Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 18
18 MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22.MARZ 1986 Fulltrúar samningsaðila á fundi með forsætis- og fjármálaráðherrum 26. febrúar sl. í þeim kjarasamningum var gengið endanlega frá samkomulagi VMSÍ og fiskvinnslunnar um málefni sérhæfðs fiskvinnslufóiks. Karl Steinar Guðnason Iengst til hægri á myndinni. Markmiðið er að auka reisn fisk- vinnslunnar o g fiskvinnslufólksins — rætt við Karl Steinar Guðnason, varaformann Verkamannasambands íslands, um nýmæli í kjarasamningum fiskvinnslufólks „ÞETTA samkomulag er tví- mælalaust einn merkasti áfangi undanfarinna áratuga í kjara- samningum fiskvinnslufólks — svo framarlega sem fram- kvæmdin tekst eins og til er stofnað. Sjálfur er ég sannfærð- ur um að samkomulagið á eftir að koma fiskvinnslufólki, fisk- vinnslunni sem hcild og þjóðar- búinu öllu til góða,“ sagði Karl Steinar Guðnason, alþingismað- ur og varaformaður Verka- mannasambands Islands, í sam- tali við blm. Morgunblaðsins um nýgert samkomulag um málefni sérhæfðs fiskvinnslufólks, sem gert var samhliða kjarasamning- um ASÍ, VSÍ og VMS í lok síðasta mánaðar. Karl og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, voru í hópi þeirra, sem höfðu forystu um gerð samkomulagsins fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar en „fiskvinnslupakkinn" svokall- aði mun að verulegu leyti vera „óskabarn" Verkamannasam- bandsins, sem hefur nær allt fiskvinnslufólk á landinu innan sinna vébanda. { sem stystu máli ljallar sam- komulagið um atvinnuöryggi fast- ráðins fiskvinnslufólks, fræðslu þess og skilgreiningu á starfsheit- inu „sérhæfður fiskvinnslumaður". í haust hefjast námskeið fyrir físk- vinnslufólk og í framhaldi af því mun það væntanlega fá allt að þriggja launaflokka hækkun á laun- um, sem svarar til 7,5% hækkunar í dag en verða 9% eftir að upp hefur verið tekið nýtt launaflokkakerfí, eins og samningur ASÍ og atvinnu- rekenda gerir ráð fyrir. Að auka á reisn fiskvinnslunnar „Þetta byggir á samkomulagi okkar og Vinnuveitendasambands- ins frá 15. júní í fyrra þegar gert var samkomulag um nokkra hækk- un á töxtum," sagði Karl Steinar í samtalinu við blm. Morgunblaðsins. „Við vorum skammaðir talsvert þá fyrir að ætla að fresta málinu en ég tel að nú hafí vinna okkar á þeim tíma, sem liðinn er, skilað góðum árangri. Að þessu hefur unnið nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar Verkamannasambandsins, Vinnu- veitendasambandsins og Vinnu- málasambandsins og við höfum átt gott samstarf við sjávarútvegsráðu- neytið. Það má segja að okkar starf sé sambærilegt við það, sem er að gerast í Noregi, þar sem menn tala um að “hæve yrkets status". Það sama vakir fyrir okkun að auka á reisn fags fískvinnslufólks." Karl sagði að mikil vinna hefði farið — og ætti enn eftir að fara — í gerð námsefnis, sem þyrfti að vera bæði vandað og gott. „Þessu verður skipt í tíu fjögurra stunda þætti en þeir eru: Hráefnið og meðferð þess; líkamsbeiting; öryggi á vinnustöðum; hreinlæti og gerla- gróður; verkþjálfun — vinnulag; kjarasamningar og lög; launakerfí í fiskvinnslu; vinnslurásir og verk- unaraðferðir; afurðir og markaðir og mannleg samskipti. Þátturinn um mannleg samskipti hefur mikið að segja að okkar dómi,“ hélt Karl Steinar áfram, „varðandi viðhorf starfsfólksins