Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LMJGARDAGUR 22. MARZ 1986 59 1l m \ ;i!rí wtík/Á : VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 : FRÁ MÁNUDEGI 3 TIL FÖSTUDAGS ÞRNKRSTRIK HVR£> er svo GLRTT SHM GÓ9RR VINR FUNDOR.. _ ■$________, & ^'^^vafi£ö/vLf^/»Á. /VL v/* M==L &**%***■ Sigur í síðari heimsstyrjöld- inni — hveijum er hann að þakka? Ég ætla að leyfa mér að rifja upp nokkur atriði úr grein er ég ritaði í Morgunblaðið fyrir 10 árum um hernám Islands og hvetj- um við eigum það mest að þakka að við erum frjáls þjóð í frjálsu landi í dag. Það er auðvitað þáverandi forsætisráðherra Breta, Sir Winst- on Churchill. Baráttuþreki hans er það að þakka að sigur vanns. En áður en lengra er haldið vil ég þakka Eddu Andrésdóttur frábærlega góðan fréttalestur í sjónvarpinu. Hún flytur mál sitt af miklum skörungsskap og smekkvísi. Útvarpið hefur oft á fyrri árum endurflutt ýmsa þætti og eins er um það sem hér og nú er endur- flutt. Mér finnst full þörf á því á þessum tímum sem nú ganga yfir heiminn, að minnist sé þess manns er mestan heiðurinn á skilið fyrir það að sigur vannst í síðari heims- styijöld. „Allan áratuginn milli 1930 og 1940 hafði Sir Winston Churchill verið hrópandi rödd og sífellt varað við hinni gifurlegu hervæðingu er stafaði af Hitler og nasistum hans í Þýskalandi. En hann hafði jafnan talað fyrir daufum eyrum landa sinna. Allt þangað til Múnchensvik- in hrifu þjóðina úr værðinni, virtist henni þetta sífellda klif og spár um ófarir og mótmæli, helst vera illa til fundið níð um erlent ríki. Það var ekki fyrr en hinir þýsku herir ruddust fram yfir Belgíu og Holland og leifar breskra hersveita björguðu sér á flótta úr norskum fjörðum, sem fullkomin viðurkenning fékkst á sjónarmiðum og framsýni Churc- hills. í bókinni „Churchill og stríðið“ eftir Gerald Paule segir svo m.a.: „13. maí 1940 hélt Churchill fyrstu ræðu sína sem forsætisráðherra. Það var eins og rafmagnsstraumur færi um neðri málstofuna. Hann hóf ræðu sfna með því að vitna í orð Garibaldis og bætti síðan við: „Ég á ekkert að bjóða ykkur annað en blóð, tár og svita.“ Síðan hélt hann áfram að gera grein fyrir ástandinu og stefnu sinni til við- reisnar. Þetta varð sögurík tíma- mótaræða og hver einasti þing- maður hlýddi á með allri athygli sinni. „Stefnan er aðeins sú að berjast á landi, í lofti og á sjó, af öllu þolgæði voru, veldi og afli sem drottinn ljær okkur. Við eigum í höggi við skefjalausari ógnarstjóm Sir Winston Churchill. en dæmi eru til í allri hinni grátlegu afbrotasögu mannkynsins." Loks bætti hann við: „Þið spyrið ef til vill hvert sé takmark okkar. Ég get svarað því með einu orði — sigur. Takmarkið er sigur, hvað sem hann kostar. Sigur þrátt fyrir allar skelf- ingar. Sigur hversu löng sem leiðin að honum verður. Því án sigurs er engin lífsvon." Með þessari ræðu sinni beygði hinn nýi forsætisráð- herra neðri málstofuna undir vilja sinn. „Á þessari stundu öðlaðist fjölmennur þingheimur, sem staðið hafði ráðvilltur og hugdapur and- spænis geigvænlegri hættu, nýjan hug og baráttuþrek fyrir stolta reisn eins manns. Við getum örugg- lega treyst því að sigurinn yfir hinu nasíska ofbeldi í síðari heimsstyij- öidinni er einvörðungu Bandaríkj- unum að þakka ásamt hinu ofur- mannlega baráttuþreki forsætisráð- herra Breta. Þessa sögulegu stað- reynd verður aldrei af söguspjöld- unum máð. Hvort sem kommúnist- unum líkar það betur eða verr. Það er sjálfsagt til of mikils mælst af æsku þessa lands, að hún geti gert sér fúlla grein fyrir því ástandi er ríkti hér á landi á árum síðari heims- styrjaldarinnar. Öllum þeim þrúg- andi ógnum er þá dundu yfir undir- okuð Evrópuríki. Það geta engir aðrir en þeir, sem lifðu og störfuðu í hinni daglegu önn þeirra stríðs- hijáðu daga.