Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 ÁRNAÐ HEILLA (Ljósmst. Nærmynd) HJÓNABAND. Brúðhjónin Anna Birna Ólafsdóttir og Oddgeir Tveiten voru gefin saman í Langholtskirkju 13. júlí sl. af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni. Heimili þeirra er í Ósló. Ljósm. Sigr. Bachmann. HJÓNABAND. Þann 20. júlí voru gefin saman í hjónaband af séra Pálma Matthías- syni, Inga Ivarsdóttir og Björn Jóhannsson. Heimili þeirra er að Reykjavíkurvegi 28. (Ljósmst. Nærmynd) HJÓNABAND. Brúðhjónin Ólöf Breiðfjörð og Gunnar Guðbjörnsson voru gefin saman 28. júlí sl. í Dómkirkjunni af séra Jóni Þorsteinssyni. Heimili þeirra er í Wiesbad- en, Þýskalandi. (Mynd. Hafnarfirði) HJÓNABAND. Þann 10. ágúst voru Óttar Guðjónsson og Hlín Magnúsdóttir gefin saman af séra Einari Eyjólfssyni í Víði- staðakirkju. Þau eru til heimilis að Lindars- eli 2 Rvík. Ljósm. Sigr. Bachmann. HJÓNABAND. Þann 6. júlí voru gefin saman í hjónaband í Stöðvarfjarðarkirkju af séra Gunnlaugi Stefánssyni, Kristjana Jóhannesdóttir og Páll Grétar Steingríms- son. Heimili þeirra er að Álftamýri 34. (Mynd. Hafnarfírði) HJÓNABAND. Þann 17. ágúst voru Björn Þór Hilmarsson og Birna Ragnarsdóttir gefin saman af Séra Einari Eyjólfssyni í Víðistaðakirkju. Þau eru til heimiiis að Holtsbúð 20. Ljósm. - Ljósm. Jóhannes Long) HJÓNABAND. Þann 29. júní voru gefin saman í hjónaband í Kópavogskirkju Guð- jóna Breiðfjörð og Gunnþór Sigurgestsson af séra Pálma Matthíassyni. Heimili ungu hjónanna er í Köldukinn 1, Hafnarfirði. (Ljósm. Sigr. Bachmann) HJÓNABAND. Þann 6. júlí voru gefin saman í hjónaband af séra Ragnari Fjalari Lárussyni, Þorbjörg Steinarsdóttir og Pétur Ágústsson. Heimili þeirra er á Laugavegi 82. Unnur Guðjónsdótt- ir — Afmæliskveðja Sést ei runnur, sjór né álft sjaldan kemur gestur, eins og nunna hálft um hálft horfir Unnur vestur. Þessa vísu orti séra Kjartan Helgason um Unni dóttur sína er hann flutti með fjölskyldu frá y.vammi í Dölum að Hruna í Árnes- sýslu. Elstu börnin söknuðu mjög bernskustöðvanna, sem var Hvammur, Unnur elst 12 ára. En eigi kom þó harmsefni til, er þau fóru frá Hvammi. Hvað mun þá um Auði Péturs- dóttur tíu ára og systkinin Sturlu, sem var elstur og Ragnhildi og Odd. Eða prestskonuna Unni í Hvammi, þegar allt var oðrið breytt. Minningalandið eitt eftir með liðið sólskin hennar og barnanna, bernskulandið þeirra, sem eigi varð aftur snúið til. Fögur minning er tvíþætt, hún veldur líka söknuði þess góða og fagra sem minnst er. ■'■Séra Pétur Tyrfingur Oddsson og Ingólfur Ástmarsson voru inni- legir vinir í barnæsku og æsku. Þeir og þriðji vinur þeirra Ragnar Guðjónsson, síðar kaupmaður í Hveragerði, /fóru saman á Akur- eyrar Menntaskóla og gengu inn í annan bekk gagnfræðaskólans. Þeir voru allir góðir námsmenn. En séra Pétur T. Oddsson hélt einn áfram á Akureyri til stúdentsprófs. Leið hans lá síðan í Guðfræðideild. Svo sem hann hafði ákveðið í æsku. Ég minnist þess, þegar hann hafði verið í kringum þijú ár prest- ur á Djúpavogi, að þeir Ingólfur mættust í Reykjavík og hann sagði okkur að hann væri trúlofaður ungri stúlku frá Tóarseli í Breiðdal og lýsti sínu brúðarefni fallega. Litlu síðar kynnti hann hana fyrir okkur. Hún var þá að koma frá lokaprófi I Kvennaskóla Reykjavíkur. Hún V3fr glöð og fijálsleg, eins og dætur Reykjavíkur, þótt hún væri uppalin í djúpum dali Austurlands. Ég minnist þess enn, hvað mér þótti hún yndisleg og brosið heillandi, og hvað hún var björt, falleg, dökk- hærð, grönn. Ég