Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 19 Sólin skein glatt þegar forseti íslands gróðursetti í Sauðárgili í Skagafirði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldi barna fylgdist með gróðursetningunni. Skagafjörður: Frá Lýtingsstaðahreppi var haldið að Amarstapa og minnis- merki um Stephan G. Stephansson skoðað. Frá Arnarstapa er gott útsýni og sýndu þeir Sigurður Haraldsson oddviti Seyluhrepps og Broddi / Björnsson oddviti Akra- hrepps forsetanum helstu kenni- leiti í héraðinu. Þá var ekið að Brekkuseli, nýjum skála skátafé- lagsins Eilífsbúa. Forsetinn er verndari íslensku skátahreyfingar- innar og vígði skálann eftir að hafa gróðursett nokkur tré. Fyrir hönd Eilífsbúa ávarpaði Inga Andreassen félagsforgingi gesti og að skilnaði færðu skátarnir forset- anum að gjöf ritsafnið „Saga Sauð- árkróks" eftir Kristmund Bjarna- son ásamt hópmynd af félags- mönnum. Við undirbúning heimsóknarinn- ar hafði Vigdís forseti lýst yfir sérstökum áhuga á að skoða Víði- mýrarkirkju og var það gert eftir heimsóknina til Eilífsbúa. Kirkjan er frekar lítil og meira en ald- argömul. Þegar inn í hana var komið óskaði Vigdís eftir því að uppáhaldssálmur hennar, „Þú Guð sem stýrir stjarna her“, yrði sung- inn og var það gert. Anna Kristj- ánsdóttir kirkjuvörður sýndi for- setanum kirkjuna og sagði sögu hennar. Er forsetinn var á leið úr kirkju bar að nokkra forseta frá norræn- um verslunarráðum sem halda ráð- stefnu á Sauðárkróki um þessa helgi. Forseti eistneska verslunar- ráðsins, Peeter Tammoja, var í þeim hópi og notaði hann tækifær- ið til þess að þakka Vigdjsi forseta fyrir þann stuðning sem íslending- ar hafa sýnt Eistlendingum. Hátíðardagskrá í opinberri heimsókn forseta Islands OPINBER heimsókn forseta íslands í Skagafjarðarsýslu og Sauðár- krókskaupstað hófst í gær. Heimsókninni lýkur á sunnudag en á meðan á henni stendur mun forsetinn ferðast víða um Skagafjörð ásamt fylgdarliði og standa fyrir gróðursetningu á ýmsum stöðum. Heimsóknin hófst með móttöku- athöfn á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók laust eftir kl. 9 í gær- morgun, en þangað kom forsetinn með flugvél Flugmálastjórnar. Fjölmenni tók á móti forsetanum á flugvellinum. Oddviti héraðs- nefndar Skagafjarðarsýslu, Þor- steinn Ásgrímsson, flutti ávarp og bauð forsetann velkominn, en skagfirskir skátar stóðu heiðurs- vörð. Forsetinn ræddi við fólk og heilsaði börnum sérstaklega. Karlakórinn Heimir beið forsetans á Alexandersvelli og söng lagið „Skín við sólu Skagafjörður“. Að lokinni móttökuathöfn á flugvellinum hélt forsetinn að Tón- listarskólanum á Sauðárkróki þar sem snæddur var morgunverður frá matvælaframleiðendum í Skagafirði. Ávarp flutti Magnús H. Siguijónsson framkvæmda- stjóri sýslunefndar en að því loknu flutti Karlakórinn Heimir nokkur lög. Vigdís forseti þakkaði fyrir sönginn og sagði að það gleddi sig sérstaklega að sjá hve margir ung- ir menn væru í kórnum. Að loknum morgunverði var far- ið upp á Nafir, að útsýnisskífu sem þar er, og Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri á Sauðárkróki sýndi forsetanum bæinn og næsta ná- Álftamýrarskóli: Steinunn Armanns- dóttir sett skólasljóri STEINUNN Ármannsdóttir hef- ur verið sett skólastjóri Álfta- mýrarskóla í Reykjavík til eins árs. Steinunn tekur við starfinu af Ragnari Júlíussyni, sem hefur gegnt því frá stofnun skólans árið 1964. Á fundi skólamálaráðs fyrir skömmu hlaut Steinunn öll fimm atkvæði. Þá mæltu áheyrnarfulltrú- ar kennara, skólastjóra og Samfoks með skipan hennar, sem og fræðslu- stjórinn í Reykjavík. Auk Steinunn- ar sóttu um þeir Eiríkur Hilmarsson og Sigurður Hólm Þorsteinsson. Steinunn Ármannsdóttir Steinunn úrskrifaðist með kennsluréttindi úr Háskóla Islands árið 1978. Síðan hefur hún kennt við Álftamýrarskóla. Eiginmaður Steinunnar er Markús Örn Antons- son borgarstjóri og eiga þau tvö börn. grenni. Því næst var haldið í Sauð- árgil sem er hluti af útivistarsvæði bæjarbúa. Þar gróðursetti forset- inn fyrsta