Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 22. MARZ1986 Þjónustuíbúðir við Dalbraut: Eg hef mætt mikilli velvild — sagði Margrét S. Einarsdóttir „ÉG ER afskaplega hamingju- söm með að hafa fengið þessa stöðu,“ sagði Margrét S. Einars- dóttir, sem ráðin var forstöðu- maður þjónustuibúða aldraðra við Daibraut á fundi borgar- stjórnar sl. fimmtudag. „Eg get ekki neitað því að vissan skugga ber þar á vegna þess hvað mikið gekk á áður en yfir lauk. Umræðan um starfíð frá faglegu sjónarmiði kom mér ekkert á óvart, hún er afar eðlileg. Ég átti hinsveg- ar ekki von á að þessi staða gæti orsakað allan þennan gauragang og þau blaðaskrif sem orðið hafa," sagði Margrét. Sjálf sagðist hún ekki hafa orðið vör við neina andúð frá starfsfólki við þjónustuíbúðim- ar. „Hér hef ég mætt mikilli velvild, tekið var á móti mér með blómum og hlýjum faðmlögum og hefur engin undantekning verið þar á. Hvað formennsku mína í stjóm Sjúkraliðafélagsins áhrærir, þá mun staða mín og framtíð þar skýr- ast á stjómarfundi næstkomandi mánudag," sagði Margrét. Morgunblaðið/Ámi Sæborg Eins ogskepnan deyrfrumsýnd Hilmar Oddsson, leikstjóri brosmildur á svip, enda ekki ástæða til annars, hann kom sl. fimmtudagskvöld til landsins með kvikmynd sína Eins og skepnan deyr í farangrinum, eftir að hafa unnið að lokafrágangi hennar í Lundúnum. Kvikmyndin, sem er hans fyrsta mynd í fullri lengd, verður svo frumsýnd í Stjörnubíói kl. 14.00 í dag. Með Hilmari á myndinni er Ágúst Baldursson, kvikmyndagerðarmaður. Vinnuslys á Reyðarfirði Reyðarfirði. SEXTÁN ára gamall piltur varð fyrir vinnuslysi hér á Reyðarfirði um hádegisbilið í dag þegar unnið var við að lesta Dettifoss. Slysið varð með þeim hætti að bretti með um hálfu öðru tonni af loðnumjöli slóst til er verið var að hífa það um borð í skipið. Pilturinn varð fyrir brettinu og klemmdist á milli þess og lúgukarms. Hann var fluttur í sjúkrabíl til Norðfjarðar og þaðan var flogið með hann til Reykjavíkur. Pilturinn var fluttur á Borgarspítalann. Talið er að hann sé höfuðkúpubrotinn. Vinna stöðvaðist í þrjá tíma á meðan rannsókn slyssins fór fram. Gréta. Hjúrkunarfræð- ingar samþykktu ATKVÆÐI voru talin í gær- kvöldi í skriflegri atkvæða- greiðslu félaga í Hjúkrunarfé- lagi Islands um nýgerða samn- inga. Á kjörskrá voru 282 og greiddu 224 atkvæði. Samingurinn var samþykktur með 110 atkvæðum gegn 109. Þetta var endurtekin atkvæðagreiðsla. Skoðanakönnun Hagvangs í byijun mars: Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur styrkjast SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun Hagvangs hafa Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokkurinn styrkt stöðu sína meðal kjósenda frá þvi í síðustu könnun fyrirtækisins í desember í fyrra. Fylgi Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar minnkað á tímabilinu. Ef eingöngu er miðað við úrslit þingkosninganna 1983 hefur fylgi Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Samtaka um kvennalista og Sjálfstæðisflokks aukist, en fylgi Bandalags jafnaðarmanna og Framsóknar- flokksins minnkað. Fylgi kvenna við Alþýðubandalagið hefur aukist mikið, en dregið úr fylgi þeirra við Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 3. mars til 11. mars sl. og voru 1000 manns 18 ára og eldri um land allt valdir til þátttöku og hringt í þá. Spurt var: „Ef efnt yrði til alþingiskosninga á næstu dögum, hvaða stjómmálaflokki eða samtökum myndir þú greiða at- kvæði?" Alls svöruðu spumingunni 785, þar af tóku 472 afstöðu, eða 60% þeirra sem spurðir voru. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra þátttakenda í könnuninni, sem afstöðu tóku, er fylgi flokkanna sem hér segir: Alþýðubandalag 18,6% (14,6% í könnun Hagvangs í desember 1985 og 17,3% í þing- Samið í Eyjum Vestmannaeyjum. í gærkvöldi náðist samkomu- lag í deilu Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar og Vest- mannaeyjakaupstaðar en deil- an snérist um notkun starfs- mats við röðun í launaflokka. Boðað verkfall Starfsmannafé- lagsins frá 1. apríl nk. hefur verið frestað fram yfír atkvæðagreiðslu í félaginu um samkomulagið. Deilu- aðilar undirrituðu aðalkjarasamn- ing í gær og gerðu með sér sam- komulag um framkvæmd á innsetn- ingu starfsmatsins í launatöflu. Viðgerð á Heijólfi lauk í gær- kvöldi og mun skipið he§a áætlun- arferðir að nýju