Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 Flytjendur á tónleikum Kammersveitar Reykjavikur í Áskirkju á sunnudaginn. Fremri röð: Rut Ingólfsdóttir, Charles Berthon, Helga Þórarinsdóttir, Amþór Jónsson og Þorkell Jóelsson. Aftari röð: Sigurður I. Snorrason, Bjöm Árnason, Martial Nardeau og Kristján Þ. Stephensen. Kammersveit Reykjavíkur með tónleika í Askirkju KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur aðra tónleika sina á þessu starfsári á sunnudaginn, 23. mars, í Áskirkju og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskránni er Kleine Kammermusik fyrir blásarakvint- ett op. 24 nr. 2 eftir Paul Hindem- ith, strengjakvartett nr. 1 í c-moll op. 51 eftir Johannes Brams og strengjakartett nr. 1 op. 7 eftir Béla Bartok. Flytjendur blásaralrvintetts Hindemiths eru Martial Nardeau, flauta, Kristján Þ. Stephensen, óbó, Sigurður I. Snorrason, klari- nett, Bjöm Ámason, fagott og Þorkell Jóelsson, hom. Flytjendur strengjakvartettanna em Rut Ingólfsdóttir, fiðla, Charles Bert- hon, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, lágfíðla og Amþór Jónsson, celló. Fjölmiðlar: BÍ stofnar til Blaða- mannaverðlauna — fyrir framúrskarandi blaðamennsku STJÓRN Blaðamannafélags ís- lands hefur ákveðið að efna til sérstakra „Blaðamannaverð- launa", sem veitt verða árlega framvegis - í fyrsta skipti i árs- byijun 1987 fyrir yfirstandandi ár. Verðlaunin á að veita blaða- og fréttamönnum fyrir framúr- skarandi blaðamennsku og góða málnotkun, að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Skipuð hefur verið fimm manna nefnd, sem á að veita verðlaunin, ein eða tvenn eftir aðstæðum. For- maður nefndarinnar er Vilhelm G. Kristinsson, fyrrverandi fréttamað- ur, en aðrir nefndarmenn em: Elín Pálmadóttir blaðamaður, Jónas Kristjánsson ritstjóri, Siguijón Jó- hannsson blaðamaður og Þorbjöm Broddason lektor. í fréttatilkynningunni frá félag- inu segir ennfremur: „Samkvæmt samþykkt stjómar Blaðamannafélagsins um „Blaða- mannaverðlaunin" má veita þau til einstaklinga, samstarfshópa eða fjölmiðla, sem hafa sinnt skyldum sínum á þann hátt, sem telja má góða blaðamennsku, eins og hún er skilgreind í Siðareglum BÍ og yfirlýsingum alþjóðasamtaka blaða- manna, sem félagið er aðili að. Að jafnaði skal veita ein verðlaun fyrir efni á rituðu máli eða mæltu og/eða önnur fyrir myndefni. Nefndin get- ur einnig veitt sérstakar viðurkenn- ingar til einstaklinga eða fjölmiðla fyrir fagleg vinnubrögð og efnistök, sem mega vera til eftirbreytni í blaðamennsku. Hver sem er getur komið ábend- ingum á framfæri við nefndina og einnig getur hún sjálf auglýst eftir þeim. Tilnefningar fyrir hvert alm- anaksár skulu hafa borist nefnd- inni, sem er til húsa í félagsheimili Blaðamannafélags íslands í Síðu- múla 23 í Reykjavík, eigi síðar en viku af janúar árið eftir. Tilnefning- um skal fylgja eintak eða eftirgerð af því blaði eðatímariti, sem tilnefnt er, eða hljóðrit og/eða myndrit." Er gáttaður á um- mælum Sigurðar — sagði Haukur Björnsson sljórnarformaður Arnarflugs Sjálfstæðismenn í Kópavogi ákveða framboðslista sinn „ÉG er alveg gáttaður á því að maður í þessari stöðu skuli láta annað eins út úr sér eins og Sigurður virðist hafa gert þarna það eru engin dæmi um slíkt,“ sagði Haukur Björns- son stjómarformaður Araar- flugs í gær er hann var spurð- ur álits á þeim ummælum Sigurðar Helgasonar stjóra- arformanns Flugleiða á aðal- fundi félagsins að það væri röngum ákvörðunum að kenna hveraig komið væri fyrir Arnarflugi og einnig á gagnrýni Sigurðar á meiri- hluta stjórnar Arnarflugs fyrir lélega stjórnun og af- glöp í starfi „Sigurður er með tómar fullyrð- Skinkan frá Síld og f isk á afsláttarverði SÍLD og fiskur hefur lækkað framleiðsluvörur sínar úr svína- afurðum niður í það verð sem gildir hjá Sláturfélagi Suður- lands. Eins og fram hefur komið i blaðinu er í gildi 15% afsláttur á svínakjöti og auk þess hefur SS lækkað verð á skinku um 40% til að koma út birgðum sem safn- ast hafa upp. Þorvaldur Guðmundsson forstjóri í Síld og fisk segir að Sláturfélagið hafí alla tíð verið leiðandi í verð- lagningu á svínakjöti. Síld og fiskur hefði fylgt SS að mestu í verðlagn- ingu og