Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 7 Fyrsta ráðstefnan í hinni nýju álmu Hótel Sögu, ráðstefna WHO. Nýir ráðstefnusalir í notkun hjá Hótel Sögu HLUTI nýrrar álmu Hótel Sögu var tekinn í noktun hinn 19. mars, þegar fundur WHO, Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar, hófst í raðstefnusölum álmunn- ar. Nýju ráðstefnusalimir marka tímamót hjá Hótel Sögu og auka tii muna möguleika Islendinga á að bjóða afstöðu til funda- og ráð- stefnuhalds eins og hún gerist best erlendis. Ráðstefnusalir hótelsins eru af mismunandi stærð og því auðvelt að verða við margvíslegum óskum viðskiptamanna. Þar eru möguleik- ar til mismunandi uppstillinga, eftir þörfum hvetju sinni. Salimir em með nýtísku búnaði til ráðstefnuhalds og í tengslum við þá eru sérstök tækniherbergi. Þar eru kvikmyndasýningavélar, mynd- bandstæki, skuggamyndavélar, skyggnuvélar, sýningartjöld og flettitöflur. Einnig er séð um að útvega önnur tæki, svo sem túlkun- arkerfi og hvers konar ráðstefnu- þjónustu, sem óskað er eftir. Sér- stök skrifstofa er til afnota fyrir þá sem halda ráðstefnur á hótelinu. Með því að nýta einnig þá afstöðu sem fyrir hendi er í eldri álmu hót- elsins, getur Hótel Saga nú hýst mun ijölmennari ráðstefnur en hægt hefur verið á hóteli hér á landi hingað til. (Fréttatilkynning) Þvottaefnið lækk- ar hjá Frig'g’ en hækkar hjá Sjöfn FRIGG í Garðabæ hefur lækkað verð á þvottaefni, um 10-15% eftir pakkningum og gerðum. Jón Þorsteinn Gunnarsson mark- aðsstjóri hjá Frigg sagði að fyrir- tækið væri ákveðið i að hækka ekki vörurnar og lækka þær ef gengið héldist stöðugt. Hann sagði að ástæðan fyrir lækkun þvottaefnisins nú væri meiri hagkvæmni í innkaupum og aukinn stöðugleiki í verðlagsmál- um hér innanlands. Heildsöluverð á Iva þvottaefni frá Frigg í V2 kílós pakkningum lækkaði úr 45 krónum í 38, eða um rúm 15%. íva í 2,3 kg. pakkningum lækkaði úr 156 kr. í 139, eða um tæp 11%. Sparr í 3 kílóa pakkning- um lækkaði úr 172 kr. í 151, eða um 12% rúm. Algengasta smásölu- álagning er 20-30% og síðan bætist 25% söluskattur ofan á allt saman. Jón Þorsteinn sagði að engar verð- hækkanir hefðu verið hjá Frigg frá því um áramót. Sjöfn á Akureyri hefur aftur á móti hækkað verð á hluta af hrein- lætisvörum sínum. Sem dæmi má nefna að heildsöluverðið á 700 gramma pakkningu af Vex þvotta- efni hækkaði úr 42 krónum í 45, eða um 7% og 3 kílóa pakkning af sama þvottaefni hækkaði úr 164 kr. í 182, það er um 11%. Hækkanir urðu á fleiri hreinlætisvörum en ekki öllum. Handsápa og hárþvotta- krem hækkaði til dæmis ekkert. Þá er verðið á málningu frá Sjöfn óbreytt. Verðbreytingin hjá Sjöfn tók gildi á mánudag. Aðalsteinn Jónsson verksmiðjustjóri sagði að þessar verðbreytingar væru samkvæmt tölvuútskrift um nauðsynlegt verð fyrir þessar vörur. Verðbreytingar væru gerðar á tveggja mánaða fresti og kæmu þá inn breytingar á framleiðslukostnaði. Núna hefðu komið inn breytingar á hráefnis- verði vegna hækkunar þýska marksins auk þess sem hækkun plastumbúða frá því í nóvember væri nú að koma inn í verðið. Hann sagði að síðasta verðhækkun hjá Sjöfn hefði verið í janúarmánuði en aðrir framleiðendur hefðu verið búnir að hækka verðið hjá sér fyrir kjarasamningana. Bessastaðahreppur: Listi sjálf- stæðismanna ákveðinn FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- félags Bessastaðahrepps til sveit- arstjórnar var ákveðinn á fundi félagsins 19. mars síðastliðinn og er þetta í fyrsta skipti sem það býður fram lista. Listinn er þannig skipaður: 1. Sigurður G. Thoroddssen, lögfræð- ingur, 2. Erla Sigurjónsdóttir, odd- viti, 3. Guðrún G. Bergmann, hús- móðir, 4. Birgir Thomsen, rafeinda- virki, 5. Guðmundur G. Gunnars- son, verktaki, 6. Birgir Guðmunds- son, tæknifræðingur, 7. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, 8. Sigurður E. Sigurjónsson, bygg- ingarmeistari, 9. Jóhann Jóhanns- son, bókari og 10. Sigurður Valur Ásbjamarson sveitarstjóri. Þá var einnig samþykkt framboð til sýslunefndar. Áðalmaður er Anna Snæbjömsdóttir og til vara Dóron Elíassen. Flestar verslanir í Gamla miðbænum verða opnar á laugardögum f rá kl. 10—14e.h.fram til 1. júní. Síí 3AMLIMIÐBÆRINN I ^-AUGAVEGI37 (UPP)), SÍMI 1t|777 ,_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.