get séð hana fyrir mér unga og hamingjusama, þar sem við mættumst á götu. Rétt á eftir fórum við öll saman skemmtiferð að Laugarvatni í un- aðslegu veðri. Löngu síðar komum við til þeirra prestshjóna í Hvammi. Húsfreyjan hét Unnur, eins og til forna og tvö börnin Hvammsnöfnun úr sögu. Þá var séra Pétur búinn að byggja upp húsið og einhver nauðsynlegustu útihús. Allt bar þar prestskonunni frá Breiðdal hið feg- ursta vitni. Hvammsheimilið var yndislegt. Ánægjan að koma þar alveg sérstök, því að hjónin voru samtaka í gestrisni og eftir því skemmtileg að hitta. Við vorum á leið norður í Steingrímsfjörð. Þótt þeir vinirnir væru nú báðir vestanlands þá var enn langj. í milli. Seinna komum við að Hvammi í sumri og sól. Þá var faðir frú Unn- ar orðinn ráðsmaður hjá þeim. Enn var verið að byggja útihús og taða þornaði á túni. Yndisleg börn prýddu heimili, glöð og sæl. Faðir Unnar, Guðjón var sérlega skemmtilegur maður að hitta. Hann naut þess að hafa börnin í nálægð sinni. En var nú ekkjumaður og kominn á ókunnar stöðvar. En glað- ur í lund og festumaður um leið. Prestshjónin sýndu okkur alla uppbygginguna í Hvammi, sem þau hjón höfðu unnið að. Séra Pétur lék fyrir okkur nokkur lög á orgelið. Og lög sem hann hafði sjálfur sam- ið, mjög falleg. Hann var ásamt tónlistargáfum mikill athafnamaður. Síðast komum við Ingólfur sam- an að Hvammi til þeirra hjóna um haust og þá frá Mosfelli. Heyannir voru búnar. Ógleymanlegt er, hve þeir séra Pétur fögnuðu hver öðrum þegar þeir mættust. Og mér þótti alltaf yndislegt að hitta þau bæði. Við Unnur vorum dálítið sér að tala saman. Einu sinni komu þau Hvammshjónin til okkar að Mos- felli, voru það góðir og kærkomnir gestir. En ekki höfðu þau tíma til að stansa lengur en eina nótt. Einhverntíma brá séra Pétur sér austur, þegar hann var staddur í Reykjavík. Og er mér koma hans minnisstæð, þótt hann stæði stutt við. Svona var þetta, að sjaldan gátu þeir gömlu vinir hist, er langt var á milli. En dýrmætar voru þær gleðistundir. Séra Pétur skrifaði Ingólfi langt og skemmtilegt bréf frá Þýskalandi, þegar hann hafði fengið ársfrí og stundaði hljómlist- arnám þar. Kennari hans var svo glaður yfir árangri þessa lærisveins, að hann bauð honum ókeypis sérkennslu. Þýski kennarinn var svo hissa á, hvað hljótt þessi íslendingur gat komist fyrir verkefni, sem aðrir nemendur voru ár eða meira að læra. En séra Pétur henti það óhapp að taska með frumsömdum lögum hans týndist úr farangri á heimleið. Ef til vill hefði honum tekist að rifja þau upp, og endurskrifa, ef þá hefði ekki verið svo skammt eftir af ævi þessa hljómsnillings. Sem nærri má geta, þá varð mikill fögnuður á heimili hans, þeg- ar hann kom heim eftir langan að- skilnað. Það sýndi best, hveija konu hann átti, er hún styrkti hann með því að gæta sjálf bús og barns heima á meðan hann aflaði sér meiri þekkingar á sínu sérstaka sviði. Og naut hún á þeim tíma einn- ig föður síns að. Ég hef oft heyrt um það talað hvílíkur afburða kórstjóri séra Pétur var. Hann æfði sjálfur sína kirkju- kóra í fjórrödduðum sálmasöng, sem alltaf gott söngfólk hefur ánægju af og voru þá kvæðalög einnig æfð. í þeim fjórraddaða söng fengu allir að njóta sín, sem áttu heima í einhverri af röddunum íjór- um. Miklar söngæfingar fóru fram á Hvammi og var þar því mikið kirkjustarf unnið á þeim árum á heimilunum. Þau prestshjónin voru mjög elskuð af sínum sóknarbörn- um. Og var þessi elskulegi, góði drengur og mikli hæfileikamaður séra