Morgunblaðið - 22.03.1986, Side 25

Morgunblaðið - 22.03.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR22. MARZ 1986 25 Fyrirspum til blaðamanns um uppeldis- og kennslufræði eftirAndra Isaksson Guðmundur Magnússon, blaða- maður á Morgunblaðinu, birtir grein í blaði sínu hinn 22. febrúar sl. undir heitinu: Eiga kennarar að vera kennslufræðingar? Er tilefnið það að menntamálaráðherra, Sverr- ir Hermannsson, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um lög- vemdun á starfsheiti og starfsrétt- indum kennara og skólastjóra. Er ljóst að greinarhöfundur hefur tals- verðar áhyggjur af því að fmmvarp þetta kunni að verða að lögum. I grein Guðmundar er að finna fullyrðingar um uppeldis- og kennslufræði, kryddaðar gífuryrðum um iðkendur þessara fræða, sem vekja furðu, að ekki sé meira sagt. Ekki benda þau ummæli til þess að blaðamaðurinn hafi þekkingu og skilning á því málefni sem hann er þar um að fjalla. En viti menn, nú hefur Guðmund- ur Magnússon sjálfur tekið af skarið um að þessu sé alls ekki svo farið. I svari við málefnalegri grein, sem Ingólfur A. Þorkelsson skólameist- ari birti um málið 15. mars, ritar blaðamaðurinn þetta þremur dög- um síðar: „Hitt er svo annað mál að gagn- rýni mín á uppeldisfræðina er sann- arlega annað og meira en hleypi- dómur. Hún er byggð á þekkingu minni á hinum veika röklega grund- velli uppeldisfræðinnar, athugun á Ann Toril Lindstad og Þröstur Eiríksson Föstutón- list í Laug- arneskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag 23. mars verður helgistund með föstutónlist í Laugameskirkju kl. 17.00. Organistar kirkjunnar Ann Toril Lindstad og Þröstur Eiríksson flytja orgelverk sem tengjast föstunni. Einnig verður ritningarlestur og bænargjörð. Pálmasunnudagur er fyrsti dagur kyrruviku og fer vel á því að byija þessa helgu viku með þessum hætti enda er mikið til af tónlist sem beinlínis er samin til flutnings á föstu. Aðgangur er ókeypis. Auk þessarar kyrrlátu helgi- stundar verður fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11.00. Þar mun ungt fólk m.a. flytja ljóð og bamakór kirkj- unnar syngur. Jón D. Hróbjartsson sóknarprestur. XJöföar til n fólks í öllum starfsgreinum! Andri Isaksson námsefni í Kennaraháskólanum og félagsvísindadeild Háskóla íslands og kynnum af því hvað sumar grill- umar hafa haft í för með sér í starfi skólanna." Gott og vel. En þar sem þetta „Gott og vel. En þar sem þetta mun vera í fyrsta skipti sem lýðum er g-ert kunnugt, með afdráttarlausri fullyrð- ingu mannsins sjálfs, að Guðmundur Magnússon er meiri háttar sér- fræðingur í uppeldis- og kennslufræðum, er ekki nema von að frek- ari forvitni vakni.“ mun vera í fyrsta skipti sem lýðum er gert kunnugt, með afdráttar- lausri fullyrðingu mannsins sjálfs, að Guðmundur Magnússon er meiri háttar sérfræðingur í uppeldis- og kennslufræðum, er ekki nema von að frekari forvitni vakni. Því spyijum vér: 1. Hvemig er hann lagaður, sá veiki gmndvöllur uppeldisfræð- innar sem Guðmundur þekkir? 2. Hvemig var athugun hans á námsefni í Kennaraháskólanum ýg félagsvísindadeild Háskóla íslands háttað? Hvenær fór hún fram? Var leitað nokkurra upp- lýsinga hjá tilþekkjendum, t.d. kennurum í uppeldis- og kennslufræðum við þessar menntastofnanir? Og væri nú til of mikiis mælst að fá vitneskju um niðurstöður athugunarinnar, þ.e. nánar tiltekið en felst í full- yrðingum í • greinum blaða- mannsins frá 22. febrúar og 18. mars? 3. Hver voru kynni Guðmundar Magnússonar af því hvað sumar grillumar, sem hann kennir við uppeldis- og kennslufræðinga, hafa haft í för með sér í starfi skólanna? Vér bíðum spennt eftir málefna- legu svari. Höfundur er prófessor í uppeldis- fræði við Háskóla tslands. Basar o g orgelsöfnun í DAG, laugardag 22. mars, mun Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði halda basar í Góðtemplarahúsinu. Kvenfélagið hefur ævinlega lagt mikið af mörkum í þágu kirkjunnar og munu kirkjan og safnaðarstarfíð njóta ágóðans nú sem endranær. Þá er rétt að minna á að söfnun fyrir nýju orgeli hófst um síðustu áramót. Það er brýnt að fríkirkju- fólk í Hafnarfirði sýni nú styrk safnaðarins, hver og einn láti eitthvað af hendi rakna. Tekið verður á móti framlögum að lokinni guðsþjónustu á morgun, pálmasunnudag. Guðsþjónustan hefst kl. 14. en bamasamkoma verður að venju kl. 10.30. Á föstudaginn langa verður svo kvöldvaka í kirkjunni sem hefst kl. 20.30 en hátíðarguðsþjónusta á páskadag hefst kl. 8. árdegis. Einar Eyjólfsson fríkirkjuprestur Opið laugardag og sunnudag frá kl. 10—1 6 I VERÐSKRÁ LADA1200 LADA1500 skutbíll, 4ra gíra .. LADA1500 skutbíll 5 gíra .... LADASAFÍR LADALUX LADA SPORT LS, 5 gíra i Uppseldur Var 249.694,- Nú 178.440,- Uppseldur Var 229.794,- Uppseldur Var 259.888,- Nú 189.869,- Var 426.915,- Nú 315.874,- Nýsending áætlun 182.955,- Ný sending áætluð 166.526,- Ný sending áætluð 189.896,- Ný sending áætluð 317.283,- Mikið úrval af notuðum bílum til sýnis og sölu Afar hagstæð greiðslukjör Ryðvörn innifalin íverði Allir okkar bílar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tilbúnir til afhendingar strax. Varahlutaverslunin opin 9-12 Munið 10% afsláttinn < BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF. Jiii ÍLLj SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 31236

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.