Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 22.03.1986, Blaðsíða 62
Terry Venables: Óvenjulegur þjálfari snýr Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgun- _ blaösins á Englandi: ENSKIR fjölmiðlar eru nú upp- fullir af frásögnum af málefnum Terry Venables sem hefur tekið endanlega ákvörðun um að fara frá ríkasta knattspyrnufélagi heims, Barcelona, þrátt fyrir mikla velgengni þar. Terry Venables er nú án efa eftirsóttasti þjálfari heimsins, og keppast öll helstu stórliðin við að bjóða honum gull og græna skóga. Ástæðan er sú að á tveimur árum hefur honum tekist það sem fjöl- mörgum öðrum frægum og dýrum þjálfurum hefur mistekist; að vinna spánska meistaratitilinn og koma reglu í lið sem um árabil hefur verið þekkt fyrir innbyrðis deilur og ósætti. Fyrsta verk Venables var að selja þann leikmann sem margir telja bestan allra, Diego Mara- dona, og kaupa í hans stað Steve Archibald, Skotann sem áður var hjá Tottenham. í kjölfarið fylgdi gjörbreyting á leikstíl liðsins - hann lagði alla áherslu á samvinnu og dugnað leikmanna, sem ekki hafði fariö mikið fyrir áður. Þetta er breska aðferðin, og hún bar árang- ur. Reyndar á liðið hverfandi möguleika á að halda meistaratitl- inum í spánsku knattspyrnunni, en Barcelona er í undanúrslitum í Evrópukeppninni og á alla mögu- leika á að komast í úrslit. Sigur í þeirri keppni yrði nokkuð áreiðan- lega til þess að Venables yrði heim færður í dýrlinga tölu í Kataloniu, þar sem búa æstustu knatt- spyrnuáhugamenn veraldar. Með- alaðsókn að leikjum liðsins er yfir loo.ooo manns. Þrátt fyrir allt þetta, og geysileg- ar tekjur (grunnlaun hans eru 12 milljónir króna á ári, auk allra bón- usa og aukasposina) ætlar Terry Venables að hætta. Ástæðan er persónulegs eðlis. Eiginkona hans, Cherrie, hefur aldrei viljað flytja til Spánar frá Sussex þar sem hún býr með tveimur dætrum þeirra hjóna á táningsaldri. Það er fjöl- skyldan sem togar hann til sín, auk þess sem Venables hefur alltaf verið mikill Lundúnabúi í sér. Terry Venables er nú 43 ára. Hann vakti fyrst athygli sem knatt- spyrnumaður í gullaldarliði Chelsea í kringum I970, var þá bakvörður og lék með kempum á borð við Osgood, Bonetti, Harris,- og Alan Hudson. Hann var síðan seldur til Tottenham, þar sem honum gekk iila að komast í lið. Seinna lék hann með QPR, eða þar til hann tók við þjálfun hjá Crystal Palace. Það var síðan þegar hann tók við liði QPR að hann fór að vekja verulega athygli sem þjálfari. Þó kom útnefning hans sem stjóri Barcelona á óvart á sínumtíma. Venables er um margt óvenju- legur knattspyrnuþjálfari. Skömmu eftir að hann hætti sjálfur að leika knattspyrnu skrifaði hann skáld- • Terry Venables stýrir æfingu liðs síns á leikvelli Barcelona, Nou Camp. Þrjátíu og fimm þúsund aðdáendur komu til að fylgjast með æfingunni. sögu, sem fékk ágætar viðtökur gagnrýnenda. Hann hefur einnig samið handrit að sjónvarpsleikrit- um, sem breska sjónvarpið hefur gert, og fengist við tónlistariðkun. En stóra spurningin í bresku blöðunum er núna hvert hann fer. Tottenham er líklegasti kosturinn, og óopinberar fregnir herma að Venables hafi verið boðinn vænn hluti að hlutabréfum í félaginu. En Arsenal er einnig inni í myndinni. Víst er talið að Venables vilji setj- ast að í London að nýju og að hann muni þjálfa lið þar. Venables hefur sjálfur látið lítið eftir sér hafa um þessi mál öll, og í rauninni aðeins einu sinni lýst yfir áhuga á þjálfarastöðu; hann viðurkennir að sig hafi lengi dauðlangað að þjálfa enska landsliðið. Svo ef til vill bíður hann með að ákveða sig þar til eftir HM í vor - ef enskum gengur þar illa gæti draumastaðan losnað. Rómantíkin er hættulegust — náin samvinna skautadansaranna er alls ekki vandalaus • Enginn efast um að samband fólksins sem dansar saman á ísnum ár eftir ár, er nánára en gengur og gorist með félaga f iþróttum. ÞAU FAÐMAST, snúast með ástríðufullum hreyfingum um hvort annað, horfast í augu, brosa og daðra án nokkurrar feimni. Það vantar ekkert nema kampavínið og kertaijósin til að fullkomna myndina af unga ást- fangna parinu. En þegar skautarnir eru komn- ir ofan í tösku þá eru langflestir skautadansarar sem keppa í paradansi aðeins venjulegir vinnufélagar. „Það væri eins og að fara út með bróður sínum," segir Denise Benning, einn keppenda á heimsmeistaramótinu í listdansi á skautum, sem nú stendur yfir i Genf í Sviss. Ástarsambönd eru þó ekki óþekkt í heimi skautadansa- ranna. Núverandi heimsmeistar- ar, Elena Valova og Oleg Vasiliev, eru til dæmis hjón. En það er undantekningartilfelli. „Ég held að það hljóti að vera miklu erfið- ara þegar þessu tvennu er bland- að saman, en þegar því er haldið aðskildu," segir Benning. „Hvað ef upp kemur missætti í hjóna- bandinu? Það hlýtur að hafa mikil áhrif á frammistöðuna á ísnum," segirhún. Enginn efast þó um að sam- band fólksins sem dansar saman á ísnum ár eftir ár, er nánara en gengur og gerist með félaga i íþróttum. Margir þeirra segjast hafa rekið sig á að hafa hugsað sömu hugsanir á sömu augna- blikunum og líkamshreyfingar beggja virðast samræmast án fyrirhafnar og án þess að skipst sé á orðum. Breska parið Sharon Jones og Paul Askham líkjast jafnvel hvort öðru í útliti. „Ég þekki hann betur en nokk- urn annan," segir Sharon Jones. „Við erum búin að skauta saman i sjö og hálft ár ef frá eru talin nokkur „vinslit" og á síðasta ári urðum við breskir meistarar." En hvað er það sem hefur mest áhrif á árangur listdansa- ranna? Viðbragðsflýtir? List- fengi? Eða bara endalausar æf- ingar? „Fyrir flesta gildir að hafa eitt- hvað af öllu. Hjá okkur virðist þetta bara smella saman á ein- hvern óútskýranlegan hátt," segir Wayne Seybold, bandarísk- ur listhlaupari en „félagi" hans er Natalie, systir hans. „Það er skrýtið, en ég viröist alltaf finna á mér hvernig hún hreyfir sig, jafnvel þó ég horfi ekki á hana," segirhann. Johnny Johns, gamalreyndur ísdansari, segir einnig að mikiö megi ráða af ýmsum smáatrið- um. „Þú finnur oftast hvernig meðdansaranum líður bara af hvernig hún heldur um hendina á þér. Er gripið fast og ákveðið eða hikandi? Á sama hátt læra stúlkur á karlana af því hvernig þeirlyfta þeim upp." I fáum íþróttagreinum eru meiri sárindi þegar annar aðilinn ákveður að skipta um félaga. Og i íþrótt sem byggir svo mikið á samvinnu er einnig oft rifist heift- arlega þegar miður gengur. Sjón- varpsáhorfendur kannast við þegar stúlka fellur á ísinn eftir að karlskautarinn hefur kastað henni hátt i loft upp. Var fallið henni að kenna? Éða kastaði karldansarinn henni upp á röngu augnabliki og gerði henni ókleift að verjast falli? Og svo er það alltaf spurningin um hver á að ráða ferðinni. Þegar skautadrottningin gam- alkunna Irina Rodnina skildi við fyrri félaga sinn sem hún hafði unnið marga titla með og byrjaði að skauta með Alexander Za- itsev, sér miklu óreyndari manni, þá réði hún algjörlega ferðinni. En eftir nokkur ár tók hann við og undir lokin þegar þau höfðu saman unnið 6 heimsmeistarat- itla og tvö ólympíugull, stjórnaði hann öllu. Ekki er óalgengt að skautapör- in leiti til sálfræðinga. Ef rifrildi og ósamkomulag fer að hafa áhrif á frammistöðuna á ísnum er leitað til þeirra. „Þeir gegna í rauninni sama hlutverki og hjóna- bandsráðgjafar," segir Mark Rowson einn keppendanna í Genf að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.