Pétur T. Oddsson sárt syrgður af söfnuði sínum og þeirra allra mjög saknað. Þegar nýtt hús var byggt í Hvammi, þá stóð það ekki alveg í fari hins gamla húss. En steyptur kjallari sem náði í girðingarhæð upp úr jörð, var gerður að blómstur- garði. Þar voru sæti og borð. Oft var kaffið drukkið þar á sólskins- dögum sumarsins. Það sýnir tryggð systkinanna frá Hvammi við sinn fagra bernskureit, hvað þau urðu hrygg, eitt sinn er þau komu að Hvammi og garðurinn þeirra var horfinn. Jafnaður við jörðu. Svo skeður margt til hryggð- ar í hverfleikans heimi. Frú Unnur og börnin vöru ákaf- lega samhent. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð, til þess að hugga sín harmþrungnu börn, þótt inni fyrir væri sorg hennar þung. Hún stofnaði heimili í Reykjavík fyrir þau öll, til þess að búa þeim áfram sem best heimili og möguleika til náms. Hún var staðföst ekkja síns ást- kæra eiginmanns, allt hennar líf snerist um börn þeirra. Þau voru góðir námsmenn öll. Auður tók kennarapróf úr Kenn- araháskóla íslands, Ragnheiður lauk prófi úr Verslunarskóla íslands og Oddur, yngstur systkinanna er kaupmaður í Reykjavík. Hvar sem systkinin voru í skóla eða vinnu, þá voru þau vinsælt ungt fólk, hug- Ijúft í öllu viðmóti. Enda bjuggu þau við milda og trausta hönd. Sturla, elstur var mikill náms- maður, tók stúdentspróf, en það var sama að hvaða verki hann gekk, allt lék í höndum hans. Sagt hefur mér fólk sem vel þekkti hann, að hann hafði verið hversmanns hug- ljúfi. Þar kom mikil sorg í annað sinn í sama knérunn, fyrir rúmu ári, er hann, vanur Ijallgöngumaður fórst í einni ijallaferð. Fjöllin heila, en hættur liggja þar í leyni. Ungur drengur, sonur Sturlu, síðar fæddur, leggur litlar barnshendur við sárin og heitir nafni föður síns. Frú Unnur í Hvammi, hefur bor- ið hinar þungu birgðar síns mikla missis í huggun til þeirra sem hún hafði há sér. Með ótrúlega ljúfri glaðværð virðist mér henni hafa tekist það sem segir í einu erindi: Vinna má úr svörtum jarðarsorgum, silfrið dýra, von og trú, Finna leið að ljóssins höfuðborgum, leggja á efans hylji brú. Hún hefur kunnað að gleðjast fyrir gjöfum lífsins, þakkað þá gleði sem börn hennar hafa veitt henni og barnabörn. Ef til vill er nokkuð af því þreki uppbyggt í glaðri æsku, við áhrif og uppeldi. íslands sjálfs og góðra foreldra, þar sem hljóð- leiki og tign oft fylgdust að í feg- urð Austurlands. Þrekið er einnig Guðs gjöf. Þrír menn á Emmausgöngu sögðu við mann sem slóst í för með þeim og þeir þekktu ekki, en fundu vellíðan og huggun í orðum hans og nærveru. Þeir báðu „vertu hjá okkur, því að kvelda tekur og degi hallar. Og hann kom inn til að vera hjá þeim. Þegar hann gjörði þakkir og braut brauðið, sáu þeir að það var Jesús sjálfur. Hann sem sagði „eg lifi og þér munuð lifa“.“ Liljuskáld sagði um Maríu móður Krists sem stóð hjá krossinum: Augum tóku að drukkna dtjúgum döpur og móð í táraflóði. Og síðar í kvæðinu þannig: Særðust bæði sonur og móðir samheilög fyrir græðing manna. Og Hallgrímur, sem missti litla dóttur, segir: Föðurlegt hjarta hefur Guð við hvern sem líður kross og nauð. Og stendur sem hjá oss með blómstrið eina. Ég vil þakka Unni kirkjustarf og kærleiksstarf, trygga vináttu og sérstæða gestrisni, nú þegar hún hefur, 24. júlí 1991, náð að lifa sjötíu ár. Megi guð blessa þig kæra afmæl- isbarn og alla ástvini þína og gefa heillaríka framtíð. Með vinarkveðju frá húsi mínu, Rósa B. Blöndals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.