“ Að lokum er ekki úr vegi að minnast örlítið á veðrið. Það hefur löngum verið umræðuefni okkar Islendinga um ár og aldir og er slíkt eðlilegt svo mjög sem við erum háð því með alla lífsafkomu okkar. „Ég er bóndi, allt mitt á undir sól og regni.“ Þessar ljóðlínur lýsa vej afstöðu bóndans til veðurfarsins. I Veðurlýsingu sjónvarpsins nú fyrir skömmu var sagt að hitastig myndi lækka um eina gráðu á næstu fimm þúsund árum, að því er veðurfars- vísindamenn ætla. En sjálfsagt er það breytilegt frá öld til aldar þó heildamiðurstaðan sé þessi. Væri þá ekki hugsanlegt að biðja almætt- ið um að gott og heillaríkt mannlíf haldist á jörðinni sama tímabil, án styijalda og drepsótta, í þeirri sterku von að slíkt bænarákall yrði heyrt af höfundi Iífs og ljóss. Öll ættum við að geta sameinast um slíkt ákall með skáldinu Bólu- Hjálmari Jonssyni í eftirfarandi kynngimögnuðum bænarorðum er hann þramaði fyrir uþb. 125 áram í yfirþyrmandi einsemd og nægta- leysi allra veraldargæða. legg við faðir líknareyra leið oss einhvem hjálparstíg en viljurðu ekki orð mín heyra eilíf náðin guðdómleg mitt skal hróp af heitum dreyra himinn ijúfa kringum þig. Þorkell Hjaltason. Ekki annan Úr 287 lögum voru valin 10 lög, í söngvakeppni sjónvarpsins, þar af 2 eftir Gunnar Þórðarson og Þóri ’ Baldursson. Vora þessi 10 úrvalið? Ég stórefast um það. Hveijir syngja? Jú, 3 strákar og 1 stúlka. Dómnefndina skipuðu 4 skrípaleik herrar og ein kona. Er þetta jafn- rétti? Hvað kemur í ljós? Eina lagið sem möguleika átti til sigurs (Vöggu- vísa), talaði enginn um. Vonandi verður ekki annar eins skrípaleikur settur á svið aftur. Pétur Pétursson Sovéskur friður í Afganistan í dag 22. mars verður haldlnn fundur í Valhöll að Háaleitisbraut 1 með Afganan- um Wali Mustamandi, sem hér dvelst í boði Heimdallar, félags ungra sjálfstæðis- manna i Reykjavík. Fundurlnn hefst kl. 18.00. Mustamandi stofnaði Afganistan-nefnd- ina í Belgíu árið 1980 og var því framtaki hans vel fagnað af öllum stjórnmálaflokk- um í Belgíu að undanskildum Kommún- istaflokknum. Hann hefur ennfremur staðið fyrir fjöldafundum í Stokkhólmi 1980 og París ári síðar. Kaffiveitingar. Allir lýðræðissinnar eru boðnir vel- komnir HEIMDALLUR FÉLAG UNGRA SJÁLFSTÆBISMANNA SANNKÖLLUÐ KRÁARSTEMMNING Það er óhætt að fullyrða að fjör verði í kvöld, því að hinir vinsælu GOSAR spila og syngja. OPIÐ: í hádeginu alla daga kl: 11.30 - 15. á kvöldin sunnudaga - fimmtudaga kl: 18-01. og á föstudögum og laugardögum kl: 18-03. ÁRSHÁTÍÐ UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA Laugardaginn 22. mars verður haldin árshátíð félaga ungra sjálfstæðismanna á suðvesturhorninu í neðri deild Valhallar, Háaleitisbraut 1. Hef st hún ki. 22.00. Ótrúlega fjölbreytt skemmtiatriði verða á boðstólum. Týs- kvartettinn úr Kópavogi flytur nokkur frumsamin lög, Reykvík- ingar kyrja rússnesk þjóðlög og kveðast á, Seltirningar sýna töfrabrögð, ónefndur Skagfirðingur mun syngja fáein skagfirsk þjóðlög og margt fleira mætti nefna. Boðið verður upp á ostapinna og aðrar iéttar veiting- ar. Diskótek. Aðgangseyrir er enginn. Snyrtilegur (konservatívur) klæðnaður Allir ungir sjálfstæð ismenn velkomnir Heimdallur, FUS Reykjavík Týr, FUS Kópavogi Baldur, FUS Seltjarnarnesi Stefnir, FUS Hafnarfirði FUS Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.