Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 Corolla 1300 GL, snotur bíll ekki satt? „Litli sprettfiskiirinn“ frá landi hinnar rísandi sólar Bílar Þórhallur Jósepsson Ætt ........... Fjölskyiduvagn Kynkvísl .............. Toyota Tegund ............... Corolla ísl. heiti .. Litli sprettfiskur Já, þetta datt mér í hug þegar ég prófaði Corolluna þá ama og hún sýndi mér hvað í henni býr. Lítil, lipur, létt og getur aldeilis tekið á sprett. En þótt hún sé lítil er hún eiginlega stór líka. Hún er eins og gamli Miniinn, sem var frægur fýrir að vera stærri að innan en að utan. Þetta er einn af höfuðkostum Cor- ollunnar og það fyrsta sem maður verður var við þegar sest er inn og hugað að þægindum. Síðan rekur hvað annað, öllu er haganlega fyrir komið og engu virðist ofaukið. Greinilegt er að þessi bíll er hannað- ur með mjög ákveðið markmið í huga: að búa til bíl sem í senn er nægjusamur á pláss í umferðinni, rúmgóður, spameytinn og um leið snarpur. Útkoman er svo þessi dæmigerði japanski sparibaukur. Sú var tíðin að Japanir fram- leiddu bfla sem vom umfram allt ódýrir og voru sakaðir um að fá flest „lánað“ frá öðmm. Nú er öldin önnur, hvergi em menn framar í að finna upp og hagnýta nýjungar í bflaiðnaði og hvergi hafa menn náð jafnlangt í að sameina lágt verð og mikil gæði. þeir framleiða ekki ódýmstu bflana og ekki þá bestu, en erfitt hygg ég sé að fínna aðra sem tekst betur að sameina þetta tvennt í einum bfl. 12 ventla vél Nú hafa Toyota-menn fundið út að þrir ventlar á hvem strokk gefa betri eldsneytisnýtingu og um leið meira afl. Tveir sogventlar tryggja betra flæði og hreinni bmna elds- neytisins. Vélin er þverstæð og auðveld aðgöngu til umhirðu og viðhalds. Ef menn vilja svo meira þá er til 16 ventla vél í GT-út- gáfunni. Alls framleiðir Toyota 8 gerðir af Corolla og boðið er uppá 4 gerðir véla, þar af eina dieselvél. Að einu leyti er Japaninn þó ekki fyllilega í takt við tímann, það er hvað varðar hemlana að aftan. Þar er ennþá aðeins boðið upp á skálar nema í GT-bílnum, sem hefur diska- hemla á öllum hjólum. Það er e.t.v. gert til að halda verðinu niðri, þetta er það eina í bílnum sem hægt er að kalla gamaldags. Corollan er öli hin rennilegasta útlits og sækir þar fyrirmynd í fleygformið sem er að verða allsráð- andi í bflahönnun síðustu ára. Framendinn er lágur og koma þar til sögunnar ný ökuljós, minni en áður en gefa þó betri lýsingu. Undir framstuðara er svo hin ómissandi vindskeið sem minnkar loftmótstöð- unatilmuna. Vélaraflið skilar sér vel Þótt vélin sé eklki nema 1300 cm3 tekst nú samt að koma fyrir í henni nægu afli til að ráða við allar venjulegar aðstæður. Undir 2000 sn/min er hún að vísu dálítið treg en þegar komið er upp í 3500 snún- inga og þar yfír er vinnslan virki- lega góð. Kjörhraði Corollunnar er 80—110 km, þá nýtur hún sín vel, kostir §öðrunarinnar koma best í Ijós, auðvelt er að skipta niður í þriðja gír til að auka hraðann snöggt og bíllinn heldur stefnu óað- fínnanlega. Undir þessum hraða fínnst nokkuð fyrir að afl vanti og nota þarf lægri gírana ef spyma á fast í og yfír þessum hraða fer bfll- inn að verða kvikur í stýrinu sem verður þó ekki alvarlegt fyrr en komið er undir 140 km og má lík- lega kenna fyrst og fremst því hve stuttermilliöxla. í innanbæjarakstri er Corollan lipur og kemst nánast alls staðar þótt þröngt sé. Nokkuð fannst mér íjöðrunin stíf í rólegum akstri, en afburðagott sæti bætir vel úr því. Það er virkilega ánægjulegt að setjast inn í lítinn og ódýran bfl og fínna þar að sætið er eins og hæfír dýrustu glæsivögnum. Gírkassinn er fjögurra gíra og gott hlutfall á milli gíra, en fyrsti fannst mér of hár þegar tekið er af stað. Skipting er lipur en leyfír ekki snöggar skiptingar átakalaust. Stýrið er nákvæmt og hæfílega stíft, en fyrir vikið er of mikið að gera við að snúa því, fjórir hringir borð í borð. Hemlaástig er létt og nákvæmt og bíllinn heldur vel stefnu þegar hemlað er. Ég prófaði að nauðhemla í hálku á 60 og 80 km hraða og mér leið stórum betur við aksturinn á eftir, því að bfllinn stoppaði mun fyrr en ég hafði búist við og skekkt- ist nær ekkert á veginum. