Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 15 Riðuniðurskurður stefna eða stefnuleysi eftír Aðalstein Árna Baldursson í Morgunblaðinu 28. maí síðastl- iðinn birtist stutt grein eftir bónda einn úr Vaðbrekku í Jökuldal er nefnist Sigurður Aðalsteinsson. Ekki veit ég hvort maðurinn hefur þjáðst af sólsting eftir allan þann hita sem verið hefur í vor, þegar hann skrifaði þessa grein,'en hitt veit ég að í henni eru mörg alvar- leg ósannindi borin upp á fjáreig- endur á Húsavík sem ég verð að svara. Og vil ég byija á að lýsa furðu minni á því að menn skuli ryðjast fram á ritvöllinn með slíkum hætti án þess að þekkja eða vita neitt um riðumál á Húsavík. Og verð ég að vísa því til föðurhús- anna som stendur í lok greinarinn- ar, en þar skorar bóndinn í Jökuld- al á mig að kynna mér betur það sem þegar hefur verið reynt í sam- bandi við útrýmingu á riðuveiki á landinu, því að þeim hlutum skoð- uðum telur hann að ég muni standa í báða fætur og vita betur um hvað sauðfjárveikivarnir á íslandi snúast. Tilvitnun lýkur. Ég spyr: Hvemig getur bóndi austan úr Jökuldal leyft sér að vera með slíkar fullyrðingar? Af hveiju kynnti hann sér ekki stöðu riðu- mála á Húsavík áður en hann skrif- aði þessa vanhugsuðu og villandi grein í Morgunblaðið? Og annað get ég sagt þessum unga ritglaða bónda úr Jökuldal, að allt frá því að ég útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri fyrir 11 árum hef ég fýlgst mjög grannt með þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið í sambandi við útrýmingu á riðu- veiki í landinu og því tel ég mig geta staðið í báða fætur hvað þau mál varðar, en hræddur er ég um að Vaðbrekkubóndi skríði á fjórurn fótum um Jökuldalinn vegna fá- fræði um riðumál á Húsavík. í greininni kemur fram að Vað- brekkubóndinn telur mig hafa bor- ið mig mjög illa vegna umræðu um niðurskurð á öllu sauðfé í fjár- borg Húsavíkurkaupstaðar. Við þessi ummæli vil ég gera nokkrar athugasemdir. í fyrsta lagi er mjög villandi að tala um íjárborg því margir hafa gefið sig á tal við mig eftir að grein Sigurðar birtist í Morgunblaðinu og spurt mig að því hvort fjáreigendur á Húsavík séu með allt sitt fé á sama stað. Þessum misskilningi vil ég eyða með því að fræða bæði Vaðbrekku- bóndann sem og aðra um það að á Húsavík eru margar smáhjarðir og er algeng stærð á hjörð um 10 kindur og hefur samgangur á milli hjarða verið mjög lítill síðastliðin ár. Og dæmi eru um að 3 til 5 kílómetrar séu á milli fjárhúsa. Einnig höfum við haft stóran og mikinn afrétt þannig að mjög lítill samgangur hefur verið á milli hjarða í afréttinum, en aðrir hafa haft sitt fé í lokuðum hólfum allt sumarið. I öðru lagi hvað varðar þetta stutta viðtal sem fréttamaður Stöðvar 2 tók við mig, en þar sagði ég að það væri skoðun mín að ef upp kæmi riða hjá bónda eða frístundabónda ættu sömu reglur að gilda hvað varðar niðurskurð. Við þessum orðum mínum í frétta- þætti Stöðvar 2 átti Vaðbrekku- bóndi, sem telur sig vera venjuleg- an bónda, ekki til orð. Þó ég tali bara um jöfnuð, en engin forrétt- indi til handa frístundabændum, enda ekki ætlunin. Það er rétt hjá bóndanum úr Jökuldal að í Þingeyj- arsýslum hefur á undanförnum áram farið fram stórfelldur niður- skurður vegna riðuveiki. Ekki veit ég hvað bóndinn úr Jökuldal veit mikið um riðumál í Þingeyjarsýsl- um en ég segi þetta vegna þess að Húsavík er jú í S-Þingeyjar- sýslu og í greininni kemur fram að hann veit akkúrat