Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 —r-1— -———tt—,■:)—i s _’\t .'ii'—!)-;f i Hugleiðingar um ísland og EES eftir Joseph Curran Fulltrúar aðildarþjóða Fríversl- unarsamtaka Evrópu og ríkja Evr- ópubandalagsins komu saman til fundar 9. apríl 1984 í Lúxemborg. Samtökin áttu eftir að eflast, EFTA með inngöngu Finnlands og EB með fullri aðild Spánar, Portúgals og Grikklands í byijun árs 1986. Almennur bati í efnahagslífi heims- ins gaf til kynna að möguleiki væri á því að endurlífga áfangasigra þróunar um frekari fríverslun í Evrópu. Þannig væri hægt að bæta samkeppnisaðstöðu lýðræðisríkja í V-Evrópu gagnvart Bandaríkjun- um, Japan og hinum ýmsu nýiðnv- æddu þjóðum. Niðurstaða fundarins var Lúx- emborgaryfirlýsingin, sem gaf stefnuna á nýtt og víðtækara sam- starf milli EB og EFTA-landa, áætlun sem einu nafni nefnist Evr- ópska efnahagssvæðið (EES). Umræðan um aðild íslands að þessum nýja hálfskugga (pen- umbra) Evrópubandalagsins hefur hingað til verið á lágu nótunum. Eins og vant er, hafa stjórnmála- menn reynt að forðast kröftuleg fjöldamótmæli. En ef reynslan sýn- ir okkur eitthvað, þá eru íslending- ar líklegir til að taka EES annað hvort með opnum örmum eða hafna því, mjög skyndilega. Ekkert skref ætti að taka fyrr en öll rök hafa verið gaumgæfilega könnuð. Sumir taka þá afstöðu, að því er virðist á frekar tilfinningaríkan hátt, að EES hafi vakið upp grund- vallarspurningu um fullveldi lýð- veldisins. ísland hefur rekið ut- anríkisstefnu einungis í hálfa öld eða síðan 1944 er sambándsslitin urðu við Danmörku. Tiltölulega nýfengin þjóðleg staða er einmitt dýrmæt fyrir þær sakir að hún er nýfengin. Á vettvangi öryggismála varð Island snemma aðili að Atl- antshafsbandalaginu og hefur einig tekið þátt í samkomulagi um tolla og viðskipti (GATT) síðan 1967 og Efnahags- 'Og framfarastofnuninni (OECD) síðan 1970. Þá er ísland aðili að Fríverslunarsamtökum Evr- ópu og Norðurlandaráðinu. Hins vegar gætir ekki þeirra tilhneiging- ar hjá þessum samtökum að mynda yfirþjóðlegt miðstjórnarvald. Ein- stök ríki hafa sett fordæmi með úrsögn úr EFTA og inngöngu í EB: Bretland, Danmörk og Portúgal. Noregur dró sig til baka á síðustu stundu eftir að hafa komið fast að því að feta í fótspor Breta og Dana. Nú virðast Austurríki og Svíðþjóð tilbúin að yfirgefa EFTA-skútuna í kjölfar þróunar sem var hrundið af stað, að því er virðist, með við- ræðum um ný tengsl milli EB og EFTA. Margir hafa nú þegar áhyggjur af frekari samruna og eru þeir Islendingar, sem eru þeirrar skoðunar, ákveðnir að beijast gegn því, sem þeir telja að sé innganga í forsal EB-hússins. Hefur frelsi í alþjóðlegum viðskiptum það eitt í för með sér, þegar upp er staðið, að vald þjóðþinga til að vernda sjálf- stæði þjóða skerðist? Samfara þeim áhyggjum, sem menn hafa varðandi fullveldi, verða íslendingar einnig að íhuga alvar- lega greiðsiugetu þjóðarinnar í framtíðinni. _ Eins og íslendingar vita mæta vel þá eru fiskafurðir rúmlega 80% af