Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 11 Hið dulúðuga landslag Myndlist Eiríkur Þorláksson Með hvequ ári sem líður koma fleiri erlendir listamenn hingað til lands til að upplifa landið, um- hverfið og náttúruna, og til að takast á við það í myndverkum sínum. Þessi þróun er einkar ánægjuleg, ekki bara vegna þess að slíkt eykur hróður landsins á heimaslóðum listafólksins, heldur ekki síður vegna þess að í verkum þeirra geta íslendingar oft séð eigið land í nýju ljósi; áherslur þeirra og myndsýn er önnur en heimafólksins, og brýtur upp þá hefðbundnu ímynd landsins, sem sffellt er haldið fram. Það eru fáir erlendir listamenn sem kjósa að endurskapa ímyndir Gullfoss og Geysis, eða sólskinið á sumar- dögum ferðabæklinganna; það er oftast eitthvað annað sem heillar meira. Nú stendur yfir í Hafnarborg í Hafnarfirði sýning á verkum bandarísku listakonunnar Joan Backes. Hún stundaði sitt listnám við University of Iowa og Nort- hwestern University, og kennir Það vill stundum gleymast, þegar rætt er um gildi höfuðborg- arsvæðisins og þann miðpunkt mennta- og menningarlífs sem þar er að finna, að yfírgnæfandi meirihluti fullorðins fólks þar er aðeins fyrsta eða önnur kynslóð bæjarbúa. Annaðhvort fluttu við- komandi sjálfir til suðvestur- hornsins, eða þá foreldrar þeirra; ræturnar liggja annars staðar, og þannig er það t.d. aðeins minni- hluti fullorðinna borgarbúa sem lítur á sig sem Reykvíkinga. Flest- ir hinna aðfluttu tengjast enn sínum uppeldisstöðvum sterkum böndum, eins og eðlilegt er. Því er þetta nefnt hér, að nú stendur yfír í Stykkishólmi sýning á myndum listmálarans Steinþórs Sigurðssonar. Hann ólst upp í Hólminum, en sótti listnám til Reykjavíkur, Svíþjóðar og Spánar, og hefur síðan lengst af búið og starfað í iðu listalífsins í höfuð- borginni, bæði sem listmálari og ekki síður sem leikmyndahönnuð- ur, einkum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Vegna þessa er ekki víst að allir átti sig á hvaða þátt uppeldisstöðvarnar hafa átt í list- ferli Steinþórs, og því er sýningin í Stykkishólmi vel til þess fallin að rifja upp fyrstu kynni hans af myndlistinni. Sýningin á málverkum og teikningum Steinþórs Sigurðsson- ar er fyrsta sýningin sem haldin er í nýopnuðu Byggðasafni Snæ- nú við Kansas City Art Institute samhliða því að vinna að list sinni. Hún dvaldi hér á landi sumarið 1989 fyrir tilstilli styrks frá Uni- versity of Missouri-Kansas City, en hefur áður m.a. dvalið í Skot- landi. Það hlýtur að vera umtalverð breyting fyrir einstakling, sem er alinn upp á gróðursælum sléttum miðríkja Bandaríkjanna að koma í gróðursnautt, vogskorið fjalla- land úti ,í miðju Atlantshafi. Ákveðnir staðir, einkum á Snæ- fellsnesi, hafa heillað hana, en þó er jafnframt ljóst, að listakonan hefur framar öðru fundið fyrir því andrúmslofti, sem henni fannst hvíla yfír landinu, og þeirri dulúð, sem það gefur einstökum þáttum þess. Hughrifín sem Joan Backes hefur orðið fyrir koma ef til vill best fram í því hversu ríkjandi hinn græni litblær er í mörgum myndanna. Móamir, túnin, mýr- arnar, engin, mosabreiðurnar og kjarrið gefur af sér þennan mjúka blæ, sem margir dragast að. Einn- ig hefur hún skynjað vel gráma þokunnar, rigningarinnar og skýj- fellinga, sem er í Norska húsinu, en það er elsta húsið sem enn stendur í