Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 33 Henning Sjöström, lögfræðingur Áke Gunnarsson, ræðir við blaðamenn fyrir utan skrifstofu sína eftir að skjólstæðingur hans var látinn laus. AP/Slmamynd ferðir sínar þegar morðið var framið. Hann tók þó fram að hann teldi að fleiri hefðu verið viðriðnir morðið en Gunnarsson. Holmer hefur einnig gagnrýnt lögfræðingana í málinu. Hann segir að þeir hafi misst stjórn á sér og veitt fjölmiðlum of miklar upplýsingar um málið. Arbetet hefur haldið uppi áköf- um vömum fyrir nafn- og mynd- birtingunni. Blaðið sagði í rit- stjómargrein í fyrradag; „Þetta er einstakt og sögulegt mál og því var það skylda okkar að birta allt það sem máli skiptir." Önnur sænsk blöð hafa tekið afstöðu með Holmer og gagnrýnt blaðið í Málmey í ritstjómargrein- um. Langflest þeirra hafa þó farið að dæmi Arbetet og birt nafn Gunnarssons og myndir. Þau virt- ust sannfærð um sekt Gunnars- sons, þótt þau gættu þess að bera alltaf lögregluna eða lögfræðing- ana fyrir sig, og þau hafa stórauk- ið sölu sína síðan Palme var myrtur. Blöðin bollalögðu m.a. hvenær réttarhöld gegn Gunnars- son mundu hefjast og töldu að langur tími mundi líða þangað til af þeim gæti orðið. Eitt blað í Svíþjóð skar sig þó úr, hið virta blað Svenska Dag- Nafnbirtingar hitamál vegna Palme-málsins Fyrirsagnir Svenska Dagbladets og Aftenpostens Umfjöllun fjölmiðla um Áke Gunnarsson umdeild „ÉG ER feginn að vera á lífi, en á það versta eftir. Eg verð brennimerktur um alla heimsbyggðina.“ Eitt- hvað á þessa leið sagði Áke Gunnarsson, hægriöfga- maðurinn sem var handtekinn vegna morðsins á Olof Palme forsætisráðherra, en síðar látinn laus þegar upplýsingar mikilvægasta vitnisins í málinu stóðust ekki. Sænsk blöð hafa verið gagn- rýnd fyrir að birta nafn og mynd Gunnarssons og tilgreina hann sem morðingja Palmes. Umíjöllun þeirra ogerlendra blaða um rann- sókn morðmálsins hefur komið af stað miklum umræðum í Svfþjóð um nafn- og myndbirtingu í mál- um sem þessum. Lögfræðingar Gunnarssons og ákæruvaldsins hafa ekki síður verið gagnrýndir en blöðin fyrir sinn hlut í málinu og verið sakaðir um lausmælgi. Samkvæmt sænskum meið- yrðalögum og siðareglum sænskra blaðamanna er nafn grunaðs manns ekki birt fyrr en hann hefur verið ákærður. Gunn- arsson hafði verið handtekinn vegna rannsóknar málsins þegar nafn hans og mynd birtust. Opin- berlega var sagt að hann væri grunaður í Palme-málinu, en hann hafði ekki verið ákærður. Þegar Gunnarsson var hand- tekinn var haft eftir hinum opin- bera ákæranda, K.G. Svensson, að ekki væri hægt að sanna að hann ákærði hefði verið viðriðinn morðið, en mjög gildar ástæður væru til að gruna hann. Hann sagði enn fremur að mikilvægt væri að úrskurða Gunnarsson í gæzluvarðhald vegna þess að það gæti leitt til þess að málið yrði uplýst. Virt blöð eins og Jyllandsposten í Danmörku sögðu að Svensson „væri viss í sinni sök“ — hann virtist sannfærður um að Gunn- arsson væri sekur. Hans Holmer, yfirmaður rann- sóknarinnar, hefur veitzt að blað- inu Arbetet í Málmey og sakað það um að hefja „galdraofsóknir" með þvf að birta nafn Gunnars- sons og ljósmynd af honum. Þar með reið blaðið í Málmey á vaðið og önnur blöð fóru að dæmi þess. Holmer hefur gagnrýnt fleiri blöð í Svíþjóð fyrir að birta nafn manns, sem hefði aldrei verið ákærður, og myndir af honum. Sjálfur virtist hann ekki vera í vafa um sekt hins handtekna og sagði m.a. að hann hefði logið um Fyrirsagnir danskra blaða gwfeTíJtB længere i tvivl: I •tourml i mm 'p^Wíf PJMJNgske tiden gterke Indlcler