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að allir bflar verði framleiddir með læsingavöm á hemlum (ABS). Eins og fyrr segir em diskahemlar aðeins að framan á þessum bíl og má þar bæta um. Notaleg klæðning Corollan er öll klædd í hólf og gólf og er þar öllu vel fyrir komið. Sætin em góð og rými gott nema e.t.v. fyrir stóra menn er full lágt undir loft. Farangursgeymslan er stækkanleg með því að leggja niður aftursætið og er aUðvelt að koma hlutum þar fyrir þar sem aftur- hurðin nær alla leið niður á gólf geymslunnar. Smámunageymslur eru góðar, m.a. í hurðum Rofar em annars vegar á stýr- isstamma og mjög góðir, hins vegar í mælaborði og vel fyrir komið, en þó þarf að teygja sig í þá og það getur hvikað athyglinni frá akstrin- um. Mælar em skýrir en stýrishjólið skyggir að nokkm á þá. Utsýni er mjög gott nema þar sem innispegillinn skyggir á. Spegl- amir minnka nokkuð myndina sem sést í þeim og þarf að venjast þeim, þeir sýna vel aftur fyrir bílinn og er auðvelt að líta í þá án þess að líta um of af veginum. Fjögurra hraða miðstöð hitar fljótt og vel en er ósköp hávær á tveimur efstu stillingunum. Afturrúðuþurrkan er þarfaþing Það sýndi sig í þessum reynslu- akstri hve gott er að hafa þurrku á afturrúðunni. Skottlausir bflar eins og þessi vilja nefnilega draga óhreinindi upp á bakið þegar blautt er á og þá getur afturrúðan orðið algjörlega ógagnsæ og lítið gagn að henni. Hér þarf aðeins að ýta á einn rofa og þurrkan fer af stað og ef ýtt er lítið eitt fastar á sama rofa sprautast vökvi á rúðuna og þvær hana. Ómissandi búnaður. Ljósabúnaður er hefðbundinn, halogenljós lýsa einkar vel fram fyrir bílinn, en þar þyrfti að vera hreinsibúnaður, t.d. sprauta, því að mikil óhreinindi setjast á framljósin þegar ekið er á eftir öðmm bílum í bleytu og saitaustri. Afturljós em góð, m.a. þokuljós sem koma að góðu gagni í íslensku hríðarkófí. 7» Reynsluakstur: Toyota Corolla Umboð: P. Samúelsson og Co. kr. 279.000 (15.3.1986) Heistu mál Tæknilegar upplýsingar Mesta lengd mm Mesta breidd mm Mesta hæð mm Veghæð mm Tómaþyngd kg Þyngd hlaðinn kg Sætafjöldi Hám.hraði km/klst. Beygjuradíus m Tannstöng Snún. borð í borð Gerð Hæfni Stýri Vél Eldsn. kerfí, eyðsla Kassi, drif Fjöðmn Hemlar Dekk Slagrúmmál sm8 Mesta afl. kW/sn.mín. Mesti togkr. Nm/sn.mín. Blöndungur Tankur ltr. Eyðsla: 90 km/klst. 120 km/klst. bæjarakstur Gírkassi Drifhlutfall Framan og aftan framan Aftan framan og aftan 3960 1635 1385 160 875 1370 5 145 (a.m.k.) 4,7 4,1 4 strokka, vatnskæid Qórgengis, 12ventla, yfírliggjandi kambás. 1295 53/6200 101/4200 . einn tveggja hólfa, lóðrétt sog. 50 5,01/100 km 7,21/100 km 7,41/100 km 4 gíra beinsk. 4.048:1, framdrif. sjálfstæð MacPherson á hveiju hjóli. diskar. skálar. 155SR13. Einkunnagjöf 4 = frábært, 3 = gott, 2 = viðunandi, 1 = lélegt, 0 = óhæft Vél skipting, drif. Undirvagn Öryggis- atriði Stjómtæki Þægindi Annað Meðaltal vélarafl/snerpa 3 skiptir 3 hlutf. milli gíra 4 lággír 3 flöðmn 3 hemiar 3 stýri 3 ljósabúnaður 3 beiti 4 útsýni 3 speglar 3 læsingar 3 rúðuþurrkur/-sprauta 4 handbremsa 4 stýrishjól 3 rofar 3 fótstig 4 mælaálestur 3 sæti 4 miðstöð/blástur 3 hljóðeinangrun 2 rými ökum. 3 rými farþ. 3 innstig/útstig 4 klæðning/innrétting 3 farangursrými 4 smámunageymslur 4 3,29 1300 GL hf. Verð Helsti búnaður semfylgirmeð í kaupunum 1. GL-innrétting 2. Stuðarar samlitir bfl 3. Hurðalistar 4^ Fullvaxnir þjólkoppar 5. Snúningshraðamælir 6. Klukka í mæiaborði 7. Útispeglar, stillanlegir innanfrá 8. Halogen-ökuljós 9. Þokuljós að aftan 10. Afturrúðuþurrka með sprautu 11. Afturrúðuhitari 12. Tanklok og farangurs- geysla opnanleg inn- anfrá 13. Fellanleg aftursæti 14. Bamalæsingar 15. Tímarofi á þurrkum 16. Innispegill með nætur- stillingu 17. Ljós i mælab. sýnir hagkvæman/óhagkv. akstur Fáanlegur aukabúnaður m.a.: Stillanleg stýrishæð, útvarp og segulband, sól- lúga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.