Stykkishólmi. . Svo skemmtilega vill til að listamaðiy- inn er fæddur og alinn upp í þessu húsi, þannig að hér passar allt eins og best verður. Myndirnar á sýningunni eru úr Hólminum, eins og hann var á mótunarárum Steinþórs, eða frá fimmtán ára aldri til tuttugu og þriggja ára aldurs, áárunum 1948 til 1956. í sýningarskrá kemur fram, að listamaðurinn var hvattur áfram: „Þú átt að festa gamla Hólminn afarsins, sem sveipar allt landið móðu, svo að einstök atriði taka á sig huglægar ímyndir þjóð- sagna. Um eiginlegar staðarlýsingar er vart að ræða nema í stóru pappírsmyndunum. Fjöldi lista- manna hefur tekist á við Snæfell- sjökul og jafnvel Eldborg, en Búðakirkja hefur ekki orðið mörg- um að myndefni; myndin „Kirkjan á Búðum um miðnætti" hefur yfír sér sterkan en einfaldan blæ. „Gömul hestaslóð" er sér á báti, og tengist vel þeirri dulúð, sem litlu myndirnar leitast við að túlka. Uppistaða sýningarinnar er um fímmtíu litlar myndir, sem eru unnar með egg-tempera á tréplöt- ur. Þessi tækni er ævagömul, og byggir á að blanda uppleyst litar- efnin með eggjahvítu, og mála síðan á tréplötur, sem hafa verið pússaðar með þetta í huga. Þetta er seinleg vinnuaðferð, sem krafð- ist mikillar þolinmæði og vand- virkni, og gaf aðeins kost á að gera myndir á litlum flötum, svo vel væri. Meistarar 14. og 15. aldar unnu sín stórvirki á þennan á blað, lífíð við höfnina og ekki síst það sem er á hverfanda hveli.“ Steinþór fylgdi þessum ráðum dyggilega í teikningunum. Hið fyrsta sem vekur athygli er að hann hefur snemma verið góður teiknari og haft gott auga fyrir myndefni; þannig má heita víst að í teikningunni „Undir vegg“ (nr. 1) frá 1949 geti að líta ein- hveija þá persónuleika síns tíma, sem allir gamlir Hólmarar kann- ast við. Einnig má benda á mynd- ir sem hann gerði 1952 frá höfn- inni og slippnum; öll myndbygg- ing og teikning er þroskuð og Joan Backes: An titils. hátt, en eftir að olíulitir komu til, var mögulegt að vinna stærri myndir en áður á auðveldari máta; gamla aðferðin lagðist því af. Listakonan er því á vissan hátt að hverfa til fyrri tíma, með því að nota þessa tækni hér. Bæði stærðin og vinnuaðferðin eiga sinn þátt í að magna þessar myndir upp. Þær eru mjög af- markaðar að efni til, þar sem marglita steina, vörður og kletta ber við baksviðið, í þeirri undar- legu birtu, sem þetta efni ber með sér. Þetta eru ímyndir, en ekki staðarlýsingar; þær byggja á því dularfulla samspili sem maðurinn og landið hafa leikið um aldir. markviss, sem og val sjónarhorna, eins og t.d. í teikningunni „Við brunndæluna" (nr. 12). — Ein teikningin frá þessu sumri, „Úr Letisundi“ (nr. 13), varð ijórum árum seinna fyrirmyndin að því olíumálverki af Norska húsinu, sem einkennir sýninguna. Það er í olíumálverkunum, sem listmenntunin kemur best fram hjá Steinþóri, og bera sumar myndanna keim af ýmsu því sem hann hlaut að rekast á í skólan- um. Fyrsta olíumálverkið gerði Steinþór fímmtán ára, og er þetta lítil, einföld og innileg mynd af kaþólska prestinum á leið til messu, og er furðu lítill byijenda- bragur á henni. En í mynd frá 1949 („Horft út dalinn," nr. 19) Aðeins fáar myndanna (vörðu- myndirnar) er hægt að segja að hafí til að bera sérstaklega íslenskt yfirbragð, en dulúðin er einna sterkust í þeim. Joan Backes er afkastamikil í list- inni, ef dæma má