Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.08.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1991 VALDA RANIÐ I KREML MISTOKST __________________________________ Morgunblaðið/ÓÞS Míkhaíl Astafíev Jeltsín hef- ur númikil áhrif á Gorbatsjov - segir þingmaður- inn Míkhaíl Astafíev „VIÐBRÖGÐ þingmanna við ræðu Gorbatsjovs á þingfund- inum einkennast af gagnrýni og efasemdum. En annað, sem kom í ljós á fundinum er gífur- lega mikilvægt. Borís Jeltsín hefur greinilega öðlazt áhrifa- vald yfir Gorbatsjov,“ sagði Míkhaíl Astafíev, þingmaður á rússneska þinginu, í samtali við Morgunblaðið eftir að Gorbatsjov forseti ávarpaði þingið í gær. „Það sást augljóslega að Borís Jeltsín hefur nú miklu meiri áhrif á Gorbatsjov en áður. Ég býst við að hann sé nú í mjög góðri stöðu. Gorbatsjov hefur hin stjórnskipu- legu völd, og Jeltsín ræður honum heilt. Ég tel að þetta samstarf þeirra muni bera nkulegan ávöxt fyrir framgang hugmynda okkar, fyrir rússneska lýðveldfð og öll Sovétríkin,“ sagði Astafíev. „Ég tel þess vegna að Gorbatsj- ov eigi að halda forsetaembættinu. Það á ekki að ýta honum úr því nú þegar. Auðvitað er hann í er- fiðri aðstöðu. Hann verður enn að miðla málum milli samstarfs- manna sinna.“ Astafíev sagði að það væri því líklegt að í Moskvu yrði eins konar tvímenningsstjórn Jeltsíns og Gorbatsjovs. Hann sagðist telja að nýr sambandssáttmáli Sov- étríkjanna yrði undirritaður lítt breyttur. „Ég held að Jeltsín muni hagnast á undirritun samningsins. Bæði mun hann fá meiri völd sem forseti Rússlands, og eins verður hann líklega helzti áhrifavaldurinn á ákvarðanir Gorbatsjovs, sem fer með miðstjórnarvaldið." Kommúmstaflokkurimi er ekki glæpafyrirtæki -fullyrti Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti 1 reiðilegnm tón er hann svaraði hvössum spurningum rússneskra þingmanna í þinghúsinu í Moskvu í gær Moskvu.'Reuter, Daily Telegraph. MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna og aðalritari kommúnistaflokks landsins, flutti ræðu á rússneska þinginu í gær og svaraði þar næst spurn- ingum þingmanna. Borís N. Jeltsín Rússlandsforseti, sem margir stjórnmálaskýrendur telja að sé nú orðinn áhrifamesti sljórnmálamaður Sovétríkjanna, auðmýkti Gorbatsjov á fundinum í þinginu. Hann greip m.a. nokkr- um sinnum frammi í fyrir Gorb- atsjov og fékk leiðtoganum afrit' af fundargerð sovésku stjórnar- innar frá því á mánudag en í skjalinu kom fram að flestir ráð- herrarnir hefðu samþykkt ráða- brugg valdaránsmanna. Hrópað var úr salnum að Sovétleiðtoginn ætti að lesa fundargerðina upp- hátt. Það gerði hann, hægt og oft lágum rómi, skjálfta brá fyr- ir í röddinni. Tvisvar skaut hann inn í upplesturinn nokkrum at- hugasemdum til að reyna að veija einstaka ráðherra sína, sagði þá hafa sagt sér eftir á að þeir hefðu ekki gert neitt af sér. Að lokum sagði hann þó að rétt væri að öll stjórnin segði af sér og uppskar Gorbatsjov þá nokk- urt klapp sem annars gerðist sjaldan á fundinum. Gorbatsjov taldi að kommúnista- flokkurinn gæti átt endurnýjun í vændum ef samþykkt yrði ný og umbótasinnuð stefnuskrá. Nokkru síðar skýrði Jeltsín frá því að húsa- kynni miðstjórnar sovéska komm- únistaflokksins í Moskvu hefðu ver- ið innsigluð og var þessum tíðindum tekið