mod den <llu.lt. | Palmc-morHp,- Hanaffyrede Á et skydevábeii SVENSKADAG B LAUU i' j índrade utseendet efter Palmemordet Pfllrrtf UTLAND nxordel jelflkli , för P.lraöHioödöH r,;re mordct- D» r» Jrygveck»fi>rt bladet, sem nefndi ekki Gunnars- son á nafn og birti heldur ekki mynd af honum. I þess stað talaði Svenska Dagbladet um „hinn handtekna" eða „32ja ára mann sem hefur verið handtekinn“ í fréttum sínum um rannsóknina á morði Palmes. Veijendur Gunnarssons, Henn- ing Sjöström og Gunnar Falk, hafa svarað gagnrýni Holmers með því að setja út á hans þátt í málinu og segja að ásakanir hans séu út í hött. „Ég get vel skilið að Holmer sé þreyttur," sagði Sjöström í sjónvarpsviðtali, „en hann ætti að einbeita sér að starfí sínu í stað þess að hlaupa á sig og setja fram svona heimskulega ásökun gegn okkur." Á sama hátt og flest blöðin f Svíþjóð virtust flest blöð í Dan- mörku og víðar ekki í minnsta vafa um að Gunnarsson væri sekur. Kaupmannahafnarblaðið Ekstrabladet, sem þykir ekki áreiðanlegt, birti flennistóra fyrir- sögn með frétt á forsíðu um handtöku Gunnarssons, „Morð- ingi Palmes", en miklu minni yfir- fyrirsögn, sem sagði „Lögreglan ekki lengur í nokkrum vafa“. Inni í blaðinu var fréttagrein með stórri fyrirsögn: „Það er hann.“ Fram kom í yfirfyrirsögn með örsmáu letri að þessi stað- hæfing væri höfð eftir „lögregl- unni“. I forsíðufrétt Ekstrabladets um handtökuna er vitnað í yfirlýsingu aðalákærandans, þar sem sagði: „Gunnarsson er grunaður um þátttöku í morðinu sem tilræðis- maður ..." Blaðið hnýtti síðan aftan í þessa tilvitnun: „Með öðr- um orðum: það var hann, sem framdi morðið!“ Flest blöð í Danmörku og víðar lögðu eins út af fréttinni, þótt þau gengju ekki eins langt og Ekstra- bladet. Þau kölluðu jafnvel Gunn- arsson „morðingja Palmes" full- um fetum, en gættu þess þó yfir- leitt að bera fyrir sig lögregluna f fréttum um málið og í undir- eða yfirfyrirsögnum. Politiken sagði til dæmis í fyrir- sögn á forsíðu „Lögreglan: Hann myrti Palme“ og frétt í B.T. var með fyrirsögninni „Morðinginn skipti um andlit". Berlingske Tidende sagði í stórri forsíðufyrirsögn: „Hann hleypti af skotvopninu", en í yfir- fyrirsögn sagði með smáu letri: „Sterkar líkur gegn hinum ákærða í Paime-morðmálinu." Eitt blað skar sig úr í Dan- mörku á sama hátt og Svenska Dagbladet í Svíþjóð. Hið virta blað Jyllandsposten gætti þess vand- lega að tala ekki um „morðingja" í fréttum sínum um málið og brennimerkja þannig hinn hand- tekna. „Sænska lögreglan: grun- aður maður lýgur um ferðir sfn- ar,“ sagði í fyrirsögn fréttar blaðsins um handtöku Gunnars- sons. Hins vegar birti blaðið mjmd af honum og nafngreindi hann. Aftenposten f Osló fór að dæmi Svenska Dagbladet og talaði um „32ja ára mann, sem hefur verið handtekinn vegna gruns um þátt- töku f morðinu á Olof Palme,“ í fréttum um málið og birti ekki mynd af honum. í brezkum og bandarískum blöðum hefur verið talað um „hinn grunaða" eða „hinn handtekna". Fram hefur komið í fréttum að Gunnarsson hyggist höfða mál og krefjast hárra skaðabóta af blöð- um og öðrum fjölmiðlum, sem flest virðast ekki hafa farið eftir venjulegum leikreglum, sem hafa gilt um nafn- og myndbirtingu í sakamálum, nefnt hann morð- ingja Olofs Palme og birt myndir af honum. Því má búast við að framhald verði á umræðum um nafn- og myndbirtingu fjölmiðla í málum sem þessum í Svíþjóð og annars staðar á Norðurlöndum. Slík mál hafa oft sett fjölmiðla í töluverðan vanda, en hvort lausn finnst á þeim er önnur saga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.