útflutningsvörum íslands og verða þær, að verulegu leyti, fyrir barðinu á tollum EB. Þetta er eitt af þeim dæmum, þar sem ekki verð- ur séð fyrir öllu í vel meintu milli- ríkjastarfi. Viðskipti milli íslands og EB fara fram í dag samkvæmt tvíhliða samningi, sem skrifað var undir árið 1972 og snýst aðallega um iðnaðarvörur. Með-tilliti til þess að ísland framleiðir iðnaðarvörur í takmörkuðu magni, var gerð frek- ari tilslökun varðandi tollfrjálsan aðgang með sjávarafurðir. Þetta var gert með hinni frægu bókun sex, sem tók gildi árið 1976. Þegar samningurinn var undirrit- aður var ætlunin sú, ásamt viðbót- arbókuninni, að fá óhindraðan og gagnkvæman aðgang að mörkuð- um en þó með mikilvægum undan- tekningum. Síðar kom að því að helstu kaupendur saltfisks, Portú- gal og Spánn, ákváðu árið 1986 að ganga í Evrópubandalagið ásamt Grikklandi. Ávinningur samnings- ins fyrir ísland minnkaði verulega við þetta en það var einhliða afleið- ing, þar sem innganga þessara ríkja í EB hafði engin áhrif á iðnaðarvör- ur frá EB, sem fluttar voru inn til íslands. Tollar EB á fiskafurðir, sem voru smámunir í upphafi, urðu rúmlega 1,8 milljarðar ($ 30 millj- ónir) árið 1987. Fyrir litla þjóð skiptir þetta miklu. Fyrir utan veru- lega hækkun á tollgreiðslum er þetta alvarleg hindrun í þróun fisk- iðnaðar sérstaklega með tilliti til fullvinnslu sjávarafurða. Hinir háu tollar EB eru þeim mun alvarlegri vegna þess mismunar sem skapast vegna hinna gríðarlegu styrkja tii fiskvinnslu í EB. Af þessum sökum á íslands það á hættu að glata þeim fiskiðnaði, sem nú er í uppbygg- ingu, til aðgangsharðra keppinauta frá bandalaginu, en sjávarútvegs- iðnaður er einmitt það sem ræður ríkjum í efnahagslífi Islendinga. Þetta er kaldhæðnislegt á þeim tím- um, þegar gert er ráð fyrir að andi fríverslunar sé megininntak Lúx- emborgaryfirlýsingarinnar, að slíkt hörmungarástand sé fyrir hendi. Ef ekki verður gætt að greiðslugetu íslands, verður það ekki fullvalda, að neinu marki, mjög lengi. Þeir sem aðhyllast aðrar skoðan- ir myndu sjálfsagt gera athuga- semdir við hluta af þessari athug- un. Það er hægt að spyija, hvað er fullveldi svo sem? Hugtakið á það á hættu að vera notað kæru- leysislega í tilfinningaríkri umræðu. Almættið eitt getur verið fullvalda í orðsins fyllstu merkingú. Þær þjóðir sem búa við nútíma lýðræði halda, af ákafa, vörð um þjóðlegt sjálfstæði sitt og þjóðlega sam- stöðu. Þær sjá fyrir sameiginlegum vörnum og stuðla að velferð á svæð- um sem heyrir undir þær, hvort sem það er gert með innlendum eða utanaðkomandi aðgerðum. Margar af þessum aðgerðum fara fram á vegum staðbundinna þjóðþinga eða stjórnvalda, en þó ekki alfarið. hægt er að vísa til Iagabálka, sem • Joseph Curran „Það sem hér hefur verið sett á blað er til- raun til að hugleiða málið stuttlega og á hlutlægan hátt.