með kostum og kynjum af þingmönnum. Tímabundið bann við starfsemi kommúnista Jeltsín spurði hvort Gorbatsjov vildi staðfesta að hvert lýðveldi hefði úrslitavald í málefnum félaga og stofnana er störfuðu á yfirráða- svæði lýðveldisins. Það gerði Gorb- atsjov. „Tökum nú upp léttara hjal“ sagði Jeltsín skömmu síðar og stakk upp á því að undirrituð yrðu á staðn- um lög sem bönnuðu starfsemi Kommúnistaflokks Rússlands með- an verið væri að rannsaka þátt flokksmanna þar í samsæri átt- menninganna um valdarán. Sovét- leiðtoginn sagðist ekki geta sam- þykkt þessar ráðagerðir. „Borís Níkolajevítsj, Borís Níkolajevítsj!" hrópaði Gorbatjsov til að reyna að ná athygli Jeltsíns sem sat í for- sæti á fundinum, nokkuð frá ræðu- stól Sovétleiðtogans. Jeltsín brosti sjálfsöruggur til Gorbatsjovs og rit- aði síðan nafn sitt undir skjalið. Þingfuiltrúar fögnuðu ákaft. Gorbatsjov hrósaði Jeltsín fyrir „frábæra frammistöðu" hans meðan á valdaránstilrauninni stóð. Hann sagði samsærismenn hafa beitt sig ýmiss konar þiýstingi til að fá sig til að afsala sér völdum, m.a. tjáð sér að Jeltsín hefði verið handtek- inn. Valdaræningjarnir hefðu talið að ríkjasambandið væri að hrynja og almenningur myndi ganga til liðs Reuter í fundarlok kvaddi Jeltsín Gorbatsjov Sovétleiðtoga með handabandi og sagði að taka þyrfti upp reglu- lega fundi af þessu tagi en Sovétleiðtoginn hafði ekki áður stigið fæti inn fyrir dyr þinghússins. Undir lokin fannst mörgum sem sjálfstraust rússneska forsetans bæri myndugleika Gorbatsjovs ofurliði. við þá í von um að þeir kynnu ráð við vandanum. Það hefðu verið stærstu mistök þeirra. „Fólkið studdi þá ekki. Herinn studdi þá ekki þótt hart væri að honum lagt.“ Hann sagði að liðsmenn sérveita sem sendar hefðu verið til að kúga fólk til hlýðni hefðu neitað að hlýða skipunum og hermenn úr Rauða hernum hefðu langflestir, jafnvel þeir sem voru á götum borganna, gert skyldu sína en hafnað því að ráðast gegn borgurunum. Gorbatsjov sagði atburðina sýna að fólki væri nú fyllilega ljóst að gera yrði grundvallarbreytingar á öllum helstu sviðum samfélagsins. Svo hröð hefði þróunin verið undan- farin ár að þessi skilningur væri orðinn almennur. „Nú þurfum við að leysa ýmis mál varðandi manna- skipun í ríkisstjórninni. í morgun fékk ég frekari upplýsingar um hegðun [Alexanders Bessmert- hnyks] utanríkisráðherra og hef leyst hann frá störfum. Ég hygg að leysa verði alla ríkisstjórnina frá störfum. Ég tel að við verðum að leggja áherslu á andstyggð okkar á sam- særismönnunum og sýna almenn- ingi að við hikum ekki við að láta rannsaka okkar eigin mál af fyllstu hörku. Við náðum samkomulagi um þetta fyrr í dag, við Borís Níkolajevítsj, og leiðtogar hinna lýð- veldanna hafa einnig samþykkt þetta. Við munum setja á laggirnar sameiginlega rannsóknarnefnd er mun kanna valdaránið, alla mála- vexti, undir stjórn tveggja yfír- manna. Þeir munu gefa okkur skýrslu um gang rannsóknarinnar og við munufn láta ykkur og Æðsta Ánægðir Sovétborgarar höggva steinbrot úr fótstalli styttunnar af Felix Dzershínskíj, er skipulagði sovésku öryggislögregluna, en stytt- an var felld við mikinn fögnuð á fimmtudag. Nú hafa tæplega 30 þúsund manns séð Hróa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.