gerði það ekki síður þegar verðið lækkaði. Eini munurinn væri sá að Síld og fiskur ætti ekki neinar birgðir af gamalli skinku eða öðru svínakjöti og væri þvf að selja 1. flokks vöru og nýja árþessu afslátt- arverði. ingar og færir engin rök fyrir þeim,“ sagði Haukur. „Þetta er málflutningur sem mér fínnst ekki svara verður. Hann grípur tæki- færið á samkomu þar sem enginn er til andsvara. Væntanlega er Sigurður reiður yfír því að við erum ■áætlunarflugfélag því að í sömu andrá sagði hann að ekki væri rúm fyrir nema eitt fyrirtæki í flugsam- göngum milli íslands og annarra ianda. Hann vill kannski að við förum aftur til einokunartímans gamla og látum alla verslun og öll viðskipti vera á einn hendi,“ sagði Haukur Bjömsson að lokum. FULLTRUARAÐ sjálfstæðis- félaganna í Kópavogi sam- þykkti sl. fimmtudagskvöld lista flokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningar í kaupstaðn- um í vor. Listinn er þannig skipaður: 1. Richard Björgvinsson við- skiptafræðingur, 2. Bragi Micha- elsson framkvæmdastjóri, 3. Ást- hildur Pétursdóttir húsmóðir, 4. Guðni Stefánsson jámsmíðameist- ari, 5. Amór L. Pálsson fram- kvæmdastjóri, 6. Bima Friðriks- dóttir leiðsögumaður, 7. Haraldur Kristjánsson verktaki, 8. Kristinn Kristinsson húsasmíðameistari, 9. Guðmundur Magnús Thorarensen framreiðslumaður, 10. Stefán H. Stefánsson forstöðumaður, 11. Jó- hanna Thorsteinsson fóstra, 12. Grétar Norðfjörð lögregluvarð- stjóri, 13. Jón Kristinn Snæhólm nemi, 14. Ólína Sveinsdóttir bankamaður, 15. Kristín Líndal kennari, 16. Guðrún Stella Giss- urardóttir nemi, 17. Alexander Alexandersson verkstjóri, 18. Kristinn Þorbergsson læknanemi, 19. Þorsteipn Armannsson vagn- stjóri, 20. Ámi Ömólfsson banka- maður, 21. Stefnir Helgason fram- kvæmdastjóri, 22. Guðrún Gísla- dóttir húsmóðir. Afganinn Wali Mustamandi: Siðferðilegur stuðn- ingur er mikilvægur Ástandið í Afganistan kynnt á opnum fundi í Valhöll í dag „ÞÖRFIN fyrir alþjóðlegan stuðning við málstað þjóðar minnar er mjög aðkallandi," sagði Afganinn Wali Mustam- andi á fundi með blaðamönnum í gær. Hann er hér staddur í boði Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og kynnir ástandið í heimalandi sinu og viðhorf andspyrnu- hreyfingarinnar á opnum fundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag kl. 18. „Örlög þjóðar minnar voru ráð- in þegar stjómarbylting var gerð í Afganistan árið 1978. Þá komst til valda flokkur hallur undir Sovétmenn, sem drýgt hefur ófyr- irgefanlega glæpi á þjóðinni, stað- ið fyrir tjöldahandtökum, ofsókn- um. og fcúgun. þorp í eyði,“ sagði Mustamandi. Mustamandi sagði, að þrátt fyrir stór orð Gorbachevs, hins nýja leiðtoga Sovétríkjanna, um að Sovétmenn væru að fækka í herliði sínu í Afganistan væri raunin allt önnur. Á valdatíma hans hefði orðið stóraukning á hemaðarumsvifum Sovétmanna í landinu. Hermönnum í höfuð- borginni Kabúl hefði verið ijölgað úr 120 þúsund í 150 þúsund og geysileg aukning orðið á her- styrknum við landamæri Afgan- istan. Mustamandi lagði áherslu á mikilvægi siðferðislegs stuðnings Vesturlandabúa við andspymu- hreyfínguna í Afganistan, enda léti Sovétstjómin sig mikiu varða almenningsálitið á Vesturlöndum. Morgunblaðid/Emilía Wali Mustamandi, sem staddur er hér- á landi til að skýra sjón- armið andspyrnuhreyfingar- innar í Afganistan. * ■ . En hann kvað skæruliða einnig þurfa á matvælum og lyfjum að halda og sama gilti raunar um almenning í landinu og afganska flóttamenn í Pakistan. Fram kom á fundinum, að í skýrslu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá því í febrúar í fyrra er greint frá fjölda- morðum sovéskra hermanna og afganskra stjómarhermanna á óbreyttum borgurum og loftárás- um á spítala. Þar kemur einnig fram, að aðbúnaður pólitískra fanga, sem eru um 50 þúsund að tölu, er mjög slæmur og margir þeirra verið pyntaðir skipulega. „Innrásin í Afganistan er jafn alvarlegur atburður og innlimun Hitlers á Súdetahémðunum í uphafi síðari heimsstyijaldarinn- ar,“ sagði Mustamandi. „Þess vegna leitum við eftir stuðningi allra þeirra, sem sætta sig ekki við að stórveldi níðist á sjálfstæði smáþjóðar."’ >*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.