ekki neitt um riðumál á Húsavík. Niður- skurður á fjárstofnum er alvöru- mál þar sem skurðurinn er fram- kvæmdur til að útrýma riðuveiki í landinu, en menn hafa ekki verið sammála um, hvaða stefna eigi að gilda hvað varðar niðurskurð, því aðallega hefur verið beitt tveim aðgerðum til að útrýma riðuveiki, annarsvegar eins og Vaðbrekku- bóndinn getur um í greininni en þar talar hann um að framkvæmd- ur hafi verið allshetjar niðurskurð- ur á ákveðnum svæðum t.d. á milli Jökulsár á Dal og Lagarfljóts og víðar. En hin meginreglan hefur verið sú að ef upp hefur komið riða á bæ hefur þeirri hjörð verið lógað en öðrum ekki og má lengi sjálfsagt deila um hvor aðferðin er betri. Hér í Þingeyjarsýslum hefur seinni aðferðinni verið beitt, það er að segja að ef riða hefur greinst í hjörð hefur þeirri hjörð verið fargað en öðrum ekki. Og Aðalsteinn Árni Baldursson „Það er skoðun mín að ef við hefðum fengið frið við að reyna að ná sáttum í þessu við- kvæma máli, lægi fyrir í dag lausn sem flestir gætu verið sæmilega sáttir við.“ hafa fjáreigendur á Húsavík og í Þingeyjarsýslum virt þessa reglu. Einnig vil ég geta þess að fjáreig- endur á Húsavík hafa átt mjög gott samstarf við héraðsdýralækni um riðumál. Og síðastliðið haust eftir að greindist riða hér hjá einum fjáreiganda fórum við þess á leit við héraðsdýralækni að tekin yrðu sýni úr því fullorðna fé sem við slátruðum það haust. Það var gert og kom ekkert athugavert í ljós þannig að við hljótum að telja okk- ur vera með heilbrigt og hraust fé. Þetta veit Vaðbrekkubóndinn ekk- ert um, heldur heldur hann áfram að sverta íjáreigendur á Húsavík í greininni, því hann segir að vilji okkar fjáreigenda á Húsavík sé að móast við að viðhalda riðuveiki í landinu, bændum og neytendum til óþurftar. Þetta er mjög alvarleg ásökun sem einungis illa innrættir menn eða illa upplýstir láta sér um munn fara, og hræddur er ég um að ef menn hefðu leyft sér að segja þetta á landnámsöld, þá hefði sá hinn sami verið hýddur opinber- lega, en ég fer ekki fram á að bóndinn úr austri verði hýddur, heldur held ég að hann ætti að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökun- ar á þeim ummælum sem hann lætur sér um munn fara í títtnefndri grein. í lokin vil ég segja þetta: Allt frá í haust höfum við fulltrúar fjár- eigenda á Húsavík átt í viðræðum við fulltrúa frá sauðfjárveikivöm- um um lausn riðumála á Húsavík. Það er skoðun mín að ef við hefð- um fengið frið við að reyna að ná sáttum í þessu viðkvæma máli, lægi fýrir í dag lausn sem flestir gætu verið sæmilega sáttir við. En það sem gert hefur málið mjög erfitt eru þau bréf sem nokkrir bændur hafa sent bæði sauðfjár- veikivörnum og bæjarstjórn Húsavíkur og undir þessi bréf hafa oft og tíðum skrifað menn sem hafa verið áminntir af fulltrúum sauðíjárveikivarna fyrir það hvern- ig þeir hafa staðið að riðumálum í sinni sveit. Einnig hafa sjálfskip- aðir snillingar í riðumálum gert málið erfiðara. En ég vil þakka þeim fjölmörgu bændum sem hafa haft samband við okkur og lýst stuðningi við okkar málstað. Einn- ig bæjarstjórn Húsavíkur fyrir hennar hlut í þessu máli. Höfundur er búfræðingur og formaður Fjáreigendafélags Húsavíkur. Áður Nú Burknar 44«r- 299,- Kaktusar, margar teg. 4^937. 129.- Þykkblöðungar, margar teg. 2797- 199,- Fikus Benjamini ca. 60sm. 499 . Madagaskarpálmar ji#__ 339,. Flöskuliljur 499.. blómoueil Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.