræðingar um uppnumningu Maríu. En er mögulegt að rökfesta það nánar með Biblíunni? Ég held það. Biblían segir okkur að Jesús sé með kirkju sína „alla daga allt til enda veraldar" (Mt. 28,20). Hann lófaði líka að senda heilagan anda, anda sannleikans, til að vera með postu- lanum „að eilífu". (Jh. 14,16). Meg- um við þá ekki trúa að Jesús, „höfuð kirkjunnar, líkama síns“ (Kol. 1,18) standi við orð sín og að hann láti ekki villast kirkju sína með meira en 900 milljónir meðlima? Þess vegna spurði Píus XII páfi alla bisk- upa kirkjunnar hvort þeir tryðu að María, móðir Jesú, væri líka með dýrðlegum líkama sínum hjá Jesú? Svarið var algjörlega jákvætt. Þá var fyrir páfa enginn efi að hann mátti gera uppnumningu Maríu að trúarsetningu og hann gerði það 1950 til gleði fyrir kristna menn, sem þakka Maríu að hún gaf okkur frelsara og tók þátt í þjáningu Jesú á Golgata. í Kana bað hún fyrir brúðhjónum, mundi hún ekki biðja fyrir oss á himnum? Kristinn -----t-M----- Einkennileg yfirlýsing Það er ekki laust við að mér finn- ist einkennileg yfirlýsing prófessors Amórs Hannibalssonar í DV 20. ágúst þar sem hann er nýkominn úr ferð frá Sovétríkjunum. Hann segir að allir sem hann hafi talað við á ferðum sínum hafi farið frem- ur neikvæðum orðum um Gorbatsj- ov og jafnvel að hann sé hataður af fjöldanum. Það lítur út fyrir að fólkið hafi talað þvert um huga sinn vegna ótta við gamla kerfið eða það viti ekki að Gorbatsjov reyndi að gera sitt besta til þess að þjóðin öðlaðist frelsi undan einræðinu og járhæl guðleysisins. Fólk er hrætt um líf sitt og frelsi, ef það lætur heyrast að það meti manninn, sem það veit þó undir niðri að vildi þjóð- inni allt það besta. En hann er ekki almáttugur og enginn má við margnum. Að kennna Gorbatsjov um matarskort og fátækt er alveg fráleitt. Þetta er margra ára undir- okun og óstjórn að kenna. Filippía Kristjánsdóttir Heilræði Munið - björgunar- vesti fyrir alla mlisbát- sveija. Klæðist hlýj- um fatnaði og góðum hlífðarfötum í áberandi lit. Ofhlaðið ekki bátinn ogjafnið þunganum rétt. Hreyfið ykkur sem minnst og sýnið sér- staka varúð, er skipta þarf um sæti. Víkveiji skrifar Nýlega eignaðist Víkveiji fímm hljóðsnældur, sem gefnar voru út fyrir nokkrum árum. Þær eru með leiðsögn fyrir ferðafólk allt frá Reykjavík og austur að Skaftafelli í Öræfum og hefur Franz Gíslason samið textann, en þau Kristín Ólafsdóttir og Ævar Kjartansson lesa. Fyrsta snældan lýsir leiðinni frá Grensásvegi í Reykjavík og austur að Selfossi. Sú númer tvö lýsir leiðinni frá Selfossi að Markarfljótsbrú og tek- Verðum með Armaflex Á góðu verði pípueinangrun í hólkum, plötum og limrúllum frá Þ. ÞORGRÍMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 ur þá við snælda, sem gerð er fyrir spottann milli Markarfljóts og Víkur í Mýrdal. Hin fjórða er svo frá Vík og austur að Kirkju- bæjarklaustri og síðan er hin fimmta frá Klaustri og í Skaftafell. Raunar segir þulurinn við Skaftafell eða þegar þangað er komið að næstu spólu geti viðkom- andi keypt í söluskálanum í þjóð- garðinum, en því miður er því ekki að heilsa, því fyrirtækið, sem gaf út snældurnar „Leiðsögn um landið“ fór á hausinn og þetta gagnmerka framtak varð því mið- ur ekki meira. Fyrirhugað mun hafa verið að gefa út snældur yfir allan hringveginn, en markaðsá- tak þessa fyrirtækis mun því mið- ur ekki hafa tekizt. Þessar snældur eru þannig upp byggðar að ökumanni er gert að aka sem næst á 70 km hraða, en Víkveija reyndist óhætt að fara upp í um 80 km hraða án þess að verða á undan spólunum. Spól- urnar eru mjög skemmtilegar og ferðamenn fá fyrsta flokks leið- sögn um landið. Þeim er bent á að horfa til vinstri og hægri og þá munu fyrir augu bera hitt og þetta. Frásögnin er svo krydduð með tilvitnunum í fróðleik um það sem fyrir augu ber og lesið er upp úr ýmsum bókmenntum og sagan kynnt. Spólurnar eru ófáanlegar, en svo segir Víkveija hugur að hér sé um mjög áhugavert framtak að ræða og ef rétt væri að málum staðið, yrði unnt að selja þessar spólur og láta fyrirtækið standa undir sér. Að vísu er einn galli á spólunum, að menn geta lítið sem ekkert gagn af þeim haft, ef ekið er í vestur og þyrfti því að gefa hringveginn út í leiðsögn bæði fram og til baka. Þá mun þetta fyrirtæki, „Leiðsögn um landið“ einnig hafa gefið út spólur sem þessar fyrir þá, sem aka Þingvalla- hringinn. Nokkur sala mun hafa orðið í þeirri leiðsögn, en því mið- ur munu þær einnig vera ófáanleg- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.