Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22.MARZ 1986 37 Norsk bókakynning í Norræna húsinu í DAG, laugardag-, kl. 15 verður norsk bókakynning í Norræna húsinu. Tveir norskir gestir verða á kynningunni, þeir Einar Eggen lektor frá Osló og rit- höfundurinn Espen Haavards- holm. Einar Eggen er fyrsti lektor við nærrænudeild Oslóarháskóla. Hann Köku- basar FÉLAG þingeyskra kvenna heldur kökubasar á Hallveigarstöðum á pálmasunnudag, 23. mars. Basarinn hefst klukkan 14.00. (Fréttatilkynning) INNLENT mun halda fyrirlestur um tvö norsk ljóðskáld, Rolf Jacobsen og Harald Sverdrup. Nýjasta ljóðabók Rolfs Jacobsen var tilnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs 1986. Espen Haavardsholm fæddist árið 1945 og er meðal þekktustu norskra rithöfunda af yngri kyn- slóðinni. Hann var einn af forvígis- mönnum þeirrar kynslóðar rithöf- unda sem kvaddi sér hljóðs á miðj- um sjöunda áratugnum og vildi gera uppreisn gegn ríkjandi hefðum í norskum bókmenntum. Framan af rithöfundaferli Haavardsholms ber mikið á ádeilu á norska þjóð- félagið í verkum hans en í seinni bókum sínum hefur hann lagt að- aláherslu á einstaklinginn, líf hans og vandamál. Á kynningunni mun Espen Haa- vardsholm kynna verk sín og lesa upp. Dagskráin hefst kl. 15 eins og áður sagði og eru ailir velkomnir. I bókasafninu verður til sýnis úrval af bókum sem út komu í Noregi 1985 og til eru í safninu. Bækumar verða til útláns strax að lokinni bókakynningunni. (Úr f réttatilkynningii.) Unnið við frágang páskalambanna eftir slátrun á Hvammstanga. Kjötið tilbúið til sendingar á markað. Morgunblaðið/Karl Sigurgeireson Stærðfræðikeppn- inni lýkur í dag LOKAKEPPNI í stærðfræði- keppni framhaldsskólanema verður haldin laugardaginn 22. mars kl. 9—13 í stofu 201 í Odda (hugvísindahúsi Há- skólans). Rétt til þátttöku í lokakeppni hafa þeir 20 sem bestum árangri náðu á efra stigi forkeppni í (tvö seinni ár framhaldsskólans) og þrír efstu af neðra stigi. Þeir sem bestum árangri ná í lokakeppninni og verða undir tvítugu þegar Ólympíukeppni í stærðfræði fer fram næsta sumar koma til álita til keppni fyrir íslands hönd. Ólympíuleikamir fara að þessu sinni fram í Varsjá í Póllandi. Úrslit verða tilkynnt í lokahófí sem haldið verður í Lækjarbrekku sunnudaginn 23. mars kl. 15.30. (Fréttatilkynning.) Páskalömb frá Hvammstanga TIL sölu er nú i nokkrum búðum kjöt af nýslátruðu, svokölluð páskalömb. Var þeim slátrað í sláturhúsi Verslunar Sigurðar Pálmasonar hf. á Hvammstanga í byrjun vikunnar og flutt uppi- hangandi í kæiibU til Reykjavík- ur. Að sögn Karls Sigurgeirssonar framkvæmdastjóra Versl. Sig. Pálmasonar hf. var að þessu sinni slátrað 140 lömbum, smálömbum frá því í haust. Hann sagði að þetta hefðu verið vænstu dilkar, 15-16 kíló að meðaltali. Hann sagði að bændur fengju greitt fyrir kjötið 10% umfram verðlagsgmndvallar- verð, vegna þess aukakostnaðar sem þeir þyrftu að bera af fóðmn lambanna frá hausti. Að sögn verslunarmanns í Vöm- markaðnum við Eiðistorg seljast páskalömbin vel. Hann sagði að um síðustu helgi hefðu þeir fengið lömb úr Þykkvabænum og hefðu þau mnnið út. Páskalömbin frá Hvammstanga fóm í verslanir Víð- is, Vömmarkaðarins, JL-húsið, Hagkaup og verslunina Nóatún. Eldur í verkstæði í Flóanum Selfossi, 20. mars. ELDUR kom upp í verkstæði að Arnarstöðum í Flóa sl. miðviku- dag, 18. mars, kl. 14.20. Slökkvi- liðið á Selfossi var komið á brunastað 10 mínútum síðar og slökkti eldinn á 12 mínútum. Litlar skemmdir urðu á verk- stæðinu, en eigandanum tókst að koma bíl út af verkstæðinu strax og eldsins varð vart. Eldurinn kviknaði út frá log- suðutækjum sem unnið var með á verkstæðinu. Sig. Jóns. -< Byggingaþjónustan; Nýjungar í bruna- og þjófavörnum SÝNINGIN á bruna- og þjófa- varnarbúnaði í húsnæði Bygg- ingaþjónustunnar á Hallveigar- stíg verður opin í dag og á morgun frá klukkan 14.