Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 i ... ........................—----- 63 Dyrasti breski knattspyrnumaðurinn: Mark Hughes til Barcelona fyrir 2 milljónir punda Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaösins f Englandi. MARK Hughes var í gœr seldur I tvœr milljónir punda. Þaft er til spánska liðsins Barcelona fyrir I hœsta upphæð sem nokkru sinni Knattspyma: Tékkar koma ílok maí NÚ MÁ heita öruggt að þriðja leikdögum og öðrum smáatrið- liðið í þriggja landa keppninni í um um helgina, en í gær voru knattspyrnu sem fram fer á að sögn Páls Júlíussonar hjá Laugardalsvellinum f lok maí KSI yfirgnæfandi lýkur á því að verður Tékkóslóvakía. liðin þrjú í mótinu yrðu lið íslands, Endanlega verður gengið frá írlandsogTékkóslóvakíu. hefur verið greidd fyrír breskan knattspyrnumann. Nú um nokkurt skeið hefur verið búist við yfirlýsingu frá Manchest- er United um málið, enda hefur verið orðrómur um að Hughes væri á leið til Barcelona í nokkrar vikur. Sá orðrómur fékk byr undir báða vængi þegar liðið keypti tvo framlínumenn.-Davenport og Gib- son, fyrir skömmu. Og á sama tímabili hefur Hughes verið hálf miður sín í leikjum liðsins, og skorað lítið sem ekkert. En nú er allt frágengið og Hug- hes, sem er aðeins 22 ára, sagðist í gær vera feginn að þetta væri loks komið á hreint. „Ég get von- andi snúið mér aö því að leika knattspyrnu á fullu aftur,“ sagði hann. Hughes mun leika með Manchester United til enda þessa keppnistímabils. • Mark Hughes leikur með Barcelona á Spáni næsta keppn- istfmabil. Anderlecht í úrslit? BARCELONA og Anderlecht, sem Arnór Guðjohnsen leikur með, tvö sigurstranglegustu liðin í Evrópukeppni meistaraliða, voru heppin þegar dregið var f undan- úrslitum Evrópumótanna í knatt- spyrnu í gær. Barcelona mætir Gautaborg og Anderlecht mætir Steaua Búkarest. í Evrópukeppni bikarhafa mæta Lárus Guðmundsson og Atli Eð- valdsson og félagar þeirra í Bayer Uerdingen liði Atletico Madrid frá Spáni og í einum leiknum mætast Dynamo Kiev og Dukla Prag. Og í UEFA-bikarnum mætast Inter Milan og Waregem annarsvegar og Köln og Real Madrid hinsvegar. Fyrri leikirnir í undanúrslitunum verða leiknir 2. apríl og þeir síðari tveimurvikum síðar, eða 16. apríl. íþróttir helgarinnar íslandsmeistaramótið f fim- leikum fer fram f Laugardalshöll um helgina. Mótið hefst í dag, laugardag kl. 15.00. Keppni verð- ur sfðan framhaldið á sama stað á sunnudag kl. 14.30. Margtfleira verður um að vera á íþróttasvið- inu um þessa helgi og fer það helsta hér á eftir. Karate (slandsmeistaramótið í karate verður í Laugardalshöll kl. 19.00 á sunnudagskvöld. Þar leiða saman hesta sína bestu karatemenn landsins. Tennis- mót hjá ÍK TENNISDEILD ÍK f Kópavogi held- ur tvö tennismót í tvfliðaleik um páskana, annars vegar opið tvf- liðaleiksmót og hins vegar fyrir- tækjakeppni. Mót þessi fara fram í íþróttahús- inu, Digranesi, dagana 27., 29. og 31. mars. Þátttöku í bæði mótin skal tilkynna fyrir kl. 20.00 þriðju- daginn 25. mars í eftirtalinn síma- númer: 45991 (Guðný), 41019 (Einar) eða 42542 (Arnar). Nánari upplýsingar um mótin fást einnig i þessum símum. Fróttatilkynning frá |K. Skíði Hermannsmótið .í alpagreinum karla og kvenna verður í Hlíðarfjalli við Akureyri í dag og á morgun. Svigmót Fram í unglingaflokkum verður í Bláfjöllum um helgina. Knattspyrna Stúlkur úr Menntaskólanum í Kópavogi ætla að reyna að setja heimsmet í maraþonfótbolta inn- anhúss á laugardaginn. Þær hefja leikinn í íþróttahúsi Kársnesskóla í dag, laugardag kl. 18.00. Höttur á Egilsstöðum ætlar einnig að freista þess að setja heimsmet í maraþonknattspyrnu innanhúss. Höttur sendir í fyrsta skipti lið í 2. flokki karla í íslands- mótið í knattspyrnu í sumar og er þetta gert til að afla peninga vegna ferðakostnaðar liðsins. Þeir hefja maraþonið kl. 14.00 í dag, laugar- dal