tréð í heimsókninni, en þau áttu eftir að verða fleiri. í þetta sinn gróðursetti hann þijú birkitré og naut við það dyggrar aðstoðar frá börnum og ungmenn- um sem þarna voru. Sagði Vigdís að eitt tijánna væri gróðursett fyrir drengi annað fyrir telpur en hið þriðja fyrir þau börn sem væru enn ófædd. Vigdís hvatti börnin til þess að leggja sitt af mörkum til skógræktar og einnig áminnti hún þau um að sýna tungunni ræktarsemi, þau mættu t.d. ekki heilsa með „hæi“ eða „bæi“. Slíkt hefði enga merkingu og væri ekki íslenska. Islendingar heilsuðu með því að segja „komdu blessaður“ og „vertu sæll“. Að lokinni gróðursetningu hélt forsetinn ásamt fylgdarliði að Safnahúsinu á Sauðárkróki. Þar var opnuð sýning á málverkum . skagfírskra listamanna en öll verk- in á sýningunni nema eitt hefur Sauðárkróksbær nýlega keypt af hjónunum Gyðu og Ottó Miehelsen. Við opnunina færðu þau hjónin Sauðárkróksbæ að gjöf málverkið „Furðustrandir" eftir Jón Stefáns- son en það er af vesturósi Héraðs- vatna. Forseti bæjarstjórnar, Knútur Aadnegard þakkaði þeim Gyðu og Ottó fyrir höfðinglega gjöf og lýsti um leið yfir þeirri skoðun sinni að með málverkum þessum yrði lagður grunnur að Listasafni á Sauðárkróki þar sem verk eftir skagfirska listamenn yrðu undirstaðan. Við sarna tæki- færi gaf Sigurður Sigurðsson list- málari málverk sitt „Af Holta- vörðuheiði". Forsetinn skoðaði sýninguna undir leiðsögn Ottós og Gyðu Michelsen en síðan var litið inn í bókasafn bæjarins sem er í sama húsi. Laust fyrir hádegi fór forsetinn ásamt fylgdarliði í Lýtingsutaða- hrepp þar sem íbúar hreppsins buðu til hadegisverðar í félags- heimilinu Árgarði. Áður en sest var að borðum skoðaði Vigdís for- seti bókasafn hreppsins í fylgd Rósmundar Ingvarssonar form- anns bókasafnsnefndar. Lýsti for- setinn yfír ánægju sinni með hve safnið væri vel búið bókum miðað við aðstæður en í hreppnum búa tæplega 400 manns. Við upphaf hádegisverðarins bauð Elín Sigurð- ardóttir oddviti Lýtingsstaða- hrepps, forsetann velkominn og að honum loknum fluttu böm úr hreppnum ljóð og sungu lög. For- setinn þakkaði öllum hreppsbúum sem í salnum voru persónulega fyrir hlýjar móttökur. En að skiln- aði færðu þeir henni að gjöf hnakkagjörð brugðna úr hrosshári að gömlum sið af Margréti Ing- varsdóttur frá Ytri-Mælifellsá. Frá Víðimýrarkirkju var haldið að félagsheimilinu Miðgarði í Varmahlíð en þangað höfðu íbúar Staðar-, Seylu og Akrahrepps boð- ið forsetanum og fylgdarliði til kaffisamsætis. í samsætinu voru yfir 300 manns. Séra Gísli Gunn- arsson í Glaumbæ bauð forsetann velkomna og flutti héraðslýsingu. Síðan hófst tónlistarflutningur. Stefán R. Gíslason lék á píanó en dóttir hans, Berglind, á flautu. Karlakórinn Heimir söng nokkur lög en Richard Simm lék með á píanó og kona hans, Jacqueline, á óbó. Séra Dalla Þórðardóttir frá Miklabæ ávarpaði forsetann og færði henni að gjöf forláta disk úr steinleir frá íbúum hinna þriggja hreppa. Diskurinn var gerður af listakonunni Önnu Sigríði Hróð- marsdóttur. I gærkvöldi sat forsetinn kvöld- verðarboð bæjarstjórnar Sauðár- króks á Hótel Mælifelli en í dag mun hún halda áfram ferðalagi sínu um Skagafjarðarsýslu og meðal annars ferðast um Hofs- hrepp og koma að Hólum í Hjaltad- al. Morgunblaðið/Þorkell Framsóknarmenn skoða fiskeldi Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður tók í gær á móti þingflokki og landsnefnd Framsóknarflokksins í fiskeldisstöðinni ísnó í Keldu- hverfi, þar sem hann er stjórnarformaður. „Steingrímur Hermanns- son spurði mig hvort sínir menn gætuu ekki fengið að sjá fískirækt- arævintýri í Lónum á leið sinni um Norðurland," segir Eyjólfur. „Mér þótti sjálfsagt að taka á móti þeim og síst verra að þeir höfðu samþykkt ályktun þar sem fagnað er áfanganum sem náðst hefur í samskiptum íslands og Eystrasaltsríkja. Ég tók við ályktuninni og kynnti hana á fundi utanríkismálanefndar í fyrradag.“ Á myndinni tekur Eyjólfur Konráð á móti Steingrími. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.