—18. Virka daga næstu viku verður- sýningin síðan opin frá klukkan 10-18. Margvíslegur búnaður er þarna sýndur, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Meðal búnaðar sem þarna er kynntur má nefna þjófavamartæki frá fyrirtækinu Scanvest. Um er að ræða þjófa- vamartæki sem spanna allt að 300 fermetrum við góð skilyrði og era hugsuð fyrir heimili og minni fyrirtíbki. Að sögn um- boðsmanna þessara tækja, fyrir-. tækisins Rökrás, gerir tækið viðvart ef breyting verður á loftþrýstingi í húsnæði t.d. við að rúða er brotin eða farið inn um dyr. Sirena er tengd tækinu, en einnig er hægt að tengja það síma og fleiri möguleikar em fyrir hendi. Tækið kom fyrst á markað á siðasta ári. Guðmundur Vésteinsson bæjarfulltrúi á Akranesi: Hyggst óska eftir opinberri rannsókn — á bréfi Sementsverksmiðju ríkisins til bæjarsljórnar GUÐMUNDUR Vésteinsson bæjarfulltrúi á Akranesi lét bóka það á fundi bæjarráðs á fimmtudag að hann hygðist óska eftir opin- berri rannsókn á ásökunum sem fram komi i bréfi stjóraar Sementsverksmiðju ríkisins tíl bæjarstjórnarinnar vegna mengun- armála f verksmiðjunni. Eins og fram hefur komið féll Guðmund- ur í prófkjöri Alþýðuflokksins um helgina fyrir starfsmanni i Sementsverksmiðjunni en gerði siðan athugasemdir við afskipti stjóraenda Sementsverksmiðjunnar af prófkjörinu. Bókun Guðmundar í bæjarráð- inu var svohljóðandi: „Guðmundur Vésteinsson gerði bæjarráði grein fyrir því að í tilefni af bréfí S.r. dagsettu 4. febrúar 1986, þar sem hann telur alvarlega vegið að störfum bæjarstjómar, þá hyggist hann óska eftir opinberri rann- sókn á því hvað hæft sé í þeim ásökunum sem fram koma í bréf- inu, svo og þeim þætti málsins sem snýr að honum sjálfum." Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að í bréfí stjómar Sementsverksmiðjunnar væm hótanir sem fram væm settar vegna þess að bæjarstjómin hefði gert ályktun þann 10. desember sl. til að fylgja því eftir að staðið væri við samkomulag sem verk- smiðjan gerði við bæjarstjómina á árinu 1981 um átak í mengunar- málum, útliti verksmiðjunnar og fleira. Vitnaði hann í 3. lið bréf stjómarinnar þar sem segir „Haldi bæjarstjómin áfram ósanngjamri kröfugerð á hendur Sementsverksmiðjunni á næstu ámm umfram önnur atvinnufyrir- tæki sem rekin em í bænum hlýt- ur að því að koma að fmmfram- leiðsla hennar, gjallbrennslan, verði lögð niður og gjallið flutt inn.“ Guðmundur sagði að gjall- brennslan væri um það bil helm- ingur af starfsemi Sementsverk- smiðjunnar á Akranesi. Guðmundur sagðist hafa verið fyrsti flutningsmaður að tillög- unni sem bæjarstjóm samþykkti í desember og hefðu stjómendur verksmiðjunnar beint reiði sinni að sér persónulega með áberandi hætti eins og fram hefði komið í prófkjörinu. Áróðurinn hefði gengið út á það að bæjarstjómin og ákveðnir menn innan hennar væm að vega að fyrirtækinu með þessu svo að tugir manna gætu átt á hættu að missa atvinnu sína. Eins og áður kom fram er það stjóm Sementsverksmiðjunnar sem sendi bæjarstjóminni umrætt bréf. Stjómin er þingkjörin og eiga eftirtaldir sæti í henni: Ásgeir Pétursson bæjarfógeti í Kópavogi, sem er formaður, Skúli Alexand- ersson alþingismaður, Friðjón Þórðarson alþingismaður, Daníel Ágústínusson fyrrverandi aðal- bókari og Siguijón Hannesson trésmíðameistari. Morgunblaðinu hefur borist athugasemd frá starfsfólki Sem- entsverksmiðjunnar þar sem það andmælir sem fjarstæðu ásökun- um Guðmundar Vésteinssonar í garð stjómenda verksmiðjunnar. „Ekkert okkar kannast við að hafa fengið tilmæli frá fram- kvæmdastjórum um að taka þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins á Akranesi. Margir samstarfsmenn Gísla Einarssonar í þessu fyrir- tæki um langt árabil þekkja hins vegar mannkosti hans og það gera fleiri í þessu bæjarfélagi og er það mun trúlegri skýring á úrslitum prófkjörsins en dylgjur Guðmundar," segir í athugasemd- inni. Egill Egilsson veitingamaður I hinum nýja veitingasal Stillholts. Akranes: Veitingahúsið Stillholt flytur starfsemi sína i Akranesi. VEITINGAHÚSIÐ StiUhoIt er að flytja starfsemi sína í nýtt hús- næði og opnaði fyrir nokkrum dögum veitingasal á efri hæð hins nýja húsnæðis við Garða- braut. Þar er glæsilegur veit- ingasalur og einnig danssalur en á neðri hæðinni verður grillstað- ur og er verið að leggja siðustu hönd á hann þessa dagana. Standa vonir til að öll starfsemin verði komin í fullan gang með vorinu. Sama dag og veitingasalur- inn var opnaður var í nógu að snú- ast því um miðjan daginn var Sjáv- arréttagerðin hf. á Akranesi með kynningu á framleiðslu sinni en hún framleiðir rétti úr tijónukrabba og beitukóng og hafa matreiðslumenn Stillholts verið með þá rétti á mat- í seðli sínum. Síðar sama dag hélt Norræna félagið á Akranesi hátíð- i legt 30 ára afmæli sitt og árshátfð Rotaryklúbbs Akraness fór einnig fram samhliða afmælishátíðinni. JG Dagstjarnan KE “ seldi í Cuxhaven DAGSTJARNAN KE seldi afla í Cuxhaven í V-Þýskalandi í gær- morgun, alls 131,9 tonn fyrir 7.674.200 krónur. Meðalverð var 58,20 krónur fyrir kílóið. Uppistað- an í aflanum var karfí. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.