í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Badminton Ljóma-mótið í badminton fer fram á Akranesi í dag og á morgun. Þetta er síðasta badmintonmótið fyrir (slandsmeistaramótiö og gef- ur stig til landsliðs. Glíma Landsflokkaglíma Islands 1986 fer fram í íþróttahúsi Kennarahá- skóla í dag, laugardag og hefst kl. 14.00. Landsflokkaglíman er meistaramót og sigurvegari í hverjum flokki telst íslandsmeist- ari. 40 keppendur eru skráðir til leiks. Bandarísk stúlka kemur á óvart — Katarina Witt í fjórða sæti fyrir síðustu grein mótsins • Hinni fögru Katarinu Witt frá Austur-Þýskalandi hefur ekki gengið allt of vel á heimsmeist- aramótinu sem fram fer í Genf í Sviss. DEBI THOMAS frá Bandaríkjun- um, sem er aðeins 18 ára gömul, getur unnift heimsmeistaratitilinn í listhlaupi á skautum í kvenna- flokki ef hún nær fyrsta eða öðru sætinu f sfðustu grein keppninnar f Genf f Sviss í dag. Heimsmeist- arínn Katarina Witt frá Austur- Þýskalandi er f fjórða sæti fyrír síðustu grein, hún féll illa f keppn- inni á miftvikudaginn og það getur reynst henni dýrkeypt. Debi Thomas hefur svo sannar- lega vakið athygli í Sviss, fáir höfðu búist viö henni svona framarlega. Hún hefur forystu í keppninni þegar ein grein er eftir af þremur. Ef henni tekst að sigra er hún fyrsti blökkumaöurinn til að vinna heimsmeistaratitil í listhlaupi á skautum. Fyrir síðustu grein er Thomas eins og áður segir í efsta sæti, Kira Ivanova frá Sovétríkjunum er önnur. Tiffany Chin frá Bandaríkj- unum er þriðja og Katarina Witt frá Austur-Þýskalandi, sem flestir spáðu sigri, er í fjórða sæti. Ef Thomas vinnur keppnina er hún fyrst bandarískra kvenna til að vinna heimsmeistaratitilinn síð- an Rosalyn Sumners sigraði 1983. Þýskt úrvalslið til ÚRVALSLIÐ frá Niedersachen f Vestur-Þýskalandi kemur hingað til lands eftir helgina og mun liðið keppa við jafnaldra sfna hér á landi í handknattleik. Það eru landslið íslands í stúlkna- og piltaflokki sem keppa en krakkarnir eru fædd 1967 og 1968. Fyrsti leikurinn verður á miðvikudaginn, og svo verður leik- Blak: Þróttur sigraði í sjötta sinn ÞRÓTTUR varð f gærkvöldi ís- iandsmeistarí f meistaraflokki karla f blaki. Þeir unnu ÍS f hörku- spennandi úrslitaleik með þrem- ur hrínum gegn tveimur. Leikur- inn stóð f 112 mfnútur. Þetta er f sjötta sinn f röð sem Þróttarar verða íslandsmeistarar í blaki. Þeir urðu einnig bikarmeistarar fyrír nokkrum dögum og geta þvf vel við unað. Stúdentar byrjuðu betur og unnu tvær fyrstu hrinurnar, 15:5 og 15:9. Þá sneru Þróttarar dæminu við og unnu næstu þrjár, 15:13,15:8 og 15:10. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann. Þriðja hrinan var sérlega spennandi og var jafnt á flestum tölum upp í 13:13 en þá náðu Þróttarar aö skora næstu tvö stig og vinna sigur. Þarna voru Stúdentar aöeins tveimur stigum frá því aö sigra í þessum leik. Fyrri leik þessara liða í úrslita- keppninni lauk með sigri Þróttar, sem sigruðu þá í þremur hrinum gegn einni. Þróttur er því óumdeil- anlega besta blaklið íslands. íslands ið á fimmtudag og á laugardaginn verður hraðmót, en heimsókninni lýkur á annan í páskum. Þýska úrvalsdeildarliðið er valið úr mörgum félögum á ákveðnu svæði í Þýskalandi og ætti það að geta verið mjög sterkt ef marka má þýskan handknattleik. Þjálfara- námskeið FRÆÐSLUNEFND Frjálsfþrótta- sambands íslands gengst fyrir námskeiði fyrir þjálfara og íþróttamenn f byrjun aprfl. Kenn- arar á námskeiðinu verða snjallir þjálfarar frá Bretlandi, Carfton Johnson og Ron Holman. Johnson mun leiðbeina í sam- bandi við kastgreinar en Holman leiðbeinir hlaupurunum í milli- og langhlaupum. Námskeið þetta stendur frá 3. til 13. apríl og verður kennt seinni hluta dags þannig að þeir sem eru í vinnu ættu að geta komist á námskeiðið sem er öllum opið og ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.