eftir þeim fjölda sýninga, sem hún hefur haldið eða tekið þátt í. Sýningin í Hafnar- borg er í sjálfu sér ekki stórvirki, en ber henni gott vitni sem lista- manni, sem er næmur á umhverfi sitt, og tekst að koma því vel til skila í verkum sínum. Það er ekki á allra færi. Sýning Joan Backes í Hafnarborg stendur til sunnudagsins 24. ág- úst. má þegar greina að geometrísk form kúbismans eru til staðar. Það má einnig kenna ákveðna liststíla í málverkum frá 1954, („Út Hafnargötu", nr. 22 og „Rautt þak“, nr. 23), en listamað- urinn virðist einungis nota slíkt þegar það styrkir myndbygging- una. í bestu myndunum er það ekki síst þekkingin á viðfangsefninu, sem skilar hinum góða árangri. „Vetrarkvöld" (nr. 26) er afar hlý mynd, þrátt fyrir viðfangsefnið; dauf birtan fyllir áhorfandann öryggi og kyrrð, sem aðeins sá sem þekkir hvert hús í myndinni getur túlkað. Og „Veiðigleði“ (nr. 31) er hið eilífa viðfangsefni æsk- unnar sem elst upp í þessu um- hverfi; einföld myndbyggingin gerir fyrirmyndina tímalausa, þannig að þarna gætu verið á ferðinni jafnaldrar listamannsins, börn þeirra eða barnabörn enn í dag. Fyrir gesti í Stykkishólmi er upplífgandi að skoða þessa sýn- ingu og ganga síðan um elsta hluta bæjarins, og sjá hversu vel hefur tekist að halda í horfinu, þrátt fyrir ailt; sum sjónarhornin frá myndum Steinþórs eru lítt breytt enn í dag. Fyrir listunnend- ur almennt minnir sýningin á að rætur listafólks eru mikilvægar fyrir feril þeirra. Sýningin á verkum Steinþórs Sigurðssonar í Norska húsinu í Stykkishólmi mun standa út ág- ústmánuð. Hólmurinn í kringum ’50 Jöklaferðir hf.: Nýr skáli á Hálsa- skeri tekirni í notkun NÝR skáli Jöklaferða hf. á Hálsaskeri við Skálafellsjökul var formlega tekinn í notkun síðastliðinn þriðjudag, og var honum valið heitið Jöklasel. I skálanum er veitingasalur og gistiaðstaða fyrir um 40 ferða- menn, en auk þess er þar að- staða fyrir starfsfólk Jökla- ferða hf. Að sögn Tryggva Árnasonar, framkvæmdastjóra Jöklaferða hf., hófust framkvæmdir við smíði Jö- klasels í október síðastliðnum, en þá voru sökklarnir steyptir. Fram- kvæmdir hófust svo að nýju í byij- un júní og er þeim nú að mestu lokið. Skálinn er tveggja hæða og er um 180 fermetrar að flatar- máli, en hann er teiknaður af arki- tektunum Áma og Sigbimi Kjart- anssonum. Jöklasel er í um 840 metra hæð yfír sjávarmáli, og þangað liggur um 16 km akvegur frá þjóðvegin- um, sem þó er aðeins fær fjórhjóla- drifnum bílum. Ferðamönnum gefst kostur á að fara í ferðir frá Jöklaseli á Vatnajökul á vélsleðum eða í snjóbílum á vegum Jökla- Morgunblaðið/Hallur Jöklasel, hinn nýi skáli Jöklaferða hf. á Hálsa- skeri við Skálafellsjökul. Fyrsti áfangi nýrrar upplýsinga- og þjónustumið- stöðvar, sem tekinn hefur verið í notkun á tjald- stæðinu á Höfn í Hornafirði. ferða hf., en daglegar ferðir eru að skálanum frá Höfn á tímabilinu frá 15. júní til 9. september. Frá 1. apríl til 15. júní og frá 10. til 30. september er svo hægt að panta ferðir fyrir að minnsta kosti fimm manna hópa. Á Höfn hefur verið tekinn í notkun fyrsti áfangi nýrrar upp- lýsinga- og þjónustumiðstöðvar á tjaldstæðinu í bænum, sem bæjar- félagið hefur kostað uppbyggingu á, en Jöklaferðir hf. hafa gert þriggja ára leigusamning varðandi rekstur hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.