til vinnustaðarins. Það vita allir, sem vilja vita það, að viðhorfíð til fiskvinnslunnar hefur verið mjög neikvætt — ungl- ingum er stundum ógnað með því, að ef þeir ekki standi sig í námi, þá lendi þeir í físki! Það skiptir því afar miklu máli fyrir allt viðhorf fólks til greinarinnar, að fyrstu .kynni þess séu ánægjuleg. Þetta verða allir í greininni að skilja." Þríggja launaflokka hækkun Hann benti á, að um þessar mundir minnast Danir á tveggja ára afmælis laga um svipað efni. „Það tekur að vísu til fleiri atvinnu- greina en bara fískvinnslu en þar hefur um milljón manna hlotið sambærilega starfsþjálfun. Reynsla Dana af þessu er góð — og starfs- þjálfunamámskeiðin eru meðal annars ástæðan fyrir því, að fram- leiðni í fískiðnaði er miklu meiri í Danmörku en hér. Það er nefnilega rangt, að enginn kunni að verka físk nema íslendmgar," sagði Karl Steinar. „Ætlunin er að allir starfs- menn í fiskvinnslu hér á landi, á milli §ögur og fímm þúsund manns, sæki þessi námskeið, hvort sem þeir hafa mikla reynslu eða litla. Námskeiðin fyrir fískvinnslufólkið verða haldin í fískvinnslubæjum og —þorpum víðsvegar um landið og leiðbeinendur verða sóttir þangað heim eftir því sem hægt er. Til undirbúnings því verða haldin leið- beinendanámskeið nú í apríl. Þá á námsefnið að liggja íyrir og fólki verður kennt að kenna. Það mun því væntanlega heyra sögunni til, þegar líður á næsta vetur, að fólk komi inn í greinina og sé sett beint til vinnu án þess að fá nokkra til- sögn í upphafí. Þá munu þeir, sem hafa mesta starfsreynslu og ekki koma því við fyrst í stað að sækja námskeiðin, fá eins launaflokks hækkun strax í haust. Eftir að þeir hafa sótt námskeiðin, alls 40 stund- ir, eiga þeir að fá tveggja launa- flokka hækkun til viðbótar. Höfuð- Karl Steinar Guðnason, varafor- maður Verkamannasambands ís- lands: Tímabundna atvinnuleysið í fiskvinnslunni verður úr sög- unni. tilgangur þessa alls er vitaskuld að auka á reisn fiskvinnslunnar og fiskvinnslufólks og gera starfs- greinina eftirsóknarverðari. Við, sem höfum unnið í nefndinni að þessu máli, erum sammála um, að ef fólk getur ekki tileinkað sér það efni, sem er á námskeiðunum, þá höfum við ekki valið rétta leiðbein- endur.“ Sem dæmi um gildi námsefnisins nefndi Karl Steinar Guðnason það sem í samningnum heitir „líkams- beiting“ og minnti á, að í fískvinnslu væru margir alvarlegir atvinnusjúk- dómar, svo sem vöðvabólga. „Það er hægt að koma í veg fyrir slíka sjúkdóma að verulegu leyti með því að beita líkamanum rétt. Það má nefna sem dæmi, að í físk- vinnslu hafa öll vinnsluborð verið í sömu hæð til þessa — og á því er raunar aðeins ein undantekning, sem ég þekki, sem er ný samstæða í Grindavík. Þar er nú hægt að hækka og lækka vinnsluborðin og allir sjá hversu sjálfsagt þetta er, því það er einföld, líffræðileg stað- reynd, að fólk er misjafnlega hávax- ið, jafnt í fiskvinnslu sem öðrum greinum. Það má líka nefna mikil- vægi þess að fólk þekki vinnslurásir og vinnsluaðferðir, kunni skil á öllu því, sem er að gerast í einu frysti- húsi, og þá ekki síður að fólk þekki þá markaði, sem afurðin fer til, svo það skilji betur tilgang starfsins." Námsefni til fyrirmyndar Ekki er ætlunin að halda fjörutíu stunda námskeið strax í upphafí, heldur á að bytja með fjórum og §órum stundum, sem fólk getur síðan safnað upp