“ er að finna í samningum þjóða á milli. Þannig eru NATO, EFTA, GATT, OECD og Norðurlandaráðs tilkomin. En það hefur verið bent á að ekki er hægt að líta á þessar stofnanir sem ógnun við sjálfstætt fullveldi aðildarþjóðanna. Aðild að Evrópubandalaginu gæti verið allt annað mál. Þeir sem halda því fram eiga það á hættu að gleyma að EES er ekki EB. Ekki er líklegt að EES, eins og því er lýst nú, verði gert að blómum skrýddum vegi að yfir- þjóðlegu bandalagi. En hvað með fiskinn, sem er slíkt áhyggjuefni íslendinga? Það er greinilegt að ísland þarf að semja uppá nýtt um það fyrirkomulag sem í gildi er um fríverslun við Evrópu- bandalagið. Ákvæði núgildandi sáttmála eru úrelt. Að skipta á aðgangi að mörkuðum EB, eða annars staðar, fyrir aðgang að 200 mílna lögsögu íslands er einfaldlega ekki á dagskrá og getur aldrei orð- ið svo. Saltfiskur er um það bil 18% af andvirði útflutningsviðskipta ís- lands og megnið fer til kaupenda í EB. Eins og málin standa nú, gætu framleiðendur neyðst til að flytja starfsemi sína til Bretlands til að koma í veg fyrir mismunun. Annað dæmi um að samningurinn er á eftir tímanum snertir framtíðar- áætlanir um þróun fiskiðnaðar. Ný _____________________________m flutningatækni gerir það kleift að flytja út heilan ferskan fisk, sem veldur því að hörð samkeppni um frambærilegt hráefni verður enn harðari fyrir íslenska fiskverkend- ur. Fiskflök, síld, tilbúnir sjávarrétt- ir og afurðir fiskeldis (sem ekki var vaxandi atvinnugrein 1972) standa fyrir utan heimild samningsins. En hefðbundnar fiskveiðiaðferðir (fiskveiðar hafa £egnt lykilhlut- verki í afkomu Islendinga síðan landnám hófst á 10. öld) og sú stað- reynd að allt er undir þeim komið (fiskveiðar tóku við landbúnaði í framgangi efnahagslífsins í byijun aldarinnar) ætti að vinna með ís- iendingum svo framarlega sem Evr- ópubandalagið breytir ekki vin- gjarnlegu yfirbragði sínu í þá veru að taka upp óvægna verndar- hyggju. í þessu sambandi er rétt að vona að fordæmi sé góð leið- sögn. Spánn krafðist aðgangs að landhelgi annarra aðildarþjóða, og var sú krafa byggð á veiðum fyrir útfærslu 200 mílna landhelgi. Bandalagið hafnaði þessari kröfu. ísland ætti að hafa góða möguleika á að halda sínu 200 mílna svæði í norðurhöfum við samningagerð í ljósi þeirra aðgerða er EB greip til í svari sínu við kröfu Spánveija. Þegar menn taka afstöðu til EES, hvort sem það er með eða á móti, verða þeir að láta hana í ljós eftir gaumgæfilega íhugun. Ekki er sæmandi að taka skyndiákvörðun í máli sem þessu. Það sem hér hef- ur verið sett á blað er tilraun til að hugleiða málið stuttlega og á hlutlægan hátt. En vandamál íslands nú er ekki alþjóðlegt heldur staðbundið. Fjöl- breytni í íslensku efnahagslífi verð- ur að aukast. í því sambandi er e.t.v. hægt að benda á vatnsorkuna og ferðamannaþjónustuna. Fisk- veiðar eru göfug grein en þær lúta sama lögmáli og landbúnaður og ef einhliða yfirburðastaða fiskveiða í efnahagslífinu heldur áfram getur það leitt til þess, fyrr eða síðar, að Island skipi sér á bekk meðal þjóða þriðja heimsins og verði fátækt land á sama hátt og varð raunin á Ný- fundnalandi hinum