milli Eyja og Þor- lákshafnar á laugardag. Skipið hefur verið frá vegna vélabilunar í vikutíma. —hkj. kosningunum 1983); Alþýðuflokk- ur 11,9% (16,2% í des. 1985 og 11,7% í kosningunum); Bandalag jafnaðarmanna 5,3% (4,3% í des. '1985 og 7,3% í kosningunum); Framsóknarflokkur 15,7% (13,0% í des. 1985 og 18,5% í kosningun- um); Samtök um kvennalista 8,9% (8,9% í des. 1985 og 5,5% í kosn- ingunum); Sjálfstæðisflokkur 38,8% (42,1% í des. 1985 og 38,7% í kosningunum); Flokkur mannsins 0,8% (1,0% í des. 1985). Þegar litið er til skiptingar þátt- takenda eftir kynjum kemur í ljós, að fylgi Alþýðubandalags í könn- uninni meðal karla er óbreytt frá í desember í fyrra, er það var 14,9%, en fylgi þess meðal kvenna hefur hins vegar aukist úr 14,2% í 23,5%. Að sama skapi hefur fylgi kvenna við Alþýðuflokkinn minnk- að á þessu tímabili úr 16,4% í 8,9% og fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal kvenna minnkað úr 41,8% í 34,3%. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Samningur BHM og ríkisins undirritaður í gær Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og Þorsteinn Jónsson formaður launamálaráðs Bandalags háskóiamanna, sem starfa hjá ríkinu, takast í hendur eftir að samningur BHM og ríkisins var undirritaður síðdegis i gær. Samningurinn er hliðstæður samningi BSRB og ríkis- ins. Framboðslisti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði: Einungis tveir af fimm bæjar- fulltrúum í ef stu sætunum Hef fengið áskoranir um sérframboð, segir Einar Mathiesen bæjarfulltrúi LISTI uppstillingarnefndar sjálfstæðismanna i Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur með yfirgnæf- andi meirihluta á fulltrúaráðsfundi sl. mið\ ikudagskvöld. í fyrsta sæti er Ami Grétar Finnsson hrl., í öðru sæti Sólveig Ágústs- dóttir húsmóðir, Hjördis Guðbjömsdóttir skólastjóri í þriðja, Jó- hann G. Bergþórsson verkfræðingur i fjórða og Þórarinn J. Magnússon í fimmta sæti. Núverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins era fimm, en einungis tveir þeirra, Ami Grétar og Sóiveig, era nú á listanum. Þeir Ellert Borgar Þorvaldsson og Haraldur Sigurðsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, en það gerði hins vegar Einar Þ. Mathiesen. „Mér var bolað út vegna tveggja ómerkilegra mála sem snerta Áma Grétar og Sólveigu," sagði Einar Mathiesen í samtali við Morgunblaðið. „Ég var sá eini af bæjarfulltrúunum fímm sem barðist fyrir prófkjöri, en hinir vildu að kjömefnd legði til lista. Ámi Grétar er óánægður með mig vegna svokallaðs sjoppumáls við Norðurbraut. Ég var formaður byggingamefndar og lagðist gegn því að veitt yrði leyfí til rekstrar sjoppu á Norðurbraut, sem skjól- stæðingur Áma Grétars hafði sótt um. Það var ekki gert ráð fyrir því í skipulaginu að þama yrði sjoppa. Ámi Grétar virðist eitt- hvað erfa þetta við mig. Sólveig mun hins vegar vera fokill út í mig vegna þess að ég tók hana á beinið fyrir opinber greinarskrif manns hennar um sölu bæjarútgerðarinnar. Hún var á móti sölunni og fór með trúnað- argögn í Qölmiðla. Vegna þessara mála hafa þau Ámi Grétar og Sólveig unnið markvisst að því að koma mér frá,“ sagði Einar Þ. Mathiesen. Einar sagði að hann hefði feng- ið fjölmargar áskoranir um að fara í sérframboð, en hefði ekki tekið ákvörðun um hvort af því yrði. „Það er nægur timi til stefnu. Það þarf ekki að skila inn lista fyrr en þremur vikum fyrir kosn- ingamar, sem verða 31. maí. Ég hafði ekki hugsað mér að fara í sérframboð, en ég get ekki slegið möguleikanum frá mér að svo stöddu," sagði Einar Þ. Mathie- sen. Aðrir á lista sjálfstæðismanna eru: 6) Sigurður Þorvarðarson byggingarverkfræðingur. 7) ÁsaMaríaValdimarsdóttir kennari. 8) Oddur H. Oddsson húsasmíðameistari. 9) Erlingur Kristjánsson rafeindavirki. 10) Lovísa Christiansen innanhússarkitekt. 11) Guðjón Tómasson framkvæmdastjóri. 12) Stefanía Víglundsdóttir húsmóðir. 13) Þorleifur Bjömsson skipstjóri. 14) Þorgils Óttar Mathiesen viðskiptafræðinemi. 15) Unnur Berg Elvarsdóttir bankaritari. 16) Ásdís Konráðsdóttir húsmóðir. 17) Pálmar Sigurðsson bankaritari. 18) Sigurður Ingólfsson vörubifreiðastjóri. 19) Rannveig Sigurðardóttir húsmóðir. 20) Jóhann Guðmundsson verkstjóri. 21) Hjálmar Ingimundarson húsasmíðameistari. 22) Haraldur Sigurðsson yfirverkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.