í íjörutíu áður en það nýtur launaflokkahækkana. Síðar verður væntanlega útbúið efni fyrir framhaldsnámskeið, rétt eins og gerist t.d. í Danmörku. Fræðslan mun fara fram með lesefni, mynd- böndum, skyggnum og verklegri kennslu. Karl Steinar, sem lengi fékkst við kennslu í Keflavík, full- yrðir að námsefnið sé til mikillar fyrirmyndar. „Við höfum fengið mjög hæfa menn til að vinna það og síðan hefur undimefnd okkar og VSÍ farið yfir það og metið, gert athugasemdir og bent á það, sem betur mætti fara,“ sagði hann. „í þessari nefnd hefur tekist mjög gott samstarf en í henni eiga sæti við Jón Kjartansson fyrir hönd Verkamannasambandsins, Ágúst Elíasson og Svavar Svavarsson fyrir hönd atvinnurekenda og þeir Gylfí Gautur Pétursson og Finnur Ingólfsson fyrir hönd sjávarútvegs- ráðuneytisins. Með nefndinni hafa svo starfað þeir Einar M. Jóhanns- son og Sigurður Örn Gíslason." — En eitthvað kostar allt þetta — hver borgar? „Það gerir sjávarútvegsráðu- neytið. Á fjárlögum í ár em veittar fímm milljónir króna til verkefnisins en við áætlum að allt þetta átak muni kosta 15—20 milljónir. Þessa dagana er verið að vinna að öflun þess flár, sem þarf til viðbótar — og ætti ekki að þurfa að verða mikið vandamál, því hér er augljós- lega um að ræða fjárfestingu, sem skilar sér hratt og vel. Mig langar sérstaklega að geta þáttar sjávarútvegsráðherra og ráðuneytis hans í þessu máli — þar á bæ hefur verið brugðist mjög vel við. Það hlaut enda að koma að því — þegar frystihúsin tæmdust bókstaflega á síðasta ári varð mönnum Ijóst, að snúa yrði við blaðinu ef ekki ætti að leggja alla fískvinnslu í landinu niður.“ Tímabundið atvinnu- leysi úr sögunni Annað meginatriði samkomu- lagsins um málefni sérhæfðs físk- vinnslufólks er aukið starfsöryggi þess. „Öryggisleysið, sem hefur verið viðvarandi í þessari grein um áratuga skeið, hefur valdið því að fjöldinn allur af reyndu fólki hefur leitað eftir vinnu í öðrum greinum," sagði Karl Steinar. „Nú hefur verið gerður samningur um fastráðningu fólks eftir þriggja mánaða starf og þar með nýtur fískvinnslufólk sömu réttinda og aðrir í þjóðfélaginu. Það er ekki lengur hægt að henda því út með sjö daga fyrirvara. Auðvitað breytir þessi samningur ekki því, að afli er misjafnlega mikill og því ekki alltaf jafn mikið að gera í frystihúsunum en þetta kerfi á að vera hvati til að jafna hráefnisað- drættina og því á tímabundið at- vinnuleysi að verða úr sögunni. Sé um raunverulegan hráefnisskort að ræða, þannig að viðkomandi físk- vinnslustöð geti ekki starfað með eðlilegum hætti, mun atvinnuleysis- tryggingasjóður borga fólkinu laun upp að ákveðnu marki en atvinnu- rekendur það sem upp á vantar að fullum launum sé náð. Það merki- lega er, að okkur sýnist að útgjöld sjóðsins þurfí ekki að vaxa við þetta heldur jafnvel að minnka því með þessu móti ætti að vera að hægt að draga verulega úr greiðslu at- vinnuleysisbóta,“ sagði Karl Steinar Guðnason. -ÓV. Líkamsbeiting er meðal þess, sem kennt verður á námskeiðum fyrir fiskvinnslufólk næsta vetur. Þar verður m.a. vikið að misjafnri borðhæð — þessar tvær stúlkur eru mishávaxnar en vinna við sama borð. Af því stafa margvíslegir atvinnusjúkdómar í fiskvinnslu, að því er fram hefur komið í könnun um hollustu og heilbrigðishætti i frystihúsum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.