megin Atlants- ála. Ef það gerist yrði kaupmáttur krónunnar engu betri en hjá þeim þjóðum, sem beijast í bökkum. Við slíkar aðstæður er hætt við að „borgarríkið Reykjavík" leysi lýð- veldið ísland af hólmi. Höfúndur er doktor í stjórnmálafræði frd háskólanum í Louvain, 'Belgíu, og er búsettur í Kanada. Ráðamenn rústa byggð Opið bréf til þeirra sem hlut eiga að máli Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri við Súgandafjörð eftir Lárus Hagalínsson Fiskiðjan Freyja í Súgandafirði er enn einu sinni komin í þjóðar- pressuna og nú kannski ekki að ástæðulausu. Er einhver sekur? spyija menn. Því verður ekki svarað hér. En upprifjun á rökstuddum staðreyndum er stundum nauðsyn- leg. Fiskiðjan Freyja á sér nokkuð langa sögu sem ekki verður rakin hér nema að hluta. Fiskiðjan Freyja á Suðureyri var eitt af mörgum frystihúsum í landinu sem voru illa stödd fjárhagslega eftir skertar veiðiheimildir og ekki síður eftir fastgengisstefnu stjórnvalda á sín- um tíma. Því var það reynt af stjórn Fisk- iðjunnar Freyju á sínum tíma að fá fyrirgreiðslu í svonefndu sjóðakerfi, jafnframt því að fá þriggja mánaða greiðslustöðvun og hana síðan fram- lengda um tvo mánuði. Það reyndist ekki auðvelt verk að komast inn í garnir sjóðakerfisins en tókst þó eftir að hafa verið vísað á dyr tvíveg- is hjá reiknimeisturum kerfisins. Eitt af skilyrðunum sem sjóða- kerfið setti var að Hlaðsvík hf. yrði innlimuð í Fiskiðjuna Freyju en Hlaðsvík á togarann Elínu Þorbjarn- ardóttur og var sjálfstætt útgerðar- félag á þessum tíma. Svo hráefnis- öflunin yrði tryggð og rekstur fyrir- tækisins að því leyti. Á þetta var fallist af SÍS sem var aðaleigandinn að Hlaðsvík. Og í drögum að nýjum efnahagsreikningi frá Byggðastofn- un fyrir Fiskiðjuna og Hlaðsvík frá 27. október 1989 er hún (skipið) þar metin á 198,2 millj. kr. En hluta- bréfín í Hlaðsvík voru innleist í Freyju á 25 millj. kr. við fjárhags- lega endurskipulagningu fyrirtækj- anna. Þeir einstaklingar sem gerðust hluthafar í Fiskiðjunni Freyju sem nýendurreistu fyrirtæki eftir að Illutaíjársjóður Byggðastofnunar gerðist hluthafi með meirihlutaeign- aráðild, gerðu það í þeirri trú að sjóðakerfið starfaði eftirþeim lögum og reglugerðum sem því var ætlað. í reglugerð sem birt er í Stjórn- artíðindum B 19 1989 um Hlutafjár- sjóð Byggðastofnunar sem gefm er út 11. mars 1989 og undirrituð af þáverandi forsætisráðherra segir orðrétt í 12. gr. í tengslum við fjárhagslega end- urskipulagningu fyrirtækja er Hlutafjársjóði Bygðastofnunnar heimilt að kaupa hlutabréf í viðkom- andi fyrirtækjum að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum: 1. Að viðkomandi fyrirtæki teljist vera meginuppistaða í útflutningi og atvinnurekstri í viðkomandi starfssvæði eða í viðkomandi at- vinnugrein samkvæmt reglum sjóðsstjórnar. 2. Að sýnt þyki að fyrirtækið búi við jákvæða rekstrarafkomu og við- unandi greiðslustöðu að lokinni fjár- hagslegri endurskipulagningu. 3. Að samhliða hafí tekist með frjálslegum samningum, nauða- samningum eða öðrum aðgerðum að gera eiginfjárstöðu viðkomandi fyrirtækis jákvæða miðað við mats- verð fasteigna, véla, tækja og áæti- að endursöluverð skipa. 4. Að fullnægjandi skil hafi verið gerð á iðgjöldum lífeyrissjóða vegna starfsmanna sem starfað hafa hjá viðkomandi fyrirtæki. í ljósi þessarar reglugerðar, t.d. 2. lið 12. gr., töldu væntanlegir hlut- hafar sig engu varða fyrri fjárhags- stöðu fyrirtækjanna, eins og fram kom hjá framkvæmdastjóra Byggð- astofnunar í Kastljósþætti sjón- varpsins 16. ágúst sl., að þeir hefðu átt að kynna sér, áður en þeir gerð- ust hluthafar. „Ef af sölu hlutabréfa Hlaðsvíkur verður, þá er Byggðastofnun og stjórnvöld að bjarga eigin skinni með sölu á veiðiheimildum og reyna að komast undan því sem Hlutafjársjóður í reynd tók að sér að gera...“ Það var aldrei meiningin hjá þeim einstaklingum, svo og Suðureyrar- hreppi sem gerðust hluthafar í Freyju (nýendurskipulagðri fjár- hagslega af reiknimeisturum Byggðastofnunar) að 40,5 m.kr., sem var rúmlega eitthundrað þús- und krónur á hvert mannsbarn í sveitarfélaginu, væri framlag þeirra til að fleyta fyrirtækinu nokkra mánuði í viðbót áður en það yrði endanlega gjaldþrota. Það segir einhvers staðar að fiski- stofnarnir við strendur landsins séu sameign þjóðarinnar allrar, við skul- um hafa það hugfast. Framkvæmdastjóri Byggðastofn- unar segir í sama Kastljósþætti sem vitnað var í áður, að Freyja ætti fyrir skuldum, en hvernig gengur það upp? Jú. Fiskiðjan Freyja á Suðureyri á og gerir út togarann Elínu Þorbjarnardóttur ÍS 700. Eins og áður hefur komið fram, hefur togarinn um 2.000 tonna veiðiheim- ild á árs grundvelli, sem er um 2/3 af veiðiheimildum fyrirtækisins, og 2.000 tonn x 150.000 kr. = 300.000.000 kr. Sem er um 3/5 af skuldum Freyjunnar og Hlaðsvíkur. Þannig gerast kaupin á eyrinni í dag á sameign þjóðarinnar. (En það mun vera óheimilt að eignfæra kvöta.) Það var stjóm Byggðastofnunar sem gaf stjórnarmönnum sínum í Freyju, sem jafnframt eru stjórnar- formenn og hafa meirihluta á bak við sig í félaginu, fyrirmæli um að nota það afl og fá það samþykkt á hluthafafundi að auglýsa eftir til- boðum í hlutabréf Hlaðsvíkur sem á og rekur togarann Elínu Þorbjarn- ardóttur, en Freyja á hlutabréf Hlaðsvíkur. Það er sem sagt verið að tala um að selja það sem áður átti að tryggja rekstrarafkomu fyr- irtækisins. Ef af sölu hlutabréfa Hlaðsvíkur verður, þá er Byggðastofnun og stjórnvöld að bjarga eigin skinni með sölu á veiðiheimildum og reyna að komast undan því sem Hlutafjár- sjóður í reynd tók að sér að gera, en það var að koma Freyju hf. og fyrirtæki hennar fjárhagslega fyrir vind. En það er eins og að míga í mel, að minna þá á sem gleyma. Og með sölu á sameign þjóðarinnar allrar og Elínu Þorbjarnardóttur er verið að selja bestu mjólkurkúna frá börnum þessa byggðarlags. Og verði þeim að góðu. Höfundur er stjórnarmaður hluthafa heimamanna íFreyju hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.